Morgunblaðið - 07.11.2003, Qupperneq 57
MIKIÐ hefur verið látið með hip-
hopsveitina Forgotten Lores und-
anfarin ár og væntingarnar, sem
byggjast á tónleikum og stöku lög-
um sem komið hafa út, svo miklar
að sú spurning hlýtur að vakna
hvort ekki verði erfitt fyrir hljóm-
sveitina að rísa undir þeim. Liðs-
menn sveitarinnar segjast þó
sallarólegir, víst séu væntingarnar
miklar en það hleypi bara spennu í
hlutina, geri þetta skemmtilegra
„og eftir því sem væntingarnar
eru meiri er meira gaman að
standa undir þeim“.
Rólegheit
Forgotten Lores hefur starfað
saman í um þrjú ár. Þeir félagar
voru allir búnir að vera í ólíkum
hljómsveitum, þekktust og höfðu
spilað hver með öðrum öðru
hvoru. Síðan bar það við að einn
þeirra var að gera plötu og fékk
hina sem gesti. Það gekk svo vel
að þeir fóru að vinna meira saman
og úr varð Forgotten Lores.
„Á þessum tíma var mikil lægð í
íslensku hiphopi, flestar hljóm-
sveitir leystust upp og ótrúlega
margir hættu, en við vildum halda
áfram.“ Þeir segja að þeir hafi
tekið sér góðan tíma til að slípa
sig saman, ræða málin, spá í texta
og hugmyndir, áður en þeir fóru
að taka upp. „Við fórum rólega í
þetta, byrjuðum á að kaupa okkur
græjur til að taka upp og vinna
músíkina og tókum síðan upp í ró-
legheitum og kláruðum upptök-
urnar í vor, mixuðum í sumar og í
haust.“
Með Græna fingur
Þegar sveitin fór af stað á sínum
tíma spáðu menn ekkert í það að
gera plötu: „Við vorum alltaf að
semja fyrir eitt og eitt verkefni,
eina og eina tónleika eða á ein-
hver mixteip. Það hafði líka sitt að
segja að við vorum ekki mikið að
vinna saman um tíma, vorum mik-
ið á ferðalögum. Þegar aðrir hip-
hoparar fóru svo að gefa út plötur
ýtti það við okkur.“
Þeir Forgotten Lores-félagar
gefa fyrstu plötu sína út sjálfir í
samvinnu við Græna fingur sem
þeir segja að sé eins konar sam-
vinnuhreyfing tónlistarmanna sem
leggja hver öðrum lið.
Mikið var gefið út af hiphopi á
síðasta ári en mun minna á þessu
ári. Þeir segja að það sé ekki til
marks um að minna sé að gerast
en fyrir ári. „Lætin í fyrra komu
til af því að menn héldu að það
væri einhver peningur í hiphopinu
og byrjuðu að gefa plötur út og
markaðssetja með það fyrir aug-
um. Það var þó ekkert mikið
meira að gerast en árið áður eða
er að gerast í dag. Það var vissu-
lega gott að allar þessar plötur
komu út, en það eru líka að koma
út plötur í dag, okkar plata komin,
Ramses búinn að gefa út, Chosen
Ground er að koma út, Skytturnar
eru að senda frá sér plötu og
Grænir fingur verða með safn-
plötu. Það er því nóg að gerast þó
það sé ekki hjá stóru fyrirtækj-
unum.“
Plata Forgotten Lores heitir
Týndi hlekkurinn. Því er svo við
þetta að bæta að útgáfutónleikar
Forgotten Lores verða á Gauki á
Stöng í kvöld, en síðan verður eft-
irpartý á Hressó og hefst strax
eftir tónleikana. Dj B-Ruff og DJ
Kári sjá um tónlistina, en partíið
hefst um kl. hálfeitt og stendur
fram eftir nóttu.
M
or
gu
nb
la
ði
ð/
Á
sd
ís
Forgotten Lores þykir
með frambærilegri hip-
hopsveitum landsins.
Nóg að
gerast
í hiphopi
Forgotten Lores loks á plast
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 57
ÞAÐ vantaði ekkert upp á kraftinn
og samspilið hjá Jóel hinum íslenska
og sænskum gestum hans. Hann hef-
ur að vísu leikið áður með Nor-
dströmn á Glenn Möller-klúbbnum í
Stokkhólmi og þeir félagar eru ekki á
ólíkum slóðum í tónlistinni. Nýbopp
með sterkum keim af frjálsdjassi frá
lokum síðustu aldar. Það þýðir ekki
að þetta sé nein formúlutónlist held-
ur þvert á móti.
