Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 18
ERLENT 18 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. S. 588 4477 Vorum að fá í sölu góða 3ja herb. íbúð í nýlegu húsi á frábærum stað á Gröndunum. Þvottahús á hæð. 25 fm suðursvalir. Nánari upplýsingar veitir Bárður Tryggvason, sölustjóri, í gsm 896 5221 eða á skrifstofu Valhallar, sími 588 4477. Vesturbær - laus SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Aurora kom til heimahafnar í Southampton í Bretlandi í gær en það hefur verið mikið í frétt- um vegna smitandi meltingar- færasjúkdóms sem herjað hef- ur um borð. Sautján daga skemmtiferð um Miðjarðarhaf- ið breyttist í martröð uppkasta og niðurgangs er 500 af alls 1.800 farþegum fengu sýkina, tveir þeirra létust úr hjarta- áfalli í tengslum við hana. Einn farþeganna var enn veikur í gær en margir þeirra íhuga nú málssókn gegn útgerð skipsins. Með í Galileo- áætlun KÍNVERJAR og Indverjar hafa skrifað undir samninga við Evrópusambandið (ESB) um að taka þátt í fjármögnun Gali- leo-gervihnattastaðsetningar- kerfisins, sem Evrópumenn eru að vinna að. Kínverjar hafa heitið sem svarar um 200 millj- ónum evra (hátt í 18 milljarða kr.) til verkefnisins og Indverj- ar 300 milljónum evra (hátt í 27 milljarða króna). Stefnt er að því að kerfið, með alls 30 gervi- hnetti á sporbaug um jörðu, verði komið í gagnið árið 2008 og veiti GPS-kerfinu banda- ríska samkeppni – og standi sig reyndar betur en það enda mun nákvæmara. Skutu Pól- verja í Írak ANDSTÆÐINGAR hernáms- liðsins í Írak skutu pólskan liðs- foringja til bana í gær skammt suður af Bagdad. Hann er fyrsti liðsmaðurinn í fjölþjóð- legri herdeild, sem sett var á laggirnar til að létta álagið á bandaríska hernámsliðinu, sem fellur fyrir óvinaskoti í Írak. Pólverjinn var skotinn í háls- inn þar sem hann var á leið frá einni herstöð til annarrar. Áður en ríkisstjórnarfundur hófst í Varsjá í gær boðaði Aleksander Kwasniewski, forseti Póllands, til mínútuþagnar í heiðursskyni við hinn látna eftir að fregnir bárust um dauðsfallið. Sendi- herra Breta í Írak varaði við erfiðum vetri en árásir á her- námsliðið hafa færst í vöxt sums staðar í landinu. Njósnaði fyrir stjórn hvítra KOMIÐ hefur í ljós við réttar- höld í Suður-Afríku, að einn njósnara aðskilnaðarstjórnar hvítra manna í landinu fékk ríf- lega styrki frá Norðurlöndun- um og einkanlega Noregi. Mannréttindalögfræðingur- inn Vanessa Breretons gat sér mikið orð fyrir að verja and- stæðinga aðskilnaðarstjórnar- innar en í raun var hún njósnari á vegum stjórnarliða og sveik þar með skjólstæðinga sína. Kom þetta fram í Aftenposten nýverið. Norsk stjórnvöld studdu vel við samtök í London, Defense and Aid Fund, sem áttu mikinn þátt í að skipuleggja andstöð- una við aðskilnaðarstjórnina, en þau studdu síðan aftur Breretons. STUTT Aurora í heima- höfn ÖRFÁUM dögum áður en Bandaríkjamenn réðust á Írak í mars sl. reyndu stjórnvöld í Bagdad að ná sambandi við ráðamenn í Washington eftir króka- leiðum í því skyni að reyna að afstýra yfirvofandi stríði. Bandaríkjamenn fylgdu þessum umleitun- um ekki eftir. Þessu er haldið fram í The New York Times í gær og ABC-sjónvarpsfréttastöðin flutti þessar fregnir einnig á miðvikudagskvöld. Tals- menn varnarmálaráðuneytisins bandaríska höfn- uðu hins vegar í gær þeirri hugmynd að þreifingar Íraka hefðu getað afstýrt stríði. Milligöngumaður í þreifingum íraskra stjórn- valda var líbanskur verslunarmaður, Imad Hage, en hann bjó lengi í Bandaríkjunum. Hann