Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 14
14 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 31|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ VICTORIA OG DAVID BECKHAM Síðan hefur Hugrún komið víða við og m.a. tekið myndir af knattspyrnumönnum, nú síðast David Beckham á þjóðhátíðardaginn, 17. júní. „Ég vann fyrir Global Artists, sem eru með skrifstofu í Tók- ýó, að myndatöku með Holly Valance. Sama skrif- stofa sá um gerð tveggja auglýsinga með David Beckham og Victoriu, sem kostuðu um hálfan milljarð hvor. Það var hringt í mig af skrifstofunni og ég spurð hvort ég væri til í að taka mynd af Beckham og Victoriu í flughöfninni með forseta All Nippon Airlines, flugfreyju og fleirum, en mynda- takan var fyrir flugfélagið.“ Hugrún féllst á það. Umboðsskrifstofa Beckham hét henni tveim tímum til að koma upp ljósum og öðrum búnaði. „En þau voru komin á staðinn þegar við mættum á flugvöllinn, þannig að við urðum að stilla öllu upp á örskotsstundu. Þau voru mjög við- kunnanleg. Ég byrjaði á því að taka svarthvítar polaroid-myndir til að sýna þeim hvernig lýsingin væri. Victoria greip myndirnar og skoðaði þær fyrst. Fyrst hún var ánægð, þá fékk David að skoða þær. Ég var með hringljós á myndavélinni, sem er mjög sterkt, þannig að fyrst sagðist hann bara sjá hvíta hringi.“ FJÓRUM TÍMUM SÍÐAR MEÐ MADRID Eftir myndatökuna fékk Hugrún Beckham til að árita polaroid-mynd fyrir föður sinn, sem hefur ver- ið stuðningsmaður Manchester United í yfir fimm- tíu ár. Hún sagði honum það, að hún sjálf hefði stutt United í tuttugu ár og hrósaði honum síðan. „Þá táraðist hann. Ég skildi ekkert í því, enda hlyti hann að heyra hrós frá aðdáendum á hverjum degi. Ég flýtti mér að segja að hann væri í miklum met- um á Íslandi vegna þess að í honum væri víkings- eðli. Bæði út af ljósa hárinu og því að hann væri sí- vinnandi um allan völl og gæfist aldrei upp. Þá tók hann gleði sína á ný. Þegar við kvöddumst heilsaði hann öllum sem aðstoðuðu mig við mynda- tökuna með handabandi; þau voru alveg himinlifandi.“ Beckham-hjónin gengu síðan afsíðis og umboðsmaður Beckhams sagði Hugrúnu að samn- ingur Beckhams við Real Madrid hefði verið að ganga í gegn. Þau væru að ræða það. Þar var komin skýringin á viðkvæmni Beckhams. „Það var undarleg tilfinning að ganga út frá þeim með þessa vitneskju. Það var ekki fyrr en fjórum tímum síðar sem Manchester United gaf út þá yfirlýsingu að Beckham væri orðinn liðsmaður Madrid. Myndirnar voru þær síðustu sem teknar voru af honum meðan hann var liðsmaður United og sem hann áritaði með númerinu 7, sem hann bar á United-treyjunni.“ RIO TAUGAÓSTYRKUR EN VOÐA LJÚFUR Hugrún hefur myndað fleiri knattspyrnumenn, þar á meðal Rio Ferdinand og Paul Robinson, en þá var Ferdinand enn leikmaður Leeds. Þetta var fyrir rúmum tveimur árum, áður en HM í knattspyrnu hófst. „Rio vildi lyfta ímynd sinni og umboðsmaður hans skipulagði myndatökuna. Rio mætti snemma og var voða ljúfur, en dálítið taugaóstyrkur enda voru þarna þrjár fyrirsætur sem sátu fyrir á myndunum með honum. Hann kiknaði í hnjánum þegar brasilíska fyrirsætan Tatjana ögraði honum í myndatökunni. Ég lét hann líka sitja fyrir með myndavél, því þetta var eftir að upp hafði komist að hann og Kieron Dyer hefðu sofið hjá stúlku á Ibiza og tekið það upp á myndband. Hann var nú ekkert of hrifinn af því í fyrstu, en samþykkti það þegar ég hafði út- skýrt fyrir honum að um þetta yrði rætt í viðtalinu og hann yrði að geta sýnt að hann hefði húm- or fyrir sjálfum sér.