Morgunblaðið - 07.11.2003, Page 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 41
✝ Stefanía Guð-mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
20. september 1916.
Hún andaðist á
hjúkrunarheimilinu
Eir 30. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Guð-
mundur Finnur
Guðmundsson, f. í
Leirulækjarseli í
Álftaneshreppi 8.
júní 1870, d. í
Reykjavík 18. sept-
ember 1932, og Sig-
ríður Stefanía Jóns-
dóttir, f. á Heggsstöðum í
Kolbeinsstaðahreppi 13. apríl
1881, d. í Reykjavík 25. mars
1962. Foreldrar Stefaníu bjuggu
í Mýrdal Kolbeinsstaðahreppi
1901–1912 er þau brugðu búi og
fluttu til Reykjavíkur. Áttu þau
heimili á Bókhlöðustíg 6b alla
tíð og þar ólst Stefanía upp. Hún
var áttunda í röð tíu systkina,
sem nú eru öll látin. Þau voru
Jón, Ingimundur, Halldóra, Sig-
ríður, Margrét, Ásthildur,
Pálmi, Siggeir Blöndal og Jó-
hanna Blöndal.
Stefanía kvæntist 7. júní 1941
Guðmundi Ágúst Gíslasyni pípu-
lagningameistara, f. í Reykjavík
16. ágúst 1915, d. á Rimini 18.
ágúst 1983. Hann var sonur
hjónanna Júlíönu Guðrúnar
Gottskálksdóttur
og Gísla Sæmunds-
sonar úr Ölfusi.
Stefanía og Guð-
mundur bjuggu alla
tíð í Reykjavík.
Börn þeirra eru: 1)
Jörundur Svavar
prentari í Reykja-
vík, f. 31. mars
1941, kvæntur
Önnu Vigdísi Jóns-
dóttur hjúkrunar-
fræðingi, þau áttu
þrjú börn, en einn
sonur er látinn.
Fyrir á Jörundur
einn son. 2) Jón pípulagninga-
meistari í Grindavík, f. 8. apríl
1942, kvæntur Kristjönu Eiðs-
dóttur, þau eiga þrjú börn. 3)
Guðmundur Finnur pípulagn-
ingameistari í Reykjavík, f. 19.
apríl 1945, hann á þrjú börn. 4)
Sigríður Stefanía bankafulltrúi í
Reykjavík, f. 6. febrúar 1949,
gift Erni Steinari Sigurðssyni
verkfræðingi, þau eiga þrjú
börn. 5) Gísli Sæmundur vél-
stjóri við Blönduvirkjun, f. 12.
mars 1953, kvæntur Þórdísi
Baldursdóttur hjúkrunarfræð-
ingi, þau eiga fjögur börn.
Barnabarnabörn Stefaníu eru
sextán.
Útför Stefaníu fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
Hvað bindur vorn hug við heimsins glaum,
sem himnaarf skulum taka?
Oss dreymir í leiðslu lífsins draum,
en látumst þó allir vaka,
og hryllir við dauðans dökkum straum,
þó dauðinn oss megi’ ei saka.
Sem kona hún lifði í trú og tryggð;
það tregandi sorg skal gjalda.
Við ævinnar lok ber ást og dyggð
sinn ávöxtinn þúsundfalda,
og ljós þeirra skín í hjartans hryggð
svo hátt yfir myrkrið kalda.
Sem móðir hún býr í barnsins mynd;
það ber hennar ættarmerki.
Svo streyma skal áfram lífsins lind,
þó lokið sé hennar verki.
Og víkja skal hel við garðsins grind,
því guð vor, hann er sá sterki.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Benediktsson.)
Hinsta kveðja.
Jörundur, Anna
Vigdís, Edda, Hrund og
Jón Jörundur.
Mig langar að minnast tengda-
móður minnar, hennar Stefaníu, í
nokkrum orðum. Okkar kynni hóf-
ust fyrir þrjátíu árum og eru þau
mér enn minnisstæð því frá upp-
hafi sýndi hún mér mikinn kærleik.
