Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 16
ERLENT
16 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
#20 ÁGÆTIS BYRJUN ME‹
SIGURRÓS
ICELAND REVIEW
ÁSKRIFTARSÍMI 512-7517
askrift@icelandreview.com
HVERS VEGNA ÍSLAND?
40 ÁSTÆ‹UR
TÉKKAR eru slegnir óhug yfir fyr-
irbæri sem sérfræðingum á sviði sál-
fræði gengur illa að finna skýringu á:
það sem af er þessu ári hafa fimm
ungmenni fyrirfarið sér með því að
kveikja í sér á almannafæri. Fjöl-
miðlar hafa auk þess skýrt frá 11
íkveikjutilraunum sem ekki ollu
dauða þess sem greip til þessa ör-
væntingarráðs.
Hugsanlegt er að atburðir fyrir
nokkrum áratugum geti átt þátt í
þessu fári. Margir landsmenn and-
mæltu með ýmsum hætti innrás Sov-
étmanna í Tékkóslóvakíu, sam-
bandsríki Tékka og Slóvaka, árið
1968 en mesta athygli vakti er ungur
námsmaður, Jan Palach, brenndi sig
til bana á Vaclavtorginu í höfuðborg-
inni Prag árið 1969. Annar náms-
maður, Jan Zajic, fetaði í fótspor hans
mánuði síðar. Markmið beggja var
augljóst, þeir vildu sýna reiði sína í
garð innrásaraflanna og vekja al-
menning til vitundar um ástandið í
landinu. En þeir sem nú kveikja í sér
virðast fremur eiga við persónuleg
vandamál að stríða. Oft eru þeir ungir
og atvinnulausir en sumir hafa lent í
ástarsorg.
„Þetta er alls ekki dæmigerð hegð-
un í okkar landi. Þetta minnir meira á
hefðir í Indlandi,“ segir dr. Jaroslava
Moserova, tékkneskur öldungadeild-
arþingmaður og sérfræðingur í með-
ferð brunasára. Hún var meðal
læknanna sem reyndu á sínum tíma
að bjarga lífi Palachs. Moserova segir
alla hafa dáð Palach og Zajic og allir
skilið hvað fyrir þeim vakti.
Sjálfsvíg af þessu tagi voru sjald-
gæf næstu áratugina en skyndilega
varð breyting á sl. vor. Táningur að
nafni Zdenek Adamec hellti í mars yf-
ir sig bensíni og tendraði eldspýtu á
Vaclavtorgi, rétt hjá staðnum þar
sem Palach fyrirfór sér. Vegfarendur
í grennd við hann reyndu að bjarga
Adamec en hann lést um 40 mínútum
síðar í sjúkrabíl. Hann skildi eftir sig
bréf þar sem hann sagði að lítið hefði
breyst síðan veldi kommúnista
hrundi í flauelsbyltingunni svonefndu
árið 1989. Lýðræðið sem þá hefði
komist á væri ekki annað en „stjórn
embættismanna, peninganna og kúg-
unar almennings“. Adamec sagðist
ekki geta lifað lengur í heimi ofbeldis,
mengunar og sinnuleysis.
Vaclav Klaus forseti sendi nýlega
frá sér opið bréf til þjóðarinnar þar
sem hann hvatti landsmenn til að
reyna að koma í veg fyrir fleiri harm-
leiki af þessu tagi. Sálfræðingurinn
Karel Humhal, sem hefur rannsakað
þessi mál, segir rangt að líkja þeim
við það sem gerðist í tíð kommúnista.
„Á sinn hátt var aðgerð Palachs við-
eigandi á þeim tímum … Engin hinna
málanna eru sambærileg. Hinir eru
ekki að tjá nokkurn skapaðan hlut.“
Líkur á eftiröpun
Lögreglumenn segja að hugs-
anlega sé um að ræða að ungt fólk
ákveði að líkja eftir þeim sem þegar
hafa gripið til þessa ráðs, um eftir-
öpun sé að ræða. Fimm dögum eftir
sjálfsvíg Adamec slasaðist 21 árs
gamall maður, sem átti við geðrænan
sjúkdóm að stríða, hann hafði reynt
að kveikja í sér. Faðir mannsins sagði
að sonurinn hefði lesið frásögn af
dauða Adamec í dagblaði og taldi
hann að þá hefði hann ef til vill fengið
hugmyndina.
