Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN
40 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Jólablað Morgunblaðsins
Laugardaginn 29. nóvember 2003
Pantanafrestur fyrir augl‡singar er fyrir kl. 12.00
flri›judaginn 18. nóvember.
Nánari uppl‡singar um augl‡singar og ver› veita
sölu- og fljónustu fulltrúar á augl‡singadeild
í síma 569 1111 e›a á augl@mbl.is
Jólabla› fylgir frítt til áskrifenda.
M IK ILVÆG SK ILABO‹
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
M
O
R
22
76
3
1
1/
20
03
ÞEGAR mikið liggur við stendur
íslenska þjóðin saman. Þá víkur dæg-
urrígur, stundarþras og karp um
hversdagslega hluti.
Þá eigum við eina sál,
eins og eitt sinn var
ort um aðra þjóð á
örlagastund.
Við höfum sýnt
hverju við fáum áork-
að, þegar við tökum
saman höndum og
leggjum góðum málstað lið. Þá mun-
ar vissulega um samtakamáttinn, en
hinu skulum við heldur ekki gleyma;
það munar um okkur hvert og eitt.
Nú hafa samtök og félög sem hvert
um sig hafa unnið ötullega í þágu
góðs málstaðar ákveðið að stefna
smeiginlega að einu og sama mark-
miðinu. Þetta eru helstu félög og
samtök sem láta sig varða hag barna
með sérþarfir. Og nú kosta þau kapps
um, að safna fjármunum til þess að
koma upp aðstöðu og húsnæði fyrstu
ráðgjafarmiðstöðvar okkar fyrir að-
standendur langveikra, fatlaðra og
þroskaheftra barna, sem kölluð verð-
ur Sjónarhóll. Með því mun þjónusta
eflast, aðstaða batna og aðstand-
endum auðveldað að nýta sér þau úr-
ræði sem hið öfluga íslenska heil-
brigðis- og velferðarkerfi býður upp
á.
Þess vegna þurfa þau á okkar að-
stoð og framlagi að halda.
Við erum öflug og vel megandi þjóð
sem vill hlúa að þeim sem eiga um
sárt að binda vegna veikinda. Þar er
þörf sem við viljum bæta úr.
Okkur Íslendingum öllum er það
fyrst og fremst ljúft að leggja okkar
af mörkum til að bæta hag samlanda
okkar sem þurfa stuðnings okkar við.
Nú um helgina verður efnt til sann-
kallaðs þjóðarátaks í þágu þessa góða
málstaðar.
Ég hvet alla til þess að leggja sitt
af mörkum og láta þannig fagran
draum rætast um aðstöðu í þágu
barna sem stríða við langvarandi
veikindi eða fötlun.
Ljúf skylda
Eftir Einar K. Guðfinnsson
Höfundur er formaður þingflokks
Sjálfstæðisflokksins.
JÓNMUNDUR Guðmarsson, bæj-
arstjóri á Seltjarnarnesi, svarar í
Morgunblaðinu 5. nóv. grein minni
sem birtist í Morg-
unblaðinu daginn áð-
ur. Fátt sætir þó tíð-
indum í svari
bæjarstjóra við grein
þar sem ég leyfði
mér, af marggefnu
tilefni, að líkja stjórn-
sýslu hans við „Villta vestrið.“
Að tala niður til fólks
Bæjarstjóri neitar sem fyrr að
kannast við að nokkur mistök hafi átt
sér stað og telur alla gagnrýni þar um
aðeins „pólitískt argaþras“, hvaðan
sem hún kemur. Ekki ber sú staðhæf-
ing vott um mikla virðingu fyrir sjón-
armiðum áhyggjufullra foreldra á
Seltjarnarnesi. Ekki verður annað
séð, bæði hér og víðar, en að hann
kunni mæta vel þá list að tala niður til
fólks, eins og hann sakar mig um.
Þrátt fyrir alla sína skrúðmælgi og á
stundum kurteislegt yfirbragð er
honum t.d. fyrirmunað að nefna
bandalag minnihlutans á Seltjarn-
arnesi réttu nafni. Listi okkar heitir
Neslistinn, eins og allir vita, þó að
bæjarstjórinn haldi áfram að kalla
hann orðskrípinu „nlistann“. Hvorki
ber það vott um virðingu hans fyrir
því fara rétt með augljósar stað-
reyndir né mikla kurteisi gagnvart
samstarfsfólki í bæjarstjórn.
Margt er mjög villandi í grein Jón-
mundar og annað fullkomlega rangt.
Ekki get ég ætlast til að Morg-
unblaðið fari að birta einhvern fram-
haldsþátt um þetta sameiningarmál
skólanna á Seltjarnarnesi þannig að
ekki reyni ég að leiðrétta allar rang-
færslurnar hér. En víst er þetta orðið
að miklu vandræðamáli í meðförum
bæjarstjóra og þess meirihluta sem
hann styðst við í okkar ágæta bæj-
arfélagi. Það er fjarri því að vera bara
mitt mat eða Neslistans, því að ýmsir
flokksbræður og -systur bæjarstjór-
ans hafa komið að máli við mig að
fyrra bragði og lýst áhyggjum sínum
yfir því hversu klaufalega hafi verið
haldið á málum af hálfu bæjarstjóra
og formanns skólanefndar. Fyrst og
fremst eru það þó foreldrar sem hafa
tjáð áhyggjur sínar og eru fjarri því
að hugsa þetta mál á einhverjum póli-
tískum nótum. Skynji bæjarstjóri það
ekki situr hann í meiri fílabeinsturni
en ég hafði haldið.
