Morgunblaðið - 07.11.2003, Síða 26
AUSTURLAND
26 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
56&) $ 7 '
# 8 011 2301
! 68 011 2344
6&9(
3
$
.!
6 %
% ! &% & !
! " # " $ %
& ' ( !
% )
*
! % !
# +
!% *
"
, ! %
" !" #
' -
!
# "
%
"
5 . .. ./ .0
/1 .
1 6
%
3 3
. 2/
Atvinnuleysi | Rúmlega tugur af
þeim 44 starfsmönnum frystihússins
Dvergasteins á Seyðisfirði sem sagt
hefur verið upp störfum hefur skráð
sig atvinnulausa. Atvinnuleysi hefur
aukist á Austurlandi og eru nú 132 á
atvinnuleysisskrá, 80 konur og 52
karlar. Lokun Dvergasteins og upp-
sagnir Skinneyjar-Þinganess á Reyð-
arfirði auka á atvinnuleysið í fjórð-
ungnum, en yfirgnæfandi meirihluti
þeirra sem misstu vinnuna í þessum
tveimur fyrirtækjum voru konur.
Fljótsdal | Austurlandsdeild
Smalahundafélags Íslands hélt
fjárhundakeppni á Eyrarlandi í
Fljótsdal á dögunum.
Alls kepptu átta hundar, allir af
Border Collie-kyni, í tveimur
flokkum, flokki byrjenda og opn-
um flokki. Fjórir hundar kepptu í
hvorum flokki.
Í keppninni þurftu hundarnir
undir stjórn eiganda síns að reka
þrjár rollur sem sleppt var laus-
um, gegnum þrjú hlið í mismun-
andi áttir, meðan stjórnandinn
stóð á sama stað. Síðan þurfti að
reka þær inn í afmarkaðan hring
þar sem hundurinn átti með að-
stoð eiganda síns að skilja eina
rollu frá hinum án þess að missa
stjórn á hlutunum. Að síðustu
þurfti hundurinn að aðstoða eig-
andann við að reka rollurnar inn í
fjárrétt.
Í flokki byrjenda sigraði Sig-
urhans Jónsson í Lundi á Völlum
og Tryggur frá Kletti.
Í opnum flokki sigraði Þorvarð-
ur Ingimarsson á Eyrarlandi og
Tígull frá Eyrarlandi.
Dómari í keppninni var Kristján
Jónsson frá Daðastöðum í Öx-
arfirði.
Að sögn Þorvarðar Ingimars-
sonar er fyrirhugað að þessi
keppni verði árlegur viðburður, en
landskeppni Smalahundafélagsins
var haldin fyrir austan árið 2001.
Þorvarður segir að töluverður
tími fari í að venja góðan smala-
hund og halda honum í þjálfun, til
þess þurfi að nota hundinn mikið
við fjársmölun en smalamennskum
er alltaf að fækka. „Þetta var allt
annað meðan fé var haft úti allan
veturinn og smalamennskur voru
daglega,“ segir Þorvarður.
Austurlandsdeild Smalahundafélags Íslands með mót á Eyrarlandi í Fljótsdal
Góður smalahundur er gulls ígildi
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Marsibil Erlendsdóttir og Spænir reka rollurnar í fjárréttina í fjárhundakeppninni á Eyrarlandi.
Kjarkur og þor | Eymundur
Magnússon bóndi í Vallanesi á Aust-
ur-Héraði hlaut á dögunum árlega
viðurkenningu Bændahátíðar, Kjark
og þor sveitanna. Hlýtur hann við-
urkenninguna fyrir uppbyggingu á
lífrænum búskap og gott þróunar-
og markaðsstarf. Einnig voru veitt
verðlaun fyrir árangur í sauð-
fjárrækt og mjólkurframleiðslu.
Féllu sauðfjárræktarverðlaunin í
skaut Katrínar Guðmundsdóttur og
Þorsteins Kristjánssonar á Jökulsá,
Borgarfirði eystra. Félagsbúið á
Hallfreðarstöðum hlaut viðurkenn-
ingu fyrir mestu mjólkurfram-
leiðslu.
ME-boltinn | Knattspyrnulið
Menntaskólans á Egilsstöðum náði
góðum árangri í framhalds-
skólamótinu sem lauk með úr-
slitamóti í Egilshöll í Grafarvogi.
Bæði karla- og kvennalið ME unnu
sæti í úrslitakeppninni. Karlaliðið
lék í úrslitum við lið MA en beið
lægri hlut þar sem MA sigraði með
einu marki gegn engu. Kvennaliðið
hafnaði í 3.-4. sæti. 32 karlalið og
24 kvennalið af landinu öllu tóku
þátt í framhaldsskólamótinu þetta
árið.
Nýr miðbær | Bæjarstjórn Austur-
Héraðs hefur samþykkt að ganga til
samninga við Arkitektafélag Íslands
um samstarf við að halda hugmynda-
samkeppni um miðbæjarsvæði á Eg-
ilsstöðum. Skipuð hefur verið dóm-
nefnd sem í sitja tveir fulltrúar frá
Austur-Héraði, einn fulltrúi hags-
munaaðila miðbæjarsvæðisins og
tveir aðilar frá Arkitektafélaginu.
Ætlaður kostnaður við samkeppnina
er tæplega níu milljónir króna og fel-
ur hann í sér fimm milljóna króna
verðlaunafé og kostnað sem til fellur
við framkvæmd samkeppninnar.
Á MIÐRI leið úr Fljótsdal og inn að Kárahnjúkum blasir við dýrðleg fjallasýn sé veður stillt og bjart. Sjá má
Snæfell, konung íslenskra fjalla sem margir kalla svo, blasa við í suðvestri og Herðubreið, drottningu ís-
lenskra fjalla, í vestri. Ber Ytra-Kárahnjúk, sem virkjunarsvæðið er kennt við, í Herðubreið og skipta þau
litum í fjarskanum. Á milli kóngs og drottningar má svo líta Dyngjufjöllin.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Kóngur og drottning í ríki sínu
Reyðarfirði | Í dag opnar Íslandsbanki
fyrsta útibú sitt á Austurlandi, á Búðar-
eyri 7 á Reyðarfirði.
Í tilefni dagsins er opið hús í útibúinu
frá kl. 13 til 17, þar sem ýmis fróðleikur
og skemmtun verður á boðstólum. Georg
sparibaukur verður á ferð og nemendur
Tónskóla Reyðarfjarðar koma fram. Sér-
stök kynning verður á netbanka Íslands-
banka fyrir einstaklinga og fyrirtæki og
einnig verða fulltrúar frá Sjóvá-Almenn-
um á staðnum.
Útibússtjóri Íslandsbanka á Reyðarfirði
er Elísabet Benediktsdóttir, þjónustu-
stjóri Ingunn Indriðadóttir og aðrir
starfsmenn þær Agla Heiður Hauksdóttir
og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir.
Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir
Aukin bankaþjónusta á Austurlandi: Ís-
landsbanki opnar nýtt útibú í dag.
Íslandsbanki sækir í sig
veðrið eystra
Fréttir á SMS
Umsvif LVF | Um 5.500 tonnum af
afurðum hefur undanfarnar tvær
vikur verið skipað út hjá Loðnu-
vinnslunni á Fáskrúðsfirði; 3.217
tonnum af fiskimjöli, 1.732 tonnum
af lýsi, rúmlega 300 tonnum af síld,
38 tonnum af saltsíld, 264 tonnum af
freðsíld og 179 tonnum af freðfiski.