Morgunblaðið - 07.11.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 07.11.2003, Síða 1
Gamanið í fyrirrúmi Helga Braga steypt í mót hins gamansama fyrirlesara Listir 37 Stefán Gunnlaugsson lærði til þjóns í Sjallanum í árdaga 24 Sögur úr Sjallanum Könnun á kanínum Alls sáust 54 kanínur í Öskjuhlíðinni í sumar 22 HLUTHAFAFUNDUR hefur verið boðaður hjá Norðurljósum, móður- félagi Íslenska útvarpsfélagsins, föstudaginn 14. nóvember næstkom- andi. Íslenska Útvarpsfélagið rekur meðal annars Stöð 2, Sýn og Bylgj- una. Á fundinum verður lögð fram til- laga um að hlutafé félagsins verði fært niður um 80% og stjórnin fái heimild til að hækka hlutafé félags- ins aftur um svipaða upphæð. Hlutafé Norðurljósa er nú 1.679 milljónir króna sem þýðir að vænt- anlega verða afskrifaðar liðlega 1.300 milljónir króna nái tillagan fram að ganga. Að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar, forstjóra Norður- ljósa, eru þessar aðgerðir liður í und- irbúningi að endurfjármögnun fé- lagsins. Hann segir að eigið fé félagsins sé uppurið og inn þurfi að koma nýtt hlutafé. Hlutafé Norðurljósa verði afskrifað um 80% GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, skoraði í gær á stjórnvöld í Íran og Sýrlandi að taka upp lýð- ræðislega stjórn- arhætti og hafn- aði þeirri stefnu Bandaríkjanna í 60 ár að styðja ólýðræðislegar ríkisstjórnir. Sagði hann, að það hefði „ekki gert okkur óhult- ari fyrir hryðju- verkum“. „Svo lengi sem lýðræði fær ekki að þrífast í Mið-Austurlöndum, munu þau einkennast af stöðnun, óánægju og ofbeldi, sem flutt er út til annarra landa,“ sagði Bush í ræðu hjá samtökunum National Endowment for Democracy. Sagði hann, að öryggi Bandaríkjanna fæl- ist ekki síst í því að koma á og hlúa að lýðræðislegum stjórnarháttum. Um það snerist uppbyggingin í Írak. „Við vitum hvað er í húfi. Takist ekki að koma á lýðræði í Írak mun það verða til að efla hryðjuverka- menn um allan heim, grafa undan öryggi Bandaríkjamanna og slökkva vonir milljóna manna í þessum heimshluta,“ sagði Bush. „Góður ár- angur mun hins vegar senda þau boð til Sýrlands og Íraks, að frelsi getur orðið hlutskipti allra þjóða.“ Bush hrósaði ríkisstjórnum í Bahrain, Marokkó, Oman og Egyptalandi fyrir lýðræðislegar framfarir en hvatti Sádi-Arabíu- stjórn til að koma á umbótum. Ekki íslam, heldur einræði „Í 60 ár hafa vestræn ríki afsakað og sætt sig við frelsisleysið í Mið- Austurlöndum en það hefur ekki orðið til að auka öryggi þeirra. Ástæðan er sú, að til langframa er ekki hægt að fórna frelsinu fyrir stöðugleika,“ sagði Bush í ræðu sinni og lagði áherslu á, að ástandið væri ekki að kenna íslamskri trú, heldur einræðisherrum, sem héldu þegnum sínum í heljargreipum. George W. Bush Bush hvetur til frelsis í Mið-Austurlöndum Uppgjör við utan- ríkisstefn- una í 60 ár Washington. AP, AFP. LÍFIÐ hefur ekki alltaf verið auðvelt fyrir Torfa Lárus Kárason, sex ára grunnskólanema í Borgar- nesi, en hann glímir við afar sjaldgæfa fötlun sem lýsir sér með ofvexti í sogæðum sem veldur bólg- um í vefjum sem þenjast út. Torfi hefur farið í þrjár stórar aðgerðir til Bandaríkjanna, og til stendur að hann fari í þá fjórðu fljótlega. Einnig hefur hann farið í fjöl- margar aðgerðir hér á landi, og hefur samtals ver- ið svæfður í yfir 100 klukkustundir. Nú stendur yfir landssöfnun á vegum Sjónarhóls, fyrstu ráð- gjafarmiðstöðvar Íslendinga fyrir aðstandendur barna sem stríða við langvarandi veikindi, fötlun, þroskahömlun eða önnur þroskafrávik. Söfnunin nær hámarki á laugardag með tveggja klukku- stunda dagskrá í Sjónvarpinu. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Torfi Lárus Kárason hlustar á sögu í skólanum ásamt vini sínum og skólafélaga, Ísak Sigfússyni. Hefur verið svæfður í yfir 100 klukkustundir  Svo hef ég/32 LAND innan landamerkja jarða bænda í upp- sveitum Árnessýslu telst ekki til þjóðlendna en Héraðsdómur Suðurlands hefur hafnað kröf- um ríkisins um að úrskurði óbyggðanefndar þessa efnis yrði ógiltur. Héraðsdómur Suðurlands komst einnig að þeirri niðurstöðu að afrétt- ur norðan vatna á Biskups- tungnaafrétti teljist ekki til þjóðlendna eins og óbyggðanefnd úrskurðaði í mars í fyrra. Aftur á móti staðfesti dómurinn úrskurð óbyggðanefndar um að Framafréttur, eins og hann er afmarkaður í niðurstöðu úrskurðar óbyggðanefndar, teljist til þjóðlendu. Afar ánægður með niðurstöðuna Ólafur Björnsson, lögmaður flestra bændanna og Bláskógabyggðar, segist afar ánægður með niðurstöðu Héraðsdóms Suður- lands og sáttur við rökstuðning hans. „Þetta er mjög afdráttarlaust og þarna er staðfest með ágætum rökstuðningi meginniðurstaða óbyggðanefndar í máli ríkisins gegn bændum. Það er auðvitað aðalmálið. Síðan er raunar gengið lengra og við vinnum afréttinn norðan vatna að vatnaskilum á Kili.“ Ólafur segist telja rökstuðning héraðsdóms- ins við að snúa úrskurðinum við vera sannfær- andi vegna þess að á grundvelli mjög góðra heimilda og athugasemda um lausa nýtingu og yfirráð á þessu landi í svo langan tíma sé það einfaldlega röng lögfræðileg niðurstaða að þetta sé ekki eignarland hreppsins. „Dómurinn telur afsal hreppsins sýna, sem aftur grundvallast á þessum gömlu máldögum sem voru löggiltir á sínum tíma, að sönnunar- byrðin sé ríkisins, þ.e. að sanna að þetta sé ekki eignarland. Dómurinn snýr því sönnunar- byrðinni við.“ Ólafur segir dóminn gefi tilefni til bjartsýni um að sjónarmið bænda nái fram að ganga þótt Hæstiréttur Íslands muni væntanlega eiga lokaorðið í málinu. Ríkislögmaður, Skarphéðinn Þórisson, segir að dómi héraðsdóms verði að öllum líkindum áfrýjað til Hæstaréttar enda sé mikilvægt vegna starfs óbyggðanefndar að fá bindandi fordæmi í málinu. Dæmt í þjóðlendumálum í Héraðsdómi Suðurlands Kröfum ríkisins hafnað  Land innan/4 Ólafur Björnsson STOFNAÐ 1913 302. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.