Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                                 !"  #$  % %  & ' % "( ) *   '  " $  ($ ++ ,#' -                     !    " # $% ! &'!'   .)$#  #$  % / $$ /,#'0 "-       &  !   (   1 (%' /#" % 2 "  #$  (         ) *+,,-(    1 (%' /#" % #+$"  #$  (     !"  .#  '  %%  #  () !    *& +  & ,-.//  ,0.// ,%  /  # # 011 2344  % . # $* 111&&                                     2      Suðurhlíðum | Landvernd og Skógræktarfélag Íslands leita nú að samstarfsaðilum til að taka þátt í samstarfi um það sem kalla mætti „Grænt hús“. Í græna húsinu ættu heimili þau samtök sem vinna að landgræðslu og skógrækt, um- hverfis- og náttúruvernd og verndun menning- ararfsins. Húsnæðið sem um ræðir er í Vesturhlíð 7, þar sem fyrirtækið Flaga var til húsa, og gera að- ilar sér vonir um að veru- leg jákvæð samlegðar- áhrif náist með samnýtingu á fundarað- stöðu, eldhúsi og geymslum auk þess sem betri nýting næðist í al- mennum rekstri, til dæmis á ýmsum skrif- stofubúnaði og tækjum og í þekkingarmálum, meðal annars með sam- eiginlegum bókasöfnum og betra upplýsingaflæði. Þannig er hugmyndin að samstarfið gæti opnað fyrir fjölþætta möguleika til samstarfs um ýmis verkefni, til dæmis á sviði fræðslu. Nágrenni hússins, Öskjuhlíðin og nátt- úra hennar, er ennfremur álitið kjörið til ýmiss konar fræðslustarfs. Náttúruskóli í Öskjuhlíðinni Ennfremur hafa félögin leitað til fræðsluráðs Reykjavíkur og kynnt tillögu um náttúruskóla fyrir skólabörn í Reykjavík, sem rekinn yrði af félögunum með fjárhagsstuðningi borgarinnar í tengslum við Græna húsið. Þessi tillaga er nú til skoðunar hjá borgaryfirvöldum og verður tekin til umfjöllunar í fræðsluráði í nóvember. Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Land- verndar, segir Landvernd og Skógræktarfélag- ið hafa auglýst eftir samstarfsaðilum nýlega og að vel gangi að manna hópinn þrátt fyrir að enn vanti herslumuninn á að ná saman nógu mörg- um aðilum til að taka yfir leiguna á húsinu. „Þó trúi ég því að við náum saman góðum hópi aðila til að taka þátt í þessu með okkur. Það væri líka mikil nýjung ef það væri hægt að koma á svona húsi.“ Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skóg- ræktarfélags Íslands, segir væntingar um að hið fallega og áhuga- verða umhverfi í kring- um húsið og miðlæg stað- setning þess geti gert góða hluti fyrir umhverf- isstarf. „Hugmynda- fræðin á bak við þetta er að ná samtökum sem vinna á svipuðum nótum og Landvernd og Skóg- ræktarfélag Íslands saman til samstarfs. Þar erum við að reyna að mynda hóp sem vinnur að umhverfismálum í víðu samhengi. Þetta gæti orðið miðstöð fræðslu og hér gæti almenningur fundið, á einum stað, samtök sem eru að vinna að þessum málum. Við horfum líka fram á það að þessir aðilar geti myndað með sér einhvers konar samstarfsverk- efni, það er mjög líklegt að það geti þróast í það.“ Húsið í Vesturhlíð 7 er fjölnota hús, þar er bæði að finna sali, skrifstofur og verkstæði með stórum dyrum út. Tryggvi segir þetta bjóða upp á mikla möguleika í fjölbreyttu starfi umhverf- isgeirans. „Allir þessir aðilar eru með fræðslu- starf og ef þeir koma allir saman hér á sama stað verður það mun meira en fræðslustarf. Þetta verður fræðslumiðstöð í umhverfismálum á veg- um frjálsra félagasamtaka. Hér verður aðstaða fyrir ræktunarstörf Skógræktarfélagsins og annarra og svo væntum við að hugmyndir okkar um náttúruskóla verði að veruleika, þar sem kennarar og skólar fá öflugan stuðning við að sinna betur náttúru- og umhverfisfræðslu svo hún verði markvissari og betri. Hér eru svo margir möguleikar til þess, við höfum fjöruna og fuglalífið þar, síðan höfum við skóginn í Öskju- hlíðinni og fleira, þannig að það ættu að vera góðir möguleikar á að koma upp öflugu nátt- úrufræðslustarfi hérna með skólunum. Land- vernd hefur reyndar rekið slíkt starf í Alviðru og það hefur tekist vel, en það er svolítil fjar- lægð. Hér væri hægt að sækja skólann með strætó, hjólandi eða gangandi. Þótt hús sé bara steinn, þá er þetta hús í því umhverfi og þær aðstæður hér, að það getur orðið miðstöð grænna og góðra verka.