Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 6
6 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 31|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ Hnefaleikar eru ekki bara fyrir konur. Samt taka konur þátt í hnefa- leikum, meðal annarra Elín María Guðbjartsdóttir og Sara Jóhanns- dóttir, sem etja kappi í boxveislu annað kvöld í BAG-höllinni í Faxafeni. EKKI BARA KVENNAÍÞRÓTT ELÍN MARÍA | HNEFALEIKAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Eru hnefaleikar semsagt ekki bara karlaíþrótt? „Augljóslega ekki.“ Æfa margar konur hnefaleika? „Já, þær eru nokkrar hérna hjá okkur.“ Hversu lengi ertu búin að vera að æfa? „Eitt ár.“ Og af hverju? „Af hverju? Bara vegna þess að ég hef gaman af því.“ Er þetta erfiðasta íþrótt í heimi? „Það veit ég ekki.“ Þú hefur kannski ekki samanburðinn. „Nei, ég hef ekki æft margar íþróttir.“ En hún er erfið. „Já, ef maður leggur sig fram er allt erfitt.“ Er spenningur í þér fyrir keppnina? „Já. Ætlarðu að skrifa þetta orðrétt upp eftir mér?“ Nei. Hvernig meturðu möguleikana á móti Söru Jó- hannsdóttur? „Það veit ég ekki. Ég hef ekki keppt áður.“ Þú hefur ekki keppt áður. „Og hefði ekki samþykkt það, hefði ég vitað að það væri eitthvert svona tilstand í kringum það.“ Morgunblaðið/Sverrir SARA | HNEFALEIKAFÉLAGI REYKJANESS. Er einhver spenningur í þér fyrir keppnina? „Já, ég er alveg drulluspennt.“ Er þetta í fyrsta skipti sem þú keppir? „Já.“ Og ertu búin að æfa hnefaleika lengi? „Nei, ég held ég sé búin að æfa í tvo mánuði.“ Og hvernig meturðu möguleika þína gegn Elínu Maríu Guðbjartsdóttur? „Ég veit það ekki. Er ekki best að meta þá alls ekki; búast við hinu versta og gera sitt besta?“ Sennilega. En þetta er þá bara ekki bara karlasport? „Alls ekki. Reyndar erum við bara tvær sem mætum reglulega hérna hjá Hnefaleikafélagi Reykjaness.“ Og hvar æfið þið? „Í Keflavík.“ |ivarpall@mbl.is 1. nóvember Boxveisla í BAG-höllinni ég er ekki að búa til vísur til að verða frægur heldur til að stytta mér dægur.“ Þar eru komin rímorð í vísu, hugsar blaðamaður með sér. Ekki eru allir stjórnmálamenn eins? „Ég geri ekki greinarmun á kúk og skít. Ég hef ekki farið á kjörstað í síðustu tveim kosningum. Þeir eru ekki verðir míns trausts. Annað mátti segja um Einar Olgeirsson, Brynjólf Bjarnason og fleiri. Ég var í Sósíalistaflokknum meðan hann var og hét. En núna kýs ég ekki. Þeir sem fara á kjörstað og skila auðu hafa ekki sitt á hreinu. Sá sem fer ekki á kjörstað hefur sitt á hreinu.“ Hvað um áhugamál – áttu einhver áhugamál? Eins og t.d. fótbolta? „Lítið af því. Ég var að sparka þetta á unga aldri. En hef ekki áhuga. Ég lærði líka að synda á sínum tíma og hef iðkað það lítils háttar, en ekki af neinum áhuga, nema til hressingar. En ég var í sex ár í aukavinnu við að byggja þetta hús,“ gerði hernaðarsamning um að flytja vörur yfir hafið og gerði mig því siðferðislega sekan og alla aðra Íslendinga um að drepa Íraka og stela olíunni.“ En mótmælin gegna líka öðru hlutverki, því þau eru liður í morgungöngu Helga. „Það er nauðsynlegt að hreyfa sig. Ég er tiltölulega hraustur, þó ég sé nokkuð kominn til ára minna,“ segir hann. „Ég hef bæði sjón og heyrn, eins og Gísli á Hlíðarenda sagði þegar hann var argur út í mig: Hefur fengið heyrn og mál heldur laglegt smetti, en engan heila, enga sál í hann drottinn setti.“ Það leynir sér ekki að Helgi er maður vísna- fróður, ekki síst um vísur sem lúta að málefnum kirkjunnar. En hann lærði ekki sjálfur að yrkja fyrr en seint á árum. „Mér er það ekki auðvelt og segir húsasmiðurinn. „Ég gerði það mest sjálfur, því ég átti enga peninga annað en það kaup sem ég fékk fyrir vinnutímann. Ég var hraustur, byggði það á sex árum, – vetrum ætti það að vera, því árar eru djöflar. Ég hefði getað lært ýmislegt í hausinn á mér hefði ég farið í bóknám. Ég á gott með að læra kvæði, kann t.d. kvæðin úr Speglinum 1930 – þá var hreinskilnislegra tal um stjórnmál en vellan núna.“ Er ástandið að lagast? „Þetta lagast ekki fyrr en eftir byltingu. Það má bóka það.“ Hvenær verður hún? „Ja, hún verður aldrei. Fólkið vill hafa þetta svona. Nei, nei, en ekki er þar með sagt að mað- ur reyni ekki að vinna að því að það verði bylting, þó ekki endist mér ævin til þess að sjá hana verða að veruleika.“ |pebl@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Mótmælaspjöld standa um alla íbúðina og bíða þess að fá að tjá sig. Úrklippur hanga uppi um alla veggi, á bókarkápum, jafnvel á eldhúsrúllu- standinum og flestar með páruðum at- hugasemdum eða feitletrunum. Inn- an um þær stendur maður með hvítt hár og skegg. Hann mótmælir hvers kyns óréttlæti í heiminum, en um- fram allt vill hann fá skírn sína og fermingu ógilda í þjóðskrá. Maðurinn er Helgi Hóseasson. Enn er óreiða á heimilinu eftir tökur á heimild- armynd um Helga, sem frumsýnd var um síð- ustu helgi og vakið hefur nokkra athygli. Helgi vísar því blaðamanni til sætis í eldhúsinu og býður auðvitað upp á malt og konfekt. Þú ert búinn að sjá myndina, hvað fannst þér? „Mér var boðið á frumsýninguna og ég hef ekkert út á myndina að setja,“ segir Helgi. „Þetta er vönduð mynd og hún er mesta rass- skelling sem ríkisstjórnin hefur fengið fyrir glæpaverk sín á mér, skjalafals og fleira.“ Mynd- in er líka gagnrýni á kirkjunnar þjóna, sem Helgi segir brengla hugtökum þegar þeir tali um upp- risu Jesú Krists. „Þegar menn vakna upp frá dauðum eru þeir kallaðir afturgöngur, en það er talað um að rísa upp ef maður dettur á svelli.“ Á maður að standa fast á sínu? „Þó það væri nú. Þegar maður hefur rök- studda ástæðu verður maður að gera það per- sónu sinnar vegna.“ Þú mótmælir… „Ég vakna venjulega klukkan sex og fer upp á krossgötu Langholtsvegar og Holtavegar með spjaldið mitt,“ segir Helgi og nær í spjaldið til að sýna blaðamanni. „Ég er að kæra ríkisstjórnina fyrir samning við bandarísku óstjórnina. Hún BÝ EKKI TIL VÍSUR TIL AÐ VERÐA FRÆGUR L A G A S T E K K I F Y R R E N E F T IR by lt in g u

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.