Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 18
18 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 31|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ
Helen Mirren
Helen Mirren (1945–) og Julie Walters
(1950–) eru með virtari leikkonum og
óvenju hugaðar í ofanálag. Æskudýrkun
samtímans hefur gert það að verkum að
nekt tilheyrir oftast nær ungum stúlkum
og þvengmjóum. Mirren og Walters láta
slíka óhæfu sem vind um eyrun þjóta.
Helen Mirren er ein þekktasta leikkona
Breta af kynslóð sem tók fyrstu sporin í
leikhúsinu í skjóli stórmenna á borð við
Laurence Olivier og Peter Hall leik-
hússtjóra. Hún hefur unnið frækna sigra í
tveimur heimsálfum á fjölunum, tjaldinu
og á skjánum á 35 ára ferli. Leiksviðið var
aðalstarfsvettvangurinn fram á 9. áratug-
inn uns hún vakti heimsathygli á móti Bob
Hoskins í The Long Good Friday, krimm-
anum góða. Mirren setti gæðastimpil á
Excalibur, miðaldamynd Johns Boorman,
sem vakti áhuga á leikkonunni í Holly-
wood. Vestan hafs lék hún í þrem mynd-
um í röð; 2010, The Mosquito Coast og
White Knights. Þeirri síðasttöldu er leik-
stýrt af Taylor Hackford, sem hefur verið
sambýlismaður Mirren allar götur síðan.
Á níunda áratugnum varð leikkonan heimsfræg fyrir
magnaða túlkun sem eiginkona þjófsins í The Cook, The
Thief, The Wife and Her Lover, umdeildu snilldarverki Pet-
ers Greenaway, og enn frekar sem rannsóknarlögreglan
Jane Tennison í Djöfull í mannsmynd (Prime Suspect).
Framúrskarandi vel gerðar sjónvarpsþáttaraðir sem hafa
notið mikilla vinsælda á annan áratug.
Á síðustu árum hefur Mirren leikið í jafnólíkum myndum
og Every Mother’s Son, The Passion of Ayn Rand og
Gosford Park.
Hápunkturinn á ferlinum:
Hinsta óskin (Last Orders) (’01)
Kvikmynd gerð af Fred Schepisi frá 2001, þar sem
Mirren leikur á móti nokkrum fremstu karlleikurum
Bretlands.
Botninn:
Caligula (’79)
Alvond mynd sem stofnaði ferli Mirren,
Peters O’Toole og Malcolms McDowell í bráða
hættu. Mirren slapp með skrekkinn.
Julie Walters
Kynlíf og kynþokki hefur verið talsvert fjarri
hlutverkum Walters í seinni tíð. Hún bætir
um betur með Stúlkunum á dagatalinu og
sýnir að allt er fimmtugum fært.
Walters hefur um árabil verið einn vinsæl-
asti skemmtikraftur og gamanleikkona Breta
en lumar á ýmsum öðrum hæfileikum. Hún
er bæði þaulreynd sviðsleikkona, sjóuð í
nokkrum erfiðustu hlutverkum leik-
bókmenntanna á aldarfjórðungslöngum ferli.
Eins hefur Walters skrifað metsölubók og
unnið til fjölda viðurkenninga og tilnefninga
sem kvikmyndaleikkona. Nú síðast er hún
ómissandi í vinsælasta myndabálki síðari
ára, kenndum við Harry Potter.
Walters hefur gengið með leiklistarbakt-
eríuna frá barnsaldri og stundaði nám í þeim
fræðum í Manchester og Liverpool. Þaðan lá
leiðin í sjónvarpið þar sem leikritaskáldið Al-
an Bennett valdi Walters til að fara með eitt
aðalhlutverkið í þáttaröðinni Me! I’m Afraid
of Virgina Woolf. Leikritaskáldið Willy Russ-
ell kemur ekki síður við framagöngu Walters í
leikhúsinu, því hann valdi leikkonuna til að
fara með safaríkt hlutverk hárgreiðslukonunnar Ritu í Rita
gengur menntaveginn (Educating Rita). Leikritið gekk í
hálft ár fyrir fullu húsi í Liverpool, þá var uppsetningin flutt í
Pccadilly-leikhúsið í West End. Síðar fékk Walters hlut-
verkið í kvikmyndagerðinni (lék á móti Michael Caine), Walt-
ers hlaut heimsfrægð og Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir
vikið.
Leikkonan hefur verið upptekin síðan. Leikið á sviði í
verkum á borð við The Rose Tattoo og Makbeð og það
gustar af Julie í kvikmyndunum Prick Up Your Ears, Buster
og sem danskennarinn í Billy Elliott. Hlutverkið færði Walt-
ers Óskarsverðlaunatilnefningu en hún átti við ramman
reip að draga: Frances McDormand, Judi Dench og Marciu
Gay Harden. Sú síðastnefnda stóð uppi, nokkuð óvænt,
sem sigurvegari fyrir frammistöðu sína í Pollock. Elísabet
Englandsdrottning heiðraði Julie Walters fyrir framlag sitt til
leiklistarinnar með OBE-orðunni árið 1999.
Hápunkturinn á ferlinum: Ríta gengur
menntaveginn.
Botninn: Car Trouble, vandræðalega
slöpp gamanmynd.
Heldri konurfækka fötum
Í góðgerðarskyni að sjálfsögðu, að öllu jöfnu eru félagar í Kvenfélagssamtökum Stóra- Bretlands (TWIGB), siðprúðar og pent klæddar
konur sem mega ekki vamm sitt vita. Drepa tímann við bakstur, sultugerð, prjónles og aðra settlega handavinnu á meðan þær ákveða
næstu góðgerðarherferð á fundum sínum. Þá gerðist það í enska bænum Rylstone, síðla á tíunda áratugnum að 11 djarfar klúbbkonur
gripu til óvenjulegra ráða fyrir málstaðinn. Flestar komnar vel yfir þau aldursmörk sem almennt ráða vali fyrirsætna í störf sem krefjast
nektar. Engu að síður fengu frúrnar þá afbragðs hugmynd að fækka klæðum fyrir myndatökur næsta almanaks samtakanna – í von um
einhvern söluhagnað. Viðtökurnar létu ekki á sér standa. Herramenn á öllum aldri keyptu gripinn í tonnatali og rann hagnaðurinn
óskiptur til rannsókna á hvítblæði. | saebjorn@mbl.is
FRUMSÝNTFjáröflunarleið klúbbkvennanna í Ryl-
stone í Jórvíkurskíri hafði óvæntar af-
leiðingar, m.a. þær að framleiðandinn
Tim Firth sá fyrir sér sögu dagatals-
ins djarfa sem upplagt efni í kvik-
mynd. Réð til verksins leikstjórann
Nigel Cole (Saving Grace) og tvær af
fremstu leikkonum Breta, Julie Walt-
ers og Helen Mirren. Þær fara með
aðalhlutverkin – og eru hvergi bangn-
ar við að kasta klæðum frammi fyrir
tökuvélunum. Enda heillandi og
þroskaðar konur. Linda Bassett og
Annette Corbie fara með veigamikil
aukahlutverk, John Alderton og Ciar-
án Hinds sjá um helstu karlhlutverkin
auk þess sem Jay Leno mætir í eigin
persónu — í jakkafötum og með
bindi. Stúlkurnar á dagatalinu (Cal-
ender Girls) vakti talsverða athygli á
Cannes-kvikmyndahátíðinni í sumar.