Morgunblaðið - 07.11.2003, Síða 28
Ég er ekki í nokkrum vafaum að aloe vera-plantangeti hjálpað mörgum,sem eiga við ýmsa sjúk-
dóma að etja, og er hingað kominn
til þess að fræða heilbrigðisstéttir
og aðra áhugamenn um virkni þess-
arar kraftaverkaplöntu. Ég er alls
ekki að mæla með því að fólk hendi
frá sér hefðbundnum lyfjum, en
bendi á að með því að drekka plöntu-
safann reglulega, má halda niðri
sjúkdómum og draga úr annarri
lyfjainntöku til að auka lífsgæðin.
Það skal skýrt tekið fram að aloe
vera-plantan ein og sér læknar ekki
sjúkdóma, en fjölmargar klínískar
rannsóknir benda til þess að hún
hafi styrkjandi áhrif á bæði ónæm-
iskerfið og ytra og innra þekjulag
mannslíkamans sem veldur því að
fólk er betur í stakk búið til að tak-
ast á við sjúkdóma en ella. Ég er því
fyrst og fremst að reyna að koma
fólki í skilning um áhrifamátt plönt-
unnar,“ segir dr. Peter Atherton,
sem staddur var hér á landi um
helgina og hélt m.a. fyrirlestur um
verkanir aloe vera-plöntunnar.
70% söluaukning í Evrópu
Atherton, sem er breskur læknir,
stýrir stærstu nátt-
úrulækninga-
miðstöð Evrópu,
Tyringham Clinic,
þar sem hann sam-
einar bæði hefð-
bundnar og óhefð-
bundnar lækningar.
Þar hefur hann notað aloe vera með
góðum árangri í heildrænni meðferð
og vill að aðrir læknar kynni sér af
alvöru kosti plöntunnar. „Fyrir
nokkrum árum vildu læknar ekki
hlusta á svona tal, en nú eru þeir til-
neyddir, einfaldlega vegna þess að
sjúklingar eru í vaxandi mæli farnir
að horfa til náttúrulækninga, sem
ekki hafa verið meðal fræða í lækna-
skólum hingað til.“
Dr. Atherton brautskráðist frá
Leeds University árið 1968. Hann
stundaði heimilislækningar og rak
læknastofu um langt skeið með
áherslu á húðsjúkdómafræði. Eftir
að hann, fyrir tilviljun, kynntist
krafti aloa vera-plöntunnar tók
hann sér tveggja ára leyfi til að
stunda rannsóknarvinnu í Green
College við Oxford-háskóla, þar sem
hann beindi sjónum sínum að græð-
andi eiginleikum aloa vera. Ather-
ton starfar nú sem læknisfræðilegur
ráðgjafi stærsta
framleiðanda aloe
vera-vara, sem er
bandaríska fyr-
irtækið Forever
Living Products.
„Við verslum í yf-
ir eitt hundrað
löndum víðs vegar um heiminn. Sér-
fyrirtæki hafa verið stofnuð í öllum
þessum löndum undir regnhlíf fyr-
irtækisins, en sala á vörum fyrirtæk-
isins jókst um 70% í Evrópu á síðasta
ári. Á Íslandi var byrjað að versla
með vörur þessar árið 1999 hjá dótt-
urfyrirtækinu Forever Living Pro-
ducts Íslandi ehf.“
Auk áburða, framleiðir fyrirtækið
ferns konar drykki úr aloe vera-
plöntunni sem ætlaðir eru til inn-
töku vegna mismunandi vandamála.
Að sögn sérfræðingsins eru drykk-
irnir sérstaklega ráðlagðir vegna
húðsjúkdóma af ýmsum toga, melt-
ingartruflana, gigtar, bruna, bita,
sára og ekki hvað síst til að sporna
gegn öldrun. „Virkni reglulegrar
inntöku stafar af ríkri blöndu nátt-
úrulegra næringarefna sem sam-
verkandi skapa meiri árangur held-
ur en búast mætti við ef hvert og eitt
efni væri tekið inn eitt og sér. Þessi
virkni eykur aðlögunarhæfni lík-
amans til að standa gegn neikvæð-
um áhrifum eins og sýkingu eða
álagi. Þegar hin náttúrulegu bólgu-
eyðandi áhrif og sýklavörn aloe vera
sameinast við inntöku eða sem hluti
af fæðu, örvar það frumuvöxt og
veitir þar af leiðandi örari bata.