Stefanía var mjög hress og dug-
leg kona og hennnar létta lund
hjálpaði henni í gegnum marga erf-
iðleika á lífsleiðinni. Hún lá ekki á
skoðunum sínum, en gat alltaf séð
góðu hliðarnar á hlutunum. Hún
var mjög myndarleg húsmóðir og
var heimili hennar alltaf hreint og
fínt og hún naut þess á efri árum
að geta prýtt heimilið en alltaf fann
maður að börnin og barnabörnin
voru innilega velkomin á hennar
heimili og hún naut þess að fá að
hafa barnabörnin hjá sér, þau voru
hennar líf og yndi og hún fylgdist
grannt með þeim öllum. Stefanía
var alltaf tilbúin að rétta hjálp-
arhönd ef börnin og barnabörnin
þurftu og oft var gist hjá ömmu á
Hjaltabakka og eiga barnabörnin
mikið af góðum minningum þaðan.
Hin síðari ár kom Stefanía oft til
okkar á sumrin á Blönduós og allt-
af var hún gleðigjafi og börnunum
fannst gaman að hafa ömmu. Ég vil
þakka fyrir þau ár sem ég þekkti
Stefaníu, þakka vináttu góðrar
konu.
Blessuð sé minning hennar.
Þórdís Baldursdóttir.
Stebba frænka er farin og þurfti
það ekki að koma á óvart þar sem
ég hafði heimsótt hana á Hjúkr-
unarheimilið Eir daginn áður en
hún kvaddi og augljóst var að hún
þráði hvíldina. Þrátt fyrir það
fylgir mikill söknuður þegar um
svo náinn ættingja er að ræða.
Frænka, eins og ég kallaði hana
oftast, var hin eina sanna frænka
fyrir mér. Hún var vissulega búin
að skila sínu og kvaddi þennan
heim með stolti og léttri lund. Stolt
yfir börnum og barnabörnum sem
hún iðulega sýndi mér myndir af
þegar ég heimsótti hana á Eir. Það
er ekki síst hennar létta lund sem
situr greipt í minninguna þegar ég
hugsa til baka og rifja upp þá tíma
sem ég átti hjá frænku og frænda.
Skyldleikinn er eins og mest getur
orðið þegar bræður giftast systr-
um, en það átti við um foreldra
mína Sæmund og Jóhönnu og
Gumma og Stebbu. Það var því
nærtækt að ég færi í „pössun“ á
Tryggvagötuna þar sem Stebba og
Gummi bjuggu áður, þegar foreldr-
ar mínir þurftu á slíku að halda.
Það var tilhlökkunarefni fyrir mig
að fá að vera hjá þeim þar sem ég
naut hlýju þeirra og samveru við
Gísla Sæmund, stóra frænda og
hans félaga. Þarna fékk ég að sofa í
efri koju og út um gluggann var út-
sýni á bryggjuna þar sem bátarnir
lönduðu. Ég man eftir miklum
gestagangi á Tryggvagötunni þar
sem ófáar vinkonur frænku komu
við og fengu „tíu dropa“ af kaffi
eins og sagt var. Það var ekki til-
tökumál að „hella uppá“ eina
könnu í viðbót þegar gesti bar að.
Frænka og frændi komu oftar en
ekki í heimsókn og kvöldkaffi í
Safamýrina þar sem foreldrar mín-
ir bjuggu og var þá mikið spjallað.
Fyrir mér voru frænka og frændi
afar samrýnd hjón, en þó nokkuð
ólík. Gummi frændi var ekki marg-
máll maður en nærveru hans fylgdi
mikil ró og friður. Stebba hafði að
sama skapi meiri þörf fyrir að tala
og lét skoðanir sínar blátt áfram í
ljósi. Guðmundur Ágúst (Gummi)
andaðist sumarið 1983. Þrátt fyrir
mikinn söknuð á einstökum lífs-
förunauti bar Stebba frænka sig
vel enda var hennar vel gætt af
stórri fjölskyldu barna og barna-
barna sem voru hennar yndi.
