Morgunblaðið - 07.11.2003, Page 12
FRÉTTIR
12 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
deginum og fer að þessu sinni all-
óvenjulega leið til að kynna for-
vitnileg gögn sem safnið geymir.
Svanhildur Bogadóttir, borgar-
skjalavörður, segir að forráðamenn
safnsins hafi ákveðið að setja upp
sýningu í verslunarmiðstöðinni
Kringlunni til að sem flestir eigi þess
kost að berja skjölin augum. „Við
færum okkur til fólksins, ef svo má
segja, og setjum upp sýningu í
Kringlunni þar sem við vörpum ljósi á
íþróttir og þróun heilsuverndar í
Reykjavík með frumskjölum og text-
um. Fólk verður að grípa gæsina á
meðan hún gefst, því sýningin stend-
ur aðeins yfir þennan eina dag. Þarna
kennir margra grasa og má nefna
SKJALASÖFN landsins opna hús
sín fyrir gestum og gangandi laug-
ardaginn 8. nóvember, þegar Nor-
ræni skjaladagurinn verður haldinn
hátíðlegur. Í ár beina söfnin sjónum
að efni sem menn tengja sjaldan við
slíkar stofnanir, þ.e. líkamanum,
heilsunni og íþróttum, og er yfirskrift
dagsins Er heilsu haldið til haga?
Hérlendis efnir Þjóðskjalasafn Ís-
lands, Borgarskjalasafn Reykjavíkur
og héraðsskjalasöfn vítt og breitt um
landið til veglegrar dagskrár í tilefni
dagsins. Sum söfnin eiga samstarf við
félög eða stofnanir sem tengjast
þema ársins. Þannig starfar Borg-
arskjalasafn náið með Íþrótta-
bandalagi Reykjavíkur og Þjóð-
skjalasafn og Landlæknisembættið
taka höndum saman.
Miðpunktur dagskrárinnar í Þjóð-
skjalasafninu er sýning á skjölum frá
Landlæknisembættinu. Þá mun Þór-
unn Guðmundsdóttir sagnfræðingur
flytja fyrirlestur um skýrslur héraðs-
lækna á fyrri hluta 19. aldar, en þar
kennir margra forvitnilegra grasa, og
Guðrún Sigmundsdóttir læknir flytur
erindi um mikinn vágest í íslensku
samfélagi á 18. öld, bólusóttina 1707–
1708. Einnig býðst gestum að fá leið-
sögn um hinar víðfeðmu skjala-
geymslur Þjóðskjalasafns og kynna
sér starfsemi þess á Laugavegi 162.
Safnið fagnaði 120 ára afmæli í fyrra
og er þar nú að finna yfir 30 kílómetra
af skjölum, talið í hillumetrum.
Hlutverk og gildi skjalasafna
„Tilgangur þessa sameiginlega
framtaks er ekki einungis að vekja at-
hygli á starfsemi skjalasafnanna og
því sem þau hýsa, heldur og að vekja
athygli á tilteknum heimildum og
rannsóknarmöguleikum,“ segir Ólaf-
ur Ásgeirsson þjóðskjalavörður.
„Einnig vilja forráðamenn safnanna
styrkja vitund almennings um hlut-
verk og gildi skjalasafna og benda á
að skjalasöfn séu tryggir og kjörnir
vörslustaðir heimilda um sam-
félagið.“
Borgarskjalasafn Reykjavíkur er
virkur þátttakandi í norræna skjala-
skjöl um lýsis- og mjólkurgjafir í skól-
um og hvernig bæjaryfirvöld komu á
leikfimikennslu, skjöl um ráðstafanir
til að stemma stigu við barnadauða og
til að efla hreysti ungdómsins. Þá eru
til sýnis skjöl sem fjalla um heilbrigð-
ismál í víðu samhengi, hreinlæti í
Reykjavík og fjölmargt annað. Fólk
getur rekist á ákaflega margt spenn-
andi í þessum skjölum.“
Hnýsilegir sýningargripir
Að sögn Eiríks G. Guðmundssonar,
sviðsstjóra upplýsinga- og útgáfu-
sviðs Þjóðskjalasafnsins, hafa velflest
opinber skjalasöfn hérlendis komið
að undirbúningi Skjaladagsins hér-
lendis að þessu sinni, þ.e. Þjóð-
skjalasafn Íslands, Borgarskjalasafn
Reykjavíkur og héraðsskjalasöfn um
allt land. „Söfnin standa flest að mjög
metnaðarfullri og skemmtilegri dag-
skrá og hafa undirbúið sig af kost-
gæfni til að finna hnýsilega sýning-
argripi. Starfið einskorðast ekki við
daginn, því að sum söfnin hafa efnt til
samstarfs við félög eða stofnanir sem
tengjast þema ársins og hefur það
staðið í nokkurn tíma,“ segir Eiríkur.
