Morgunblaðið - 07.11.2003, Side 24
AKUREYRI
24 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
húsinu, en keyptu veitingar af Sjall-
anum. „Það var vel hægt að hafa fín-
ar tekjur í þessu starfi á þessum ár-
um. Enda opið alla daga nema
miðvikudaga, sem var þurr dagur í
lífi landsmanna, og oft margt um
manninn í Sjallanum. Húsið iðulega
troðfullt um helgar og alveg þokka-
legt að gera á virku dögunum, þarna
var nefnilega rekin umfangsmikil
matsala og eins var oft mikið um sjó-
„ÞETTA var skemmtilegur tími og
oft mikið að gera,“ segir Stefán
Gunnlaugsson, veitingamaður á Ak-
ureyri, en hann lét sig ekki vanta í 40
ára afmælisfagnað hins fornfræga
Sjalla um liðna helgi. Stefán, Stebbi
Gull, eins og hann jafnan er kallaður,
hóf kornungur að læra til þjóns í
Sjallanum eða sama ár og opnað var,
1963. „Ég var að læra þarna á ár-
unum 1963–’66 og vann svo í Sjall-
anum í 10 ár í viðbót eða til ársins
1976. Ég lærði hjá Óla Guðbjörns-
syni, fyrsta yfirþjóni Sjallans, fínasti
kall, öndvegismaður og gott að læra
hjá honum,“ rifjar Stefán upp.
Hann segir marga samferðamenn
þessara ára minnisstæða og fjöl-
mörg skemmtileg atvik komið upp á
þessum stóra vinnustað. Þannig
minnist hann þess að mikill barn-
ingur hafi verið að koma húsinu upp,
en með samstilltu átaki Eyþórs í
Lindu Tómassonar, Skarphéðins í
Amaró Ásgeirssonar og Jónasar hjá
Eimskip Traustasonar hafi verið
hægt að taka húsið í notkun og hefja
þar starfsemi. Það voru svo þeir
Þórður Gunnarsson og Sigurður Sig-
urðsson sem ráku húsið á þessum
fyrstu árum.
Á þeim tíma var sá háttur hafður á
að þjónarnir ráku hver sinn bar í
menn af síldarbátum í bænum og
þeir vildu vitanlega skemmta sér að-
eins í landlegum,“ segir Stefán. Hús-
hljómsveitina, Hljómsveit Ingimars
Eydal, segir hann efalítið hafa átt
sinn þátt í að skapa þá ótrúlegu
stemningu sem myndaðist í kringum
dansleiki í Sjallanum. „Ég held að
Ingimar hafi átt stóran þátt í að gera
Sjallann að því sem hann var og er
jafnvel enn í dag.“
Þjónarnir þurftu að sjá um að ætíð
væru næg glös til á barnum og minn-
ist Stefán þess að mikil samkeppni
var þeirra á milli um að hafa þau allt-
af til reiðu. „Þá skipti miklu að vera í
náðinni hjá uppvaskaranum,“ segir
hann því ekki þýddi að verða uppi-
skroppa með glös, með þyrstan hóp
ballgesta fyrir framan sig. Stebbi
var með góðan bar og var oft sölu-
hæsti þjónninn í húsinu. Einum upp-
vaskaranum var svona frekar í nöp
við hann af þeim sökum og hélt
meira með öðrum þjóni á öðrum bar.
„Sá var alltaf að lauma hreinum
glösum til félaga míns og reyndi að
koma því svo fyrir að ég yrði glasa-
laus,“ segir Stefán.
Blandan hans Böðvars
Þá segir hann minnisstætt þegar
einn stjórnarmanna kom á fundi í
húsinu en heimsótti kjallaravörðinn,
Böðvar Tómasson, alltaf fyrst. „Þar
naut hann veitinga í góðu yfirlæti
fyrir fundinn, kom svo gjarnan á
barinn og sagði: Strákar mínir, einn
Einn tvöfaldan af blöndunni hans
Morgunblaðið/Kristján
Húsfyllir: Mikil stemmning var í Sjallanum á 40 ára afmælishátíð staðarins. Gestir tóku virkan þátt í dansi og söng.