Elsku frænka, ég kveð þig með
söknuði, en jafnframt mikilli gleði
yfir góðum stundum og þeim minn-
ingum sem ég geymi með mér um
þig og frænda.
Börnum og barnabörnum Stef-
aníu votta ég og fjölskylda mín
dýpstu samúð.
Þinn frændi,
Gísli Sæmundsson.
Okkur langar í örfáum orðum að
minnast móðursystur okkar, Stef-
aníu Guðmundsdóttur, sem andað-
ist 30. október síðastliðinn. Stebba
frænka, eins og við kölluðum hana,
var sérlega kát og skemmtileg
kona og ákaflega gestrisin. Þær
voru margar ferðirnar sem við átt-
um á Tryggvagötuna og fengum að
gista hjá þeim sæmdarhjónum
Stebbu og Guðmundi. Alltaf var
okkur tekið opnum örmum af hlýju
og vinsemd, þótt húsakynnin væru
þröng og þau hjón með fimm börn.
Alltaf virtist vera nóg rými til að
bæta við gestum, þannig að vel fór
um alla. Þar sem við systurnar
bjuggum úti á landi hjá foreldrum
okkar, nánar tiltekið í Ólafsvk, þá
var það okkur mikils virði að eiga
þessa góðu frænku að þegar við
þurftum að fara ýmissa erinda til
Reykjavíkur, fyrst með móður okk-
ar og seinna á eigin vegum. Nota-
legheitin sem við urðum aðnjótandi
á heimili Stebbu og Guðmundar
munum við ætíð geyma í minning-
unni. Hvíl þú í friði, elsku frænka.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem.)
Við vottum öllum ættingjum
Stefaníu okkar dýpstu samúð.
Sigríður, Inga Svava
og Aldís Alfonsdætur.
Elskuleg amma okkar, hún Stef-
anía sem við kölluðum alltaf Desu
ömmu, er farin frá okkur. Okkur
langar því að minnast hennar með
nokkrum orðum. Hún amma Desa
var svo góð og hlý. Það var alltaf
gaman að koma til ömmu þegar við
vorum yngri í Hjaltabakkann því
amma dekraði við okkur. Þar feng-
um við ýmislegt að borða sem við
fengum ekki heima hjá okkur eins
og kókópuffs. Hjá ömmu var oft
brugðið á leik og þá var stofan her-
tekin, þar sem viskustykkjaleikur
og fegurðarsamkeppnir fóru fram.
Það var alltaf svo fínt heima hjá
ömmu en hún leyfði okkur samt að
leika okkur eins og við vildum, svo
framarlega sem við tókum til eftir
okkur.
Við eigum eftir að sakna ömmu
Desu mikið, en við vitum að hún er
á góðum stað núna, sátt hjá honum
Gumma afa. Minning hennar mun
ávallt vera hjá okkur.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Þín barnabörn
Arndís, Halla, Rannveig
og Stefán Örn.
Mig langar að minnast tengda-
móður minnar, hennar Stefaníu, í
nokkrum orðum. Okkar kynni hóf-
ust fyrir þrjátíu árum og eru þau
mér enn minnistæð því frá upphafi
sýndi hún mér mikinn kærleik.
Stefanía var mjög hress og dug-
leg kona og hennnar létta lund
hjálpaði henni í gegnum marga erf-
iðleika á lífsleiðinni. Hún lá ekki á
skoðunum sínum, en gat alltaf séð
góðu hliðarnar á hlutunum. Hún
var mjög mindarleg húsmóðir og
var heimili hennar alltaf hreint og
fínt og hún naut þess á efri árum
að geta prýtt heimilið en alltaf fann
maður að börnin og barnabörnin
voru innilega velkomin á hennar
heimili og hún naut þess að fá að
hafa barnabörnin hjá sér, þau voru
hennar líf og yndi og hún fylgdist
grannt með þeim öllum. Stefanía
var alltaf tilbúin að rétta hjálp-
arhönd ef börnin og barnabörnin
þurftu og oft vargist hjá ömmu á
Hjaltabakka og eiga barnabörnin
mikið af góðum minningum þaðan.