“ HEILBRIGÐAR FYRIRSÆTUR Hugrún er ekki hætt afskiptum af fótbolta. Á næstu vikum stendur til að hún myndi Adrian Mutu og Hernan Crespo í Chelsea fyrir karlatímarit og einnig er í bígerð heimildarmynd um Bolton. „Það er gott að mynda knattspyrnumenn. Þeir eru elskulegir, mæta á réttum tíma, eru heilsuhraustir og ekki timbraðir, nema kannski Gazza, og ekki fautar, nema kannski Vinnie Jones.“ Og það er gaman að hlusta á Hugrúnu tala um …fótbolta! Hún hoppar á gólfinu og sýnir með látbragði hvernig Gianfranco Zola skoraði með hælspyrnu fyrir Chelsea og segir blaðamanni frá því að hann hafi tileinkað markið litlum dreng, sem dó úr krabbameini. „Ég veit miklu meira um fótbolta en þú,“ segir hún stríðnislega. „Líður þér eins og karlmennsku þinni sé ógnað?“ SJÁLFLÆRÐUR LJÓSMYNDARI Hugrún býr með dóttur sinni í nágrenni Lundúna, en miðja heimsins er samt á Íslandi, þar sem foreldrar hennar, María Eygló Normann og Jón Helgason, búa og rætur hennar liggja. Einn- ig bróðir hennar, Hilmar Ragnarsson listmálari, sem kenndi henni ljósmyndun, inn á hraða filmu og myndavélar og á ljósopið. „Hann gerir það með pensli, sem ég geri með myndavél.“ Hún hóf ferilinn sem fyrirsæta, lagði síðan fyrir sig ljósmyndun og er sjálflærð. Helsta hjálp- arhella hennar hefur verið Birgir Birgisson sem hefur unnið sem aðstoðarmaður hennar og er einn af hennar nánustu vinum. „Hann veit jafnmikið um mig og mamma,“ segir hún og hlær. ÞARF AÐ HAFA HRAÐAR HENDUR Hugrún segist helst mynda fyrir tímarit, enda gefi það henni mest listrænt frelsi. Þá geti hún tileinkað sér skapandi vinnubrögð, tekið áhættu og það hafi gefist vel. Það sem skipti helst máli í slíkum myndatökum sé að þær taki stuttan tíma, en gefi samt góða raun. „Það er svo mikið álag á þessu fólki. Þegar ég myndaði Holly Valance á hádegi var það þriðja myndataka hennar yfir daginn. Þá gildir að hafa hraðar hendur. Þá uppsker maður þakklæti og líkurnar aukast á að fleiri verkefni bjóðist.“ Framundan segir hún að séu m.a. myndatökur af Mariah Carey og nærfatalínu Deben- hams. „Það góða við að mynda fótbolta er hins vegar að ég fæ að fara á leikina,“ segir hún og augun ljóma eins og bláir fótboltar. |pebl@mbl.is Fótboltakappar sitja fyrir Hugrún Ragnarsdóttir eða Huggy, eins og hún er kölluð, er einn af fáum íslenskum ljósmyndurum sem tekið hafa forsíðumynd tímarits sem dreift er um allan heim. Það gerðist fyrst þegar hún myndaði Karen Muldar fyrir forsíðu Marie Claire árið 1990. „Þetta var í fyrsta skipti sem tímaritið seldist það vel að það var prentað í þremur upplögum.“ Morgunblaðið/Þorkell RIO FERDINAND BREGÐUR Á LEIK. MYND HUGRÚNAR AF HOLLY VALANCE Í TÍMARITINU VIVID. HUGRÚN MEÐ MYND SEM HÚN TÓK AF BECKHAM. KÆRT ER MEÐ ÞEIM BIRGI, HUGRÚNU OG HILMARI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.