Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 27
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 27 Hveragerði | Tónlistarfélag Hvera- gerðis og Ölfuss festi kaup á 5 millj- óna króna Steinway-flygli haustið 1997 á kaupleigu til 7 ára. Nú eru einungis tvær afborganir eftir, sú fyrri er 1. mars 2004 og sú síðari 1. sept. 2004. Flygillinn er í Hveragerð- iskirkju og hefur það verið mikil lyftistöng fyrir tónlistarlíf í Hvera- gerði og nágrenni að hafa slíkan grip í kirkjunni, sem einnig er mjög gott tónleikahús. Það verður stór áfangi þegar flygillinn er að fullu greiddur. Félagar í tónlistarfélaginu eru afar þakklátir öllum þeim sem hafa að- stoðað við kaupin á flyglinum með peningagjöfum og tónleikahaldi. Án aðstoðar þeirra hefði ekki verið mögulegt að fjármagna kaupin á þessu frábæra hljóðfæri. Næsta laugardag, hinn 8. nóvem- ber, kl. 17 verða tónleikar í Hvera- gerðiskirkju til styrktar flygilsjóði tónlistarfélagsins. Á tónleikunum koma fram Mar- grét S. Stefánsdóttir, sópran, Jó- hann Stefánsson, trompet, og Ester Ólafsdóttir, píanó/orgel. Þau flytja fjölbreytta efnisskrá, m.a. verk eftir Bach, Scarlatti og Händel (verk fyrir sópran og trompet) og sönglög eftir Sigfús Einarsson og Pál Ísólfsson (Ljóðaljóðin). Einnig mun Jóhann flytja einleiksverk á trompet. Unnendur góðrar tónlistar eru hvattir til að mæta á tónleikana á laugardaginn og slá tvær flugur í einu höggi, hlýða á frábæra tónlist- armenn og styrkja flygilsjóðinn. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Jóhann og Margrét á æfingu í Hveragerðiskirkju. Styrktartón- leikar í Hvera- gerðiskirkju Hvammstanga | Frumkvöðlasetur ungs fólks í Húnaþingi vestra hélt kynningarfund á Gauksmýri nýver- ið, þar sem kynnt voru tvö af fjórum verkefnum sem unnið er að um þess- ar mundir. Það er Hagfélagið ehf. sem annast verkefnið og sagði Gudrun Kloes framkvæmdastjóri frá starfseminni. Sjö umsóknir bárust og hlutu fjögur stuðning setursins; Fornbílasafn á Hvammstanga – Sigurður Þór Ágústsson; Rafræn markaðssetning lamba- og hrossakjöts – Bárður Örn Gunnarsson; Menningartengd ferða- þjónusta á Vatnsnesi – Hrafnhildur Víglundsdóttir og það fjórða í ferða- tengdum geira, er það skemmst á veg komið. Stuðningaðilar verkefnisins eru Húnaþing vestra, samgöngu- ráðuneytið, forsætisráðuneytið, Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Mjólkursamsalan, Kaupfélag Vest- ur-Húnvetninga, Sparisjóður Húna- þings og Stranda og Forsvar ehf. Sigurður Þór Ágústsson sagði frá hugmyndum um fornbílasafn. Reisa á brú milli fortíðar og nútíðar með safni á Hvammstanga, varðveisla fornbíla, upplýsingamiðlun, sér- kenni ófaglærðra og sérviturra, sem sett hafa svip á ferilinn, ná samstarfi við sambærileg söfn, skiptisýningar, varahluta- og verkmiðlun, svo eitt- hvað sé nefnt úr hugmyndabanka Sigurðar Þórs. Safnið yrði kærkom- ið aðdráttarafl í ferðaþjónustu hér- aðsins. Nú þegar hafa Sigurður og Ágúst faðir hans viðað að sér nokkru af safngripum. Til greina kemur að tengjast formlega Safnasafninu á Svalbarðseyri. Bárður Örn Gunnarsson, nemi á Bifröst, er frá Hvanneyri. Vann hann verkefni sitt með Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga og skilgreinir möguleika á rafrænni markaðs- setningu afurða, einkum lambakjöts og hrossakjöts, til stærri kaupenda á erlendum markaði. Fimm sláturhús hafa leyfi á Evrópu- og Japansmark- aði, þar af fjögur hafa leyfi á Banda- ríkjamarkað. Séu skoðaðar heima- síður þessara sláturhúsa, kemur í ljós að afar litlar líkur eru á að kaup- endur finni vöru eða sambönd í kjöt- viðskiptum eftir þeirri leið. Bárður Örn bendir á raunhæfar leiðir til nú- tíma viðskiptasambanda á rafrænan hátt og hvatti hann KVH til að taka upp þráðinn og hrinda nútímamark- aðsstarfi í framkvæmd. Fundargestir þökkuðu fyrir fróð- lega og skemmtilega framsetningu og í lokin sagði Guðrún Kloes að hún vænti þess að stuðningur fengist um áframhaldandi rekstur Frum- kvöðlasetursins. Gestir fundarins auk heimamanna komu m.a. frá Við- skiptaháskólanum á Bifröst, Anvest og Nýsköpunarsjóði á Akureyri. Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson Frumkvæði: Stjórn Frumkvöðlaseturs ungs fólks og styrkþegarnir. Frá vinstri Björn Elíson, Gudrun H. Kloes, Björn L. Traustason, Elín Jóna Rós- inberg, ásamt Sigurði Þór Ágústssyni og Bárði Erni Gunnarssyni. Af fornbílasafni og rafrænni markaðssetningu kjöts
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.