Morgunblaðið - 07.11.2003, Síða 42
MINNINGAR
42 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigríður RósaÞórðardóttir
fæddist á Hrauns-
múla í Kolbeinsstaða-
hreppi 28. janúar
1915. Hún lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði 30. október síð-
astliðinn. Foreldrar
Sigríðar voru Þórður
Árnason, f. 28.9.
1884, d. 27.3. 1961, og
Sigurveig Davíðs-
dóttir, f. 4.12. 1886, d.
28.3. 1951, hjón á
Hraunsmúla. Sigríð-
ur var sjötta elst af
tólf börnum foreldra sinna en auk
þess átti hún einn hálfbróður, son
Þórðar, sem var þeirra elstur.
Sigríður Rósa giftist 26.12. 1935
Birni Svavari Markússyni tré-
smiði, f. 12.4. 1910, á Hafursstöð-
um í Kolbeinsstaðahreppi, d. 26.6.
1991. Foreldrar Björns voru hjón-
in Markús Benjamínsson, f. 14.8.
1873, d. 27.7. 1930, og Kristfríður
Sveinbjörg Hallsdóttir, f. 3.8.
1874, d. 18.1. 1957. Börn Sigríðar
Rósu og Björns Svavars eru: 1)
Ingibjörg Fjóla f. 4.10. 1935, maki
Guðjón Ragnarsson. Börn þeirra
eru Kristján Friðbjörn, Sigurveig
Þóra og Ragnheiður. 2) Svava, f.
29.7. 1940, maki Gunnar Gunnars-
son, d. 23.11. 1983. Börn þeirra
eru Sigríður Birna, Gunnlaug,
Þóra og Gunnar Logi. 3) Kristín
Jóna, f. 2.4. 1942, d. 18.9. 1942. 4)
Kristín Jóna Sigurveig, f. 25.10.
1943, maki Geir Magnússon. Börn
þeirra eru Erla,
Kristinn Þór og
Gunnsteinn. 5) Sig-
ríður Sveinbjörg, f.
16.1. 1945, maki Axel
Þórarinsson. Börn
þeirra eru Björn
Svavar, Borgar Æv-
ar og Guðlaugur
Andri. 6) Hallur, f.
17.9. 1949, maki
Guðrún Guðmunds-
dóttir. Börn þeirra
eru Hafþór, Sigur-
björn, Ingþór og
Laufey. 7) Guðrún, f.
9.12. 1950, maki Örn-
ólfur G. Sveinsson. Börn þeirra
eru Guðrún Margrét, Sveinn
Kristinn og Sigríður Rósa. 8)
Þórður, f. 15.4. 1953, maki Helga
Á. Einarsdóttir. Börn þeirra eru
Ágúst Svavar og Jón Ingi. 9) Lúð-
vík Davíð, f. 14.10.1954, maki Hall-
dóra Magnúsdóttir. Börn þeirra
eru Davíð Halldór, Heiðrún Krist-
ín, Heimir Magnús og Björn Mark-
ús. 10) Stefanía Sigrún, f. 18.8.
1960, maki Manit Saifa. Börn
þeirra eru Anchele, Rósa og Sig-
urbjörn. Barnabarnabörnin eru 38
og barnabarnabarnabörnin sjö.
Sigríður Rósa var heimavinn-
andi en eftir að börnin komust á
legg starfaði hún í 15 ár á Sjúkra-
húsi Akraness. Síðustu æviárin
dvaldi hún á Hrafnistu í Hafnar-
firði.
Útför Sigríðar Rósu verður
gerð frá Áskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Til þín, elsku mamman mín.
Nú ert þú dáin og farin til himna, til
pabba og allra sem þér þótti svo vænt
um og dánir eru.
Þú varst svo falleg bæði hið ytra
sem innra. Þú skiptir aldrei skapi,
sama hvað á gekk, varst svo hógvær
og kvartaðir aldrei.
Þú hafðir svo yndislega nærveru
og það fylgdi þér alltaf svo mikill frið-
ur.
Þú eignaðist tíu börn og fjöldann
allan af afkomendum, eitt stúlkubarn
misstir þú aðeins hálfs árs gamalt, þú
talaðir aldrei opið um þá sorg en þú
deildir afmælisdegi hennar 2. apríl
ætíð með mér og var það bara okkar á
milli.
Stundum ofbauð þér hvað ég var
opinská og sjálfsagt hef ég stundum
alveg gengið fram af þér, en ég veit að
þú elskaðir mig fyrir hreinskilnina og
betri hlustanda en þig var varla hægt
að hugsa sér. Þú varst kletturinn í lífi
mínu, sú sem aldrei brást.