Stefán Gunnlaugsson, veitingamaður á Bautanum, fremst á myndinni, byrjaði að vinna í Sjallanum þegar staðurinn
var opnaður árið 1963. Hann lærði þar til þjóns og vann á staðnum í 13 ár.
Stefán Gunnlaugsson
lærði til þjóns í Sjall-
anum fyrir 40 árum
Morgunblaðið/Kristján
Styrkurinn afhentur í Einurð, frá vinstri: Íris Björk Árnadóttir og Gréta
Júlíusdóttir stjórnarmenn í Hetjunum, Sigurlaug Sigurðardóttir formaður,
Guðmundur Sigvaldason verkefnastjóri og Margrét Pálsdóttir hjá Einurð.
FYRIR kom að þjónar Sjallans voru vaktir upp um miðja nótt heima
hjá sér og þar voru á ferð gestir sem ekki höfðu fengið nóg af næt-
urgamninu og vildu gjarnan fá lánaða flösku hjá sínum manni. Ein-
hverju sinni vaknar Stebbi og öll hans fjölskylda upp við miklar bar-
smíðar kl. hálfsex að morgni. Var hann heldur byrstur þegar hann
reif upp hurðina og spurði hver fjandinn gengi á. Það kom nokkuð á
komumann sem þó var ekki seinn til svars: Getur þú sagt mér hvað
klukkan er?
Geturðu sagt mér hvað klukkan er?
Yucca
SENDUM Í PÓSTKRÖFU
Bætir ristilstarfsemi
Minnkar eymsli í liðamótum
Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889,
fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum,
Fjarðarkaupum,
Árnesapóteki Selfossi og
Yggdrasil, Kárastíg 1.
www.islandia.is/~heilsuhorn
Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505,
Hafnarstræti 97, 600 Akureyri.
Stuttkápur
Jakkar með skinni
Samkvæmisjakkar
og vesti
Kaupfélag Eyfirðinga svf. auglýsir hér með eftir styrkumsóknum
úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins.
Styrkúthlutun verður kynnt fyrir jól.
Styrkúthlutun að þessu sinni tekur til tveggja þátta:
A. Málefna einstaklinga, félaga eða hópa sem vinna að mikilvægum menningarmálum
á félagssvæði KEA. Um getur verið að ræða málefni á sviðum
félagsmála, minjavörslu, lista og íþrótta og hverra þeirra málefna sem
flokkast geta sem menningarmál í víðtækri merkingu.
B.Ungra afreksmanna á sviði mennta, lista, íþrótta eða til viðurkenninga
fyrir sérstök afrek t.d. á sviði björgunarmála. Í þessum flokki skulu
umsækjendur vera yngri en 25 ára og búsettir á félagssvæði KEA.
Styrkir eru veittir tvisvar á ári úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA svf.
Umsóknir um styrki og framlög úr sjóðnum skulu berast skrifstofu KEA
í Hafnarstræti 91-95 á Akureyri á sérstökum eyðublöðum, sem þar eru til afhendingar.
Einnig er unnt að nálgast umsóknareyðublað og fá allar upplýsingar um
Menningar- og viðurkenningasjóð KEA svf. á heimasíðu KEA – www.kea.is
Umsóknarfrestur er til 21. nóvember 2003.
STYRKIR ÚR MENNINGAR- OG
VIÐURKENNINGASJÓÐI KEA SVF.
Núpasíða 6h.
Vel staðsett endaraðhús með bíl-
skúr á einni hæð, 146 fm. Parket á
stofu og holi, flísar á eldhúsi. Lán
áhv. Laus fljótt. Verð 13,9 millj.
FASTEIGNASALA
AKUREYRI
Franz Jezorski, lögfr. og löggiltur fasteignasali
Vilhelm Jónsson
Sími 461 2010
Gsm 891 8363
hollak@simnet.is
Sjá einnig Fasteignablað
Morgunblaðsins