Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 16
16 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 31|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON – DAGUR MANNKYNSSÖGUNNAR Miðvikudaginn 29. október, á Degi mannkynssögunnar, kem- ur út skáldsagan Áhrif mín á mannkynssöguna eftir Guð- mund Steingrímsson. Þetta er fyrsta skáldsaga Guðmundar, sem er annars þekktur fyrir pistla sína og tónlist sem einn liðsmanna SKE. Í bókinni segir frá ljósmyndaranum Jóni sem fékk „blackout“ á Þorláks- messukvöld í Lundúnum, en daginn eftir taka að gerast und- arlegir atburðir sem virðast allir eiga sér uppruna á þeim tíma sem týndur er. ÖLDIN TÓLFTA – MINNISVERÐ TÍÐINDI 1101–1200 Bókaflokkurinn Aldirnar sem hefur komið út hjá Iðunni um áratuga skeið hefur rakið Ís- landssöguna í aðgengilegu formi, tínt út helstu viðburði og sett upp eins og í fréttablaði væri. Nú kemur út bókin um tólftu öld og í henni rakin minn- isverð tíðindi á árunum 1101– 1200 og einnig gefin mynd af tíðarandanum. MCSWEENEY’S MAMMOTH – TREASURY OF THRILLING TALES Vestur í Amríku rekur rithöf- undurinn Dave Eggers McSweeney’s útgáfuna, vef- setrið og tímaritið. Eitt sinn þegar Michael Chabon félagi hans var að kvarta yfir því hve allt væri nú með öðrum blæ, rithöfundar hættir að skrifa skemmtilegar smásögur, æv- intýrasögur, eins og gert var í gamla daga, skoraði Eggers á hann að setja saman slíka bók og Chabon tók áskor- uninni. Útkoman var þessi bók sem er sett saman eins og reyfarahefti frá sjötta ára- tugnum með sögum eftir Glen David Gold, Elmore Leon- ard, Neil Gaiman, Nick Hornby, Stephen King, Michael Crichton, Dave Eggers, Michael Moorcock og Michael Chabon svo nokkrir séu nefndir, skreytt undirfurðulegum auglýsingum og pennateikningum. ÚTGÁFAN - BÆKUR - GEISLAPLÖTUR - TÖLVULEIKIR RÍÓ – UTAN AF LANDI Ríó snýr aftur eftir nokkurt hlé með plötu með nýjum lögum eftir Gunnar Þórðarson; fyrsta plata þeirra Ríó-félaga með nýju efni síð- an 1996. Textar á plötunni, sem mikið var lagt í, eru eftir Jónas Frið- rik utan einn sem er sænsk gerð Þorsteins Eggertssonar á texta hans við Er ég kem heim í Búðardal. Lagt var upp með að hafa plötuna sem órafmagnaðasta, þ.e. að leyfa óraf- mögnuðum hljóðfærum að njóta sín, en þeir Ágúst Atla- son, Helgi Pétursson og Ólafur Þórðarson taka meiri þátt í hljóðfæraleik á plötunni en á mörgum undangengnum plöt- um. SUGABABE – THREE Sugababe-stöllur eru ekki síst frægar fyrir það hversu mikil sköss þær eru, Mutya Buena og Keisha Buchanan. Þær ná þó lengst á tón- listinni og mál manna að breiðskífa sem þær sendu frá sér fyrir ári hafi verið ein besta poppplata ársins. Nú kemur út ný plata frá þeim, Three, og hefur fengið fína dóma í poppblöðum. PAUL LYDON – VITLAUST HERBERGI Paul Lydon hefur búið hér á landi í fimmtán ár og auðgað íslenskt tónlistarlíf, verið iðinn við að spila og gefa út snældur og plötur. Nú sendir hann frá sér diskinn Vitlaust herbergi sem hann syngur á ís- lensku, en áður eru komnar sjö- tomman Blek Ink, Sanndreymi og svo breiðskífan Blek Ink sem gefin var út vestan hafs. Paul hefur einnig gefið út snældur, sjötommur og diska með konu sinni Lauru Valentino, undir nafninu Paul & Laura. RYAN ADAMS – ROCK ’N ROLL Fáir tónlistarmenn hafa vakið aðra eins athygli vestan hafs á síð- ustu árum og sveitarokkarinn Ryan Adams. Hann er ekki síst þekktur fyrir gríðarleg afköst og þannig seg- ir sagan að árið sem hann sendi frá sér aðra sólóskífu sína hafi hann samið og hljóðritað sextíu lög til viðbótar og tekið upp eina plötu að auki með lögum eftir aðra sér til skemmtunar. Úrval af lögunum sextíu var gefið út á síðasta ári um það leyti sem Adams tók til við að hljóð- rita nýja skífu, Rock ’n Roll, sem kemur út á þriðjudaginn.  http://audvaldid.blogspot.com/ „Quote dagsins í fréttayfirlitsmann Sjálf- stæðisflokksins og hugmyndafræðing okkar úngliða. Vefur dagsins Í dag hvet ég alla til að líta á stórgóðan vef Stjórnarráðs Íslands. Þar er hægt að finna allar fréttir tengdar ráðuneytunum, sögu þeirra og fréttatilkynningar. Ómiss- andi vefur í dagsins önn! Það er spurning hvað önn dagsins sé mikil þegar svona er statt hjá mönnum.“ 29. október 10.47  http://www.gylfisteinn.com/ speki2.htm „Tja hvur fjárinn. Rakst á lag á tölvunni með Bonnie Tyler sjálfri. Viskíraddaða kellingin er ennþá að maður! Hefur ekki borið sitt barr síðan hún mæmaði í Laug- ardalshöllinni 1984 minnir mig.. "Tuuuuurrrn arouuund" Þetta er frábært góðir hálsar og það er tónlistarlífinu til framdráttar að halda þessari konu við efnið sem lengst, já sem lengst segi ég!