Sérfræðingarnir Humhal og Mos-
erova segjast ekki útiloka að dauði
Palachs geti nú, kynslóð síðar, fengið
fólk til að gera slíkt hið sama. „Þetta
vakti geysimikla athygli,“ segir
Moserova. „Fólk sem eygir enga
lausn á vanda sínum … grípur til
þessa ráðs vegna þess að það er svo
dramatískt og vekur svo mikla at-
hygli.“
Óhugur vegna sjálfsvíga í Tékklandi
Ungt fólk í vanda kveikir í sér á
fjölförnum stöðum og talið að dauði
Palachs 1969 geti verið fyrirmynd
AP
Ungur Tékki í borginni Plzen syrgir 21 árs gamlan stúdent, Roman Masl,
sem fyrirfór sér í apríl síðastliðnum með því að kveikja í sjálfum sér.
Prag. AP.
Sagði Pútín að rússneskir auðjöfrar sem hefðu efnast á
einkavæðingu ríkisfyrirtækja verðu nú „hundruðum
milljóna dollara“ til að tryggja stöðu sína, þ.á m. með
því að kaupa þjónustu hæfustu lögfræðinga og hvetja
fjölmiðla til að beina spjótum að yfirvöldum vegna
Yukos-málsins.
Á fréttamannafundinum hundskammaði Pútín blaða-
mann franska dagblaðsins Le Monde fyrir að spyrja um
mannréttindamál í tengslum við handtöku forstjóra
Yukos. Sakaði Pútín blaðamanninn um að hafa þegið
greiðslu fyrir að spyrja um málið.
SILVIO Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, sagðist í
gær ætla að rukka Vladimír Pútín Rússlandsforseta um
eina evru fyrir „óumbeðna lögfræðiaðstoð“ á frétta-
mannafundi í Róm. Fyrr um daginn hafði Pútín fundað
með forystusveit Evrópusambandsins, og var m.a. sam-
þykkt að Rússar gætu gengið í alþjóðlegu viðskipta-
stofnunina, WTO, í lok næsta árs.
Þá kom fram í máli Pútíns á fréttamannafundinum
að hann myndi ekki láta undan „kúgunartilraunum“
vegna handtöku forstjóra rússneska olíufélagsins Yuk-
os og hét því að koma skikk á viðskiptalífið í Rússlandi.
Veitti Pútín „lögfræðiaðstoð“
AP
AUKNAR líkur eru á því að rúss-
nesk yfirvöld láti næst til skarar
skríða gegn Roman Abramovítsj,
eiganda enska
knattspyrnu-
félagsins
Chelsea, eftir
að hafa hand-
tekið og ákært
rússneska auð-
kýfinginn
Míkhaíl Khod-
orkovskí, að
sögn breska
dagblaðsins The
Daily Telegraph í gær.
Blaðið segir að rússneskir sak-
sóknarar hafi fengið formlega
beiðni um að rannsaka kaup
Abramovítsj á olíufélaginu Sibneft.
Beiðnin hafi komið frá þingmann-
inum Vladímír Júdín sem er í nán-
um tengslum við ráðamennina í
Kreml. Það var Júdín sem óskaði
eftir því að mál Khodorkovskís
yrði rannsakað og sú beiðni varð
til þess að auðjöfurinn var ákærð-
ur fyrir stórfelld skatt- og fjársvik.
Margir telja að Júdín hafi lagt
rannsóknarbeiðnirnar fram að
undirlagi klíku embættismanna í
Kreml, svokallaðra sílóvíka, eða
„valdamanna“. Flestir þeirra
störfuðu áður fyrir leyniþjón-
ustuna KGB í Sankti Pétursborg
eins og Vladímír Pútín Rússlands-
forseti.
Abramovítsj keypti 80% hlut í
Sibneft á andvirði 10,2 milljarða
króna þegar félagið var einkavætt
fyrir átta árum. Markaðsvirði
Sibneft er nú sextugfalt söluverðið
við einkavæðinguna.
Samkvæmt rússneskum lögum
þurfa saksóknararnir nú að ákveða
innan þriggja mánaða hvort
ástæða sé til að rannsaka kaupin.
Verði Abramovítsj ákærður þykir
líklegt að hann sæki um hæli sem
pólitískur flóttamaður í Bretlandi
eins og annar rússneskur auðmað-
ur, Borís Berezovskí, sem yfirvöld
í Rússlandi hafa ákært fyrir fjár-
svik. Berezovskí fékk hæli í Bret-
landi fyrr á árinu og breskur dóm-
ari hafnaði beiðni rússneskra
yfirvalda um að hann yrði fram-
seldur.