Elsku mamman mín, hér kveðj-
umst við að sinni, við fjölskyldan
þökkum þér allt það góða sem þú
gerðir fyrir okkur. Megi guð geyma
þig allar stundir fyrir mig.
Þín dóttir
Stefanía Sigrún.
Nú er þráðurinn slitinn og lífi
hennar Siggu tengdamóður minnar
er lokið eftir nokkurra ára dvöl á
sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði.
Siggu sá ég fyrst þegar við Gunna
fórum að vera saman og ég fór að
venja komur mínar á heimili hennar.
Allt frá fyrsta skipti fann ég hve vel-
kominn ég var á heimilið. Mér var
fljótlega tekið sem einum í fjölskyld-
unni. Gaman var að koma inn í þenn-
an stóra hóp en þau Sigga og Bjössi
áttu níu börn. Fjögur elstu voru farin
að heiman en þau yngri voru enn í
foreldrahúsum.
Það sem mér er efst í minni frá
þessum tíma er hvað allt var hreint
hjá henni. Það mátti hvergi sjá á
neinu. Hún var einstakt snyrtimenni
og mikil verkmanneskja og allt sem
hún gerði var aðdáunarvert og
hversu vel það var gert.
Hvar sem þau bjuggu áttu þau fal-
legt heimili, þau voru samtaka um að
hlúa að öllu því sem þau áttu.
Alltaf var gott að koma til Siggu.
Hún bakaði oft til að eiga nóg með
kaffinu. Á sunnudögum voru venju-
lega bakaðir fjallháir staflar af
pönnukökum því hún vildi eiga nóg
þegar tengdasynirnir kæmu í heim-
sókn.
Sigga fór að vinna á Sjúkrahúsinu
á Akranesi þegar hún var komin vel á
sextugsaldur. Samviskusemin var svo
mikil að henni fannst hún mæta of
seint ef hún var ekki komin á vinnu-
stað hálftíma áður en vinna átti að
hefjast. Hún minntist oft stelpnanna
sem hún vann með. Hún var ein af
þeim þótt hún gæti hafa verið
mamma þeirra eða amma sumra. All-
ar voru þær jafn gamlar í hennar
huga.
Gott var að búa í námunda við þau
Siggu og Bjössa. Náið samband var
alla tíð á milli okkar. Börnin áttu allt-
af vísan stað hjá ömmu og afa þar sem
þau voru í rólegheitum. Þar var rætt
var við þau, þeim kennt að lesa og
spila.
Eftir að Björn lést árið 1991 fór
parkinsonsveikin að ágerast hjá
Siggu. Fluttist hún þá á Hrafnistu í
Hafnarfirði. Höfðum við oft á orði
hversu heppin hún hefði verið að
eignast þar heimili því þar er einstak-
lega gott starfsfólk sem gerir allt til
að láta hverjum einstaklingi líða sem
best.
Þarna hafði hún sitt herbergi þar
sem allir veggir voru þaktir af mynd-
um af börnum og barnabörnum henn-
ar sem hún var svo stolt af.
Sigga flíkaði ekki tilfinningum sín-
um en fann til með þeim sem minna
máttu sín og áttu erfitt.
Ég minnist hennar sem hljóðlátrar
alþýðukonu sem vann verk sín án
þess að ætlast til hróss.
Að lokum vil ég þakka henni fyrir
samfylgdina og fyrir allt sem hún var
okkur. Megi Guð blessa minningu
hennar.
Örnólfur Sveinsson.
Elsku amma mín, nú ertu farin frá
okkur. Þegar pabbi hringdi til mín í
síðustu viku og sagði mér hversu veik
þú værir var eitthvað inni í mér sem
vonaði að ég fengi þrátt fyrir það að
sjá þig þegar ég kæmi heim um jólin.
Sú von varð að engu þegar ég fékk að
vita rúmum sólarhring seinna að þú
hefðir dáið þá um nóttina.
Síðustu daga hefur mér mikið orðið
hugsað til þeirra stunda sem við átt-
um saman frá því ég var lítil stelpa.
Það er mér minnisstætt frá því við
bjuggum á Akranesi að við komum
oft í sunnudagssteikina til þín í há-
deginu. Það var fastur liður að fá
lambahrygg, brúnaðar kartöflur og
malt og appelsín. Auk þess bakaðir
þú alltaf himinháa stafla af pönnu-
kökum í þá daga sem borðaðar voru
af bestu lyst.
Þegar ég varð eldri og þið voruð
flutt í Kópavoginn og við bjuggum í
Reykjavík kom ég oft í pönnukökur
og spilamennsku um helgar. Við gát-
um spilað tælenskt rommý með afa
stundunum saman. Eftir að afi féll frá
hélst þú áfram að spila við mig á með-
an heilsan leyfði. Þetta voru yndisleg-
ar stundir.