sagði ABC að skömmu eftir að Colin Powell, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, flutti ræðu í öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna í febrúar, þar sem færð voru rök fyrir nauðsyn aðgerða gegn Írak, hefðu útsendarar Íraka komið á skrifstofu hans í Beirút í Líbanon. Viku seinna var Hage beðinn um að koma á fund í Bagdad og hitti hann þar Tahir Habbush hershöfðingja, yfirmann írösku leyniþjónustunn- ar. Segir Hage að Habbush hafi lagt áherslu á að Írakar ættu ekki lengur gereyðingarvopn og að þeir væru tilbúnir að leyfa að bandarískir vopna- sérfræðingar leituðu af sér allan grun í landinu. Þá bauð Habbush einnig að haldnar yrðu frjáls- ar kosningar í Írak, sem Sameinuðu þjóðirnar hefði eftirlit með, bauð ívilnandi olíuviðskipti fyrir bandarísk olíufyrirtæki og loks voru Írakar reiðu- búnir til að framselja Abdul Rahman Yassin, hátt- settan al-Qaeda-liða sem kom að tilraunum til að sprengja World Trade Center upp árið 1993. Gáfu Írakar til kynna í þessum óbeinu samskipt- um sínum við Bandaríkjamenn að Saddam Huss- ein, forseti Íraks, hefði sjálfur lagt blessun sína yf- ir þessar tilraunir til að afstýra stríði. Perle til fundar við Hage Hage hafði fyrst samband við kunningja sinn, Mike Maloof, embættismann á skrifstofu Douglas Feith, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, í febrúar. Bar hann honum skilaboðin frá Írökum. Ekki er fullkomlega ljóst hvort bandarískir ráðamenn töldu að hugur fylgdi hér máli og hvort eitthvað væri að marka skilaboðin. Þreifingarnar vöktu þó nógu mikinn áhuga þeirra til þess að Richard N. Perle, einn af nánustu ráðgjöfum Don- alds Rumsfelds varnarmálaráðherra, var sendur út af örkinni til að hitta Imad Hage að máli. Áttu þeir fund í London snemma í mars – en árásin á Írak hófst aðfaranótt 20. mars. Hage flutti Perle skilaboðin frá íröskum stjórn- völdum og greindi honum frá því að Írakar vildu ræða beint við Perle eða einhvern annan fulltrúa Bandaríkjastjórnar. Hefur The New York Times eftir Perle að hann hafi verið vantrúaður á að þess- ar umleitanir gætu borið árangur en hann lofaði þó Hage því að hann myndi ræða málið við embætt- ismenn í Washington. Perle segist hafa farið fram á heimild hjá banda- rísku leyniþjónustunni (CIA) til að eiga fund með Írökum en honum hafi verið sagt að þar á bæ vildu menn ekki fylgja málinu eftir. Var Perle gefið til kynna að CIA hefði þegar átt í einhverjum sam- skiptum við ráðamenn í Bagdad. Perle gerir nú lítið úr mikilvægi fundarins sem hann átti með Hage og segist eiga bágt með að trúa því að Saddam hefði reynt að ná sambandi með jafn flóknum hætti til að koma tilboði sínu á framfæri. „Þeir hefðu getað komið skilaboðum til okkar eftir svo mörgum leiðum,“ segir hann í New York Times. „Ríkisstjórnir margra landa voru að- ilar að endataflinu: Rússar, Frakkar, Sádí-Arab- ar.“ Írakar eru sagðir hafa reynt að afstýra stríði á síðustu stundu Saddam bauð Bandaríkja- mönnum ýmsa eftirgjöf Reuters Íraskur drengur með brúðu í líki Saddams Husseins í herklæðum en brúðuna keypti hann í Bagdad. Washington. AFP, AP. HÚSIN og kirkjan hafa grotnað nið- ur. Dauðaþögn ríkir á þröngum göt- unum. Allir eru farnir. „Aghios Pavl- os hefur algerlega lagst í eyði og byggingarnar hafa hrunið,“ sagði Eftyhis Sfakianakis, sem var forseti sveitarstjórnar Aghios Pavlos og fleiri þorpa á grísku eyjunni Krít suð- vestanverðri. Samkvæmt manntali árið 2001 voru tveir menn til heimilis í Aghios Pavlos en þeir eru nú látnir. Nálægt