Morgunblaðið - 07.11.2003, Side 32

Morgunblaðið - 07.11.2003, Side 32
32 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. NÚ ER í gangi landssöfnun Sjónarhóls, fyrstu ráðgjafarmiðstöðvar Ís- lendinga fyrir aðstandendur barna sem stríða við langvarandi veikindi, fötlun, þroskahömlun eða önnur þroskafrávik. Að Sjónarhóli standa öll helstu félög og samtök sem láta sig varða hag barna með sérþarfir hér á Íslandi. Söfnunin hófst mánudaginn 3. nóv- ember og nær hámarki me inu næstkomandi laugard mun leggja söfnuninni lið Þeir sem vilja leggja söf 266555 í Landsbanka Íslan Landssöfnun Sjón Torfi Lárus Karlsson, sexára grunnskólanemi íBorgarnesi, glímir viðsjaldgæfa fötlun sem lýsir sér með ofvexti í sogæðum sem veld- ur bólgum í vefjum sem þenjast út. Torfi er sonur hjónanna Sig- urbjargar Ólafsdóttur og Karls Torfasonar. Hann er fyrsta barn föður síns en fimmta barn Sig- urbjargar. Torfi Lárus fæddist 29. apríl 1997 og var tekinn með keisaraskurði því fyrirfram var vitað um einhverja óljósa þykkt sem hafði sést í sónar. Ekki var hægt að ná barninu út um venjulegan skurð, heldur var gerður svokallaður t-skurður. Fötlun hans kom strax í ljós við fæðingu því sog- æðaæxli þöktu að mestu efri hluta líkamans, frá mitti að höfði. Mikil fyrirferð var á hálsi, vinstri upp- handlegg, baki, holhendi hægra megin og á hægri hendi sem var þreföld. Æxlið á hálsinum virkaði eins og annað höfuð. ,,Ég var samt alveg róleg yfir þessu,“ segir Sig- urbjörg, ,,en mér er minnisstætt að hjúkrunarfræðingur sem sá hann nýfæddan fór beinustu leið fram og kastaði upp.“ Sigurbjörg segir að læknarnir hafi verið ráðþrota því þeir höfðu aldrei séð svona og öllum var brugð- ið. Torfi virtist vera eðlilegur að öðru leyti en hann þurfti súrefni og var settur í hitakassa. Rúmið hans var úti í horni á vökudeildinni og skermur fyrir svo að aðrir foreldrar sæju hann ekki. ,,Ég skil það alveg því hann var svo afskræmdur, en við höfum aldrei viljað fela hann.“ lægja ofvöxt. Alls hafa verið átta aðgerðir á honum og þa tvær hér heima. Auk þess h hann farið í þrjár kviðslitsa fengið tappa í magann og fa ar sinnum til þess að láta lo á maganum. Komnir yfir hundr tímar í svæfingu Torfi, sem er einstaklega glaður drengur, vill að öllu s til haga þegar foreldrarnir sjúkrasögu hans. ,,Svo hef é fengið rör í eyrun,“ bætir ha ,,en þegar ég var búinn í ba sinni datt rörið úr eyranu á Foreldrar Torfa segjast h misst töluna á því hversu of hefur verið lagður inn á spít Þau Sigurbjörg og Karl hafa aldr- ei fengið neina skýringu á því hvers vegna Torfi fæddist svona. Ekki er óalgengt að börn fæðist með svokall- að jarðarberjabletti og æxlin á Torfa eru af sama toga, bara miklu stærri. Fljótlega kom í ljós að æxlin þrýstu á öndunarfæri hans og hætta var á köfnun. Fyrst var hann settur í krabbameinsmeðferð af því enginn vissi hvað átti að gera. Það sýndi sig að slíkt dugði ekki og ekki heldur sterar sem honum voru gefnir í þeirri von að æxlin minnkuðu. Þegar þarna var komið var orðið ljóst að ekki dygði annað en aðgerð til þess að bjarga lífi hans. Torfi hefur farið þrisvar sinnum til Boston þar sem aðgerðir hafa verið framkvæmdar til þess að fjar- „Svo hef ég líka fengið rör í eyrun“ SJÚKDÓMURINN sem Torfi Lárus þjáist af er kallaður sogæð æxli. Hann lýsir sér þannig að ofvöxtur hleypur í sogæðar og þ ast þeir vefir út, segir Gunnlaugur Sigfússon, barnalæknir á L spítala – háskólasjúkrahúsi, en hann hefur ásamt fleirum anna Torfa á Landspítalanum. Sogæðaæxli teljast góðkynja æxli þar sem þau vaxa ekki en laust, ólíkt krabbameinsæxlum. „Illkynja æxli virðir engin lan mæri heldur vex í gegnum vefi