Morgunblaðið - 07.11.2003, Side 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞRÁTT fyrir að Guðni Ágústsson
landbúnaðarráðherra hafi lýst
þeirri skoðun sinni og trú, að hægt
væri að sætta ólík sjónarmið laxeld-
ismanna og laxveiðimanna, skildu
menn ekki fyllilega sáttir eftir fund
á vegum Stangaveiðifélags Íslands á
Grandhóteli á miðvikudagskvöld.
En spurning kvöldsins snerist um
það hvort sjókvíaaeldi væri ógn við
villta laxinn.
„Það er ekki hægt að vinna með
eldismönnum þegar þeir tala
svona,“ sagði Óðinn Sigþórsson, for-
maður Landssambands veiðifélaga,
í lok fundarins og beindi orðum sín-
um að Vigfúsi Jóhannssyni, for-
manni Landssambands fiskeld-
isstöðva. Kornið sem fyllti mælinn
hjá Óðni voru orð Vigfúsar þess efn-
is að það væri „ekkert í dag sem
bendir til þess að við getum fullyrt
að það verði skaði af því þótt ein-
hverjar þúsundir fiska sleppi,“ sagði
Vigfús.
Áður hafði komið fyrirpurn úr sal
varðandi hrun villta laxastofnsins í
Atlantshafi, en Vigfús svaraði því til
að laxastofninn hefði hrunið löngu
áður en laxeldi hófst.
Og áfram hélt hann um slysa-
sleppingar: „Það hefur verið mark-
mið okkar í samvinnu við stjórnvöld
að búa þannig um hnútana að það
gerist ekki. Það hefur ekki, í tvö ár,
sloppið fiskur úr eldinu sjálfu. Í leyf-
um sem þessi fyrirtæki hafa fengið
er ítrekað kveðið á um að það sé
hægt að grípa inn í hvenær sem er,
ef eitthvað fer úrskeiðis. Ég efast
um að það sé nokkur annar atvinnu-
rekstur sem hefur þurft að þola
jafnstrangar reglur og fiskeldi.
Landssamband fiskeldisstöðva hef-
ur tekið fullan þátt í því og það næg-
ir að benda á, þrátt fyrir að mér
finnist vanta að menn átti sig á því
hversu mikið hefur verið gert; það
er búið að friða stærstan hluta af
öllu strandsvæði á Íslandi fyrir fisk-
eldi.“ Þá gall í einum talsmanni
veiðimanna sem hafði saumað að
Vigfúsi: „Finnst þér það skrýtið?“
og uppskar mikil viðbrögð sinna
manna úr salnum. „Já, mér finnst
það skrýtið,“ svaraði Vigfús að
bragði. „Við viljum fjalla um málið
og byggja á vísindalegum nið-
urstöðum og þannig mætast þessir
hópar.“
Össur Skarphéðinsson fund-
arstjóri spurði hann þá beint hvort
unnt væri að sætta þessa hópa. „Ég
tel að það sé hægt eins og annars
staðar í heiminum,“ sagði hann.
Óðinn Sigþórsson var einnig
spurður hvort og þá hvernig væri
hægt að sætta hin ólíku sjónarmið.
