Morgunblaðið - 31.10.2003, Síða 12

Morgunblaðið - 31.10.2003, Síða 12
12 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 31|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ „Maður sekkur alveg ofan í all- ar bækurnar,“ segir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, 10 ára, sem bíður spennt eftir að ís- lenska þýðingin á Harry Potter komi út en þá ætlar hún að rjúka út í bókabúð og fá sér hana. Aðrar ævintýrabækur sem hún segir einnig skemmti- legar eru Þríleikurinn eftir Phil- ip Pullman og Narníubækurnar eftir C.S. Lewis. Hvaða persónu í Harry Potter líkist þú mest? „Ég held ég væri blanda af Hermione og Ron, hann er svona hrakfallabálkur eins og ég er svolítið.“ Hvaða persóna finnst þér flott- ust? „Hagrid eða Dumbledore, þeir eru svo góðir og gáfaðir.“ Hvað myndirðu gera ef þú gæt- ir galdrað? „Ég veit það ekki. Ég myndi alla vega ekki vilja vera jafn mikill klaufi við það og Ron.“ „Rowling hefur engar hömlur á hugmyndaflæðinu og leyfir sér að blanda því saman við húmor, sem er sérstakt,“ segir Anna Heiða Pálsdóttir, bókmenntafræðingur og þýðandi, en hún heldur úti helj- arinnar heimasíðu um Harry Pott- er. „Svo er hún ekki barnaleg, heldur talar við lesendur eins og þeir séu fullorðnir, og sleppir öllum predikandi tón.“ Hún segir gaman að sjá hvað Potter hefur þróast í bókunum, hann sé orðinn miklu þroskaðri nú en í fyrstu bókunum, til dæmis spyrji hann nú spurninga í stað þess að taka allt sem gefinn hlut eins og hann gerði í fyrstu bók- unum. Að láta persónu þróast á þennan hátt segir hún vera mikla áskorun fyrir rithöfund en Rowling hafi tekist það mjög vel. „Fólk gagnrýndi í fyrstu bókinni hvað Potter var passífur og lét allt yfir sig ganga þegar hann bjó hjá vonda frændfólkinu sínu, en auð- vitað er þetta bara raunsæi, svona eru örlög margra barna og þetta sýnir okkur í raun hvað krakkar mega sín lítils.“ Er þetta bara æði eða verða bækurnar klassík? „Þær verða klassík. Bækurnar eru tímalausar og gætu átt sér stað á hvaða tíma sem er. Krakk- arnir í bókunum eru að glíma við sömu vandamál í skólanum og börn gera á öllum tímum.“ Hvaða persóna í bókunum myndir þú vilja vera? „Dumbledore, skólastjóri Hog- warts. Hann hefur svo mikið vald og svo er ég alltaf hrifin af gamla, fróða læriföðurnum, hvort sem hann er karl eða kona.“ Sigursteinn Gunn- arsson, 14 ára, hefur lesið allar bækurnar. Þegar hann var 11 ára nennti hann ekki að bíða eftir að ís- lenska þýðingin á þriðju bókinni kæmi út svo hann fékk sér hana á ensku og stautaði sig fram úr henni þótt hann kynni ekki allt of mikið í málinu. Hann segist núna lesa bækurnar á ensku. Hvaða persóna myndir þú vilja vera í Harry Potter? „Líklega Síríus, guðfaðir Potters, því hann er fynd- inn og getur breytt sér í dýr.“ Ef þú gætir galdrað hvað myndirðu gera? „Fljúga, ég væri alveg til í að geta það.“ Loksins er biðin á enda. Fimmta bókin um galdrastrákinn Harry Potter kemur út á íslensku á morgun. Reyndar olli röð dularfullra atvika í síðustu viku því að um tíma var útlit fyrir að útgáfunni myndi seinka um nokkra daga, en allt fór vel að lokum. Búist er við bókinni í verslanir á morgun og verður efnt til galdraveislu í Eymundsson Austurstræti, kl. 13.11. Margir hafa þegar lesið bókina á ensku, til dæmis eru flestir viðmælendur Fólks- ins búnir að því, enda harðir aðdáendur þar á ferð. Hjá þeim er hinn hvíthærði og síðskeggjaði Dumbledore dáðasta per- sóna bókanna, valdið og viskan virðast heilla … |bryndis@mbl.is GALDRARNIR ERU KRYDD Anna Heiða Pálsdóttir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Ragnheiður Eiríksdóttir Ragnheiður Eiríksdóttir tónlist- armaður, sem oftast er kölluð Heiða, hefur lesið fjórar fyrstu bæk- urnar um Harry Potter tvisvar, og er hálfnuð með nýjustu bókina í annað sinn. „Mér finnst þetta svo skemmtilegt því ég hef verið spennt fyrir ævintýrum og yfirnáttúrulegum hlutum frá því ég var lítil. Ég lá til dæmis í bókunum eftir Enid Blyton, Ævintýrabókunum, Fimmbókunum og Dularfullubókunum. Svo kom Ís- fólkstímabilið þegar maður varð að- eins eldri en þar er einmitt mikið fjallað um galdra.“ Heiða bendir á að bækurnar um Ísfólkið hafi mest verið lesnar af stelpum en Harry Potter höfði aftur á móti til beggja kynja. Henni finnst reyndar dálítill mínus að Harry skuli vera orðinn 15 ára. „Þá þarf að láta hann pæla í hinu kyninu, bara svo hann sé ekki eitthvað afbrigðilegur. Maður er svolítið hræddur við hvern- ig það mun þróast.“ Hvað myndirðu gera ef þú gætir galdrað? „Ég er svo sjálfhverf að mér dett- ur fyrst í hug að galdra fram fólk sem gæti borgað reikningana mína. Ég sé samt strax að ég ætti að nota hæfileikana í að reyna að gera eitt- hvað gott í heiminum.“ Hvaða persóna í Harry Potter mynd- irðu vilja vera? „Flottasti maðurinn er Dumble- dore, skólastjóri Hogwartskóla. Það streymir frá honum yfirnáttúrulegur kraftur og viska svo ég myndi nátt- úrulega vilja vera hann. Ég held nú samt að ég sé ekki hann …“ Sigursteinn Gunnarsson „Bækurnar um Harry Potter eru svo kunnuglegar; þótt þarna séu galdrar og drekar þá er ekkert í bókunum sem við höfum ekki séð áður,“ segir Ótt- arr Proppé sem lesið hefur allar bækurnar. „Við höfum öll lesið um góða munaðarlausa strákinn sem á skemmtilegu vinina, vondu óvinina og þarf að vera í kringum gott og slæmt fullorðið fólk. Við eigum auðvelt með að yfirfæra persón- urnar á fólk sem við þekkjum, við eigum öll Her- mione-vinkonu og þekkjum vondu kallana líka.“ Hvaða persóna myndir þú vera? „Við hljótum öll að vera Harry Potter, annars er ég það mikill sérvitringur að ég myndi líklega geta verið Hagrid.“ Munu bækurnar eldast vel? „Það fer eftir því hvernig serían þróast. Ef Rowling heldur dampinum og klárar hana með stæl þá verður þetta klassík, en ef hún mis- stígur sig gæti galdurinn eyðilagst.“ Hefurðu áhuga á göldrum? „Nei, ekki sérstaklega, enda lít ég á þann hluta bókanna sem krydd fremur en aðalatriði. Þeir gera sögusviðið skemmtilegra og ýktara.“ Ef þú gætir galdrað, hvað myndirðu galdra? „Sjöttu bókina strax.“ Óttarr Proppé

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.