Morgunblaðið - 07.11.2003, Page 55
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 55
SIGURLIÐIÐ í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í
knattspyrnu, sem fram fer í Portúgal næsta sumar,
getur fengið 1,7 milljarða króna í verðlaunafé frá
UEFA en veruleg hækkun verður á verðlaunafé í
keppninni. UEFA leggur til alls um 12 milljarða króna
en upphæðin var ríflega 7 milljarðar króna þegar
keppnin var haldin síðast fyrir þremur árum í Hollandi
og Belgíu.
Allar þátttökuþjóðirnar 16 sem keppa á mótinu fá
470 milljónir króna.
Sigur í leikjum í riðlakeppninni gefur 63 milljónir
króna og fyrir jafntefli verða greiddar 31 milljón.
Fyrir sæti í 8-liða úrslitum fær þjóð 185 milljónir og
250 milljónir fyrir að komast í undanúrslit keppninnar.
Tapliðið í úrslitaleiknum fær í sinn hlut 370 milljónir
og sigurliðið 630 milljónir króna.
Sigurliðið í EM
getur fengið 1,7
milljarða króna
HOLLENDINGURINN Patrick Kluivert þarf að sanna
sig á næstu tveimur mánuðum hjá Barcelona, að öðr-
um kosti verður hann seldur og þá að öllum líkindum
til Englands. Kluivert hefur ekki náð að sýna sitt rétta
andlit þegar hann hefur fengið tækifæri með liðið
Barcelona á leiktíðinni og m.a. hefur hann ekki náð að
skora mark enn sem komið sem er framherjanum ekki
til framdráttar. Hafa forráðamenn Barcelona gert
Kluivert þetta ljóst.
Vitað er að Freddy Shepherd, stjórnarformaður
Newcastle, hefur átt í leynilegum viðræðum við for-
svarsmenn Barcelona-liðsins um hugsanlega kaup á
Hollendingnum þegar opnað verður fyrir kaup á leik-
mönnum í Evrópu í byrjun næsta árs. Einnig er talið
að Arsenal, Manchester United og að sjálfsögðu
Chelsea fylgist grannt með framgöngu Kluiverts.
Kluivert fær eitt
tækifæri enn
hjá Barcelona
FÓLK
GÚSTAF Adolf Björnsson hefur
verið ráðinn þjálfari 2. deildarliðs
Selfyssinga í knattspyrnu. Gústaf
tekur við af Kristni Björnssyni sem
þjálfað hefur lið Selfoss undanfarin
þrjú og hálft ár. Gústaf þjálfaði lið
Hattar á Egilstöðum í 3. deildinni í
sumar en sumarið 2001 þjálfaði
hann lið Keflavíkur í úrvalsdeild-
inni. Þá hefur hann þjálfað hjá
Fram, KS, ÍR og Tindastóli auk
þess sem hann hefur þjálfað yngri
landslið Íslands og var aðstoðar-
þjálfari Ásgeirs Elíassonar með
A-landsliðið.
ÞÓRA B. Helgadóttir, landsliðs-
markvörður í knattspyrnu, er komin
í undanúrslit Atlantshafsdeildar
bandarísku háskólanna með liði
Duke-háskólans. Duke sigraði Virg-
inia, 2:1, í fyrrinótt og Þóra átti góð-
an leik í markinu.
HILMAR Örn Þórlindsson hand-
knattleikmaður úr Gróttu/KR þarf
að gangast undir aðgerð eftir
helgina vegna þrálátra meiðsla í
læri. Eftir því sem fram kemur á
heimasíðu Gróttu/KR eru tveir
vöðvar í aftanverðu læri slitnir.
ÓLI Barðdal er kominn til liðs við
körfuknattleikslið Tindastóls á ný
og lék með því gegn Haukum í gær-
kvöld í fyrirtækjabikarnum. Óli,
sem hefur leikið með Tindastóli frá
1993, að tveimur árum hjá Hamri
undanskildum, hefur dvalið við nám
í Danmörku í haust en verður í röð-
um Tindastóls til vorsins.
KRISTINN Jakobsson milliríkja-
dómari dæmdi leik Bordeaux og He-
arts í UEFA-bikarnum í knatt-
spyrnu í Frakklandi í gær.
Aðstoðardómarar voru Einar Guð-
mundsson og Eyjólfur Finnsson og
varadómari Gylfi Þór Orrason.