Hin síðari á kom Stefanía oft til
okkar á sumrin á Blönduós og allt-
af var hún gleðigjafi og börnin
fannst gaman að hafa ömmu.
Ég vil þakka fyrir þau ár sem ég
þekkti Stefaníu, þakka vináttu
góðrar konu.
Blessuð sé minning hennar
Þórdís Baldursdóttir.
Stefanía Guðmundsdóttir lést á
hjúkrunarheimilinu Eiri fimmtu-
daginn 30. október síðastliðinn.
Það kom mér ekki á óvart, er
tengdasonur minn, Gísli, hringdi í
mig sama morgun og tilkynnti mér
lát móður sinnar, hún hafði haft við
vanheilsu að stríða um langan
tíma.
Ég finn mig knúinn til að setja
nokkur orð á blað í minningu Stef-
aníu, þó sjaldan hafi ég verið jafn
illa undirbúinn til slíks og nú, sök-
um fáfræði um hennar lífshlaup. Þó
skal reynt að koma því á blað, er ég
veit, þótt fátæklegt sé.
Ég kynntist Stefaníu og Guð-
mundi, manni hennar, fyrst, er
sonur þeirra, Gísli, og dóttir mín,
Þórdís, fóru að draga sig saman, en
nokkur ár eru liðin síðan og varð
hjónaband úr, sem gaf Stefaníu 4
barnabörn.
Samskipti okkar voru strjál í
upphafi, aðallega í sambandi við af-
mæli og aðrar hátíðarstundir fjöl-
skyldnanna, en þar var ég mjög oft
fjarverandi sökum starfs míns.
Eftir að Guðmundur, maður
hennar, dó, urðu þessi samskipti
strjálli er tímar liðu. Hún missti
heilsuna eftir að hafa búið ein um
það bil sjö ár og fluttist þá að
hjúkrunarheimilinu Eiri, þar eð
hún gat ekki lengur séð um sig
sjálf. Var hún ein af þeim fyrstu, er
þar fluttust inn.
En þetta er jú bara eins og lífið
býður uppá, stutt kynning, en svo
skiljast leiðir vegna óviðráðanlegra
orsaka.
En þrátt fyrir allt of litla per-
sónulega kynningu náði ég þó
nokkuð að þekkja og meta Stefaníu
vel. Frá upphafi skein hennar létta
lund og geislandi lífskraftur í gegn,
sem ekki var hægt annað en dáðst
að.
Ég lærði aðeins hennar lífs-
hlaup, sem svo sannarlega var ekki
alltaf rósum stráð.
Guðmundur og hún eignuðust
fljótlega fimm börn, eina stúlku og
fjóra drengi. Fyrstu árin starfaði
Guðmundur við venjulega verka-
mannavinnu, við uppskipun o.fl.
Það kom eðlilega í hlut Stefaníu að
hugsa um heimilið og börnin, sem
hefur ekki verið létt verk út af fyr-
ir sig. En Stefanía lét ekki deigan
síga, heldur bætti við tekjurnar
með því að taka að sér þrifnað á
skrifstofum á kvöldin.
Guðmundi bauðst þá tækifæri til
að nema pípulagnir, eftir að hafa
hlotið starf hjá pípulagningameist-
ara. Greip hann tækifærið, en til
þess þurfti mikinn kjark, því
lærlingakaup var þá ekki hátt, ef
mig grunar rétt. Stór fjölskylda
þurfti sitt, og nú dugði ekkert
nema samheldnin, útsjónarsemi og
fórnfýsi. Stefanía hélt áfram að
leggja sitt til með kvöldvinnunni.
