Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 1
Gamanið í fyrirrúmi Helga Braga steypt í mót hins gamansama fyrirlesara Listir 37 Stefán Gunnlaugsson lærði til þjóns í Sjallanum í árdaga 24 Sögur úr Sjallanum Könnun á kanínum Alls sáust 54 kanínur í Öskjuhlíðinni í sumar 22 HLUTHAFAFUNDUR hefur verið boðaður hjá Norðurljósum, móður- félagi Íslenska útvarpsfélagsins, föstudaginn 14. nóvember næstkom- andi. Íslenska Útvarpsfélagið rekur meðal annars Stöð 2, Sýn og Bylgj- una. Á fundinum verður lögð fram til- laga um að hlutafé félagsins verði fært niður um 80% og stjórnin fái heimild til að hækka hlutafé félags- ins aftur um svipaða upphæð. Hlutafé Norðurljósa er nú 1.679 milljónir króna sem þýðir að vænt- anlega verða afskrifaðar liðlega 1.300 milljónir króna nái tillagan fram að ganga. Að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar, forstjóra Norður- ljósa, eru þessar aðgerðir liður í und- irbúningi að endurfjármögnun fé- lagsins. Hann segir að eigið fé félagsins sé uppurið og inn þurfi að koma nýtt hlutafé. Hlutafé Norðurljósa verði afskrifað um 80% GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, skoraði í gær á stjórnvöld í Íran og Sýrlandi að taka upp lýð- ræðislega stjórn- arhætti og hafn- aði þeirri stefnu Bandaríkjanna í 60 ár að styðja ólýðræðislegar ríkisstjórnir. Sagði hann, að það hefði „ekki gert okkur óhult- ari fyrir hryðju- verkum“. „Svo lengi sem lýðræði fær ekki að þrífast í Mið-Austurlöndum, munu þau einkennast af stöðnun, óánægju og ofbeldi, sem flutt er út til annarra landa,“ sagði Bush í ræðu hjá samtökunum National Endowment for Democracy. Sagði hann, að öryggi Bandaríkjanna fæl- ist ekki síst í því að koma á og hlúa að lýðræðislegum stjórnarháttum. Um það snerist uppbyggingin í Írak. „Við vitum hvað er í húfi. Takist ekki að koma á lýðræði í Írak mun það verða til að efla hryðjuverka- menn um allan heim, grafa undan öryggi Bandaríkjamanna og slökkva vonir milljóna manna í þessum heimshluta,“ sagði Bush. „Góður ár- angur mun hins vegar senda þau boð til Sýrlands og Íraks, að frelsi getur orðið hlutskipti allra þjóða.“ Bush hrósaði ríkisstjórnum í Bahrain, Marokkó, Oman og Egyptalandi fyrir lýðræðislegar framfarir en hvatti Sádi-Arabíu- stjórn til að koma á umbótum. Ekki íslam, heldur einræði „Í 60 ár hafa vestræn ríki afsakað og sætt sig við frelsisleysið í Mið- Austurlöndum en það hefur ekki orðið til að auka öryggi þeirra. Ástæðan er sú, að til langframa er ekki hægt að fórna frelsinu fyrir stöðugleika,“ sagði Bush í ræðu sinni og lagði áherslu á, að ástandið væri ekki að kenna íslamskri trú, heldur einræðisherrum, sem héldu þegnum sínum í heljargreipum. George W. Bush Bush hvetur til frelsis í Mið-Austurlöndum Uppgjör við utan- ríkisstefn- una í 60 ár Washington. AP, AFP. LÍFIÐ hefur ekki alltaf verið auðvelt fyrir Torfa Lárus Kárason, sex ára grunnskólanema í Borgar- nesi, en hann glímir við afar sjaldgæfa fötlun sem lýsir sér með ofvexti í sogæðum sem veldur bólg- um í vefjum sem þenjast út. Torfi hefur farið í þrjár stórar aðgerðir til Bandaríkjanna, og til stendur að hann fari í þá fjórðu fljótlega. Einnig hefur hann farið í fjöl- margar aðgerðir hér á landi, og hefur samtals ver- ið svæfður í yfir 100 klukkustundir. Nú stendur yfir landssöfnun á vegum Sjónarhóls, fyrstu ráð- gjafarmiðstöðvar Íslendinga fyrir aðstandendur barna sem stríða við langvarandi veikindi, fötlun, þroskahömlun eða önnur þroskafrávik. Söfnunin nær hámarki á laugardag með tveggja klukku- stunda dagskrá í Sjónvarpinu. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Torfi Lárus Kárason hlustar á sögu í skólanum ásamt vini sínum og skólafélaga, Ísak Sigfússyni. Hefur verið svæfður í yfir 100 klukkustundir  Svo hef ég/32 LAND innan landamerkja jarða bænda í upp- sveitum Árnessýslu telst ekki til þjóðlendna en Héraðsdómur Suðurlands hefur hafnað kröf- um ríkisins um að úrskurði óbyggðanefndar þessa efnis yrði ógiltur. Héraðsdómur Suðurlands komst einnig að þeirri niðurstöðu að afrétt- ur norðan vatna á Biskups- tungnaafrétti teljist ekki til þjóðlendna eins og óbyggðanefnd úrskurðaði í mars í fyrra. Aftur á móti staðfesti dómurinn úrskurð óbyggðanefndar um að Framafréttur, eins og hann er afmarkaður í niðurstöðu úrskurðar óbyggðanefndar, teljist til þjóðlendu. Afar ánægður með niðurstöðuna Ólafur Björnsson, lögmaður flestra bændanna og Bláskógabyggðar, segist afar ánægður með niðurstöðu Héraðsdóms Suður- lands og sáttur við rökstuðning hans. „Þetta er mjög afdráttarlaust og þarna er staðfest með ágætum rökstuðningi meginniðurstaða óbyggðanefndar í máli ríkisins gegn bændum. Það er auðvitað aðalmálið. Síðan er raunar gengið lengra og við vinnum afréttinn norðan vatna að vatnaskilum á Kili.“ Ólafur segist telja rökstuðning héraðsdóms- ins við að snúa úrskurðinum við vera sannfær- andi vegna þess að á grundvelli mjög góðra heimilda og athugasemda um lausa nýtingu og yfirráð á þessu landi í svo langan tíma sé það einfaldlega röng lögfræðileg niðurstaða að þetta sé ekki eignarland hreppsins. „Dómurinn telur afsal hreppsins sýna, sem aftur grundvallast á þessum gömlu máldögum sem voru löggiltir á sínum tíma, að sönnunar- byrðin sé ríkisins, þ.e. að sanna að þetta sé ekki eignarland. Dómurinn snýr því sönnunar- byrðinni við.“ Ólafur segir dóminn gefi tilefni til bjartsýni um að sjónarmið bænda nái fram að ganga þótt Hæstiréttur Íslands muni væntanlega eiga lokaorðið í málinu. Ríkislögmaður, Skarphéðinn Þórisson, segir að dómi héraðsdóms verði að öllum líkindum áfrýjað til Hæstaréttar enda sé mikilvægt vegna starfs óbyggðanefndar að fá bindandi fordæmi í málinu. Dæmt í þjóðlendumálum í Héraðsdómi Suðurlands Kröfum ríkisins hafnað  Land innan/4 Ólafur Björnsson STOFNAÐ 1913 302. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.