Hearts vann óvæntan útisigur, 1:0,
og skoraði Mark de Vries sigur-
markið.
LUIS Boa Morte, sóknarleikmað-
ur Fulham og fyrrverandi leikmaður
með Arsenal, hefur verið valinn í
landsliðshóp Portúgals í knatt-
spyrnu – fyrir vináttuleiki gegn
Grikklandi og Kúveit. Portúgal
leikur gegn Grikklandi 15. nóvem-
ber í Aveiro, sem verður vígsluleik-
ur á nýjum velli þar í borg. Fjórum
dögum seinna leika Portúgalar
gegn Kúveit á nýjum velli í Leiria.
Vellirnir voru byggðir fyrir Evrópu-
keppni landsliðs, sem verður í
Portúgal næsta sumar.
DAVID Beckham, fyrirliði enska
landsliðsins í knattspyrnu og leik-
maður með Real Madrid, sló í gær á
allar umræður um að hann og eig-
inkona hans, Viktoría, væru að að
skilja – ástæðan var sögð að hún
hafi sést lítið með honum í Madrid
að undanförnu. „Fólk má talað um
hvað sem það vill, en ég vil láta það
vita að ég og kona mín erum mjög
hamingjusöm hér á Spáni,“ sagði
Beckham við fjölmiðla í Madrid.
PÁLL Björgvinsson, 52 ára gamall, var markahæstur hjá B-liði Vík-
ings ásamt öðrum fyrrv. landsliðsmanni, Karli Þráinssyni, með 5
mörk þegar það mætti Val í bikarkeppninni í handbolta í gærkvöld.
Valsstrákarnir voru alltof sterkir fyrir „gamalt“ lið Víkings og sigr-
uðu stórt, 48:24. Kempurnar Steinar Birgisson og Árni Friðleifsson
voru líka á meðal markaskorara Víkings og mark liðsins varði Finnur
Thorlacius, núverandi formaður Fram, Fótboltafélags Reykjavíkur.
Gömlu Víkingarnir réðu
ekki við Valsstrákana
Gerard Houllier, knattspyrnu-stjóri Liverpool, hrósaði sín-
um mönnum fyrir góðan baráttu-
anda á erfiðum velli í Búkarest.
„Þeir vissu að þeir hefðu staðið sig
mjög vel þegar þeir gengu af velli.
Við fengum fleiri marktækifæri,
þrjú mjög góð í hvorum hálfleik, og
hefðum átt að gera út um leikinn
áður en þeir jöfnuðu,“ sagði Houll-
ier.
Varnarmaðurinn Djimi Traore
skoraði mark Liverpool undir lok
fyrri hálfleiks og það merkilega var
að hann skoraði nákvæmlega eins
mark á vellinum á æfingu sólar-
hring áður. „Við gátum bara spilað
léttan æfingaleik á vellinum í kort-
er í gær og Djimi skoraði eins
mark frá nákvæmlega sama stað,“
sagði Houllier.
Newcastle vann hörkuleik
gegn stóru liði Basel
Shola Ameobi skoraði sigurmark
Newcastle í Basel, 3:2, korteri fyrir
leikslok. Basel komst tvisvar yfir á
fyrsta stundarfjórðungi leiksins,
Laurent Robert jafnaði inn á milli,
og Titus Bramble skoraði, 2:2,
skömmu fyrir leikhlé.
„Þetta var hörkuleikur og sér-
lega erfiður en við sýndum mikinn
styrk eftir að hafa lent tvívegis
undir. Svissneska liðið er geysilega
kröftugt, ekki síst þar sem níu af
leikmönnum þess eru 1,90 eða
hærri. Hugarfarið var gott og þeir
Gary Speed og Jermaine Jenas
voru frábærir. Speed er hörkunagli
og Jenas frískur og fimur. En þetta
er ekki búið, það er frábært að
skora þrjú mörk á útivelli en leik-
menn Basel verða hættulegir í
seinni leiknum,“ sagði Bobby Rob-
son, knattspyrnustjóri Newcastle.
Barcelona gerði góða ferð til
Grikklands og vann þar Panionios,
3:0. Patrick Kluivert, sem ekkert
hefur skorað í haust, kom inn á sem
varamaður í byrjun síðari hálfleiks
og skoraði þremur mínútum síðar.
Garcia og Xavi gerðu hin mörkin.
Manchester City fékk óskabyrj-
un gegn Groclin þegar Nicolas
Anelka skoraði strax á 6. mínútu.
