Morgunblaðið - 07.11.2003, Side 27

Morgunblaðið - 07.11.2003, Side 27
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 27 Hveragerði | Tónlistarfélag Hvera- gerðis og Ölfuss festi kaup á 5 millj- óna króna Steinway-flygli haustið 1997 á kaupleigu til 7 ára. Nú eru einungis tvær afborganir eftir, sú fyrri er 1. mars 2004 og sú síðari 1. sept. 2004. Flygillinn er í Hveragerð- iskirkju og hefur það verið mikil lyftistöng fyrir tónlistarlíf í Hvera- gerði og nágrenni að hafa slíkan grip í kirkjunni, sem einnig er mjög gott tónleikahús. Það verður stór áfangi þegar flygillinn er að fullu greiddur. Félagar í tónlistarfélaginu eru afar þakklátir öllum þeim sem hafa að- stoðað við kaupin á flyglinum með peningagjöfum og tónleikahaldi. Án aðstoðar þeirra hefði ekki verið mögulegt að fjármagna kaupin á þessu frábæra hljóðfæri. Næsta laugardag, hinn 8. nóvem- ber, kl. 17 verða tónleikar í Hvera- gerðiskirkju til styrktar flygilsjóði tónlistarfélagsins. Á tónleikunum koma fram Mar- grét S. Stefánsdóttir, sópran, Jó- hann Stefánsson, trompet, og Ester Ólafsdóttir, píanó/orgel. Þau flytja fjölbreytta efnisskrá, m.a. verk eftir Bach, Scarlatti og Händel (verk fyrir sópran og trompet) og sönglög eftir Sigfús Einarsson og Pál Ísólfsson (Ljóðaljóðin). Einnig mun Jóhann flytja einleiksverk á trompet. Unnendur góðrar tónlistar eru hvattir til að mæta á tónleikana á laugardaginn og slá tvær flugur í einu höggi, hlýða á frábæra tónlist- armenn og styrkja flygilsjóðinn. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Jóhann og Margrét á æfingu í Hveragerðiskirkju. Styrktartón- leikar í Hvera- gerðiskirkju Hvammstanga | Frumkvöðlasetur ungs fólks í Húnaþingi vestra hélt kynningarfund á Gauksmýri nýver- ið, þar sem kynnt voru tvö af fjórum verkefnum sem unnið er að um þess- ar mundir. Það er Hagfélagið ehf. sem annast verkefnið og sagði Gudrun Kloes framkvæmdastjóri frá starfseminni. Sjö umsóknir bárust og hlutu fjögur stuðning setursins; Fornbílasafn á Hvammstanga – Sigurður Þór Ágústsson; Rafræn markaðssetning lamba- og hrossakjöts – Bárður Örn Gunnarsson; Menningartengd ferða- þjónusta á Vatnsnesi – Hrafnhildur Víglundsdóttir og það fjórða í ferða- tengdum geira, er það skemmst á veg komið. Stuðningaðilar verkefnisins eru Húnaþing vestra, samgöngu- ráðuneytið, forsætisráðuneytið, Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Mjólkursamsalan, Kaupfélag Vest- ur-Húnvetninga, Sparisjóður Húna- þings og Stranda og Forsvar ehf. Sigurður Þór Ágústsson sagði frá hugmyndum um fornbílasafn. Reisa á brú milli fortíðar og nútíðar með safni á Hvammstanga, varðveisla fornbíla, upplýsingamiðlun, sér- kenni ófaglærðra og sérviturra, sem sett hafa svip á ferilinn, ná samstarfi við sambærileg söfn, skiptisýningar, varahluta- og verkmiðlun, svo eitt- hvað sé nefnt úr hugmyndabanka Sigurðar Þórs. Safnið yrði kærkom- ið aðdráttarafl í ferðaþjónustu hér- aðsins. Nú þegar hafa Sigurður og Ágúst faðir hans viðað að sér nokkru af safngripum. Til greina kemur að tengjast formlega Safnasafninu á Svalbarðseyri. Bárður Örn Gunnarsson, nemi á Bifröst, er frá Hvanneyri. Vann hann verkefni sitt með Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga og skilgreinir möguleika á rafrænni markaðs- setningu afurða, einkum lambakjöts og hrossakjöts, til stærri kaupenda á erlendum markaði. Fimm sláturhús hafa leyfi á Evrópu- og Japansmark- aði, þar af fjögur hafa leyfi á Banda- ríkjamarkað. Séu skoðaðar heima- síður þessara sláturhúsa, kemur í ljós að afar litlar líkur eru á að kaup- endur finni vöru eða sambönd í kjöt- viðskiptum eftir þeirri leið. Bárður Örn bendir á raunhæfar leiðir til nú- tíma viðskiptasambanda á rafrænan hátt og hvatti hann KVH til að taka upp þráðinn og hrinda nútímamark- aðsstarfi í framkvæmd. Fundargestir þökkuðu fyrir fróð- lega og skemmtilega framsetningu og í lokin sagði Guðrún Kloes að hún vænti þess að stuðningur fengist um áframhaldandi rekstur Frum- kvöðlasetursins. Gestir fundarins auk heimamanna komu m.a. frá Við- skiptaháskólanum á Bifröst, Anvest og Nýsköpunarsjóði á Akureyri. Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Frumkvæði: Stjórn Frumkvöðlaseturs ungs fólks og styrkþegarnir. Frá vinstri Björn Elíson, Gudrun H. Kloes, Björn L. Traustason, Elín Jóna Rós- inberg, ásamt Sigurði Þór Ágústssyni og Bárði Erni Gunnarssyni. Af fornbílasafni og rafrænni markaðssetningu kjöts

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.