Eiríkur bendir sömuleiðis á að búið
er að koma á fót sameiginlegri vef-
síðu, www.skjaladagur.is, þar sem
veittar eru almennar upplýsingar um
hin opinberu skjalasöfn, dagskrá
skjaladagsins og skjöl sem tengjast
þema dagsins.
Söfnin huga að heilsunni
Loftur Guðmundsson íþróttakennari og fimleikaflokkur stúlkna, sem heyrði undir Knattspyrnufélagið Tý í Vest-
mannaeyjum, spenna vöðva á mynd sem tekin var um miðjan fjórða áratuginn.
NÝTT fyrirtæki Icelyft ehf., hefur
fjárfest í stærsta hjólakrana lands-
ins. Hann er af gerðinni Lima 4700
og er lyftigeta hans allt að 300
tonn. Kraninn er í mjög góðu
ástandi og vel búinn, segir í frétta-
tilkynningu, en kraninn er nú á
Reyðarfirði.
Fyrirtækið hefur gert sam-
starfssamning við Samskip, Siglu,
um hífingar úr stórflutningaskip-
um á þeirra vegum. Kraninn verð-
ur einnig til þjónustu fyrir önnur
fyrirtæki sem þurfa á að halda
öruggum og faglegum hífingum.
Fyrirtækið er nú að hífa m.a. 70
tonna sementstanka fyrir norska
fyrirtækið Tau Mek.Verksted A/S.
Icelyft ehf., getur tekið að sér
heildarlausnir á hvers konar híf-
ingum því fyrirtækið hefur jafn-
framt aðgang að minni krönum,
segir í tilkynningunni.
Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir
Hjólakrani á höfninni í Reyðarfirði.
Getur
lyft 300
tonnum
ARNAR Hall-
dórsson efnafræð-
ingur ver dokt-
orsritgerð sína
„Lipase Sel-
ectivity in Lipid
Modification“
(Sérvirkni lípasa í
efnasmíðum á
fituefnum) á
morgun, laugardaginn 8. nóvember,
kl. 14, í Hátíðasal, Aðalbyggingu.
Í hnotskurn gekk rannsóknarverk-
efnið út á efnasmíðar á margvíslegum
fituefnum með háu hlutfalli ómega-3
fjölómettaðra fitusýra, þar sem bæði
hefðbundnum aðferðum lífrænna
efnasmíða og ensímum var beitt. Arn-
ar hefur haldið fjölmörg erindi um
niðurstöður rannsóknanna á alþjóð-
legum ráðstefnum og við erlenda há-
skóla og rannsóknarstofnanir.
Leiðbeinandi við doktorsverkefnið
er Guðmundur G. Haraldsson, pró-
fessor í efnafræði við Háskóla Ís-
lands. Andmælendur verða Patrick
Adlercreutz, prófessor frá Lund Uni-
versitet í Svíþjóð, og Frank D.
Gunstone, prófessor emeritus við St.
Andrews University í Skotlandi.
Doktorsvörn
í Háskóla Íslands
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi:
„Vegna umræðna í þætti Ríkis-
sjónvarpsins; Pressukvöld þann 5.
nóvember sl. er óhjákvæmilegt að
eftirfarandi komi fram:
1. Ég sóttist ekki eftir því að sitja
borgarstjórnarfund þann 4. sept-
ember sl. þar sem málefni Austur-
bæjarbíós voru rædd, heldur var
mér falið það á meirihlutafundi
daginn áður í stað Bjarkar Vil-
helmsdóttur, sem taldi sig vanhæfa
vegna tengsla við rekstraraðila
hússins.
2. Samkvæmt samkomulagi við
oddvita vinstri grænna í borgar-
stjórn, Árna Þór Sigurðsson, var
ákveðið að ég talaði fyrir málinu á
borgarstjórnarfundinum daginn
eftir og sendi ég honum eintak af
ræðunni um morguninn til umsagn-
ar.
Hann hafði engar athugasemdir
við ræðuna.
3. Þegar ég mætti á fundinn
mæltist formaður skipulags- og
byggingarnefndar Steinunn Valdís
Óskarsdóttir til þess að ég tæki
ekki til máls og gaf þær skýringar
að hún vildi ekki að ólík sjónarmið
borgarfulltrúa R-listans kæmu
fram í þessu máli á fundinum.
4. Nokkru síðar á fundinum átti
ég samtal við formann borgarráðs
Alfreð Þorsteinsson sem kvaðst
myndu bregðast harkalega við ef ég
tæki til máls og sagði í því sam-
bandi: „til hvers? það er ekki spurn-
ing hvort, heldur hvenær Austur-
bæjarbíó verður rifið, það er búið
að ákveða þetta“.
Þetta eru hinar sönnu staðreynd-
ir málsins og hef ég ekki meira um
málið að segja.“
Steinunn Birna Ragnarsdóttir.
Árétting