Reynt að raska valdahlutföllum
Að öllum líkindum hefði ég ekki
séð ástæðu til að svara heldur létt-
vægri grein bæjarstjóra – þrátt fyrir
allar rangfærslurnar sem ég finn í
henni – ef hann hefði ekki beint
spurningu til okkar sem í minnihlut-
anum sitja. Spurning hans var þessi:
„Hvernig stendur á því að það er
gjaldgengt af hálfu minnihlutans að
taka þátt í starfi vinnuhóps á vegum
einnar nefndar á meðan þeir bera við
lagaóvissu um slíka skipan í starfi
annarrar?“
Það álit hafði ég á bæjarstjóra okk-
ar Seltirninga, þrátt fyrir allt sem
okkur greinir á um, að um þetta aug-
ljósa atriði þyrfti hann ekki að spyrja.
En úr því að spurt er þá er mér ljúft
að svara þar sem hann heldur því
fram að í þessu felist alvarleg þver-
sögn. Forsaga málsins er sú að í síð-
ustu sveitarstjórnarkosningum bætti
Neslistinn við sig verulegu fylgi á Sel-
tjarnarnesi og fékk þrjá menn kjörna
í bæjarstjórn í stað tveggja áður. Það
þýddi að minnihlutinn fékk að sama
skapi aukna hlutdeild í nefndum bæj-
arins, t.d. tvo fulltrúa í fímm manna
nefndum í stað eins áður. Þetta hefur
gjörbreytt möguleikum Neslistans til
að halda uppi öflugri og málefnalegri
stjórnarandstöðu eins og hann hefur
kappkostað að gera.
Þegar hins vegar eru skipaðir
vinnuhópar úr lögbundnum nefndum
s.s. skólanefnd og skipulags- og
mannvirkjanefnd, sem byggjast fyrst
og síðast á því að fækka kjörnum
fulltrúum í fagnefndum þá er auðvit-
að verið að raska þeim valda-
hlutföllum sem kosningarnar leiddu
til. Þar með eru komin upp önnur og
óhagstæðari hlutföll fyrir Neslistann
í viðkomandi nefndum en úrslitin
gáfu tilefni til. Tillaga meirihlutans,
sem borin var upp og samþykkt af
meirihlutanum, vegna sameiningar
skólanna á bæjarstjórnarfundi 8.
október sl. hljóðaði svo: „Bæjarstjórn
feli skólanefnd að skipa tvo fulltrúa
meirihluta og einn fulltrúa minni-
hluta skólanefndar er annast skuli
undirbúning og framkvæmd samein-
ingarinnar“. Í skólanefnd eiga sæti
fimm kjörnir fulltrúar, þrír frá meiri-
hluta og tveir frá minnihluta. Auk
þeirra eiga sæti í nefndinni með mál-
frelsi og tillögurétt fulltrúar kennara,
foreldra og skólastjórnenda. Þennan
niðurskurð á nefndinni flokka ég und-
ir hreina valdníðslu og tel að þar sé
síst of fast að orði kveðið. Allt eins
mætti tala um tilraun til að sniðganga
lýðræðislegar niðurstöður kosninga.
Í öðrum tilfellum þar sem faglega
hefur verið staðið að skipan vinnu-
hópa um mikilvæga málaflokka þar
sem leitað er þverfaglegra sjón-
armiða annarra aðila en kjörinna full-
trúa höfum við fulltrúar Neslistans að
sjálfsögðu ekkert séð því til fyr-
irstöðu og átt frumkvæði að tilurð
slíkra vinnuhópa og um það atriði gat
bæjarstjóri þó vitnað í greininni án
þess að halla réttu máli.
Að gerast dómari í eigin sök
Margt í grein bæjarstjóra, svo sem
ásakanir um trúnaðarbrest, tel ég
vart svaravert og ástæðulaust að orð-
lengja um. Í því máli sem hann nefnir
í þessu sambandi stendur hann raun-
ar sjálfur mun nær því að gera sig
sekan um trúnaðarbrest með því að
upplýsa um sjálft innihald ákveðinnar
kvörtunar sem skólanefnd hafði bor-
ist. Þarna kastar hann vissulega
steini úr glerhúsi sem oftar.
Bæjarstjóri nefnir grein sína:
„Oddviti veður reyk.“ Sjálfri finnst
mér enn að líking mín um stjórn-
sýsluhætti í „Villta vestrinu“ eigi við
en tel að síðasta skot bæjarstjóra hafi
illilega geigað í óðagotinu sem ein-
kennt hefur alla framgöngu hans í
þessu mjög svo viðkvæma máli.
Að lokum vil ég leyfa mér að benda
á að sumt er óneitanlega svo mót-
sagnakennt í grein bæjarstjóra að sá
lesandi sem þekkir málavexti getur
vart varist brosi. Bæjarstjóri sakar
mig um að „úrskurða í málum án þess
að hafa mikið fyrir sér og stundum á
tilbúnum forsendum.“ Þeim mun hjá-
kátlegri verða niðurlagsorð greinar
bæjarstjóra þar sem hann kveður
einhliða upp dóm í helstu ágreinings-
efnum, ber upp spurningar og svarar
síðan sjálfum sér „af einurð og festu“
eins og honum einum er lagið.
Talað hefur sá sem valdið hefur og
kveðið upp dóm í eigin sök og ef það
er ekki „stærilæti“ þá veit ég ekki
hvað stærilæti er.
Máttlaus skot úr fílabeinsturni bæjarstjórans
Eftir Guðrúnu Helgu Brynleifsdóttur
Höfundur er lögmaður og oddviti
Neslistans á Seltjarnarnesi.