Morgunblaðið - 07.11.2003, Síða 54
ÍÞRÓTTIR
54 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
HANDKNATTLEIKUR
Bikarkeppni HSÍ
SS-bikarkeppni karla, 16-liða úrslit:
FH – Afturelding ..............................25:26
Víkingur 2 – Valur.......................... 24:48
Mörk Víkings-2: Karl Þráinsson 5, Páll
Björgvinsson 5, Sigurður Ragnarsson 4,
Steinar Birgisson 3, Árni Friðleifsson 3,
Guðmundur Guðmundsson 2, Kristján
Ágústsson 2.
Mörk Vals: Baldvin Þorsteinsson 11,
Freyr Brynjarsson 9, Kristján Þor-
steinsson 7, Heimir Árnason 4, Sigurður
Eggertsson 4, Atli R. Steinþórsson 4,
Hjalti Pálmason 3, Brendan Þorvaldsson
3, Markús Máni M. Maute 2, Ægir Þór
Jónsson 1.
Þýskaland
Bikarkeppnin, 3. umferð:
Wetzlar – Göppingen ....................... 28:29
Jafnt eftir venjulegan leiktíma, 25:25.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Fyrirtækjakeppni KKÍ
Hópbílabikar karla, 8-liða úrslit, seinni
leikir:
Grindavík – ÍR ............................... 109:92
Grindavík vann samtals 188:174 og er
komin í undanúrslit.
Njarðvík – KR.................................. 82:72
Stig Njarðvíkur: Brandon Woudstra 19,
Egill Jónasson 18, Brenton Birmingham
17, Páll Kristinsson 14, Friðrik Stef-
ánsson 6, Kristján Sigurðsson 3, Halldór
Karlsson 3, Guðmundur Jónsson 2.
Stig KR: Ingvaldur Magni Hafsteinsson
20, Baldur Ólafsson 14, Steinar Kaldal
11, Chris Woods 8, Ólafur Ægisson 8,
Helgi R. Guðmundsson 5, Skarphéðinn
Ingason 4, Hjalti Kristinsson 2.
Njarðvík vann samtals 164:153 og er
komin í undanúrslit.
Tindastóll – Haukar ........................ 85:72
Stig Tindastóls: Nick Boyd 19, Axel
Kárason 17, Kristinn Friðriksson 15,
Helgi Viggósson 14, Clifton Cook 14,
Adrian Parks 4, Einar Örn Aðalsteinsson
2..
Stigahæstir Hauka: Mike Manciel 26,
Halldór Kristmannsson 17, Predrag
Bojovic 12, Marel Guðlaugsson 8, Sig-
urður Einarsson 4, Sævar Haraldsson 3,
Þórður Gunnþórsson 2.
Tindastóll vann samtals 159:148 og er
kominn í undanúrslit.
Hópbílabikarkeppni kvenna, 8-liða úr-
slit, seinni leikir:
Grindavík – ÍR.................................. 74:48
Grindavík vann samtals 122:115 og er
komin í undanúrslit.
Njarðvík – ÍS .................................... 61:50
ÍS vann samtals 129:116 og er komið í
undanúrslit.
NBA-deildin
Leikir í fyrrinótt:
Philadelphia – New Orleans ...........99:106
Eftir framlengdan leik.
Washington – Dallas........................100:90
Orlando – Chicago .........................100:106
New York – Milwaukee...................90:106
Detroit – Boston ................................96:88
Cleveland – Denver ...........................89:93
Minnesota – Sacramento...............121:125
Eftir framlengan leik.
Utah – Phoenix ..................................91:80
Golden State – Atlanta......................99:72
Portland – Memphis ..........................93:87
BLAK
1. deild karla
HK – ÍS ................................................. 3:2
(25:20, 18:25, 21:25, 25:17, 19:17).
Staðan:
Stjarnan 2 2 0 6:0 6
ÍS 2 1 1 5:5 5
HK 2 1 1 3:5 3
Þróttur R. 2 0 2 2:6 2
KNATTSPYRNA
UEFA-bikarinn
2. umferð, fyrri leikir:
Gaziantepspor (Tyrkl.) – Lens............ 3:0
Slavia Prag – Levski Sofía (Búl.) ....... 2:2
Spartak Moskva – Dinamo Búkarest . 4:0
Dinamo Zagreb – Dnipro (Úkr.)......... 0:2
Schalke – Bröndby............................... 2:1
Bordeaux – Hearts............................... 0:1
Utrecht (Holl.) – Auxerre.................... 0:0
Vålerenga – Wisla Krakáv (Póll.) ....... 0:0
Genclerbirligi (Tyr) – Sporting (Por). 1:1
Panionios – Barcelona.......................... 0:3
Steaua (Rúm.) – Liverpool .................. 1:1
Villarreal (Spá.) – Torpedo Moskva ... 2:0
FC Köbenhavn. – Mallorca ................. 1:2
PAOK (Grikkl.) – Debrecen (Ung.) .....1:1
Basel (Sviss) – Newcastle.................... 2:3
Dortmund – Sochaux (Fra.) ................ 2:2
Salzburg – Parma................................. 0:4
Feyenoord – Teplice (Tékkl.).............. 0:2
Roma – Hajduk Split (Kró.)................ 1:0
Man. City – Groclin (Pól.) ................... 1:1
Perugia – Aris (Grikkl.)....................... 2:0
Benfica – Molde.................................... 3:1
Valencia – Maccabi Haifa (Ísrael) ...... 0:0
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild karla:
Höllin Akureyri: Þór Ak. - ÍG ..............19.15
BLAK
1. deild kvenna:
Nesk.: Þróttur N. - Þróttur R. .............20.30
Í KVÖLD
LÁRUS Orri Sigurðs-
son, landsliðsmaður í
knattspyrnu, sem er
á mála hjá enska 1.