og dreifir sér til annarra líffær meðan góðkynja æxli vaxa bara staðbundið,“ segir Gunnlaugu Þessi sjúkdómur er hvorki ættgengur né smitandi. Hann er miklum breytileika, og óhætt að segja að umfang sjúkdómsins Torfa er eitt það mesta í heiminum. Sogæðaæxli eru nær allta fædd, en eru mjög sjaldgæf. Sjúkdómurinn getur ýmist staðið í stað, vaxið að einhverju l áfram, eða minnkað og breytt sér. Hjá Torfa hefur þetta minn sumum stöðum en aukist á öðrum, segir Gunnlaugur. Ofvöxtur í sogæðum Torfi Lárus Karlsson, sem glímir við sjaldgæfa fötlun, tekur brosandi á móti því sem lífið færir honum, skrifar Guðrún Vala Elísdóttir, fréttaritari í Borgarnesi. Torfi Lá byrjaði í skóla í haust, en hann þarf að fara fljótlega í aðge til Boston. Það verður hans fjórða ferð til Bandaríkjanna Torfi Lárus ásamt foreldrum sínum, Sigurbjörgu Ólafsdóttur og Karli Torfasyni. Morgunblaðið/Guðrún Vala TILTRÚ ALMENNINGS Á STJÓRNUN HLUTAFÉLAGA Stjórnunarhættir í hlutafélögum ogþá einkum í skráðum félögum hafaverið mikið til umræðu hérlendis sem erlendis. Aukin alþjóðleg umræða og áhersla á góða stjórnunarhætti á sér meðal annars bakgrunn í fjármála- hneykslum en ekki síður í alþjóðavæð- ingu fjármálamarkaða og þar með vax- andi alþjóðlegri samkeppni fyrirtækja um erlent fjármagn, að því er fram kem- ur í grein Áslaugar Björgvinsdóttur, dós- ents í félagarétti, sem birtist í viðskipta- blaði Morgunblaðsins í gær. Þar segir að á alþjóðavettvangi og innan einstakra ríkja hafi verið skipaðar nefndir til að leggja mat á stjórnkerfi hlutafélaga, samdar hafa verið viðamiklar skýrslur og sett viðmið um stjórnun og eftirlit með rekstri þeirra. Eitt af markmiðunum, að sögn Áslaugar, er að efla traust hluthafa/ fjárfesta til stjórnkerfis hlutafélaga og þar með stjórnenda þeirra. Árið 1998 var viðmiðunarreglum um stjórnunarhætti bætt við skráningar- reglur Kauphallarinnar í London. Setn- ing viðmiðunarreglnanna kom í kjölfar fjármálahneyksla á breska markaðnum og mikillar umræðu um óhófleg laun stjórnenda. Danska kauphöllin ákvað að fara svip- aða leið og sú breska með það að mark- miði að gera fjárfestingar í dönskum fé- lögum meira spennandi og þar með bæta aðgengi danskra hlutafélaga að erlendu fjármagni. Innan Evrópusambandsins hefur farið fram svipuð umræða líkt og fram kemur í aðgerðaráætlun ESB um nýskipun fé- lagaréttar og eflingu félagaréttar og efl- ingu stjórnunarhátta fyrirtækja innan Evrópusambandsins. Áslaug bendir á í grein sinni að þrátt fyrir að enn hafi ekki verið samdar skýrslur og sett viðmið um stjórnarhætti hér á landi sé ljóst að athygli manna beinist í auknum mæli að stjórnun hluta- félaga, hlutverki og ábyrgð stjórnenda og stöðu hluthafa. „Þá hafa spurningar vaknað um stöðu lífeyrissjóða og banka í viðskiptalífinu og hvernig þátttöku þeirra og áhrifum í atvinnufyrirtækjum verði best hagað. Þá má velta fyrir sér áhrifum hluthafa í íslenskum hlutafélög- um, hlutverki stærri hluthafa og stöðu minnihlutans“, að því er fram kemur í grein Áslaugar. Bankar og lífeyrissjóðir eru mjög stór- ir hluthafar í mörgum þeirra félaga sem skráð eru í Kauphöll Íslands enda gíf- urlegir fjármunir sem þeir hafa yfir að ráða. Þrátt fyrir að eitt af skilyrðum fyrir skráningu á aðallista Kauphallar Íslands sé að hluthafar séu þrjú hundruð talsins eða fleiri, er í mörgum tilvikum því þann- ig farið að einn aðili eða tengdir aðilar fara með ráðandi hlut. Sem þýðir að ráð- andi aðili, sem í einhverjum tilvikum er einungis einn aðili, ræður mestu um stjórn félagsins og ákvarðanatöku þess. Án þess að því sé alltaf þannig farið getur slíkt haft alvarlegar afleiðingar fyrir tiltrú