En svo kom reiðarslagið. Stef-
anía greindist með alvarlegan sjúk-
dóm og var send til Svíþjóðar til
geislameðferðar. Meðferðin tókst
og hún sneri brátt heim og tók
fljótlega upp fyrri iðju við að sjá
um heimilið og vinna úti. Hún var
þó restina af lífinu þjáð af auka-
verkunum geislameðferðarinnar,
sem voru ófullkomnar á þeim tíma.
En erfiðleikum tók að linna eftir
að Guðmundur lauk prófi og tók að
vinna sem pípulagningamaður. Ég
þekkti þau hjón ekki þessa tíma, en
ég efa ekki að smitandi hlátur Stef-
aníu hefur hljómað þá eins og hann
gerði á síðari árum er ég kynntist
henni. Ekkert virtist buga hana,
sama létta skapið og kjarkurinn
hefur ekki brugðist henni fyrstu
árin, fremur en þau síðari, er hún
hafði fengið þau áföll, er bundu
hana við hjólastól sökum lömunar
og gerði henni erfitt með að tjá sig.
Ég var svo lánsamur, að geta
tekið á móti henni á heimili mínu af
og til, er hún var í heimsókn hjá
Gísla, syni sínum, á Blönduósi síð-
ari árin, en þangað höfðum við
hjónin flutt um tíma.
Hún kom glöð og fór glöð, hress
og stolt, þó þreytt væri orðin og
þyrfti á hjálp að halda við flest.
Í mínum huga erum við hér að
kveðja eina af hetjum hins daglega
lífs, sem fáir vissu um, utan þeir
nánustu, kvenskörung með vík-
ingablóð í æðum.
Hún var lítil vexti, en stór í anda
og framkvæmd, sem aldrei lét bug-
ast fyrr en að lokum fyrir þeim
æðsta Drottni okkar, sem gefur og
tekur af sínum óskeikula vilja.
Drottinn blessi sálu Stefaníu um
eilífð.
Ég votta öllum aðstandendum
einlæga samúð.
Baldur G. Bjarnasen.
Hún Stebba frænka var systir
hennar mömmu og mennirnir
þeirra voru bræður. Eins og nærri
má geta voru náin tengsl á milli
fjölskyldna okkar frá fyrstu tíð.
Við minnumst hennar með hlýju og
erum þakklát fyrir að hafa fengið
að njóta nærveru hennar um langt
árabil. Hún var glaðlynd að eðl-
isfari og gott að vera nálægt henni.
Fátt mannlegt var henni óviðkom-
andi og þrátt fyrir erfið veikindi
hin síðustu ár tókst henni ávallt að
finna jákvæða hluti á tilverunni.
Hún var auðug af afkomendum,
sem nú bíður það hlutverk að halda
minningu hennar í hjarta sínu og
takast á við það erfiða hlutskipti,
sem fylgir því að missa ástvin.
Öllum aðstandendum sendum við
hugheilar samúðarkveðjur og biðj-
um þann sem öllu ræður að veita
þeim huggun.
Hvíl í friði, elsku Stebba.
Magnús Sæmundsson,
Svandís Egilsdóttir,
Sæmundur Andri Magnússon,
Daníel Arnar Magnússon,
Gísli Aron Magnússon,
Gissur Atli Sigurðarson.
STEFANÍA
GUÐMUNDSDÓTTIR
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
KARL ÁRNASON,
Kambi,
Reykhólasveit,
lést miðvikudaginn 5. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Unnur Halldórsdóttir,
Guðbjörg Karlsdóttir, Kristján Magnússon,
Jóhanna Karlsdóttir, Karl Bjarnason,
Sumarliði Karlsson, Guðlaug Óskarsdóttir,
Sigrún Karlsdóttir, Hafsteinn Runólfsson,
Halldór Karlsson, Sæbjörg Jónsdóttir,
Björgvin Karlsson, Bóel Hallgrímsdóttir,
Kristín Haraldsdóttir, Gísli Óskarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.