deildarliðinu WBA,
gerir sér vonir um að
geta verið kominn á
ferð með liði sínu í
lok janúar. Lárus
Orri meiddist illa í
hné í leik á móti
Crystal Palace í lok
september og gekkst
hann undir aðgerð
fyrir þremur vikum.
„Batinn er hægur
en öruggur. Aðgerðin tókst vel en
liðþófinn reyndist mun verr far-
inn en menn héldu í fyrstu. Ég
þarf að styðjast við
hækjur í sex vikur
og á þrjár eftir svo
maður verður að
vera þolinmóður í
nokkrar vikur til
viðbótar. Ef allt
gengur að óskum
vonast ég til að vera
byrjaður á fullu í lok
janúar eða byrjun
febrúar,“ sagði Lár-
us Orri við Morg-
unblaðið í gær.
WBA, sem féll úr
úrvalsdeildinni á síð-
ustu leiktíð, er í öðru sæti 1.
deildarinnar stigi á eftir Wigan
en á leik til góða.
Lárus Orri frá keppni
þar til í lok janúar
Lárus Orri
ALLAR í fótbolta er heiti hátíðar
sem Knattspyrnuráð Reykjavík-
ur gengst fyrir í Egilshöll á laug-
ardaginn. Markmiðið er að
stuðla að aukinni þátttöku
stelpna í knattspyrnu og er von-
ast til að þær fjölmenni í Egils-
höll á laugardaginn milli kl. 13
og 18. Stúlkurnar keppa í marg-
víslegum knattþrautum og í lok-
in er „stjörnuleikur“ þar sem úr-
valslið Reykjavíkur og
landsbyggðarinnar mætast.
Í tengslum við hátíðina munu
öll níu félögin í Reykjavík, þar
sem kvennaknattspyrna er
stunduð, bjóða nýjum iðkendum
að æfa frítt í einn mánuð, frá 15.
nóvember til 15. desember.
Hlutur kvenna í knattspyrnu á
vegum félaga í Reykjavík hefur
aukist verulega síðustu árin.
Hann var 25% árið 2001, 33% í
fyrra og 39% í ár.
Hátíð í Egilshöll – allar
stúlkur í fótbolta
PEPE Manaskov, þekktasti
handknattleiksmaður Makedón-
íu, verður ekki með í för hjá
Vardar Skopje sem mætir
Haukum í Meistaradeild Evrópu
á Ásvöllum á sunnudagskvöldið.
Að auki eru fjórir leikmenn liðs-
ins meiddir.
Forráðamenn Vardar segja að
Manaskov sé meiddur en sam-
kvæmt fjölmiðlum í Makedóníu
er agabrot og ósætti við þjálfara
og leikmenn ástæðan fyrir fjar-
veru hans.
Vardar sigraði Metalurg,
30:28, í nágrannaslag á þriðju-
dagskvöldið. Í leikhléi sem liðið
tók í fyrri hálfleik tók Manask-
ov plastflösku og grýtti henni
inn á völlinn. Dómararnir vís-
uðu honum af velli í 2 mínútur
fyrir vikið og þjálfari Vardar
notaði hann ekki meira í leikn-
um.
Manaskov er orðinn 39 ára
gamall en hann lék um langt
árabil í Þýskalandi og var lyk-
ilmaður landsliðs Makedóníu frá
því landið hlaut sjálfstæði fyrir
rúmum áratug og þar til hann
lagði landsliðsskóna á hilluna
eftir leik gegn Íslandi fyrir
nokkrum árum.
Fjórir leikmenn voru ekki
með Vardar í leiknum, þar á
meðal Goran Kuzmanovski sem
fótbrotnaði fyrir tveimur vikum.
Markvörðurinn Petar Misovski
og þeir Kiril Atanasovski og
Marjak Kolev gátu heldur ekki
spilað með. Varamarkvörður
Vardar, Zoran Petkovski, átti
stórleik og varði 25 skot.
Rétt eins og Haukar, hefur lið
Vardar tapað fyrir Barcelona
(19:41) og Magdeburg (28:30) í
fyrstu leikjum sínum í Meist-
aradeildinni.
