Morgunblaðið - 07.11.2003, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 07.11.2003, Qupperneq 24
AKUREYRI 24 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ húsinu, en keyptu veitingar af Sjall- anum. „Það var vel hægt að hafa fín- ar tekjur í þessu starfi á þessum ár- um. Enda opið alla daga nema miðvikudaga, sem var þurr dagur í lífi landsmanna, og oft margt um manninn í Sjallanum. Húsið iðulega troðfullt um helgar og alveg þokka- legt að gera á virku dögunum, þarna var nefnilega rekin umfangsmikil matsala og eins var oft mikið um sjó- „ÞETTA var skemmtilegur tími og oft mikið að gera,“ segir Stefán Gunnlaugsson, veitingamaður á Ak- ureyri, en hann lét sig ekki vanta í 40 ára afmælisfagnað hins fornfræga Sjalla um liðna helgi. Stefán, Stebbi Gull, eins og hann jafnan er kallaður, hóf kornungur að læra til þjóns í Sjallanum eða sama ár og opnað var, 1963. „Ég var að læra þarna á ár- unum 1963–’66 og vann svo í Sjall- anum í 10 ár í viðbót eða til ársins 1976. Ég lærði hjá Óla Guðbjörns- syni, fyrsta yfirþjóni Sjallans, fínasti kall, öndvegismaður og gott að læra hjá honum,“ rifjar Stefán upp. Hann segir marga samferðamenn þessara ára minnisstæða og fjöl- mörg skemmtileg atvik komið upp á þessum stóra vinnustað. Þannig minnist hann þess að mikill barn- ingur hafi verið að koma húsinu upp, en með samstilltu átaki Eyþórs í Lindu Tómassonar, Skarphéðins í Amaró Ásgeirssonar og Jónasar hjá Eimskip Traustasonar hafi verið hægt að taka húsið í notkun og hefja þar starfsemi. Það voru svo þeir Þórður Gunnarsson og Sigurður Sig- urðsson sem ráku húsið á þessum fyrstu árum. Á þeim tíma var sá háttur hafður á að þjónarnir ráku hver sinn bar í menn af síldarbátum í bænum og þeir vildu vitanlega skemmta sér að- eins í landlegum,“ segir Stefán. Hús- hljómsveitina, Hljómsveit Ingimars Eydal, segir hann efalítið hafa átt sinn þátt í að skapa þá ótrúlegu stemningu sem myndaðist í kringum dansleiki í Sjallanum. „Ég held að Ingimar hafi átt stóran þátt í að gera Sjallann að því sem hann var og er jafnvel enn í dag.“ Þjónarnir þurftu að sjá um að ætíð væru næg glös til á barnum og minn- ist Stefán þess að mikil samkeppni var þeirra á milli um að hafa þau allt- af til reiðu. „Þá skipti miklu að vera í náðinni hjá uppvaskaranum,“ segir hann því ekki þýddi að verða uppi- skroppa með glös, með þyrstan hóp ballgesta fyrir framan sig. Stebbi var með góðan bar og var oft sölu- hæsti þjónninn í húsinu. Einum upp- vaskaranum var svona frekar í nöp við hann af þeim sökum og hélt meira með öðrum þjóni á öðrum bar. „Sá var alltaf að lauma hreinum glösum til félaga míns og reyndi að koma því svo fyrir að ég yrði glasa- laus,“ segir Stefán. Blandan hans Böðvars Þá segir hann minnisstætt þegar einn stjórnarmanna kom á fundi í húsinu en heimsótti kjallaravörðinn, Böðvar Tómasson, alltaf fyrst. „Þar naut hann veitinga í góðu yfirlæti fyrir fundinn, kom svo gjarnan á barinn og sagði: Strákar mínir, einn Einn tvöfaldan af blöndunni hans Morgunblaðið/Kristján Húsfyllir: Mikil stemmning var í Sjallanum á 40 ára afmælishátíð staðarins. Gestir tóku virkan þátt í dansi og söng. Stefán Gunnlaugsson, veitingamaður á Bautanum, fremst á myndinni, byrjaði að vinna í Sjallanum þegar staðurinn var opnaður árið 1963. Hann lærði þar til þjóns og vann á staðnum í 13 ár. Stefán Gunnlaugsson lærði til þjóns í Sjall- anum fyrir 40 árum Morgunblaðið/Kristján Styrkurinn afhentur í Einurð, frá vinstri: Íris Björk Árnadóttir og Gréta Júlíusdóttir stjórnarmenn í Hetjunum, Sigurlaug Sigurðardóttir formaður, Guðmundur Sigvaldason verkefnastjóri og Margrét Pálsdóttir hjá Einurð. FYRIR kom að þjónar Sjallans voru vaktir upp um miðja nótt heima hjá sér og þar voru á ferð gestir sem ekki höfðu fengið nóg af næt- urgamninu og vildu gjarnan fá lánaða flösku hjá sínum manni. Ein- hverju sinni vaknar Stebbi og öll hans fjölskylda upp við miklar bar- smíðar kl. hálfsex að morgni. Var hann heldur byrstur þegar hann reif upp hurðina og spurði hver fjandinn gengi á. Það kom nokkuð á komumann sem þó var ekki seinn til svars: Getur þú sagt mér hvað klukkan er? Geturðu sagt mér hvað klukkan er? Yucca SENDUM Í PÓSTKRÖFU Bætir ristilstarfsemi Minnkar eymsli í liðamótum Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889, fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Fjarðarkaupum, Árnesapóteki Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. www.islandia.is/~heilsuhorn Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Stuttkápur Jakkar með skinni Samkvæmisjakkar og vesti Kaupfélag Eyfirðinga svf. auglýsir hér með eftir styrkumsóknum úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins. Styrkúthlutun verður kynnt fyrir jól. Styrkúthlutun að þessu sinni tekur til tveggja þátta: A. Málefna einstaklinga, félaga eða hópa sem vinna að mikilvægum menningarmálum á félagssvæði KEA. Um getur verið að ræða málefni á sviðum félagsmála, minjavörslu, lista og íþrótta og hverra þeirra málefna sem flokkast geta sem menningarmál í víðtækri merkingu. B.Ungra afreksmanna á sviði mennta, lista, íþrótta eða til viðurkenninga fyrir sérstök afrek t.d. á sviði björgunarmála. Í þessum flokki skulu umsækjendur vera yngri en 25 ára og búsettir á félagssvæði KEA. Styrkir eru veittir tvisvar á ári úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA svf. Umsóknir um styrki og framlög úr sjóðnum skulu berast skrifstofu KEA í Hafnarstræti 91-95 á Akureyri á sérstökum eyðublöðum, sem þar eru til afhendingar. Einnig er unnt að nálgast umsóknareyðublað og fá allar upplýsingar um Menningar- og viðurkenningasjóð KEA svf. á heimasíðu KEA – www.kea.is Umsóknarfrestur er til 21. nóvember 2003. STYRKIR ÚR MENNINGAR- OG VIÐURKENNINGASJÓÐI KEA SVF. Núpasíða 6h. Vel staðsett endaraðhús með bíl- skúr á einni hæð, 146 fm. Parket á stofu og holi, flísar á eldhúsi. Lán áhv. Laus fljótt. Verð 13,9 millj. FASTEIGNASALA AKUREYRI Franz Jezorski, lögfr. og löggiltur fasteignasali Vilhelm Jónsson Sími 461 2010 Gsm 891 8363 hollak@simnet.is Sjá einnig Fasteignablað Morgunblaðsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.