Jóel og Frederik eru í hópi helstu
ungsaxófónleikara Norðurlanda,
frjóir og skapandi, og Svíar eiga
glettilega marga flinka tenórista um
þessar mundir og nægir að nefna Jo-
nas Kullhammar sem leikur í Nor-
ræna húsinu á föstudag, Per Texas
Johansson, Fredrik Ljungkvist og
Joakim Milder. Á gullaldarárum var
það stjarna barrýtonsaxistans Lars
Gullins sem reis hæst ásamt altist-
unum Arne Domnénus og Rolf Bill-
bergs. Einu tenóristarnir sem jöfn-
uðust á við þá í Svíþjóð á þeim árum
voru Bjarne Nerem og Gunnar
Ormslev. Annar kom frá Noregi –
hinn Íslandi. Verkin sem þeir félagar
léku voru öll eftir þá. Nordström og
Zetterberg áttu þrjú hvor og Matth-
ias og Jóel tvö.
Fyrir hlé var kýlt á fullu í Prox-
imity Jóels af Klifi og seinna settið
hófst á Seinni fréttum af Septetti.
Norrænudeildin var ekki áberandi í
verkum kvöldsins nema helst hjá
Zetterberg. Meira að segja skutu eld-
gömul Ornette Coleman-áhrif upp
kollinum í kraftmiklu verki Stål: Det
var intet jäg det var Hasse Larson.
Stål er fautagóður væbisti og not-
aði harða kjuða og náði miklum krafti
í spuna sinn – þó var hann mjúkur í
sænskhljómandi í aukalaginu sem
var eftir Zetterberg. Jóel og Freder-
ik falla vel saman og samleikur þeirra
var príma – flæðandi spuni Frederiks
með kröftugum áherslum á stundum
og jafnvel rifnum tóni féll vel að
mýkri blæstri Jóels sem var þó ekki
síður kröftugur. Zetterlund er sterk-
ur bassaleikari og átti fína sólóa og
Erik Qvick stendur alltaf fyrir sínu
þótt meira hefði mátt heyrast í hon-
um á stundum.
Fínir tónleikar sem kröfðust fullr-
ar athygli hlustenda og þá eru eftir
fimmtán tónleikar á djasshátíðinni
allt frá ljúfum söng til harðrar fram-
úrstefnu.
Dúndr-
andi djass-
hátíðar-
forskot
DJASS
Nasa
Jóel Pálsson tenórsaxófón og kontra-
bassaklarinett, Ferderik Nordström ten-
órsaxófón, Matthias Stål víbrafón, Thor-
björn Zetterberg bassa og Eric Qvick
trommur. Þriðjudagskvöldið 4. nóvember
2003.
PÁLSSON/NORDSTRÖM-KVINTETTINN
Vernharður Linnet
Ítölsk undirföt
Opið virka daga frá kl. 11-18,
laugardaga frá kl. 11-15.
undirfataverslun
Síðumúla 3
4. - 9. nóvember 2003
Í kvöld
Útgáfutónleikar Ómars Guðjónssonar
Varma land nefnist
diskurinn sem kemur
út í dag. Þar eru á
ferðinni undurfagrar
tónaperlur er Ómar
gítarleikari hefur samið á síðustu árum. Óskar bróðir hans
leikur með á saxófón, Helgi Svavar á trommur og svo einn
helsti bassaleikari Íslandsjazzins, Þórður Högnason, en alltof
sjaldan hefur heyrist í honum undanfarin ár.
Nasa kl. 20:30 - kr. 1.500
Rödd frá Kanada
Kandíska söng-
konan Martha
Brooks, David
Restivo píanó,
Mike Downes bassi og Ted Warren trommur. Marta Brooks
kemur með triói skipuðu hljóðfæraleikurum úr fremstu röð
kanadískra jazzleikara.
Nasa kl. 22:00 - kr. 1.800
Forsala aðgöngumiða í JAPIS Laugavegi og Uppplýsingmiðstöð
Ferðamanna, Aðalstræti 2. www.ReykjavikJazz.com/
Geirmundur Valtýsson og hljómsveit
Í kvöld
Leikhúsgestir munið 15% afslátt! Spennandi matseðill!
Bíótónleikar
Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
AÐALSTYRKTARAÐILI
SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR
ÍSLANDS
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
Hljómsveitarstjóri ::: Rick Benjamin LAUGARDAGINN 6. NÓVEMBER KL. 15:00
Amerískar gamanmyndir eftir Charlie Chaplin,
Harold Lloyd og Buster KeatonBíótónleikar í samvinnu
við Kvikmyndasafn Íslands
Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433
Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15
Föt fyrir
allar konur