Morgunblaðið - 07.11.2003, Page 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 43
✝ Óskar Sigfinns-son fæddist í
Vestmannaeyjum 17.
janúar 1911. Hann
andaðist á Hrafnistu
í Hafnarfirði aðfara-
nótt 1. nóvember síð-
astliðinn. Hann var
sonur Sigfinns Árna-
sonar frá Norðfirði
og Júlíu Sigurðar-
dóttur frá Syðstu-
Grund undir Eyja-
fjöllum. Systkini
Óskars eru Sigur-
björn Sigfinnsson,
Margrét Eiríksdótt-
ir, Guðmundur Eiríksson, Þórar-
inn Eiríksson, Gunnar Eiríksson,
Sigurfinna Eiríksdóttir og Laufey
Eiríksdóttir. Af þeim er Margrét
ein á lífi.
Óskar kvæntist árið 1941 Guð-
nýju Þóru Þórðardóttur frá
Vöðlavík, f. 5.12. 1911, en þau
höfðu búið saman frá 22 ára aldri.
Börn þeirra eru: Axel Sigurðsson,
f. 20.2. 1933, kvæntur Þóru Þórð-
ardóttur; Friðrik Grétar, f. 2.11.
1936, kvæntur Kar-
ólínu Guðnadóttur;
Jóhanna Kristín, f.
3.4. 1939, gift Frið-
rik Guðleifssyni;
Auður Sigurrós, f.
10.10. 1941, gift Ein-
ari Gíslasyni; og
Bergþóra, f. 10.5.
1943, gift Garðari
Sigurðssyni. Barna-
börn Óskars og Guð-
nýjar eru 21, barna-
barnabörn, 42 og
barnabarnabarna-
börn 2.
Óskar fór á sjó
ungur að árum, gerðist vélstjóri
og síðar skipstjóri. Hann var um
tíma í millilandasiglingum en síð-
ast starfsmaður Skeljungs í
Reykjavík. Óskar og Guðný hófu
sinn búskap á Neskaupstað en
fluttu til Reykjavíkur 1963. Síð-
ustu tíu árin hafa þau búið að
Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útför Óskars verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Elsku afi, mig setti hljóða við þá
fregn að þú værir allur. Já, ég varð
sár í fyrstu því þetta var þó afmæl-
isdagurinn minn, en eftirá að hyggja
gat gjöfin vart verið betri, þú sofnaðir
þínum hinsta svefni og varst laus við
að þjást of lengi.
Það er svo margs að minnast á
þeim 37 árum sem ég hef fengið að
vera með þér, elsku afi. Það voru ófá
skiptin sem þú komst að sækja mig á
BSÍ þegar ég kom með rútunni alein
úr Keflavík og fékk að eyða helginni
með þér og ömmu í Eskihlíðinni.
Ferðirnar á Skodanum í Lunda-
reykjadalinn, samveran þar, samver-
an í Svíþjóð hjá Jóhönnu og Fidda og
ég tala nú ekki um öll jólin sem við
áttum saman.
Skipulagður, laginn og nýtinn
varstu og er ég ekki í vafa um að hann
Oggi minn hefur erft þessa hæfileika
frá þér. Það eru ekki margir sem eiga
afa sem kann að prjóna vettlinga og
ullarsokka og þessir hlutir frá þér og
ömmu hafa yljað mörgu barna-
barninu og barnabarnabarninu um
hendur og tær í ára raðir. Vel var
vandað til verks og börnin voru stolt
að bera handverk langafa og lang-
ömmu á höndum og fótum. Því láni
áttir þú að fagna að eiga alveg ein-
staka konu, já, bestu ömmu í heimi,
og það lán lék við ykkur að vera sam-
an í öll þessi ár.
Elsku afi, ég vil með þessum fá-
tæklegu orðum þakka þér fyrir allt og
ég veit að þú bíður með opinn faðm-
inn eftir ömmu þegar kallið hennar
kemur. Góði Guð, gefðu okkur öllum
styrk í okkar miklu sorg. Minningin
um þig, elsku afi, mun lifa með okkur
að eilífu.
