Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 8
8 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 31|10|2003 MORGUNBLAÐIÐ Svanlaug Lag: Everything I Do, I Do It for You Sími: 900-2007 SMS: Idol 7 Bóas Lag: Your Song Sími: 900-2006 SMS: Idol 6 Hvað heitirðu? Steinar Bjarki Magnússon. Af hverju horfir þú á Stjörnuleit? Mér finnst gaman að sjá hæfileikarík ís- lensk ungmenni. Bíðurðu eftir að einhver klikki eða viltu að keppendunum gangi vel? Það er voða gaman þegar fólk klikkar og maður getur hlegið að því. Það verður að vera smá húmor í þessu líka. Gengurðu með söngvarann í maganum? Já, mér finnst gaman að syngja. En ég fæ enga plúsa í kladdann þegar ég byrja. Það er bara sussað á mig. Hefðirðu getað hugsað þér að taka þátt í keppninni? Ég ætlaði að taka þátt í henni en var bara of seinn að skrá mig. Mig langar til að vera þarna. Áttu þér uppáhaldskeppanda? Já, Karl. Hann er góður gaur og hress Hvað heitirðu? Dagmar Heiða Reynisdóttir. Af hverju horfir þú á Stjörnuleit? Mér finnst skemmtilegt að sjá fólkið syngja. Gaman að sjá hvað það getur. Oft kannast maður við einhvern líka. Bíðurðu eftir að einhver klikki eða viltu að keppendunum gangi vel? Nei, ég vil að þeim gangi vel. Gengurðu með söngvarann í maganum? Nei. Hefðirðu getað hugsað þér að taka þátt í keppninni? Nei, alls ekki. Ég kann ekki að syngja. Áttu þér uppáhaldskeppanda? Já, strák sem er sjóari frá Grindavík og stelpu sem tók þátt í Söng- keppni framhaldsskóla og söng á Fegurðarsamkeppni Íslands síðast. Hvað heitirðu? Birna Kristinsdóttir. Af hverju horfir þú á Stjörnuleit? Það er skemmtilegt. Bíðurðu eftir að einhver klikki eða viltu að keppendunum gangi vel? Það er spennandi að sjá fólk klikka. Gengurðu með söngvarann í maganum? Nei. Hefðirðu getað hugsað þér að taka þátt í keppninni? Nei. Áttu þér uppáhaldskeppanda? Já, Karl. Hvað heitirðu? Þorbergur Jóns- son. Af hverju horfir þú á Stjörnu- leit? Það er ágætis afsökun fyrir því að drekka bjór. Bíðurðu eftir að einhver klikki eða viltu að keppendunum gangi vel? Bíð eftir að einhver klikki. Gengurðu með söngvarann í maganum? Nei. Hefðirðu getað hugsað þér að taka þátt í keppninni? Nei, aldrei. Ég hefði ekki nennt því. Áttu þér uppáhaldskeppanda? Nei. Morgunblaðið/Árni Sæberg MEÐ STJÖRNUR FYRIR AUGUM Sá sjónvarpslausi þarf ekki að leita lengi að Stjörnuleit á höfuðborgarsvæðinu. Leitina er meðal annars að finna á skemmtistaðnum Players í Kópavogi, en þar koma ungir Íslendingar tugum ef ekki hundruðum saman til að fylgjast með Idol-Stjörnuleitinni á föstudagskvöldum. Flestir þeirra eru á svipuðum aldri og keppendurnir og ef til vill dreymir þá marga um að taka þátt í henni á næsta ári, ef þeir gerðu það ekki núna. Stemningin er ósvikin og flestir eiga sér uppá- haldskeppanda á skjánum. | bryndis@mbl.is | ivarpall@mbl.is Hvað heitirðu? Örvar Jónsson. Af hverju horfir þú á Stjörnu- leit? Bara til að fylgj- ast með hverjir eru góðir og hverjir ekki. Það er skemmtilegt að sjá hvað eru margir lélegir í þessu. Bíðurðu eftir að einhver klikki eða viltu að keppendunum gangi vel? Það er gaman að sjá einhvern klikka. Gengurðu með söngvarann í mag- anum? Nei, ég get nú ekki sagt það. Hefðirðu getað hugsað þér að taka þátt í keppninni? Nei, ég held ég hafi ekki kjark í það. Áttu þér uppáhaldskeppanda? Já, stelpa sem heitir Tinna og var um daginn. Hún syngur vel og virtist hafa það sem þarf. Átta ungir Íslendingar munu spreyta sig í Idol-Stjörnuleitinni í kvöld klukkan 20:30 á Stöð2. Til að kjósa geturðu hringt í númer uppáhalds keppanda þíns eða sent SMS með númeri hans á 1918. Stjörnuleit í kvöld Sessý Lag: Lately Sími: 900-2008 SMS: Idol 8 Jóhanna Lag: Spáðu í mig Sími: 900-2005 SMS: Idol 5 Sæunn Lag: All ’bout the Money Sími: 900-2004 SMS: Idol 4 Ragnar Lag: Circle of Life Sími: 900-2002 SMS: Idol 2 Steinunn Camilla Lag: On My Own Sími: 900-2003 SMS: Idol 3 Eva Natalja Lag: I Had the Time of My Life Sími: 900-2001 SMS: Idol 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.