Síðustu ár hafa verið þér erfið með
þann sjúkdóm sem þú þjáðist af. Við
reyndum þó alltaf að slá á létta stengi
þegar ég kom í heimsókn til þín á
Hrafnistu. Eitt af þínu uppáhaldi var
þegar ég lagaði á þér neglurnar og
gerði þig fína. Þrátt fyrir hrakandi
heilsu vildirðu alltaf hafa þig til og
vera fín og flott.
Síðustu tvö árin voru þessar stund-
ir ekki alveg jafn rólegar þar sem litli
ærslabelgurinn minn fylgdi mér yf-
irleitt til þín. Ég man hvað þér fannst
gaman að fá að halda á honum sem
ungbarni enda var langt síðan þú
hafðir umgengist svo lítil börn. Þegar
strákurinn svo eltist naust þú þess að
gefa honum súkkulaði þrátt fyrir
mótbárur foreldranna. Sá litli vissi
hvað klukkan sló þegar hann var að
fara til langömmu.
Ég sá þig síðast í sumar áður en við
fluttum út til Kaupmannahafnar og
vissi að þetta gæti orðið okkar síðasta
stund saman en hélt samt í vonina að
fá að sjá þig aftur um jólin. Nú er ég
komin heim til að kveðja þig, elsku
amma, og veit ég að þjáningum þín-
um er nú lokið og að þú færð góða
hvíld við hlið hans afa sem alltaf var
þín stoð og stytta. Megi Guð geyma
þig.
Þín
Guðrún Margrét.
Hún hét fullu nafni Sigríður Rósa
Þórðardóttir og var fædd í janúar
1915. Við vorum systkinadætur. For-
eldrar hennar voru Sigurveig Davíðs-
dóttir og Þórður Árnason. Þau
bjuggu í Kolbeinsstaðahreppi og
eignuðust alls þrettán börn, svo geta
má nærri að oft var þröngt í búi hjá
þeim.
Sigga Rósa kom til foreldra minna,
sem bjuggu á Eyrarbakka. Þá var
hún hátt á tíunda ári og dvaldi hjá
okkur framyfir fermingu. Þorvaldur,
bróðir minn, var skírður um leið og
hún fermdist. Hún fór sumarið eftir
að hún fermdist á heimaslóðir og
hafði þá ekki séð foreldra sína í fimm
ár, en aldrei heyrði ég hana kvarta.
Ég man svo glöggt, þegar ég sá hana
fyrst. Það var síðla kvölds, og við
systurnar vorum háttaðar. Ég var
hátt á fimmta ári og systir mín
þriggja ára. Við biðum spenntar eftir
að sjá þessa nýju frænku okkar. Hún
hafði aldrei séð þessa fjölskyldu, sem
hún átti að dvelja hjá næstu árin. Hún
var því öllu og öllum ókunn. Ég man
hvað mér þótti hún lagleg. Hún átti að
gæta okkar systranna. Skemmtilegri
barnfóstru var vart hægt að hugsa
sér. Hún sagði okkur sögur, sem hún
skáldaði sjálf jafnóðum, bæði af mús-
um og mönnum. Mörgum fuglinum
bjargaði hún úr klóm kisu. Einu sinni
kom hún heim með vængbrotinn fugl.
Við vildum vera ósköp góðar við fugl-
inn og gáfum honum að borða. Fyrir
nóttina var sett vatn í smá fat, svo
hann gæti fengið sér að drekka. Þá
vildi ekki betur til en svo, að fuglinn
drukknaði í fatinu. Sigga Rósa bjó um
hann í pappakassa og við jarðsettum
hann undir fjósveggnum og sungum
yfir honum.
Sigga Rósa var með afbrigðum hög
í höndum og vandvirk við allt sem hún
lagði hönd á. Við áttum litla barna-
saumavél og saumaði hún og sneið
gullfallega kjóla á dúkkurnar okkar.
Ég saknaði hennar þau ár, sem hún
var í burtu. Hún kom aftur til okkar,
þegar hún var 17 ára og dvaldi í einn
vetur. Hún var þá glæsileg ung stúlka
með dökkt sjálfliðað hár og tindrandi
falleg augu. Hún hélt þessu fallega
hári alla tíð, þó að það væri löngu orð-
ið hvítt. Margur ungur pilturinn
renndi til hennar hýru auga þennan
vetur. Hún fór svo aftur á heimaslóðir
og kynntist þar mannsefninu sínu,
Birni Markússyni, sem ættaður var af
svipuðum slóðum. Hann var mikill
hagleiksmaður og prýðilega greind-
ur. Þau giftu sig 1935. Hann gerðist
bóndi og fluttu þau ári seinna að
Stokkseyrarseli í Árnessýslu og voru
þar frá 1936–1941 og áttu þá eina
dóttur, en börnin urðu alls tíu. Þau
misstu stúlku sex mánaða gamla, en
hin níu lifa öll móður sína og bera for-
eldrum sínum gott vitni. Árið 1941,
nokkru eftir að þau komu til Reykja-
víkur, dreif Björn sig í Iðnskólann og
lauk þaðan meistaraprófi í smíðum.