En Sebastian Mila jafnaði fyrir Pól-
verjana um miðjan síðari hálfleik
og þar við sat þrátt fyrir mörg góð
marktækifæri enska liðsins. City á
erfiðan leik fyrir höndum í Póllandi
en Groclin kom mjög á óvart í 1.
umferðinni með því að slá Herthu
Berlín út úr keppninni.
Teplice frá Tékklandi kom mjög
á óvart með því að sigra Feyenoord
í Rotterdam, 2:0, og Skotarnir í
Hearts fóru frægðarför til Frakk-
lands þar sem þeir sigruðu Bord-
eaux óvænt, 1:0.
Góð staða Liver-
pool og Newcastle
NEWCASTLE og Liverpool
standa ágætlega að vígi eftir
góð úrslit á útivöllum í 2. um-
ferð UEFA-bikarsins í knatt-
spyrnu í gærkvöld en Man-
chester City á fyrir höndum
erfiða ferð til Póllands. New-
castle vann Basel í Sviss, 3:2,
og Liverpool gerði jafntefli við
Steaua í Rúmeníu, 1:1. Man-
chester City varð hins vegar
að sætta sig við jafntefli á
heimavelli gegn Groclin frá
Póllandi, 1:1.
Reuters
Shola Ameobi fagnar sigurmarki sínu fyrir Newcastle í Basel í
gærkvöldi. Newcastle sigraði, 3:2.
FÓLK
JALIESKY Garcia, landsliðsmaður
í handknattleik, skoraði 4 mörk í gær-
kvöld þegar lið hans, Göppingen,
vann Wetzlar á útivelli, 29:28, í þýsku
bikarkeppninni. Staðan var 25:25 eftir
venjulegan leiktíma en í framlenging-
unni náði Göppingen þriggja marka
forskoti og skoraði Garcia þá tvívegis.
BJARNI Þorsteinsson lék allan
leikinn með Molde og Ólafur Stígsson
fram á 86. mínútu þegar lið þeirra
tapaði, 3:1, fyrir Benfica í UEFA-bik-
arnum í knattspyrnu í gærkvöld.
Leikið var í Lissabon og Portúgalirnir
komust í 3:0 snemma í síðari hálfleik.
TINDASTÓLL vann sannfærandi
sigur á Haukum, 85:72, í fyrirtækja-
bikar karla í körfubolta á Sauðár-
króki í gærkvöld en Haukar höfðu
unnið fyrri leikinn með tveimur stig-
um. Nick Boyd skoraði 19 stig fyrir
Tindastól og Axel Kárason 17 en
Mike Manciel gerði 26 stig fyrir
Hauka og Halldór Kristmannsson 17.
NJARÐVÍK vann KR öðru sinni,
82:72, í Njarðvík og hafði unnið fyrri
leikinn með einu stigi. Brandon
Woudstra skoraði 19 stig fyrir Njarð-
vík og Ingvaldur Magni Hafsteinsson
20 fyrir KR. Þá vann Grindavík góðan
sigur á ÍR, 109:92, en ÍR hafði unnið
fyrri leikinn með þriggja stiga mun.
JOHN Williams, stjórnarformaður
Blackburn, segir stjórnarmenn fé-
lagsins standa þétt að baki Graeme
Souness þrátt fyrir að illa hafi gengið
hjá liðinu í ensku úrvalsdeildinni upp
á síðkastið með þeim afleiðingum að
það er í hópi þeirra neðstu.
ÞAÐ er nú ljóst að breski sprett-
hlauparinn Dwain Chambers, 25 ára,
á yfir höfði sér keppnisbann. Seinna
lyfjaprófið sem hann gekkst undir var
staðfesti það – hann tók inn steralyfið
THG, sem er á bannlista. Þetta var
tilkynnt í gær í London.
OTTMAR Hitzfeld, þjálfari Bayern
München, sem hefur ekki gengið sem
best í síðustu leikjum, segir að næstu
dagar verði vel nýttir til að finna út
hvað væri að gerast í herbúðum Bæj-
ara. Bayern mætir Dortmund á
sunnudaginn og var fyrirhugað að
leikmenn kæmu saman á morgun til
að undirbúa sig fyrir átökin. Hitzfeld
hefur nú kallað leikmenn sína saman í
dag til að ræða málin og undirbúa sig
fyrir leikinn gegn Dortmund.