Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.10.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31|10|2003 | FÓLKÐ | 11 fo lk id @ m bl .is Frá mánudegi til fimmtudagsSunnudagur Russell Crowe Heimildarmyndin Tónleikar í Texas sýnd í Sjónvarpinu kl. 23.15 á þriðjudagskvöld. Um hljómsveit Russells Crowe, Thirty Odd Foot of Grunt. Morgunblaðið/Júlíus Stigið á bensínið Körtubílaíþróttin er í miklum blóma í Reykjanesbæ, en þar er 600 metra löng malbiksbraut. Núna, yfir veturinn, er starf- semin færð undir þak í Garðabænum, að sögn Stefáns Guð- mundssonar hjá fyrirtækinu Go-Kart. Stefán, er þetta vinsæl íþrótt? „Já, þetta hefur verið feikivinsælt síðan við byrjuðum, sumarið 2000. Þá byggðum við þessa braut, 600 metra langa og átta metra breiða malbikaða braut. Við byrj- uðum með lítinn skúr sem aðstöðu, en stækkuðum í ár úr 40 fermetrum upp í 540 fermetra.“ Eru margir fastir viðskiptavinir? „Maður sér mörg andlitin þarna með vissu millibili. Við höfum fengið 60.000 manns til okkar á þessu tímabili, sem segir sitt.“ Koma margir hópar til ykkar? „Án þess að ég hafi tölulegar upplýsingar tiltækar myndi ég giska á að 90% gesta væru í hópum.“ Eru þetta góðir bílar? „Bílarnir eru mjög góðir. Við byrjuðum með fjórtán 200 kúbika bíla, en ári síðar keyptum við ellefu splunkunýja bíla. Síðan bættum við fjórum 200 kúbika bílum við og loks fengum við átta 270 kúbika bíla í sumar, glænýja. Þeir eru mjög kraftmiklir.“ Hvert er metið á hringnum? „Á þessum 270 kúbika bílum er metið 34 sekúndur og 93 hundraðshlutar úr sek- úndu.“ Skiptir líkamsþyngd máli? „Þyngdin skipti meira máli á kraftminni bílunum, en þyngri menn hafa verið að ná góðum árangri á þessum nýju.“ Hvað kostar þetta hjá ykkur? „Hringurinn kostar 1.500 krónur, við gerum mikið af því að halda mót fyrir hópa og þá fá menn meira fyrir peningana sína.“ Hvenær er opið hjá ykkur? „Við erum núna að færa okkur úr Reykjanesbænum yfir í Garðabæinn, þar sem við erum með innibraut. Við vorum að færa alla nýju bílana þangað í vikunni. Þar verður væntanlega opið í allan vetur, frá 16-21 á virkum dögum og 13-19 á laugardögum og sunnudögum. Svo opnum við hvenær sem er sólarhringsins ef við fáum bókanir.“ |ivarpall@mbl.is ugnablik afna augnablikum“ er nýr þáttur Art- Björgvins Bollasonar á Rás 1 um kipti trúða, dára og einfeldninga að og nýju. Fyrsti þáttur af þremur flutt- . 10.15 og aftur á þriðjudagskvöld. Gengið á gullslóðir Gengið frá Lyklafelli að bæn- um Miðdal, sem Guðmundur Einarsson kenndi sig við, með Ferðafélagi Íslands. Í landi Miðdals munaði litlu að stofnað yrði alþjóðlegt gull- námufyrirtæki, en fyrri heims- styrjöldin batt enda á þær ráðagerðir. Brottför frá BSÍ kl. 11 með viðkomu í Mörk- inni 6. Heim úr geimnum „Heim úr geimnum“ sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, kl. 15. Úkraínsk mynd frá níunda áratug síðustu aldar undir leik- stjórn Alexanders Súrín. Tveir flugliðar eru valdir í hóp væntanlegra geim- fara og lenda í ýmsum raunum. Aðgangur ókeypis. Lilja Opnun sýningarinnar „Lilja í garði listmál- arans“ í safni Ásgríms Jónssonar, þar sem sýndar eru myndskreyt- ingar í sænskum barna- bókum. Forskot á sæluna „Jóel Pálsson/Nordström Kvintet“ taka forskot á djasshátíð og spila skandin- avískan djass á Nasa kl. á þriðjudagskvöld 20.30. Dúddelí dæ „Hæ dúddelí dúddelí dæ“ er yfirskrift bókmennta- dagskrár sem hefst kl. 20 á þriðjudag um þýð- ingar Magnúsar Ásgeirs- sonar á sænskri ljóðlist og áhrif þeirra á íslenska ljóð- list í umsjón Hjartar Páls- sonar. Fläskkvartetten Sænski Fläskkvartetten heldur tónleika kl. 20.30 á fimmtudags- kvöld í Íslensku óp- erunni. Þarna eru á ferð- inni einir þekktustu skemmtikraftar Svíþjóð- ar; blanda af kabarett, rokkhljómsveit og uppi- standi. List án landamæra Tvinnuð saman stutt leik- atriði undir liðnum „List án landamæra“. Flytjendur eru Perlan, Leikfélag Sólheima og leikhópar frá Ásgarði, Borgarkoltsskóla og Fjöl- brautaskóla Garðabæjar. Í Borgarleikhúsinu kl. 20 á þriðju- dagskvöld. Attenborough David Attenborough heldur fyrirlestur í Endurmennt- unarstofnun á fimmtudag kl. 18 í tengslum við út- komu bókar sinnar Heimur spendýranna. Hrafninn flýgur Íslendingasagnavestrinn Hrafninn flýgur (’84) eftir Hrafn Gunnlaugsson sýndur í Kvikmyndasafni Íslands á þriðjudag kl. 20. Bíó og sinfónía Sinfónían spilar á fimmtu- dagskvöld undir stjórn Ricks Benjamins tónlist við fyrsta vestrann, Lestarránið mikla, og Hershöfðingjann eftir Buster Keaton. Teikni-myndasögur Kristina Kolehmainen frá Serieteket í Stokkhólmi flytur fyrirlestur í Borg- arbókasafninu kl. 17 á fimmtudag um teikni- myndasögur. Því næst verður Passion, sýning á teiknimyndasögum, opn- uð á fyrstu hæð bóka- safnsins. Djasshátíð Reykjavíkur Djasshátíð Reykjavíkur verð- ur sett formlega kl. 17 á mið- vikudag í Ráðhúsi Reykjavík- ur og ýmsir listamenn gefa forsmekkinn að því sem koma skal. Eplaball Milljónamæringarnir spila á Epla- balli Kvennaskólans sem haldið er á miðvikudagskvöld, en vik- una fram að því verður mikið um dýrðir í skólanum, m.a. hæfileikakeppni og útgáfa á epladiski með djammlögum. Sænsk kvik- myndavika Sænsk kvikmyndavika hefst á mánudag í Regnboganum með pallborðsumræðum kl. 18.30 og frumsýningu á „Grabben i graven bredvid“, kl. 20. Á meðal annarra mynda er Tsatsiki, alltaf vinir. agles Eagles spiluð af Epic á Gauknum 2 til 24, en á meðal meðlima sveit- ar eru Pétur Jesú og Einar úr Dúnd- ttum. Réttarmorð Heimildarmyndin Bandarísk framleiðsla Made in the USA) eftir Sólveigu Anspach um aftöku Odells Barnes í Texas 1. mars árið 000 sýnd í Sjónvarpinu kl. 21.55. Myndin r byggð á vitnisburði ættingja, vina og lög- anna Barnes og er því haldið fram að framið hafi verið réttarmorð á honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.