Ónæmiskerfið fínstillist og verður
betur í stakk búið til að verja líkam-
ann.“
Framtíðin í náttúrulyfjum
Aloe vera-plantan er upphaflega
ættuð frá Afríku, en vex nú víða í
heitum löndum. Kuldi og frost eru
hinsvegar verstu óvinir plöntunnar,
að sögn læknisins. Plantan hefur
hjálpað mannkyninu í árþúsundir,
segir dr. Atherton, og heimildir eru
um að faðir læknisfræðinnar
Hippokrates, sem uppi var á árunum
460–377 fyrir Krist, hafi notað
plöntuna í lækningaskyni. Hann
mun hafa sagt: „Gerum matinn að
lyfjum líkamans og lyfin að næringu
hans.“
„Ég trúi því að náttúrulyfjum á
borð við aloe vera vaxi fiskur um
hrygg á komandi árum vegna þess
að maturinn okkar inniheldur ekki
sömu næringarefni og áður. Við höf-
um gengið á ræktunargæðin með
nútímabúskaparháttum og fengið í
staðinn hráefni, sem ekki er eins
næringaríkt og áður. Aloe vera
dafnar aðeins í jarðvegi, sem er
mjög ríkur af steinefnum, sem plant-
an sýgur upp í sig og bætir svo
mannfólkinu upp næringarskortinn
með inntöku safans,“ segir Atherton
og bætir við að fjölmargar vörur séu
á markaðnum, merktar aloe vera.
Sumar innihéldu hinsvegar lítið
magn af innra geli laufsins, en magn
og gæði safans skiptu auðvitað
mestu varðandi virknina.
HEILSA | Aloe vera til að græða sár að utan sem innan
Áburður og drykkir úr grænni plöntu
Breski læknirinn dr.
Peter Atherton sagði
Jóhönnu Ingvarsdótt-
ur að þótt aloe vera-
plantan læknaði ekki
sjúkdóma mætti
draga úr hefðbundinni
lyfjanotkun með því
að drekka plöntusaf-
ann reglulega.
Morgunblaðið/Þorkell
Hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar: Dr. Peter Atherton rekur
stærstu náttúrulækningamiðstöð Evrópu, þar sem hann sameinar hefð-
bundnar og óhefðbundnar lækningar.
Margar klínískar rann-
sóknir benda til að
plantan styrki ónæmis-
kerfið og ytra og innra
þekjulag líkamans.
DAGLEGT LÍF
28 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
BEINKRÖM, sem margir hafa talið sjúkdóm
sem tilheyrir fortíðinni, er enn vandamál um
heim allan að mati lækna sem ritað hafa um
efnið í læknablaðið The Lancet. Fjallað er um
málið á vef BBC og þar kemur fram að helstu
ástæður þess að beinkröm sé að sækja á séu
þær að fólk forðist að vera í sól sem og aukin
mengun. Þar að auki hefur áróður um að
hafa börn eingöngu á brjósti í langan tíma án
þess að gefa þeim D-vítamín haft sitt að
segja.
Beinkröm orsakast venjulega af D-víta-
mínskorti en D-vítamín veldur því að lík-
aminn getur nýtt kalk sem er nauðsynlegt
fyrir sterk og heilbrigð bein. Líkaminn vinn-
ur D-vítamín úr sólarljósi og er talið nægilegt
fyrir fólk að vera í fimm til tíu mínútur í sól-
arljósi á dag.
Félagslegar ástæður
Áhyggjur af húðkrabbameini valda því
hins vegar að foreldrar reyna að koma í veg
fyrir að sólin skíni á börnin til dæmis með að
nota sólarvörn með háum stuðli. Slík sól-
arvörn veldur því að líkaminn nær ekki að
vinna nægilegt magn af D-vítamíni úr sólar-
ljósi.
Nick Bishop, prófessor við Háskólann í
Suffield, er einn þeirra sem rannsakað hafa
þessi mál. Hann tekur undir þetta og telur
beinkröm vera í sókn á ný jafnframt vegna
félagslegra ástæðna. Fólk hylji líkama sinn
algerlega á mörgum svæðum af trúarlegum
og menningarlegum ástæðum.
Mengun í andrúmsloftinu er einnig talin
hafa áhrif á að beinkröm eykst, sérstaklega í
Indlandi og Kína. Mengunin kemur í veg fyrir
að útfjólubláir geislar sólarinnar nái til jarð-
ar.