„Á meðan eldismenn tala eins og í
kvöld, þá er einfaldlega ekki hægt
að vinna með þeim,“ sagði hann við
fögnuð veiðimanna. „Á meðan menn
leggja það að jöfnu að það birtist
fiskur úr eldiskví í laxveiðiá, og fisk-
rækt sem hefur verið stunduð hér,
þá er ekki hægt að vinna með þeim.“
Óðinn vék síðan að spurningu úr
sal, grundvallarspurningu að hans
mati, þ.e. hvort ekki þyrfti að fara
varlega í laxeldi þegar málin væru
ekki fullrannsökuð. „Ég tel að það
sé ekki varlega farið, að veita leyfi
fyrir stærstu fiskeldisstöð sem menn
hafa þekkt í heiminum, 8 þúsund
tonna stöð. Ég er alveg sammála
dýralækni fisksjúkdóma um að þetta
hafi verið í stærra lagi.“
Ein fyrirspurn á fundinum var um
hvað ásættanlegt væri að margir
eldislaxar slyppu úr kvíum. Sagði
Óðinn að frá sínum bæjardyrum séð
væri það alls ekki ásættanlegt að
norskur lax úr eldiskvíum kæmi
fram í íslenskum ám. „Enda var það
þannig að þegar þessi stofn var flutt-
ur inn upphaflega, þá var lagt upp
með að hann yrði ekki settur í sjó-
kvíaeldi. Það var gert um það sam-
komulag og á þeim grundvelli sætt-
ust menn á það að þessum stofni yrði
viðhaldið hérlendis. Því miður hefur
þetta samkomulag ekki haldið og ég
held að það sé mikið tjón. Við höfum
aldrei verið á móti því að þessi lax
væri alinn upp á landi, þar sem hægt
er að hafa hann í aðhaldi, en að setja
hann í hinn opna sjó, er eitthvað sem
við sættum okkur aldrei við.“
Fram kom í máli eins fyrirspyrj-
anda úr sal að menn væru engu nær
nú en fyrir 20 árum varðandi hina
áleitnu spurningu um blöndun eld-
islax og villta laxins. Guðni Guð-
bergsson, fiskifræðingur og deild-
arstjóri hjá Veiðimálastofnun, sagði
m.a. að vísbendingar væru um að
seiði frá eldisfiskinum geti minnkað
framleiðslugöngu um allt að 30% við
tilraunaaðstæður. Hann sagði einnig
rannsóknir benda til þess að eldis-
laxinn væri vanhæfari en villti lax-
inn til að lifa í ám.
Veiðimenn og fiskeldismenn deila um hvort villta laxinum stafi ógn af sjókvíaeldinu
Engin sátt
í augsýn
Morgunblaðið/Jim Smart
Hitamál kalla á húsfylli eins og reyndin var á fundinum um laxamálin á Grand hóteli á miðvikudag.
MEIRIHLUTI landbúnaðarnefndar
Alþingis leggur til að sett verði sér-
stakt öryggisákvæði inn í lax- og sil-
ungsfrumvarp landbúnaðarráð-
herra, Guðna Ágústssonar. Þannig
verði kveðið á um að landbúnaðar-
ráðherra verið heimilað að takmarka
eða banna inntflutning á laxfiskum
til að koma í veg fyrir blöndun á stað-
bundnum stofnum „og vistfræðilega
og erfðafræðilega hættu, að fengnu
vísindalegu áliti Veiðimálastofnun-
ar“, eins og það er orðað. Ráðherra
fagnaði þessu öryggisákvæði í um-
ræðum á Alþingi í gær og samþykkti
meirihluti þingsins síðdegis að bæta
því inn í frumvarpið.
Umrætt frumvarp ráðherra var
lagt fram á Alþingi í haust en mark-
mið þess er að staðfesta bráða-
birgðalög frá því í sumar um að inn-
flutningsbanni á eldisdýrum og
lifandi laxfiski og öðrum fiski er lifir í
fersku vatni verði aflétt. Skv. 28. gr.
stjórnarskrárinnar þarf Alþingi að
samþykkja bráðabirgðalög innan sex
vikna frá því þingið kemur saman, að
öðrum kosti falla lögin úr gildi.
Önnur umræða um frumvarp
landbúnaðarráðherra fór fram á Al-
þingi í allan gærdag. Minnihluti
landbúnaðarnefndar leggst gegn
frumvarpinu. Hann skipa þingmenn
Samfylkingarinnar og Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs. Auk
þess styður Magnús Þór Hafsteins-
son, þingmaður Frjálslynda flokks-
ins, minnihlutann í þessu máli, en
hann er áheyrnarfulltrúi í landbún-
aðarnefnd.