Þá voru dæturnar orðnar fjórar.
Hann vann næstum fulla vinnu með
náminu. Eftir að hann lauk námi
fluttu þau sig í Borgarnes og rak
hann þar smíðaverkstæði og fór þá
efnahagurinn batnandi, þótt alltaf
bættust börnin við. Síðar fluttu þau á
Akranes, þar sem Björn vann áfram
við smíðar. Þá voru flest börnin upp-
komin og Sigga Rósa fór að vinna á
sjúkrahúsinu á Akranesi. Hún kunni
þar vel við sig og var það gagnkvæmt
og var hún kvödd með virktum, þegar
þau fluttu aftur á höfuðborgarsvæðið
um 1981. Þá var heilsan farin að gefa
sig hjá báðum; hann búinn að fá
hjartaáfall og hún greindist með
Parkinsons-veiki litlu síðar, en þau
báru sig vel og nú gafst tími til að lesa
góðar bækur. Björn las þá oft upp-
hátt fyrir konu sína, meðan hún dútl-
aði við eitthvað í höndunum, en henni
féll sjaldan verk úr hendi og liggur
eftir hana mjög falleg handavinna.
Við hjónin áttum margar ánægju-
stundir á heimili þeirra hjóna í Kópa-
voginum. Þar áttu þau litla og snotra
íbúð, þar sem allt bar vitni snyrti-
mennsku þeirra. Þar bjuggu þau,
meðan bæði lifðu, en Björn dó árið
1991. Sigga dvaldi áfram á heimili
sínu fyrstu tvö árin eftir lát Björns,
en vegna heilsubrests varð hún að
fara á dvalarheimili og dvaldi sein-
ustu sex árin á Hrafnistu í Hafnar-
firði, þar sem vel var að henni búið.
Hún hafði afburða gott minni fram
undir það síðasta og góða kímnigáfu.
Við Sigga Rósa vorum góðar vin-
konur og gat ég margt af henni lært,
sem ég þakka nú, þegar leiðir skilja.
Ég veit að hún á góða heimkomu og
bið Guð að vernda hana og fjölskyldu
hennar alla.
Anna Sigríður Lúðvíksdóttir.
SIGRÍÐUR RÓSA
ÞÓRÐARDÓTTIR
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SVEINSÍNA JÓNSDÓTTIR,
Brekkugötu 7,
Ólafsfirði,
andaðist á sjúkradeild Hornbrekku fimmtu-
daginn 6. nóvember.
Guðrún Þorvaldsdóttir, Hreinn Bernharðsson,
Jón Þorvaldsson, Sigrún S. Jónsdóttir,
Þóra Þorvaldsdóttir, Guðbjörn Jakobsson,
Ólöf Þorvaldsdóttir, Kjartan Gústafsson,
Þorsteinn Þorvaldsson, Gunnlaug Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir mín og tengdamóðir,
SIGURJÓNA JÓHANNSDÓTTIR,
Ránargötu 34,
lést á Sóltúni miðvikudaginn 5. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 14. nóvember kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda og annarra vanda-
manna,
Magnús Axelsson, Auður Guðmundsdóttir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUNNHILDUR SESSELJA JÓNSDÓTTIR
frá Ásgarði, Miðneshreppi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðviku-
daginn 5. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sæunn Guðmundsdóttir, Sigurður Guðjónsson,
Kolbrún Inga Guðmundsdóttir, Anton Hjörleifsson,
Svanhvít Guðmundsdóttir,
Herbert Pétur Guðmundsson, Ingibjörg R. Ingólfsdóttir,
Jóna Guðmundsdóttir, Ronne Turnbull,
Óskar Guðmundsson, Guðfinna Reimarsdóttir,
Ingigerður Guðmundsdóttir, Friðrik Valgeirsson,
Dagbjört Anna Guðmundsdóttir,Guðmundur Marteinn Jakobsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður og faðir okkar,
VIÐAR MAGNÚSSON,
Skarðsbraut 15,
Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn
5. nóvember.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju miðvikudag-
inn 12. nóvember kl. 14.
Marsibil Sigurðardóttir,
Ásdís Viðarsdóttir,
Helga Viðarsdóttir,
Magnús Viðarsson.