Morgunblaðið - 07.11.2003, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Fjölskyldan er ofar öllu í lífi Jóns Jóseps Snæbjörns-
sonar, sem allir kalla Jónsa í svörtum fötum. Hann sagði
Árna Matthíassyni frá æviferli sínum og draumum.
Víðförull viskubrunnur
Sir David Attenborough er löngu heimsþekktur fyrir
þætti sína um lífríki og náttúru. Hann heimsótti Ísland í
vikunni í tilefni af útkomu nýrrar bókar.
Að loknum landsfundi
Landsfundur Samfylkingarinnar fór fram um síðustu
helgi. Nýr varaformaður var kjörinn og áherslubreyt-
ingar boðaðar í mikilvægum málaflokkum. Steingrímur
Sigurgeirsson skyggndist á bak við tjöldin.
Í svörtum fötum
á sunnudaginn
HLUTAFÉ FÆRT NIÐUR
Boðaður hefur verið hluthafa-
fundur í Norðurljósum, móðurfélagi
Íslenska útvarpsfélagsins, þar sem
lagt verður til, að hlutféð verði fært
niður um 80% og stjórnin fái heimild
til að hækka það aftur um sömu fjár-
hæð. Eru þessar aðgerðir liður í
endurfjármögnun félagsins, að sögn
Sigurðar G. Guðjónssonar, forstjóra
Norðurljósa.
Vaxtahækkun boðuð
Vaxtahækkanir eru boðaðar í
nýrri þjóðhags- og verðbólguspá
Seðlabanka Íslands að því er fram
kemur hjá Birgi Ísleifi Gunnarssyni
seðlabankastjóra. Þar segir einnig,
að viðskiptahallinn verði meiri en
spáð hafi verið og horfur eru á, að
verðbólga fari lítillega upp fyrir
verðbólgumarkmið á árinu 2005.
Ekki þjóðlendur
Héraðsdómur Suðurlands hefur
staðfest þann úrskurð Óbyggða-
nefndar, að land innan landamerkja
nokkurra jarða í Árnessýslu teljist
ekki til þjóðlendna eins og ríkið
gerði kröfu um. Sama niðurstaða var
í máli Bláskógabyggðar gegn ís-
lenska ríkinu varðandi Framafrétt.
Verður málunum áfrýjað.
Öllum sagt upp á DV
Öllum starfsmönnum DV var sagt
upp í gær eftir að þrotabúið samdi
við Hömlur, dótturfélag Landsbank-
ans, um að þær leystu það til sín og
reksturinn. Þorsteinn Einarsson
skiptastjóri sagði, að veðkröfur í bú-
ið væru líklega um 300 millj. kr. og
kröfur Landsbankans 500 til 600
millj. kr.
Gagnrýndi frelsisleysi
George W. Bush, forseti Banda-
ríkjanna, gagnrýndi í gær frels-
isleysið í Mið-Austurlöndum og
sagði, að þar ríkti stöðnun og of-
beldi. Sagði hann, að í 60 ár hefðu
vestræn ríki lokað augunum fyrir
ástandinu en það hefði „ekki gert
þau óhultari fyrir hryðjuverkum“.
FÓLKIÐ er djassgeggjað, fylgist með tískunni, leitar
að stjörnum og skemmtir sér| |7|11|2003
7. - 13. nóvember
Viðburðir sem gera
vikuna skemmtilegri
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Þjónusta 35
Viðskipti 14 Viðhorf 36
Úr verinu 14 Umræðan 38/40
Erlent 16/18 Minningar 41/45
Minn staður 20 Skák 49
Höfuðborgin 22 Dagbók 50/51
Akureyri 24/25 Staksteinar 50
Suðurnes 25 Kirkjustarf 51
Austurland 26 Íþróttir 52/55
Landið 27 Leikhús 56
Listir 28/30 Fólk 56/61
Daglegt líf 28/28 Bíó 58/61
Listir 31/37 Ljósvakamiðlar 62
Forystugrein 34 Veður 63
* * *
Kynningar – Morgunblaðinu í dag
fylgir Dagskrá vikunnar.
LÖGREGLAN í Reykjavík fyrirskip-
aði rýmingu leikskólans Maríuborgar
og grunnskólans Ingunnarskóla við
Maríubaug í Grafarholti í gærmorgun
vegna hættuástands sem skapaðist
þegar byggingakrani á vegum bygg-
ingafyrirtækisins Markúsar fór út af
spori sínu. Um 180 börn eru í Ingunn-
arskóla og 100 í Maríuborg. Var
hætta talin á að kraninn félli á húsin
en starfsmönnum Markúsar tókst
fljótlega að reisa kranann við. Komið
hafa fram athugasemdir frá foreldr-
um leikskólabarna vegna nálægðar
kranans við leikskólann. Starfsfólki
Ingunnarskóla var heldur ekki vel við
að hafa kranann nálægt skólanum, en
vinnueftirlitið hafði vottað að örygg-
iskröfum væri fullnægt. „Vinnueftir-
litið hefur gert úttekt á krananum og
við treystum því áliti. Það kom eftir-
litsfulltrúanum mjög á óvart þegar
hann frétti hvað gerst hafði, því hann
hefði verið sannfærður um að allt
væri í lagi,“ sagði Guðlaug Sturludótt-
ir, skólastjóri Ingunnarskóla.