Fram kom í máli Lúðvíks Berg-
vinssonar, þingmanns Samfylkingar-
innar og framsögumanns minnihlut-
ans, að setning bráðabirgðalaganna í
sumar hafi ekki uppfyllt þær kröfur
sem 28. grein stjórnarskrárinnar
gerir um heimild til setningar slíkra
laga. Vísaði hann til þess skilyrðis í
umræddu ákvæði að brýna nauðsyn
þurfi fyrir setningu bráðabirgðalaga.
„Það er skoðun minnihlutans að skil-
yrðið um brýna nauðsyn til setningar
bráðabirgðalaga, skv. 28. gr. stjórn-
arskrárinnar, hafi ekki verið uppfyllt
þegar lögin voru sett,“ segir í nefnd-
aráliti minnihlutans. Það er einnig
mat minnihlutans að setning laganna
hafi sett mikla hagsmuni náttúru Ís-
lands í uppnám. Segir í álitinu að
hættan sem lífríki Íslands stafi af
innflutningi á lifandi laxfiskum og
öðrum dýrum til eldis sé mjög mikil
og að ekki séu nægilega öflug varn-
arákvæði í lögunum. Þá telur minni-
hlutinn að bráðabirgðalögin hafi
fyrst og fremst verið sett vegna fjár-
hagslegra hagsmuna tiltekinna fyr-
irtækja í fiskeldi.
„Bráðabirgðalögin voru sett til að
greiða fyrir markaðssetningu ís-
lenskra fyrirtækja á eldisfiski og
hrognum til Skotlands, en innflutn-
ingsbann hafði verið sett á íslensku
eldisdýrin þar sem íslensk stjórnvöld
höfðu ekki uppfyllt skilyrði um lög-
leiðingu tilskipunarinnar.“ Er þarna
vísað til tilskipunar nr. 91/67 EBE,
en þeirri tilskipun hefur verið breytt
með öðrum tilskipunum sem allar
eru hluti af samningnum um Evr-
ópska efnahagssvæðið. „Menn hafa
aldrei sett bráðabirgðalög af jafnlitlu
tilefni og raun ber vitni,“ sagði Lúð-
vík undir lok umræðunnar í gær.
Taldi Lúðvík að ráðherra hefði í
sumar verið undir þrýstingi frá
tveimur fyrirtækjum um að setja
bráðabirgðalögin. Ráðherra svaraði
ekki þessari ásökun.
Setning laganna vafatilvik
Drífa Hjartardóttir, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins og formaður
landbúnaðarnefndar, mælti fyrir
nefndaráliti meirihluta nefndarinnar
í gær. Í álitinu er m.a. vísað í lög-
fræðilega álitsgerð Ragnhildar
Helgadóttur, lektors í Háskólanum í
Reykjavík. Niðurstaða Ragnhildar
er m.a. sú að með setningu bráða-
birgðalaganna hafi „verið gengið
nær 28. gr. stjórnarskrárinnar en
dæmi eru um frá stjórnarskrár-
breytingunni 1999…“ segir í álitinu.
„Hún telur hins vegar ólíklegt að
dómstólar kæmust að þeirri niður-
stöðu að bráðabirgðalöggjafinn teld-
ist hafa farið út fyrir valdsvið sitt þó
að sú niðurstaða sé ekki vafalaus.“
Þá segir í álitinu að landbúnaðar-
nefnd hafi fengið Eirík Tómasson
prófessor á sinn fund „og taldi hann
setningu bráðabirgðalaganna tak-
markatilvik“, eins og það er orðað í
álitinu, en með takmarkatilviki er átt
við vafatilvik.
Í máli Drífu kom fram að nefndin
hafi farið ítarlega yfir frumvarpið.