almennings á íslensku viðskiptalífi og viðskiptasiðferði. Það eru því ekki síst hagsmunir hins almenna hluthafa að settar séu skýrar reglur um stjórnunarhætti í hlutafélög- um hér á landi. Ef ekkert er að gert er hætta á að almenningur í landinu hætti að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum á hlutabréfamarkaði. Á markaði sem hætta er á að stórar viðskiptablokkir ráði ferðinni á kostnað smárra fjárfesta. Að sama skapi geta slíkar reglur stuðlað að áhuga erlendra fjárfesta á íslensku at- vinnulífi í gegnum skráð félög. Það er mikilvægt fyrir íslenskt sam- félag að ákveðið gegnsæi ríki í íslensku viðskiptalífi og hægt að taka undir með Áslaugu Björgvinsdóttur um að góðir stjórnunarhættir og fullvissa markaðs- aðila um að þeir séu fyrir hendi í skráð- um hlutafélögum hljóti að vera eitt þeirra lykilatriða sem skipta verulegu máli um afkomu þeirra og ekki síður áhuga fjárfesta á viðskiptum með hluta- bréf. MANNÚÐLEG SKOTVEIÐI Í Morgunblaðinu í gær birtist frétt,þar sem haft er eftir Jóhanni Gunn- arssyni, bónda að Hraunbrún við Vík- ingavatn, að ákveðins agaleysis gæti hjá gæsaskyttum. Jóhann segir m.a. í sam- tali við blaðið að menn hafi fleiri skot í byssunum en leyfilegt sé: „Menn mega vera með þrjú skot en fara ekkert eftir þeim reglum. Það er skotið nánast á hverju einasta kvöldi. Þeir liggja fyrir gæsunum þar sem er sandur því þær þurfa að komast í sand vegna meltingar. Þar er hægt að fá gríðarlega mörg tæki- færi til að skjóta en svo finna menn ekki gæsirnar í myrkrinu. Að auki skjóta þeir af allt of löngu færi.“ Í samtalinu við Jóhann kemur fram að særðar gæsir þvælist um og verði svo refum að bráð, eða veslist hreinlega upp og deyi. Jóhann bóndi fullyrðir að veiði- menn særi fleiri gæsir en þeir drepi og leggur til að þeir, sem leigja tún til gæsaveiða, banni kvöldveiði. Að sjálfsögðu er ekki hægt að alhæfa um gæsaveiðimenn út frá þessum um- mælum. Væntanlega er frekar um ein- staka veiðimenn að ræða, sem svona haga sér. Hitt er hins vegar ljóst, að þetta er ekki eina sagan af slíku athæfi. Slíkt verður að taka fyrir, því að það að særa fugla og binda ekki enda á dauða- stríð þeirra heldur láta þá þvælast um særða, er ekkert annað en mannvonzka. Veiðimenn taka sig vonandi saman um að ástunda mannúðlegar skotveiðar, þar sem hæfileg virðing er borin fyrir bráðinni og tryggt að flestir fuglar, sem verða fyrir skoti, náist. Í því sambandi má nefna tillögur um að ekki sé farið á fuglaveiðar án þess að hafa hund með- ferðis. Í sumum nágrannalöndum okk- ar, t.d. í Danmörku, gildir sú regla. Í umræðum um það hvernig takmarka megi rjúpnaveiðar, hefur verið lagt til að dregið verði úr notkun hunda við veiðar, væntanlega á þeim forsendum að þannig megi draga úr þeim fjölda rjúpna, sem veiðimenn ná. Talsmenn notkunar veiðihunda benda hins vegar á að með því að nota hund megi tryggja að bráðin finnist, en liggi ekki særð eft- ir. Í umræðum um rjúpnaveiðar á Al- þingi í fyrradag sagði Kolbrún Hall- dórsdóttir, eini þingmaðurinn sem þekktist boð veiðimanna um að fylgjast með notkun hunda við veiðar, eftirfar- andi: „Ég finn mig knúna til að segja frá því hér að ég fór í ferð með veiðimönn- um sem sýndu mér notkun veiðihunda við veiðar og ég verð að segja það að ég varð bara mjög impóneruð af því sem þar var á ferðinni, þ.e. þjálfaðir veiði- hundar haga sér allt öðruvísi við veiðar heldur en við töldum sem ræddum mál- ið í umhverfisnefnd í fyrravetur.“ Þessi mál þarfnast áframhaldandi umræðu. Skotveiði er vinsæl íþrótt og tryggja þarf að hún fari íþróttamanns- lega og mannúðlega fram.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.