Samkomulag hafði náðst um að
ekki yrði híft yfir húsin á meðan verið
væri að nota kranann og segir Guð-
laug að samstarfið við verktakann
hafi gengið mjög vel hvað þetta snerti
og tillit tekið til óska skólans.
Sumum foreldrum brugðið
Atvikið varð klukkan 9.30 og í kjöl-
farið lét lögreglan rýma skólana tvo.
Guðný Hjálmarsdóttir, leikskólastjóri
Maríuborgar, lét hringja í alla for-
eldra barnanna sem komu og sóttu
börn sín. Sumum foreldrum var nokk-
uð brugðið en langflestir jákvæðir, að
sögn Guðnýjar. Um 100 börn eru á
Maríuborg og gekk mjög vel að láta
sækja þau.
Að sögn Arnar Helga Haraldsson-
ar, verkstjóra hjá Markúsi, fór kran-
inn fram af spori sínu sem saman-
stendur af sverum stálbitum.
„Kraninn spólaði hérna fram af en
það eru fagmenn að störfum við lag-
færingar,“ sagði hann. Fulltrúi frá
vinnuvélaeftirlitinu fór á vettvang til
að meta aðstæður í gærmorgun en
auk þess átti skólastjóri Ingunnar-
skóla fund með vinnueftirlitinu og var
ákveðið að vinnueftirlitið tæki kran-
ana aftur út og framkvæmdi endur-
mat á öryggisbúnaði hans áður en
börnin mæta í skólann í dag, föstu-
dag.
Nær 300 börn látin yfirgefa
skólabyggingar vegna ógnar
frá óstöðugum byggingakrana
Morgunblaðið/Kristinn
Hæsti kraninn á miðri mynd fór út af sporinu og var bílkrani settur til að styðja við hann á meðan viðgerð fór fram.
Tveir skólar rýmdir
vegna hættuástands
INGIBJÖRGU Sólrúnu Gísla-
dóttur voru kynntar hugmyndir
ÁHÁ-verktaka um uppbygg-
ingu á lóð Austurbæjarbíós fyr-
ir síðustu borgarstjórnarkosn-
ingar, þegar hún var enn
borgarstjóri. „Ég hitti þá á ein-
um fundi og þeir sýndu mér
þessar hugmyndir sínar. Ég
sagði þeim að ég myndi gjalda
mikinn varhug við þessu. Ég
væri sannfærð um það að þetta
yrði mjög umdeilt.“
Ólafur F. Magnússon,
F-lista, spurði borgarfulltrúa
R- og D-lista á fundi borgar-
stjórnar á fimmtudagi hvort
einhver fyrirheit hefðu verið
gefin fyrir síðustu kosningar
um niðurrif Austurbæjarbíós til
að byggja upp á reitnum. Vitn-
aði hann í viðtal við forstjóra
ÁHÁ-verktaka í Morgun-
blaðinu sem hægt væri að skilja
þannig að verktakanum hefði
verið gefið fyrirheit um niðurrif
bíósins enda hefði hann annars
aldrei keypt húsið. Ingibjörg
sagðist hafa sagt við verktak-
ana að þeir yrðu að eiga það við
sjálfa sig hvort þeir færu út í
þessa fjárfestingu eða ekki „og
þeir hefðu ekkert fyrirheit frá
mér að minnsta kosti um eitt
eða neitt í þessum efnum“.
Kynnt fyrir minnihluta
Oddviti Sjálfstæðisflokksins,
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
sagði að þessar hugmyndir
hefðu einnig verið kynntar fyrir
sér. „Líklega öðrum hvorum
megin við síðustu áramót voru
mér kynntar þessar hugmyndir
sem fulltrúi minnihlutans vænt-
anlega,“ sagði hann. „Það er
ekki í mínum verkahring að
gefa nein vilyrði, yfirlýsingar
eða loforð. Ég er ekki sjálfur í
skipulagsnefnd Reykjavíkur-
borgar og Sjálfstæðisflokkur-
inn er eins og stendur í minni-
hluta í borgarstjórn.“
Engin fyr-
irheit um
niðurrif
Austur-
bæjarbíós