Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 4
4 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 31|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ Platan kom út í lok september í Bandaríkjunum. Hvernig hafa viðtökurnar verið? „Bara fínar. Þetta mallar ágætlega.“ Hafið þið fylgt henni eftir? „Við erum búnir að fara á einn túr, með Stereophonics. Við spiluðum á sex tónleikum, í helstu borgunum, og héldum tvenna tónleika sjálfir. Svo erum við að fara á morgun [þar síð- asta miðvikudag] að spila á CMJ-tónlistarhátíðinni í New York.“ Og hvað er svo framundan? „Við ætlum að byrja á upptökum á næstu plötu um leið og við komum heim.“ Er ekki búið að vera hálfsvekkjandi að hafa ekki getað byrjað á því fyrr en núna? „Jú, en við erum búnir að vera að vinna að nýju efni í nokkuð langan tíma. Við erum aðeins byrjaðir að spila það á tónleikum og þetta er allt að koma. Meirihlutinn af lögunum sem við spiluðum á Airwaves var nýr.“ Er nýja efnið betra en það gamla? „Okkur finnst það að minnsta kosti. Þetta er þróun framávið.“ Hvenær stefnið þið á að það komi út? „Það fer bara eftir því hvernig gengur. Við ætlum að taka okkur þann tíma sem við þurfum. Við flýttum okkur dálítið síðast, rukum bara í stúdíóið og tókum upp, án þess að við sjáum nokkuð eftir því.“ Hvernig var að spila á Airwaves núna, miðað við fyrir ári? „Okkur fannst það eiginlega bara betra, því hljómsveitin er orðin svo miklu betri. Það hafa orðið svolitlar breytingar á sveitinni, nýr trommari [Nói Steinn ] og Andri byrjaður aftur á hljóm- borði. Við erum orðnir miklu þéttari hljómsveit.“ Er ekki alveg frábært að fá að vinna við það sem manni finnst skemmtilegast? „Það er snilld. Algjör forréttindi.“ |ivarpall@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn VI Ð FL ÝT TU M O KK UR D ÁL ÍT IÐ S ÍÐ AS T, R UK UM B AR A Í S TÚ DÍ ÓI Ð OG T ÓK UM U PP Haustið er tími litskrúðugra laufa. Haustið hefur líka verið tími Leaves, sem nýverið spilaði á Airwaves og sendi frá sér plötuna Breathe í Bandaríkjunum. Í bígerð er plata með glænýju efni. Drengirnir; Arnar Guðjónsson gítarleikari og söngvari, Arnar Ólafsson gítarleikari, Hall- ur Hallsson bassaleikari, Andri Ásgrímsson hljómborðsleikari og Nói Steinn Einarsson trommari sátu fyrir svörum. LAUF AÐ HAUSTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.