Morgunblaðið - 07.11.2003, Qupperneq 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Mínstund skapti@mbl.is
Eimskip kaupir SAS | Eimskip ehf.
hefur fest kaup á öllum hlutabréfum í
Skipaafgreiðslu Suðurnesja ehf. Mark-
miðið með kaupunum er
að því er fram kemur í
fréttatilkynningu að
styrkja markaðsstöðu
Eimskips á Suðurnesjum
og auka hagræðingu í
rekstri landflutninganetsins með sam-
nýtingu tækja og bættu skipulagi akst-
urs. Kaupin miðast við næstu áramót.
Jón Norðfjörð, sem verið hefur aðaleig-
andi fyrirtækisins og framkvæmdastjóri,
stýrir því áfram.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Skaftfell | Garðar Eymundsson sýnir um
þessar mundir í Skaftfelli, menningar-
miðstöð Seyðisfjarðar. Á sýningunni eru
skissur, olíu- og past-
elmyndir unnar á síðsta
áratug eða rúmlega það.
Garðar fæddist árið 1926 í
Baldurshaga á Seyðisfirði.
Hann byrjaði ungur að
mála og lærði hjá Karli
Kvaran. Hann hefur verið
mikilvirkur í lista- og menningarlífi Seyð-
isfjarðar í áratugi. M.a. sýnt víða, verið
sýningarstjóri, skipuleggjandi og þátttak-
andi í að gera listahátíðina, Á seyði, að veg-
legri listahátíð ár hvert. Garðar og kona
hans, Karólína Þorsteinsdóttir, gáfu hús
sitt Skaftfell til eflingar lista- og menning-
arlífs á Seyðisfirði og hefur síðan verið þar
fjölbreytileg menningaruppspretta, inn-
lend og alþjóðleg í senn.
Óhapp | Starfsmaður Ístaks í Fá-
skrúðsfjarðargöngum varð fyrir því óhappi
fyrr í vikunni að missa framan af fingri.
Óhappið varð í suðurenda ganganna þar
sem maðurinn vann við steypudælu. Hann
var fluttur á heilsugæsluna á Eskifirði og
þaðan til frekari aðhlynningar á sjúkra-
húsið í Neskaupstað. Enginn læknir er nú
við störf á Fáskrúðsfirði og þarf því að leita
annað eftir læknishjálp ef slys ber að hönd-
um.
Búðardal | Dalamenn eiga
því láni að fagna að Hér-
aðsbókasafnið býður
ókeypis útlán. Þarna getur
fólk nálgast flestallar nýj-
ustu bækurnar hverju
sinni, ásamt þeim eldri, og
telst þetta safn mjög gott
að mælikvarða lítilla
safna. Keyptar hafa verið
tölvur á safnið og gefst
gestum einnig kostur á að
nota þær. Verið að koma á
deild innan safnsins sem
er tileinkuð Sturlu Þórð-
arsyni og er margar merk-
ar og mjög gamlar bækur
þar að finna. Í jólamán-
uðinum mun Björn Stefán
Guðmundsson kennari
lesa upp úr nýjum bókum
á bókasafninu. Á myndinni
er Guðborg Tryggvadóttir
bókavörður.
Morgunblaðið/Helga H. Ágústsdóttir
Ókeypis útlán í Dölunum
Akureyri | Þorsteinn EA, fjöl-
veiðiskip Samherja, kom til
Akureyrar í gærmorgun og
var skipinu siglt beint í flot-
kvína hjá Slippstöðinni, þar
sem unnið verður að viðgerð
skipsins næstu daga. Þorsteinn
EA sigldi fyrir eigin vélarafli
frá Neskaupstað en þangað
var skipið dregið sl. föstudags-
kvöld, eftir að mikill leki kom
að því á miðunum fyrir austan
land. Sjór lak í vélarrúmið og
þegar ljóst var að dælur skips-
ins höfðu ekki undan, var leit-
að eftir aðstoð úr landi. Það
var svo Vilhelm Þorsteinsson
EA sem dró skipið til hafnar.
Kristján Vilhelmsson út-
gerðarstjóri Samherja sagði að
nokkurt tjón hefði orðið í vél-
arrúminu. Eftir er að meta
tjónið að fullu en ljóst er að
það hleypur á einhverjum
milljónum króna, að sögn
Kristjáns. Aðalrafall skipsins
var tekinn í land í Neskaup-
stað á mánudag og er unnið að
viðgerð á honum. Einnig
skemmdust litlir rafmótorar í
vélarrúminu og þá er hafin
vinna við að lagfæra rörið sem
tærðist í sundur og olli lek-
anum. Kristján sagðist gera
sér vonir um að viðgerð ljúki
um miðja næstu viku.
Morgunblaðið/Kristján
Í viðgerð næstu daga: Þorsteinn EA, fjölveiðiskip Samherja, rennur inn í flotkvína á Akureyri í gær.