Þú, Guð, sem stýrir stjarnaher
og stjórnar veröldinni,
í straumi lífsins stýr þú mér
með sterkri hendi þinni.
Stýr mínu fari heilu heim
í höfn á friðarlandi,
þar mig í þinni gæslu geym,
ó, Guð minn allsvaldandi.
(Vald. Briem.)
Hvíl þú í friði, elsku afi.
Þín
Guðný Svava.
Elsku afi.
Okkur er bæði ljúft og skylt að
minnast þín á þessari stundu. Víst er
að minningarnar eru margar og góð-
ar, elsku afi. Það er ekki hægt að
minnast þín án þess að tala um „betri
helminginn“, þið segið þetta bæði, þú
um hana og hún um þig. Þið amma er-
uð mín fyrirmynd og ég vildi óska
þess að það væri auðvelt að vera jafn
æðrulaus gagnvart lífinu eins og þið
amma. Við Halli segjum alltaf – við
erum heppin ef við verðum eins og
amma og afi því að þau eru ennþá svo
ástfangin eftir öll þessi ár. Tveir
sterkir strengir á stóru hljóðfæri sem
þið hafið skapað af miklum kærleika
og dugnaði sem fáir leika eftir.
Þegar ég hugsa til baka get ég
þakkað fyrir hvað ég gat verið mikið
hjá ykkur. Ég þakka mikið fyrir að fá
að koma með níunni í Eskihlíðina og
gista, þú beiðst eftir mér og við löbb-
uðum til ömmu sem var búin að laga
eitthvað handa okkur í svanginn, ég
varð alltaf svöng á leiðinni til ykkar –
það smakkast allt betur hjá ykkur.
Svo var spjallað um heima og geima
rétt eins og maður væri fullorðin. Ég
fékk auðvitað að máta alla spariskóna
hennar ömmu, fara í feluleik, læra að
prjóna með misjöfnum árangri, spila
við ömmu, Möggu og Guðnýju á loft-
inu, gista í sófanum, stelast í flautuna
hans Gumma frænda, sofa í glugga-
tjaldi, gera slátur þar sem að þú
sýndir mér hvers vegna maður þarf
að sauma þétt fyrir keppinn, af
hverju það þarf alltaf að ganga vel
frá, og hvernig maður getur enda-
laust skipulagt geymsluna. Ég man
líka jafnvel þegar ég fór að fara
„sjálf“ í níuna aftur heim „auðvitað
ertu orðin stórafastúlka“, en samt
voru alltaf tvö andlit í glugganum bak
við gardínuna þegar ég leit til baka og
símtal til að athuga hvort að tásan
hans afa væri komin heim. Ég get
haldið endalaust áfram, berjamór,
sveitaferðir á appelsínugula Skodan-
um til Auðar frænku, kúra í afa bóli,
sögur að austan og af vertíðum suður
með sjó. „Þetta var svo sem ekkert –
amma þín sá um allt.“ Aldrei nefnd-
irðu það að þú hefðir bjargað manns-
lífum. Það var heppni. Alltaf var eitt-
hvað fallegt sem þið gátuð sagt hvort
um annað.
Við Halli og Garðar litli fluttum svo
austur á Eskifjörð, sem var að sjálf-
sögðu klaufaskapur, þar sem að Nes-
kaupstaður var bara rétt handan við
skarðið og miklu betra þar. Þá urðu
þessar sögur þínar og ömmu ljóslif-
andi, það var lyginni líkast þegar við
gengum um víkur og firði og við hefð-
um getað gengið kortlaus svo ná-
kvæmar voru lýsingar ykkur. Ekki
bara á Austurlandi heldur hver viti og
grynning hvar sem var.