Vilja rannsókn á
máli Abramovítsj
Roman
Abramovítsj
MICHAEL Howard er nýr leiðtogi
breska Íhaldsflokksins þar sem
enginn bauð sig fram gegn honum.
Frestur til framboðs rann út á
miðvikudagskvöld og skýrði sir
Michael Spicer, formaður þing-
mannanefndar sem skipuleggur
leiðtogakjör, frá því að Howard
væri því sjálfkjörinn. Einn þing-
manna hrópaði „Húrra“, aðrir létu
í ljós ánægju sína með því að berja
í borðið, að gömlum sið.
„Við erum hér til að sigra vegna
þess að ef við sigrum ekki getum
við ekki hrint í framkvæmd þeim
stefnumálum sem við trúum að séu
hagstæð þjóðinni,“ sagði Howard í
gær. Hann sagði að Verkamanna-
flokkur Tony Blairs forsætisráð-
herra ætti nú í vök að verjast og
hefði glatað trausti kjósenda en
sigur í næstu kosningum væri þó
alls ekki í höfn. „Þetta verður erf-
itt og á brattann að sækja,“ sagði
hann og sagði að menn yrðu að
sýna þolgæði, leggja sig alla fram
og standa saman.
Tortrygginn
á ESB-samstarf
Howard er 62 ára gamall, hann
er sonur gyðings sem flýði til Bret-
lands frá Rúmeníu og hefur How-
ard minnt á að hann sé því afkom-
andi innflytjenda. Hann gegndi á
sínum tíma valdamiklum ráðherra-
embættum í stjórnartíð Johns Maj-
ors sem hrósaði honum ákaft í gær
og sagði hann réttan mann á rétt-
um stað. En talsmenn Verka-
mannaflokksins rifjuðu upp ýmsar
umdeildar ákvarðanir Howards
sem ekki hefur notið vinsælda hjá
almenningi. Charles Kennedy, leið-
togi Frjálslyndra demókrata, sagð-
ist ekki telja að kjör Howards
myndi „skipta
sköpum fyrir
Íhaldsflokkinn
eða bresk
stjórnmál“.
Howard hef-
ur lengi verið
talinn tilheyra
hægriarmi
flokksins.
Hann er afar
tortrygginn
gagnvart Evrópusambandinu,
ESB, og evrunni, málefni sem hafa
í mörg ár valdið áköfum, innbyrðis
deilum í Íhaldsflokknum. Hefur
Howard barist fyrir því að efnt
verði til þjóðaratkvæðagreiðslu í
Bretlandi um væntanlega stjórn-
arskrá ESB. En er hann bauð sig
fram á dögunum lagði hann hins
vegar áherslu á að hann vildi sætta
sjónarmiðin, sagðist ætla að
stjórna frá miðju.
Miklar vangaveltur eru um að
hann muni ef til vill skipa miðju-
menn og ESB-sinna á borð við
Kenneth Clarke og Michael Port-
illo í áhrifamikil embætti í skugga-
ráðuneyti sínu. Hugsanlegt er að
nýi leiðtoginn tilnefni menn í
skuggaráðuneytið í dag, föstudag
en líklegra að hann bíði fram yfir
helgina.
Að sögn fréttavefjar BBC
hyggst Howard sjá til þess að al-
mennir flokksmenn geti með ein-
hverjum hætti staðfest kjörið þótt
ekki komi til atkvæðagreiðslu með-
al þeirra en ekki er ljóst hvernig
það verður gert.
Þótt margir íhaldsmenn hafi
andað léttar yfir því að ekki skyldi
koma til harkalegra átaka um emb-
ættið gefur ný skoðanakönnun
dagblaðsins Independent, sem
gerð var í vikunni, til kynna að
flokkurinn sé jafnvel enn ólíklegri
til að sigra undir forystu Howards
en fráfarandi leiðtoga, Iains Dunc-
ans Smiths. Verkamannaflokkur-
inn fær þar 38% stuðning en
Íhaldsflokkurinn 32%. Munurinn á
flokkunum tveim hefur vaxið um
3% eftir að Duncan Smith var
felldur.
Howard boðar harðan slag
Var valinn leiðtogi breska Íhalds-
flokksins í gær án mótframboðs
Michael Howard
London. AFP.
Fréttasíminn
904 1100