“ Þeir Tryggvi og Brynjólfur hvetja alla aðila sem hafa áhuga á samstarfi í umhverfismálum á einum stað til að setja sig í samband við Land- vernd eða Skógræktarfélag Íslands. Landvernd og Skógræktarfélag Íslands viðra hugmyndir um „Grænt hús“ og náttúruskóla Samnýting og sam- starf gefa styrk Morgunblaðið/Þorkell Þeir Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar, og Brynjólfur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, vilja koma á fjölnota „Grænu húsi“ við Öskjuhlíð. Í salnum í enda hússins er gert ráð fyrir samkomu- og fræðslusal þar sem hægt er að halda fundi og námskeið um umhverf- ismál. Síðan er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir fjölda aðila víða um húsið. Húsið liggur í jaðri Öskjuhlíðar og stutt er niður í fjöru, því eru þar góð skilyrði fyrir hvers kyns fræðslustarf. Hafnarfirði | Lúðvík Geirsson, bæj- arstjóri Hafnarfjarðar, og Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri Eim- skips ehf., hafa undirritað leigusamn- inga um stækkun athafnasvæðis Eimskips við Hafnarfjarðarhöfn. Með undirritun lóðasamninganna styrkir Eimskip enn frekar starfsemi sína við höfnina, með því að bæta rými fyrir vöxt. Er nú heildarflötur athafnasvæðis Eimskips rúmir níutíu þúsund fermetrar og eykst plássið um rúma tuttugu og tvö þúsund fer- metra. Hið nýja athafnasvæði Eim- skips er í beinu framhaldi af svæðinu sem félagið hefur fyrir. Öskjuhlíð | Í sumar var athugað hver stofnstærð kanína er í Foss- vogskirkjugarði og Öskjuhlíðinni. Mikið hefur verið kvartað yfir kan- ínum, sérstaklega í kirkjugarð- inum, þar sem þær éta blóm og ann- an gróður sem settur er við leiðin. Í framvinduskýrslu, sem kynnt hefur verið umhverfis- og heil- brigðisnefnd Reykjavíkur, kemur fram að við rannsóknina sáust um 54 kanínur á þessu svæði á tímabili frá byrjun júni til fimmta ágúst í sumar. Nota á tvær aðferðir til að meta stofnstærðina út frá þessum athugunum. Ekki er enn búið að vinna það frekar en fram kemur að taldar kanínur gefa ákveðnar vís- bendingar um stofnstærð en sé lík- lega lágmarksfjöldi. Fjöldi kanína fór vaxandi fram eftir sumri í Öskjuhlíð og talið lík- legt að það hafi einnig gerst í Foss- vogskirkjugarði. Mestur áætlaður fjöldi á þessum svæðum hvoru fyrir sig var um 22 kanínur. Kanínur staðbundnar Í skýrslunni kemur fram að kan- ínurnar virtust frekar staðbundnar og héldu sig á tiltölulega afmörk- uðum svæðum á báðum stöðunum. Þó áttu sumar til að flakka á milli svæða. Sumir hlutar í Öskjuhlíðinni voru nánast kanínulausir. Ekki er hægt að fullyrða enn hvaða bú- svæði kanínur sóttu helst í en lík- lega hefur útbreiðsla grastegunda og annarra grænna jurta mest áhrif á valið samkvæmt skýrslunni. Munur var á fjölda kanína eftir tíma dags. Flestar þeirra voru á ferli milli klukkan sex og átta á morgnana en fæstar frá hádegi fram til klukkan fjögur síðdegis. Oftast voru þær einar á ferð en fyr- ir kom að fleiri væru saman. Enn á eftir að vinna úr atferlisgögnum rannsóknarinnar en vísbendingar eru um að kanínurnar sýni óðals- hegðun, eins og það er kallað, og myndi virðingarstiga. Greinilegur einstaklingsmunur hafi verið á árásargirni þeirra gagnvart öðrum kanínum. Talning endurtekin í desember Aftur á að endurtaka talningu í desember. Í skýrslunni segir að vet- urinn höggvi mjög líklega einhver skörð í þann kanínufjölda sem nái að komast upp en það fari vænt- anlega eftir því hve harður hann verði. Sennilega hafi aðgangur að fæðu fremur en hitastig meiri áhrif á hvort þær lifi veturinn af. Það sést meðal annars á því að kanínur lifa í flestum landshlutum á af- mörkuðum svæðum, aðallega í skógrækt. Guðbjörg Ásta Stefánsdóttir líf- fræðingur vann að því að meta stærð kanínustofnsins í sumar og skrifaði framvinduskýrsluna. End- anlegum útreikningi er ekki lokið þó að talning kanína samkvæmt ákveðinni aðferðafræði gefi ákveðnar vísbendingar um fjölda þeirra á þessu svæði. Kanínur í Öskjuhlíðinni taldar Morgunblaðið/Þorkell Þessi kanína í Öskjuhlíðinni nýtur sín vel umkringd grasi og grænni furu. Reykjavík | Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, spurði borgarstjóra Reykjavíkur hvort hann tryði ekki Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, sem hætti sem vara- borgarfulltrúi R-listans, þegar hún fullyrti í fjölmiðlum að sér hafi verið meinað að tala á borgarstjórn- arfundi um málefni Austurbæj- arbíós. Ólafur sagði á fundi borg- arstjórnar í gærkvöldi að Þórólfur Árnason hefði sagt í sjónvarpsþætti kvöldið áður að ekki hefði komið fram á undirbúningsfundi að Stein- unn Birna hygðist taka til máls í borgarstjórn um málefni Austur- bæjarbíós. „Ég vil alls ekki taka að mér að túlka hennar orð eða þær ástæður sem hún tilgreindi fyrir [sinni] af- sögn,“ svaraði borgarstjóri. Hann sagði Ólaf hafa rétt eftir sér og ekki hefði verið ákveðið á undirbúnings- fundi að varaborgarfulltrúinn Stein- unn Birna Ragnarsdóttir héldi ræðu á borgarstjórnarfundi daginn eftir. Þar hafi verið samstaða að vísa til- lögu Ólafs gegn niðurrifi Austurbæj- arbíós til borgarráðs. „Ég veit það með fullri vissu að Steinunn Birna Ragnarsdóttir ætl- aði að tala en var meinað að gera það,“ sagði Ólafur F. Magnússon og mikilvægt væri að trúverðugleiki hennar væri ekki dreginn í efa. Vill ekki túlka orð Steinunnar Birnu   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.