Ég man líka þegar ég kom með
Halla í fyrsta fjölskylduboðið og döm-
urnar í eldhúsinu voru með hann í
frumyfirheyrslu þá leistu upp úr
stólnum þínum í horninu og gafst mér
smáblikk – alltaf jafnrólegur og ynd-
islegur og þá vissi ég að hann væri
sloppinn hjá þér og ömmu og það var
nóg fyrir mig. Núna er mér minnis-
stæðast „hlustaðu á ömmu þína“ og
núna segir amma ekki gráta afa, það
er svo vont fyrir hann, treystu Guði
og þakkaðu fyrir allar góðu stundirn-
ar. Er til meiri kærleikur en þetta,
elsku afi. Við eigum bara góðar
stundir með þér.
Þín
Gerður Klara, Haraldur,
Garðar og Diljá langafastelpa.
Elsku afi, nú þegar þú kveður eftir
nær 93 ár langar mig og fjölskyldu
mína að minnast þín með fáeinum
orðum. Minningarnar eru margar og
góðar. Þær fyrstu eru frá Norðfirði
þar sem þú áttir heima fyrstu æviár
mín. Ég var ekki hár í loftinu þegar
ég elti þig eins og skugginn þinn. Af
þér hef ég lært mikið með því að
fylgjast með handbragði þínu. Eftir
að þið amma fluttuð til Reykjavíkur
urðu samverustundirnar fleiri. Alltaf
varstu tilbúinn að hjálpa til og þegar
við eignuðumst fyrstu íbúðina varstu
fljótur að koma til Keflavíkur til að
smíða og hjálpa til við að standsetja
íbúðina.
Börnin sjá á eftir góðum langafa.
Þau eru mjög rík að hafa fengið að
njóta ykkar ömmu svona lengi eins og
við sjálf. Alltaf opnuðu þau jólapakk-
ana frá ykkur ömmu með bros á vör
þegar þau fengu nýja vettlinga og
hosur sem amma prjónaði fyrst en þú
tókst svo þátt í eftir að þú hættir að
vinna. Það eru örugglega ekki margir
karlmenn sem fara að læra að prjóna
næstum sjötugir að aldri. Það er sárt
að missa þig en það er huggun í sorg-
inni að vita að þér líður vel núna og
guð geymi þig.
Elsku amma, guð styrki þig í sorg
þinni. Það hlýtur að vera erfitt að
kveðja maka sinn eftir öll þessi ár.
Guð blessi ykkur bæði.
Óskar Hafsteinn og fjölskylda.
Þegar við rifjum upp minningar
um Óskar afa kemur upp mynd af
traustum og hraustum, hnellnum
kalli af gamla skólanum eins og sagt
er. Lífsreyndri sjóhetju sem hafði
komist í hann krappann en staðið af
sér brotsjói og brim. Afi var maður
sem við gátum ekki annað en borið
virðingu fyrir, en samt sem áður tók
hann sig sjálfur mátulega alvarlega
og ávallt var stutt í bros eða glettn-
islegt glott og þegar hann fór á flug í
sögum að austan eða einhverjum
halamiðunum kom einatt blik í augun
á þeim gamla.
Allt sem Óskar afi lagði hönd á bar
merki samviskusemi hans og natni og
má þar nefna að þegar jólapakkarnir
frá þeim ömmu komu með póstinum í
sveitina voru þeir alltaf auðþekkjan-
legir á fráganginum en þeir voru
þannig um búnir að þeir hefðu þolað
að velkjast í stórsjó mánuðum saman
ef út í það hefði farið. Þegar við systk-
inin vorum í heimsókn hjá ömmu og
afa í Eskihlíðinni fylgdi afi okkur á
umferðarmiðstöðina eða í Akraborg-
ina og stundvísi hans var þannig að
helst þurftum við að vera komin á
staðinn klukkutíma áður en rútan eða
skipið lagði af stað.
