Morgunblaðið - 07.11.2003, Qupperneq 53
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 53
„ÉG er bara á und-
an áætlun og ég get
vel ímyndað mér að
ég geti verið byrj-
aður að spila eftir
fjórar vikur. Ég má
byrja að æfa eftir
tvær vikur svo þetta
er allt að koma,“
sagði landsliðsmað-
urinn Heiðar Helgu-
son hjá Watford við
Morgunblaðið í gær.
Heiðar meiddist á
æfingu liðsins í
byrjun september,
nokkrum dögum
eftir landsleikinn
við Þjóðverja á Laugardalsvelli,
þar sem hann átti skínandi leik.
Aftara krossband í hné
Heiðars rifnaði og
þurfti hann að gangast
undir aðgerð af þeim
sökum.
„Ég er orðinn ansi
hungraður í að spila og
hundleiður á að sitja
uppi í stúku og sjá fé-
lagana spila. En þetta
er allt á réttri leið og
ég verð kominn í slag-
inn þegar jólaatið byrj-
ar,“ sagði Heiðar en lið
hans er í 17. sæti 1.
deildarinnar.
Heiðar framlengdi
samning sinn við Wat-
ford í byrjun árs – er samnings-
bundinn til ársins 2006.
Heiðar Helguson
er allur að hressast
Heiðar
Völler hefur einnig kallað áSebastian Deisler og Jens Jer-
emies, miðvallarleikmenn Bayern
München og miðjumanninn Paul
Freier hjá Bochum, sem gátu ekki
leikið með gegn Íslendingum í Ham-
borg á dögunum vegna meiðsla.
Þjóðirnar eru þegar byrjaðar að
undirbúa sig fyrir Evrópukeppnina í
Portúgal næsta sumar. Þær hafa
fagnað tveimur síðustu Evrópu-
meistaratitlum – Þýskaland 1996 á
Wembley og Frakkland 2000 í Amst-
erdam.
Fastamenn meiddir
Þjóðverjar geta ekki teflt fram
mörgum leikmönnum, sem nokkrir
tóku þátt í leiknum gegn Íslandi í
Hamborg, því meiddir eru Tobias
Rau, Carsten Ramelow, Christian
Rahn, Christian Ziege, Dietmar
Hamann, Jörg Böhme, Christoph
Metzelder og Torsten Frings.
Frakkar verða aftur á móti án fyr-
irliðans, Marcel Desailly.
Landsliðshópur Völlers er þannig
skipaður, að markverðir eru Oliver
Kahn (Bayern München) og Jens
Lehmann (Arsenal).
Varnarmenn: Frank Baumann
(Werder Bremen), Arne Friedrich
(Hertha Berlín), Marko Rehmer
(Hertha Berlín), Andreas Hinkel
(Stuttgart), Jens Nowotny (Lever-
kusen), Christian Wörns (Dort-
mund).
Miðvallarleikmenn: Michael Ball-
ack (Bayern München), Sebastian
Deisler (Bayern München), Jens
Jeremies (Bayern München), Daniel
Bierofka (Leverkusen), Bernd
Schneider (Leverkusen), Fabian
Ernst (Werder Bremen), Paul
Freier (Bochum), Sebastian Kehl
(Dortmund).
Sóknarmenn: Fredi Bobic
(Hertha Berlín), Miroslav Klose
(Kaiserslautern), Kevin Kuranyi
(Stuttgart), Oliver Neuville (Lever-
kusen), Benjamin Lauth (1860
München).
Völler kallar
á Nowotny
JENS Nowotny, miðvörðurinn sterki hjá Bayer Leverkusen, er á ný
kominn í landsliðshóp Þýskalands í knattspyrnu – eftir nítján mán-
uða fjarveru vegna meiðsla. Hann gat ekki leikið með þýska liðinu á
HM í fyrra, þar sem hann fór í tvær skurðaðgerðir á hné. Rudi Völler,
landsliðsþjálfari Þjóðverja, hefur valið leikmannahóp sinn sem
mætir Frökkum í vináttulandsleik í Gelsenkirchen laugardaginn 15.
nóvember.
„ÉG ER byrjaður að hlaupa og
hjóla og ég verð vonandi orðinn
klár í slaginn eftir tvær vikur en
ég mun samt ekki taka neina
áhættu með að byrja of snemma,“
sagði Patrekur Jóhannesson,
landsliðsmaður í handknattleik og
leikmaður Bidasoa, við Morg-
unblaðið.