Þrátt fyrir að beinkröm sé ekki faraldur
fjölgar tilfellum ár frá ári og segir Bishop
það eiga við út um allan heim. Læknarnir
telja að með því að gefa barnshafandi konum
og börnum á brjósti D-vítamín, jafnvel börn-
um fram á unglingsár og hvetja fólk til að
vera nokkrar mínútur á dag úti undir berum
himni sé af hinu góða og geti komið í veg fyr-
ir að beinkröm verði aftur alvarlegt heilsu-
farsvandamál.
Beinkröm eykst ár frá ári í heiminum
HEILSA
D-vítamín: Mæður, sem hafa börn á brjósti,
verða að gæta þess að börnin fái jafnframt
hæfilegan skammt af D-vítamíni.
SÚKKULAÐI, ávaxtakaka eða
bakaðar baunir gætu verið ákjós-
anlegur morgunverður fyrir þá
sem vilja léttast, að því er haldið
er fram á vefútgáfu breska blaðs-
ins Evening Standard.
Samkvæmt nýrri rannsókn er
sykurstuðull matvæla mikilvægur
mælikvarði á hvort ákveðin mat-
væli eru ákjósanleg í megrunar-
fæði. Því hærri sem sykurstuðull
þeirra er, því hraðar sogast syk-
urinn út í blóðið og því hraðar
eykst matarlystin á ný. Matvæli
með háum sykurstuðli eru því ekki
ákjósanleg fyrir þá sem eru í
megrun.
Matvælin sem nefnd voru í upp-
hafi hafa fremur lágan syk-
urstuðul og sykurinn í þeim fer
hægar út í blóðið en t.d. sykur úr
hvítu brauði.
Súkkulaði: Hinn besti morgun-
verður eða hvað?
Súkkulaði í
morgunmat?
MATARÆÐI
Morgunblaðið/Ásdís
AÐ spjalla við konu er nóg til að
testósterónframleiðsla karla aukist
um allt að 30% samkvæmt nýrri
könnun sem gerð var við Háskól-
ann í Chicago í Bandaríkjunum.
Frá þessu er m.a. greint á fréttavef
BBC og Evening Standard.
Karlkyns, gagnkynhneigðum
stúdentum við háskólann var borg-
að fyrir að taka þátt í rannsókn á
efnafræðilegri samsetningu munn-
vatns. Þegar þeir komu á staðinn
var þar fyrir ungur kvenkyns að-
stoðarmaður sem byrjaði að spjalla
við þá. Rannsókn á munnvatni fyrir
og eftir sýndi að framleiðsla á kyn-
hormóni karla, testósteróni, jókst
um allt að 30% á meðan á spjallinu
stóð.
Sumir stúdentanna spjölluðu við
aðra karlmenn og var þá engin eða
lítil breyting á hormónaframleiðsl-
unni. Testósterón er nátengt kyn-
hvöt karlmanna og að sögn vísinda-
mannanna er þetta í fyrsta skipti
sem áþreifanleg sönnun fæst fyrir
því. Því hefur verið haldið fram að
þegar körlum þyki konur aðlaðandi
sendi heili þeirra boð til heilading-
ulsins sem stýrir framleiðslu test-
ósteróns. Breytingar á magni þess í
líkamanum er auðveldast að mæla í
munnvatni.
Dr. James Roney, einn vísinda-
mannanna, sagði að hormónaaukn-
ingin hjá þátttakendunum hafi ver-
ið tengd því hvort konunni leist vel
á þá. „Ég mundi ekki segja að þeir
hafi verið slefandi, en það voru
greinilegar breytingar á munn-
vatninu,“ segir hann í Evening
Standard. Hann sagði að það væri
reyndar hugsanlegt að aukin horm-
ónaframleiðsla væri vegna streitu-
viðbragðs.
Testósterónmagn er mest í karl-
mannslíkamanum upp úr tvítugu en
fer minnkandi eftir það, en há-
skólastúdentarnir sem tóku þátt í
rannsókninni voru einmitt á aldr-
inum 20–25 ára. Testósterónmagn í
líkama giftra karla eða karla í lang-
tímasambandi er minna en þeirra
sem eru á lausu, að því er fram
kemur á BBC.
Spjallað og slefað
KYNHVÖT
join@mbl.is