Minningarnar eru margar bæði frá
heimsóknum okkar til ömmu og afa í
Eskihlíðina og síðar til þeirra á
Hrafnistu og ekki síður frá því þegar
þau komu til okkar í sveitina á stíf-
bónuðum Skódanum. Þá var afi yfir-
leitt kominn á fætur fyrir allar aldir
að gá til veðurs og að finna sér eitt-
hvað til að hafa fyrir stafni. Eins var
það þegar hann var hættur að vinna
gat hann ekki setið aðgerðarlaus
heldur fór í „samvinnufélag“ með
ömmu um prjónaskapinn. Við mun-
um sjálfsagt alltaf sjá þau fyrir okkur
saman, hvort í sínum stólnum, með
prjónana, en það var afkastamikil
„verksmiðja“ sem sá meðal annars
barnabörnunum og meira að segja
barnabarnabörnunum fyrir hlýjum
fótabúnaði nánast fram á þennan dag.
Þótt falls sé von af fornu tré er
söknuðurinn engu að síður mikill en
minningin um góðan afa og góðan
dreng lifir áfram.
Við biðjum guð að blessa og styrkja
ömmu Guðnýju því hennar missir er
mestur.
Anna Guðný, Gísli, Sigríður,
Brynjólfur Óskar, Kristín
Sigurrós og Ástríður.
Elsku langafi, þakka þér fyrir að
við fengum að kynnast þér. Takk fyr-
ir allar stundirnar sem við áttum
saman, takk fyrir alla hlýju ullar-
sokkana og vettlingana sem þú prjón-
aðir á okkur ásamt langömmu. Þú
varst besti langafi í heimi. Við viljum
biðja Guð og alla englana hans að
geyma þig fyrir okkur.
Steinunn Ósk og Valur Orri.
ÓSKAR
SIGFINNSSON
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
ÓSKAR SIGFINNSSON
fyrrverandi skipstjóri
frá Neskaupstað,
andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn
1. nóvember síðastliðinn.
Hann verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
föstudaginn 7. nóvember kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans,
er bent á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Guðný Þóra Þórðardóttir,
Axel Óskarsson,
Jóhanna Kristín Óskarsdóttir,
Friðrik Grétar Óskarsson,
Auður Sigurrós Óskarsdóttir,
Bergþóra Óskarsdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær bróðir okkar,
GUÐMUNDUR G. BACHMANN,
Dvalarheimili aldraðra,
Borgarbraut 65,
Borgarnesi,
verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugar-
daginn 8. nóvember kl. 11.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þórhildur Bachmann,
Bjarni Bachmann,
Áslaug Bachmann.
Elskuleg dóttir mín, systir, mágkona og
frænka,
RÓSA VALTÝSDÓTTIR,
síðast til heimilis í
Hátúni 10A,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 6. nóvember.
Steingerður Theódórsdóttir,
Sólveig Valtýsdóttir, Hörður Einarsson,
Bragi Valtýsson,
Ragnheiður Valtýsdóttir, Sæmundur Einarsson,
systradætur og aðrir aðstandendur.
Elskulegur frændi okkar,
ÞORBERGUR GUÐJÓNSSON
frá Melkoti í Leirársveit,
síðar Dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
lést miðvikudaginn 5. nóvember.
Systkinabörn hins látna.
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
BJÖRG ÞORKELSDÓTTIR,
Valdastöðum í Kjós,
síðast vistmaður á Litlu Grund,
lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn
6. nóvember.
Katrín Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Magnús Sveinsson,
Maríus Sigurbjörnsson, Sigríður Sverrisdóttir,
Guðmundur Sigurbjörnsson, Gréta Tryggvadóttir,
Sigurbjörn Ó. Ragnarsson, Elín Guðmundsdóttir,
Tómas A. Baldvinsson, Jóna Björg Pálsdóttir,
Halldór J. Ragnarsson, Björk Óskarsdóttir.
Afmælis- og minningargreinum má skila í
tölvupósti eða á disklingi (netfangið er
minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um
leið og grein hefur borist). Ef greinin er á
disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð-
synlegt er að símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi
með. Þar sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina, enda þótt
þær berist innan hins tiltekna frests. Nán-
ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát-
inn einstakling birtist formáli og ein aðal-
grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en
aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300
orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50
línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til
þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín-
ur, og votta virðingu án þess að það sé gert
með langri grein. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.