Manaskov ekki með
Vardar gegn Haukum
JACQUES Santini, landsliðsþjálfari
Frakklands, valdi í gær landsliðshóp-
inn sinn sem leikur gegn Þjóðverjum í
vináttuleik í Þýskalandi 15. nóvem-
ber. Hann hefur valið á ný Claude
Makelele, miðvallarleikmann
Chelsea, og einnig varnarmennina
Willy Sagnol, Bayern München, og
Mickael Silvestre, Manchester Unit-
ed. Fyrirliðinn Marcel Desailly verð-
ur ekki með vegna meiðsla.
Leikurinn er liður í undirbúningi
Frakka fyrir EM í Portúgal næsta
sumar. Þeir leika næst gegn öðrum
tveimur nágrannalöndum á næstunni
– gegn Belgíu 18. febrúar og Hollandi
31. mars.
Santini heldur tryggð við mark-
vörðinn Fabien Barthez, þó að hann
hafi lítið leikið að undanförnu. „Það
væri betra ef hann væri að leika. Það
er engin spurning um það að hann á
heima í leikmannahópi mínum,“ sagði
Santini. Hópur hans er þannig:
Markverðir: Fabien Barthez (Man.
Utd) og Gregory Coupet (Lyon).
Varnarmenn: Jean-Alain Boums-
ong (Auxerre), William Gallas
(Chelsea), Bixente Lizarazu (Bay-
ern), Willy Sagnol (Bayern), Mickael
Silvestre (Man.Utd) og Lilian Thur-
am (Juventus).
Miðjumenn: Olivier Dacourt
(Roma), Ludovic Giuly (Mónakó),
Claude Makelele (Chelsea), Benoit
Pedretti (Sochaux), Robert Pires
(Arsenal), Zinedine Zidane (Real
Madrid).
Sóknarmenn: Sylvain Wiltord
(Arsenal), Thierry Henry (Arsenal),
Steve Marlet (Marseille) og David
Trezeguet (Juventus).
Heldur tryggð
við Barthez
Ég er mjög ánægður með aðþetta skuli nú allt komið í
örugga geymslu,“ sagði Steinn. Á
meðal þess sem sjá mátti þegar
skjölin voru afhent voru tveir
knettir, annar notaður, hinn ekki.
Báðir komu þeir við sögu í fyrsta
landsleik Íslands í knattspyrnu,
gegn Dönum 1946, en þar var ann-
ar þeirra notaður en hinn varabolti.
Báðir eru áritaðir af leikmönnum
beggja liða.
Svanhildur sagði mikinn feng fyr-
ir safnið að fá slíkt skjalasafn. „Það
er í raun ómetanlegt að þetta skuli
hafa varðveist svona vel. Hér eru
allar fundargerðarbækur, bréfa-
safn, mótaskrár þar sem sjá má
hverjir tóku þátt í leikjum auk
myndasafns,“ sagði Svanhildur og
vildi hvetja forráðamenn íþrótta-
félaga í Reykjavík til að koma
gömlum gögnum til safnsins. „Eins
og við vitum þá hafa margir komið
að stjórnum íþróttafélaga og þegar
skipt er um stjórnendur hefur vilj-
að brenna við að gögn hafi orðið
eftir hjá þeim sem hætta. Það er
svo mikilvægt að glata ekki svona
gögnum því út úr þeim má fá svo
gríðarlega miklar upplýsingar,“
sagði Svanhildur.
Borgarskjalasafnið verður með
sýningu í Kringlunni á laugardag-
inn. Sýningin er í tengslum við
Norrænan skjaladag og er þema
hans „líkami, heilsa og íþróttir“.
Kjörorð dagsins er: „Er heilsu
haldið til haga?“ og ætti að vekja
fólk til umhugsunar um að viðhalda
ekki einungis heilsunni, heldur
einnig upplýsingum um hana.
Morgunblaðið/Ásdís
Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður og Steinn Hall-
dórsson, formaður knattspyrnuráðs Reykjavíkur, ganga frá
samningi um vörslu skjala KRR. Boltarnir úr fyrsta landsleik
Íslands eru í forgrunni – T-boltar.
Borgarskjalasafn-
ið fær skjöl KRR
KNATTSPYRNURÁÐ Reykjavíkur, KRR, afhenti í gær Borgarskjala-
safni öll skjöl ráðsins til varðveislu, þar á meðal fundargerð-
arbækur allt frá fyrsta fundi ráðsins 29. maí 1919 og til dagsins í
dag en ráðið hefur haldið 3.435 fundi. Steinn Halldórsson, formað-
ur KRR, afhenti Svanhildi Bogadóttur, borgarskjalaverði, gögnin og
sagði við það tækifæri að ráðið hefði verið svo lánsamt að halda öll-
um gögnum til haga, ólíkt því sem því miður virtist raunin með mörg
íþróttafélög.