þorp, Voutas, kann einnig að leggjast í eyði þegar fram líða stundir. Íbúar þess eru um 60, þar af aðeins fimm börn. Aksturinn í næsta skóla tekur tuttugu mínútur og allar rútuferðir hafa lagst niður. Þorp að hverfa í V-Evrópu og Bandaríkjunum Í þessum hluta Krítar voru háðir sögulegir bardagar við hersveitir nas- ista í síðari heimsstyrjöldinni en íbú- unum fer nú sífækkandi vegna lands- byggðarflótta sem sumir lýsa sem „faraldri“. Miklir búferlaflutningar úr strjálbýlinu í borgirnar einskorð- ast þó ekki við Krít eða Grikkland. Samkvæmt skýrslu Alþjóðabank- ans bjuggu um 60% íbúa Grikklands – eða 6,3 milljónir – á þéttbýlum svæðum árið 1999 og þeim hafði fjölg- að um 2% frá 1980. Þetta hlutfall er þó miklu lægra en í flestum Evr- ópuríkjum. Í Hollandi bjuggu 89% íbúanna í þéttbýli 1999, í Þýskalandi 87% og Danmörku 85%. „Fækkun íbúa í strjálbýlinu er orð- in alvarlegt vandamál í öllum löndum Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum,“ sagði Richard Taub, prófessor í fé- lagsfræði við Chicago-háskóla. Hann bætti við að lítil byggðarlög væru einnig að hverfa í Bandaríkjunum. Snýst um atvinnutækifæri og þjónustu Taub segir að þetta mál snúist einkum um atvinnutækifæri. Störfin séu í borgunum og nálægum bæjum og fólk vilji frekar vinna á skrifstofu en við landbúnað. Auk þess hafa íbúar þorpanna ekki aðgang að góðri heilsugæsluþjónustu. Í strjálbýlinu er yfirleitt aðeins einn læknir á svæði sem nær yfir nokkur þorp og nokkrar sveitir en stóru sjúkrahúsin eru í borgunum. Bandaríska mannfjöldarann- sóknastofnunin Population Refer- ence Bureau segir að árið 1900 hafi aðeins 14% íbúa heimsins búið á þétt- býlum svæðum, en þetta hlutfall hækkaði í 30% árið 1950 og í 47% árið 2000. Um 2,8 milljarðar manna bjuggu þá í þéttbýli. Þorpunum í Grikklandi stafar þó ekki aðeins hætta af búferlaflutn- ingum í borgirnar. Hækkandi hlutfall aldraðra vegna lágrar fæðingartíðni og langlífis hefur einnig torveldað til- raunirnar til að bjarga þorpunum. Samkvæmt manntalinu 2001 hafði hlutfall aldraðra stóraukist og fæð- ingartíðnin ekki verið jafnlág í tutt- ugu ár. Árið áður voru dauðsföllin orðin fleiri en fæðingarnar. Árið 2001 hafði íbúum Grikklands fjölgað um 6,9% frá 1991, í tæpar 11 milljónir, en ástæðan var sú að um milljón innflytjenda kom til landsins. Nýjustu tölur frá Evrópusambandinu og grískum stofnunum sýna að af öll- um ESB-löndunum er fæðingartíðnin lægst í Grikklandi og þar er jafn- framt hlutfall aldraðra hæst. Eurostat, tölfræðistofnun ESB, segir að 12,3% íbúa Grikklands séu á aldrinum 65–79 ára, en í ESB- löndunum er þetta hlutfall 11,7% að meðaltali. Hlutfall Grikkja undir fjór- tán ára aldri hefur hins vegað lækkað stöðugt frá því um miðjan sjötta ára- tuginn. Hvorki meira né minna en 70% barnanna, sem fæðast í Grikk- landi, eru börn innflytjenda. Íbúum heimsins fjölgar nú um 83 milljónir á ári en í öllum iðnríkjunum fjölgar íbúunum aðeins um eina millj- ón, þegar innflytjendur eru und- anskildir. Eftyhis Sfakianakis sagði að hátt hlutfall aldraðra kæmi einkum niður á strjálbýlu svæðunum. „Framtíð strjálbýlisins í Grikklandi er mjög dökk vegna þess að flestir íbúanna þar eru aldraðir og þeir deyja áður en langt um líður.“ Grísk þorp í andarslitrunum Aghios Pavlos. AP. AP Húsin í Aghios Pavlos á grísku eyjunni Krít hafa grotnað niður. ’ Fækkun íbúa ístrjálbýlinu er orðin alvarlegt vandamál í öllum löndum Vest- ur-Evrópu og Bandaríkjunum. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.