Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31|10|2003 | FÓLKÐ | 13 Straujar brauð Ilmur Stefánsdóttir myndlistarmaður er ein fárra sem hafa prófað að sjóða kartöflur í fótanuddtæki og ryksuga úti. Verk- in hennar ganga gjarnan út á að taka hversdaglega hluti og nota þá á annan hátt en venjulega er gert. „Af hverju ekki? Hver segir að það sé ekki alveg eins hægt að strauja brauð eins og að rista það?“ spyr hún blaðamann. Leikverkið Common Nonsense sem frumsýnt verður á Nýja sviði Borg- arleikhússins hinn 6. nóvember er ein- mitt unnið út frá skúlptúrum Ilmar. Leikararnir komu saman með skúlp- túrana og bjuggu til litlar sögur um fólk út frá hverjum hlut. Morgunblaðið/Sverrir MAGAVÖÐVATÆKI FÁRÁNLEGAST Ásamt því að nota hluti á óvenjulegan hátt hefur Ilmur smíðað ýmiss konar tæki úr hversdagslegum hlutum. Þannig hefur strauborð orðið að sellói sem spilað er á um leið og straujað er, og hjólaskautar fengið sæti svo fólk geti hvílt sig á meðan það þeysist áfram. „Mín verk fjalla mikið um fólk sem lifir í nútíma- samfélagi og notar ýmsa hluti sem eiga að létta hið daglega amstur. Þetta er nokkurs konar venjuleg vitleysa, þar sem ég nota misskilning til að finna upp á nýju tæki. Þótt þetta sé pínu ruglingur er þó alltaf lógík á bak við hlutina og þeir nýtast vel.“ Ilmi segist að sumu leyti vera alvara en í verk- unum felst líka ádeila. „Ég spyr svolítið hvort við þurfum allt þetta dót. Okkur er talin trú um það í auglýsingum, þetta verða allir að eiga og svona á að nota það. Kannski má bara finna nýjar leiðir.“ Hver finnst þér fáránlegasti nútíma hluturinn? „Magavöðvatæki,“ segir hún hlæjandi eftir nokkra umhugsun. „Reyndar er örugglega hægt að nota það líka til að fletja út deig og svo er örugglega hægt að nota kökukefli í staðinn fyrir magavöðva- tæki …“ |bryndis@mbl.is Washington DC er borgin mín um þessar mundir. Hér hef ég búið í rúmt eitt ár og lík- ar vel. Eitt einkenna DC, eins og borgin er gjarnan kölluð, er áin Potomac sem rennur í gegnum hana miðja. Potomac er afbjagað orð úr indíánamáli og þýddi upphaflega verslunarstaður. Það eru engar ýkjur að segja að Wash- ington sé valdamikil borg, haukahreiðrið, höfuðborg heimsveldisins þar sem ákvarð- anir eru teknar sem varða alla heimsbyggð- ina. Stjórnmál og stríð eru oftar en ekki umfjöllunarefni bíómynda og því er Wash- ington DC oft vettvangurinn þar sem sagan á sér stað bæði í raunveruleika sem og í bíói. Umhverfi borgarinnar kemur manni því kunnuglega fyrir sjónir. Hvíta húsið þekkir maður úr bíómyndum og veldur það hálf- gerðum vonbrigðum fyrir þær sakir hve lítið það er í raunveruleikanum. Í miðri Wash- ingtonborg er styttan af Abraham Lincoln þar sem hann situr með hendurnar hvora á sínum stólarminum og horfir á George Washington-minnismerkið (Nálina) yfir hjá þinghúsinu og minnismerki Thomas Jeffer- sons stendur við árbakka Potomac. Bandaríska þjóðin á í stríði og er stríðs- rekstrinum stýrt héðan frá Washington. Það er þó undarlegt til þess að hugsa að á meðan eytt er 87 milljörðum Bandaríkja- dala í stríðsrekstur í Írak er skorið niður til skólamála í DC. Almennir borgarar eiga erf- itt með að átta sig á upphæðunum sem þarf til að fjármagna stríðið í Írak, en skynja hins vegar vel þegar kennarar fara í verkfall vegna lágra launa. En þótt Wash- ington sé heimsborg er einnig ákveðinn smábæjarbragur yfir henni. Hús eru al- mennt lágreist og borgin er skógi vaxin, svo mjög að þegar fellibylurinn Isabel reið yfir fyrir um mánuði lágu hér tré á öllum götum sem gerðu samgöngur afar erfiðar og olli rafmagnsleysi sem jók á sveitabraginn. Fyrst og fremst er Washington DC þó borg andstæðnanna því hér eru yfir tveir þriðju hlutar íbúanna svartir í landi þar sem yfir sextíu prósent íbúa eru hvítir. Alltumlykj- andi eru úthverfi hinna stórríku en fátækra- gettóin eru í borginni miðri. Misskipting tekna og tækifæra er áberandi í höfuðborg Bandaríkjanna. Og dag hvern er tekist á um skiptingu þjóðarauðsins í umræðum í þing- sölum og ráðuneytum, fjölmiðlum og þanka- tönkum. Washington DC liggur sunnarlega og á svipaðri breiddargráðu og Róm og Barce- lona. Fjarlægðir eru miklar hér eins og alls staðar í Bandaríkjunum og ekki er annað hægt en að minnast á umferðina þegar fjallað er um Washington DC. Umferðaröng- þveitið er mikið og samgöngukerfið sprung- ið. Umhverfis borgina liggur hringvegur með fimm til átta akreinum í báðar áttir. Þar sit- ur fólk fast á leið til vinnu á morgnana og úr vinnu síðdegis, þyrlur sveima yfir umferð- inni og lýsa öllu í beinni í útvarpinu. Fólk les blaðið í umferðarteppunni á leiðinni í vinnuna og hefur nægan tíma til þess. SIGRÍÐUR RAGNA JÓNSDÓTTIR LÍFIÐ Í WASHINGTON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.