“ 29. október  http://drschnitzel.blogspot.com/ „Svakaleg tilfinning að vera vakhnaður svona eldsnemma, í það minnsta fyrir mann eins og mig sem er ennþá með stírurnar í augunum um kaffileytið og tannkremsbragð í trantinum fram að kvöldmat. En það stefnir í met í lífsstíls- breytingu, og þá á ég ekki við að vakhna stundum á venjulegum skrifstofutíma“ 29. október 11.54 Kæri blogger.com… Hönnuðir og hugmyndasmiðir hjá Nokia hafa heldur en ekki unnið fyrir kaupinu sínu síð- ustu mánuði; á markað streyma símar og ým- islegur aukabúnaður fyrir þá. Það þykir ekki tiltökumál lengur að myndavél sé í síma, manni finnst eins og annar hver maður sé með síma með myndavél. Ekki er þó bara að menn bæti myndavélum í síma; hvers vegna ekki að bæta síma í myndavél? eða svo hafa Nokia-menn eflaust hugsað þegar þeir settu á markað myndavél með SIM-korti, enda er þá hægt að nota hana sem eftirlitsvél meðal annars. Tiltölulega einfalt er að setja vélina upp, aðeins að setja í hana SIM-kort og í sam- band við straum og þá er hún tilbúin til að taka við stillingum. Hægt er að stilla vélina alfarið í gegnum símann, senda SMS með stillingum, en óneitanlega talsvert þægilegra að gera það í tölvu, en á myndavélinni er rað- tengi. Með vélinni fylgir standur til að festa hana til dæmis á vegg eða í loft, en hægt er að stilla hana svo að hún sendir myndir rétt- ar þó vélin snúi á hvolf. Notendur eru skilgreindir í vélinni, einn að- alnotandi og svo eins margir og hver vill, en ekki fleiri en tuttugu alls. Hægt er að gefa notanda mismunandi aðgang, til að mynda hvort hann megi biðja um mynd, hitastig eða hljóð, en í vélinni er hljóðnemi. Hvenær sem er er hægt að breyta stillingum með því að senda vélinni SMS, gera hreyfiskynjara virkan eða óvirkan, óska eftir mynd eða fá að vita hitastigið. Það er líka hægt að stilla vélina svo að hún láti vita ef hita- stigið sveiflast um ákveð- ið gildi eða fer yfir eitthvert hitastig. Innrautt ljós er í vélinni svo hún tekur myndir í myrkri, og það svínvirkaði, myndirnar vissu- lega í sérkennilegum litum, en mynd- ir engu að síður sem getur komið sér vel. Það gekk einnig vel að taka myndir í venjulegri birtu, en myndgæði eru ekki mikil og ef sá sem mynd var tekin af var lengra en 4–5 metra í burtu var erfitt að greina hver það var. Ef menn ætla að nota vélina sem öryggismyndavél þarf því að hafa þetta í huga þegar henni er komið fyrir. Notagildið er talsvert í fljótu bragði, sé fyrir mér að menn vilji hafa vélina upp setta í sum- arbústað og þannig stillta að hún sendi SMS- og / eða MMS-skeyti með mynd þegar hún nemur hreyfingu. Líka er hægt að nota hana til að kanna veð- urfar áður en lagt er af stað austur fyrir Fjall, ástandið á golfvellinum, hvernig viðrar, eru margir að spila, hvernig gengur barnfóstrunni að ráða við krílin og svo má telja. Víst er vél- in ekki ókeypis og kostar líka sitt að reka hana, MMS-skeytin fást ekki gefins, er ef menn þurfa á annað borð á slíkri vél að halda vex þeim varla kostnaðurinn í augum. Kostir: Handhæg myndavél sem hefur tals- vert notagildi, til að mynda sem öryggisvél. Gallar: Lítil myndgæði, erfitt að þekkja fólk á myndum ef það er lengra en 3–4 metra í burtu. |arnim@mbl.is Sími í myndavél GRÆJURNAR It’s A Dogs Life – PS2 It’s A Dogs Life er óvenjulegur leikur fyrir Playstation 2 – einna helst má lýsa honum sem hunda- hermi. Leikandinn stýrir hundi, Jake, sem er að leita leiða til að frelsa tík frá hundafangaranum. Til þess að ná að frelsa Daisy, en svo heitir tíkin, þarf hann að brjótast í gegnum stórborg, glíma við skíða- brekkur og svo má lengi telja, og leysa fjölda þrauta á leiðinni. Þó Jake sé gáfaðri en hundar al- mennt, er hann þó hundur og hagar sér sem slíkur, rekur við þegar hon- um sýnist sem svo, eltir ketti, skítur á gangstéttir og mígur á brunahana. Það þarf líka að hugsa um hann, hann þarf að fá reglulega að éta og það þarf að þrífa hann líka. Helsta hjálp- artæki Jakes er nefið, hann er lyktnæmur eins og hunda er sið- ur, og í leiknum birtist lykt sem litir. Til að mynda þarf að fara varlega ef hann rekst á „gula lykt“, því slíka lykt á annar hund- ur og það kostar slagsmál. Mjög er mismunandi hve auðvelt er að eiga við ókunna hunda, fer eftir tegundinni og ekki gott að lenda á Rottweiler. Algjört hundalíf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.