Þorsteinn EA í viðgerð í Slippnum
Útgerð
Reykjavík | Strætó bs., ÍTR og Fræðslu-
miðstöð Reykjavíkur auglýstu á dögunum
eftir tilboðum í vélbúnað fyrir rafrænt
miðakerfi sem hægt er að nota í strætis-
vagna, sund og skólamötuneyti. Þarna er
um að ræða innleiðingu svonefndra
„smartkorta“ sem geta gert alla umsýslu
gjaldtöku sveigjanlegri og einfaldari fyrir
viðskiptavini fyrirtækja og stofnana borg-
arinnar. Ásgeir Eiríksson, framkvæmda-
stjóri Strætó bs., segir kerfið hafa verið í
undirbúningi hjá Strætó bs. „en í vinnuferl-
inu gengum við í samstarf við Reykjavík-
urborg um þetta verkefni,“ segir Ásgeir,
sem heldur utan um verkefnið fyrir hönd
Strætós. „Í fyrsta áfanga taka tvær stofn-
anir borgarinnar utan okkar þátt, ÍTR og
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Meiningin
er að setja á laggirnar kerfi sem gerir kort-
höfum kleift að greiða fyrir þjónustu þess-
ara þriggja fyrirtækja, en kerfið byggir á
svokölluðum snertilausum smartkortum.“
Munurinn á Smartkorti og hefðbundnu
debet- eða kreditkorti er sá að upplýsing-
arnar um inneignina eru á kortinu sjálfu. Í
kortinu er örflaga sem heldur utan um inn-
eignina en einstaklingurinn kaupir þá
þjónustu sem hann vill hverju sinni, hvort
sem um er að ræða strætóferðir, sundað-
gang eða mat í skólamötuneytum. „Síðan
verður líka inni á þessu korti svokölluð raf-
eyrisbudda, sem þýðir að menn geta valið
hvernig þeir greiða fyrir þjónustuna.
Þannig getur fólk borgað fyrir einstakar
ferðir með rafeyri en um leið notast við af-
sláttarmöguleika eins og mánaðarkort inni
í smartkortinu.“
Hér er um að ræða fyrsta áfanga verk-
efnis sem verður að öllum líkindum stærra.
„Kerfið gerir okkur mögulegt að nota það í
hina ýmsu opinberu þjónustu, við sjáum
fyrir okkur bókasafnskort, greiðslu fyrir
stöðumæla og inn á söfn borgarinnar og
ýmislegt fleira. Verkefnisstjórn þessa
verkefnis mun kynna fyrirkomulagið fyrir
nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur sem
eru á þjónustusvæði Strætós bs. Með út-
breiðslu kortsins sem gjaldmiðils í strætó
opnast fyrir fjölmarga möguleika hjá öllum
sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu
til að nýta þetta sem greiðslumiðil, til dæm-
is á sundstöðum þar.“
Borgar fyrir
strætó, sund
og skólamat
Smartkort
í undirbúningi
Áfengis- og vímu-varnanefnd Ak-ureyrarbæjar
hefur samþykkt að veita
200.000 króna styrk til
að móta sjálfstyrking-
arnámskeið fyrir stúlkur
á aldrinum 13–15 ára á
Akureyri. Á fundi nefnd-
arinnar nýlega var sagt
frá sjálfsmyndarverk-
efninu „Betri sjálfsmynd
– betri líðan“ og hugs-
anlega samvinnu við
Foreldrahús um sjálf-
styrkingarnámskeið fyr-
ir áðurnefndan ald-
urshóp stúlkna í bænum.
Þá hefur Áfengis- og
vímuvarnanefnd falið
starfsmanni sínum að
hefja undirbúning að
stofnun forvarnateymis,
í framhaldi fundar með
stjórnendum félagssviðs
þar sem rætt var um for-
varnir og forvarnastefnu
fyrir Akureyri. Stefnt
skal að fyrsta fundi í
upphafi næsta árs.
Sjálfsmynd
Ólafur Kjartan Sig-urðarson vargestasöngvari
karlakórsins Hreims úr
Suður-Þingeyjasýslu.
Hann var spurður um við-
urnefni, úr því afi hans
væri Jón bassi og pabbi
hans Diddi fiðla. Þá sagði
hann að Kristinn Sig-
mundsson hefði séð þá
feðga standa hlið við hlið
og kallað Ólaf lágfiðlu. Á
tónleikunum var hann
þrisvar sóttur á svið. Frið-
rik Steingrímsson orti:
Er í taumi æði þungur,
ekki á nokkru meira ber,
þessi litli lágfiðlungur
lætur ganga eftir sér.
Hagyrðingar leita
stundum uppi stuðlaðar
fyrirsagnir í blöðum og
prjóna í kringum þær.
Óttar Einarsson fann sig
knúinn til prjónaskapar
um menntamálaráðherra
þegar hann rakst á fyr-
irsögn í Morgunblaðinu:
„Stytting náms til stúd-
entsprófs.“
Olrich gætir ekki hófs,
er að bregðast vonum.
„Stytting náms til stúd-
entsprófs“
stendur nú í honum.
Fiðla og lágfiðla
pebl@mbl.is
*NÝTT Á SKRÁ* Sérlega glæsileg
130,2 fm efri sérhæð ásamt 30,6
fm bílskúr, með glæsilegu útsýni
við Brekkuhjalla í Kópavogi. 3 góð
svefnherbergi, stór stofa, borð-
stofa og glæsilegt eldhús, baðher-
bergi er flísalagt í hólf og gólf m.
sturtu og baðkari. Gegnheilt mer-
bau-parket er á íbúðinni og inn-
felld halogen-ljós í loftum. Glæsilegt útsýni er úr íbúðinni til suðvesturs
yfir Kópavoginn. Verð kr. 24,4 millj.
Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali
Brekkuhjalli - Sérhæð m. bílskúr - KÓP.
*NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá
112,4 fm parhús á einni hæð
ásamt 28 fm bílskúr innst í botn-
langa í gróinni götu í Mosfellsbæ.
Íbúðin skiptist í 2 góð svefnher-
bergi, vinnuherbergi, flísalagt bað-
herbergi m. baðkari og sturtu, eld-
hús m. góðum borðkrók og stóra og bjarta stofu/sólstofu. Rúmgóður
bílskúr og hellulagt bílaplan m. snjóbræðslu. Verð kr. 19,0 millj.
Grenibyggð - Parhús m. bílskúr - MOS.