Hún sagði að á fundum nefndarinnar
og í fjölmörgum umsögnum um
frumvarpið hefðu hagsmunaaðilar
varað mjög eindregið við því að
heimila innflutning á eldisdýrum,
sérstaklega laxfiski, þar sem sjúk-
dómaeftirlit væri mjög erfitt við-
fangs. Þá hefði m.a. verið bent á að
eldisdýrin gætu sloppið og blandast
staðbundnum stofnum. Þá vitnaði
Drífa í álit umhverfisnefndar þings-
ins um málið en í því kemur fram að
nefndin taki undir það að nauðsyn-
legt sé að fara varlega í að heimila
innflutninginn. Umhverfisnefnd
leggi einkum áherslu á að líffræði-
legur fjölbreytileiki í íslenskum lax-
fiskum verði verndaður.
Í nefndaráliti meirihlutans segir
því að nauðsynlegt sé, að teknu tilliti
til umhverfis- og verndarsjónarmiða,
að leggja til að við frumvarpið verði
bætt öryggisákvæði, þrátt fyrir fjöl-
mörg ákvæði í gildandi lögum um
verndun staðbundinna stofna. „Í
ákvæðinu felst að landbúnaðarráð-
herra fær heimild til þess að tak-
marka eða banna innflutning á lif-
andi laxfiskum, óháð þroskastigi, ef
ljóst má vera að aðrar verndar- og
friðunaraðgerðir sem kveðið er á um
í lögum og stjórnvaldsfyrirmælum
dugi ekki til að koma í veg fyrir
erfðablöndun slíkra laxfiska við stað-
bundna náttúrulega stofna, sem ógn-
að gæti líffræðilegri fjölbreytni og
stefnt hinum náttúrulegu stofnum í
hættu,“ segir í áliti meirihluta land-
búnaðarnefndar.
Fjörugar umræður á Alþingi um laxafrumvarp landbúnaðarráðherra
Heimild til að takmarka eða
banna innflutning bætt við
Guðni Ágústsson Drífa Hjartardóttir Lúðvík Bergvinsson
ÖGMUNDUR Jónasson,
þingmaður Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs,
hefur mælt
fyrir frum-
varpi til
laga sem
miðar að
því að
greidd
verði or-
lofslaun af
greiðslum
úr Fæðing-
arorlofs-
sjóði. Ögmundur sagði að í
lögum um fæðingar- og for-
eldraorlof, frá árinu 2000,
væri ekki að finna ákvæði
sem kveður á um að greiða
skuli orlofslaun af greiðslum
úr Fæðingarorlofssjóði. Hann
vísaði einnig í úrskurð úr-
skurðarnefndar fæðingar- og
foreldraorlofsmála, frá árinu
2003, um þá ákvörðun Trygg-
ingastofnunar ríkisins að
reikna ekki orlofslaun á
greiðslur úr sjóðnum.
„Þetta hefur það í för með
sér,“ sagði Ögmundur, „að
einstaklingar í fæðingarorlofi
fá ekki notið almennrar or-
lofstöku nema um annað hafi
sérstaklega verið samið.“
Bætti hann því við að frum-
varpinu væri ætlað að
tryggja að allir þeir sem
nýttu sér rétt til fæðing-
arorlofs ættu óskertan rétt í
sumarorlofi.
Ögmundur sagði að í sum-
um tilvikum hefði verið samið
um rétt til greiðslna í orlofi
en í öðrum tilvikum hefði það
ekki verið gert. „Það [síð-
arnefnda] á almennt við um
hinn almenna vinnumarkað,“
sagði hann. „Ég held það hafi
ekki verið markmið löggjaf-
ans að hafa þessi réttindi af
fólki, sem oft og tíðum er á
mjög litlum launum.“ Sagði
hann að löggjafinn þyrfti að
grípa hér inn í til þess að
jafna stöðu manna.
Orlofslaun
verði greidd
úr Fæðingar-
orlofssjóði
Ögmundur
Jónasson