Patrekur gekkst undir hné-
aðgerð um miðjan síðasta mánuð
þegar í ljós kom að liðþófi í hægra
hné hans var skaddaður en að sögn
Patreks þurfti einnig að strekkja á
krossbandinu og þar með tekur
það hann lengri tíma að jafna sig.
Patreks er sárt saknað í liði Bid-
asoa en liðinu hefur ekki gengið
sem skyldi í spænsku 1. deildinni. Í
fyrrakvöld tapaði Bidasoa fyrir
Ólafi Stefánssyni og félögum hans í
Ciudad Real, 22:14, og er Bidasoa í
13. sæti af 16 liðum með aðeins
fjögur stig eftir níu umferðir.
Patrekur byrj-
aður að æfa
Árni segist hafa aflað sér einsgóðra upplýsinga um lið
Drott og kostur er á. „Þetta virðist
vera sterkt lið sem leikur dæmi-
gerðan sænskan handknattleik.
Auk sænskra leikmanna hefur það
innan sinna raða tékkneskan
miðjumann sem virðist öflugur og
einnig spænska skyttu sem hefur
verið einn sterkasti leikmaður liðs-
ins að undanförnu. Síðan hefur lið-
ið norskan markvörð sem virðist
ekki vera neitt lamb að leika við,“
segir Árni sem var á leið frá
Kaupmannahöfn til Halmstad þeg-
ar Morgunblaðið náði tali af hon-
um, en ferðin þarna á milli tekur
um tvo tíma. HK-liðið hefur þar
með góðan tíma í Halmstad og gat
æft í gærkvöldi og eins í dag áður
en flautað verður til leiks síðdegis
á morgun.
Spurður um hvernig hann mæti
möguleika HK-liðsins í leiknum
sagði Árni; „Ég skal ekki segja um
þá nákvæmlega, en ég met það
sem svo að við verðum að leika
góða vörn og hafa markvörsluna í
lagi ætlum við að stríða leikmönn-
um Drott. Þessi atriði verða að
vera í lagi hjá okkur ef árangur á
að nást. Vörnin var góð hjá okkur í
leiknum ytra gegn Rússunum í síð-
ustu umferð og takist okkur að
leika á svipaðan hátt þá hef ég trú
á að við getum strítt Svíunum. Þá
verðum við að leika af þolinmæði í
sókninni,“ sagði Árni sem kvað
alla leikmenn vera klára í slaginn
og klæja í fingurna að takast á við
Drott sem er í 3.–4. sæti sænsku
úrvalsdeildarinnar um þessar
mundir.
Þjálfari Drott er einn reyndasti
handknattleiksmaður Svía á síð-
ustu árum, Magnus Andersson.
Hann leikur ekki lengur með lið-
inu en fingraför hans eru greinileg
á því að sögn Árna því Drott leik-
ur dæmigerðan sænskan hand-
knattleik, jafnt í vörn sem sókn.
„Það er alveg ljóst að við verðum
að vanda okkur til að ná hag-
stæðum úrslitum til að eiga ein-
hverja möguleika í síðari leiknum
á heimavelli.
Góð stemmning
Það er annars mjög góð
stemmning í okkar hópi og allir
klárir í slaginn. Með okkur í för
eru um fjörutíu stuðningsmenn og
annar eins hópur kemur síðan út á
morgun [föstudag]. Það er gaman
að hafa svona stóran hóp til að
styðja við bakið á okkur í þessum
erfiða leik. Þetta eykur allt sam-
kennd félagsmanna og bætir mjög
stemmninguna. Nú er bara að
standa sig á leikvellinum þegar
flautað verður til leiks,“ sagði Árni
Jakob Stefánsson, þjálfari HK,
ákveðinn að vanda.
„Verðum að leika
af þolinmæði“
Hvað segir Árni J. Stefánsson, þjálfari HK, um möguleikana
gegn Drott frá Halmstad í Evrópukeppni bikarhafa?
„MÉR líst bara nokkuð vel á leikinn en við gerum okkur grein fyrir
að þetta verður erfitt enda er þetta hörkulið sem við mætum,“ segir
Árni Jakob Stefánsson, þjálfari HK, sem mætir sænska liðinu Drott
í fyrri leik liðanna í þriðju umferð Evrópukeppni bikarhafa í hand-
knattleik í Halmstad í Svíþjóð á morgun. Síðari leikurinn verður síð-
an í Kópavogi eftir viku.