Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. afsláttur 25% FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ athugar nokkur tilvik þar sem fyrirtæki eru að bjóða fjármálaþjónustu sam- kvæmt lögum um fjármálafyrirtæki án starfsleyfis. Hafa eftirlitinu borist ábendingar um að fyrirtækin haldi því fram að þar sem ekki hafi verið gefin út við- vörun vegna viðkomandi fyrirtækis sé markaðssetning fjármálaþjónustu á þess vegum heimil. Vill Fjármálaeftirlitið því að gefnu tilefni taka fram að því er ekki kunn- ugt um að neitt fyrirtæki, sem bygg- ir markaðssetningu sína á svoköll- uðu píramída-sölukerfi, hafi heimild til að bjóða starfsleyfisskylda fjár- málaþjónustu hér á landi. Bjóða fjár- málaþjón- ustu án starfsleyfis NÝ þjóðhags- og verðbólguspá felur í sér að vaxta- hækkanir eru á næsta leiti hjá Seðlabanka Íslands, að sögn Birgis Ísleifs Gunnarssonar seðlabanka- stjóra. Seðlabankinn kynnti í gær Peningamál, ársfjórð- ungsrit bankans. Þar kemur fram að viðskiptahalli verður mun meiri í ár en áður hafði verið spáð, eða 3,5% af landsframleiðslu. Segir Birgir Ísleifur að viðskiptahallinn sé þó enn ekkert sérstakt vanda- mál, enda eigi hann að hluta rætur að rekja til inn- flutnings vegna stóriðjuframkvæmda og tímabund- ins samdráttar í sjávarafla. „Vert er hins vegar að gefa viðskiptahallanum gaum á komandi mánuðum og misserum og það er umhugsunarefni hversu hratt neysluvöruinnflutningur hefur tekið við sér á undanförnum mánuðum. Hann kann þó að skýrast af því að vöxtur einkaneyslu hafi á fyrri hluta ársins verið keyrður áfram af of mikilli bjartsýni,“ að sögn Birgis Ísleifs. Mikilvægt að boðað aðhald í ríkisfjármálum haldi Fram kom á kynningarfundi Seðlabankans í gær að ákaflega mikilvægt sé að þannig verði haldið á málunum að boðað aðhald í ríkisfjármálum í fjár- lagafrumvarpinu fyrir næsta ár, skili sér óskert. Annars muni reyna meira á peningastefnuna og vextir hækka fyrr og meira en ella með tilheyrandi afleiðingum fyrir samkeppnis- og útflutningsgrein- ar. Í Peningamálum kemur fram að útlit sé fyrir að verðbólgan verði undir verðbólgumarkmiði Seðla- bankans, sem er 2,5%, allt næsta ár. Litið tvö ár fram í tímann fer verðbólgan hins vegar lítillega upp fyrir markmiðið. Ef af framkvæmdum við stækkun Norðuráls verður á næstu mánuðum mun verðbólga fara fyrr og meira upp fyrir markmiðið en ella. Vaxtahækkun á næsta leiti  Vextir/33 sjöunda hundrað manns fékk að sjá og heyra hann ræða um framfarir í kvikmyndatækni og hinar fínni hliðar þess að ná töfrum náttúrunn- ar á filmu. Mikill fjöldi þurfti frá að hverfa sökum skorts á plássi þrátt fyrir að komið hafi verið fyrir sýn- ingartjaldi og myndvarpa utan að- alsalarins. ÓHÆTT er að segja að færri hafi komist að en vildu þegar hinn heimsfrægi heimildarmyndagerð- armaður, Sir David Attenborough, hélt fyrirlestur í Salnum í Kópa- vogi á vegum Iðunnar og Endur- menntunarstofnunar Háskóla Ís- lands, en nú er komin út bókin Heimur spendýranna eftir hann. Á Morgunblaðið/Sverrir Sir David Attenborough lýsti undraheimum kvikmyndatækninnar. Fullt út úr dyrum hjá Attenborough Röðin sem myndaðist við Salinn í Kópavogi í gærkvöldi náði næstum kringum húsið og urðu mörg hundruð manns frá að hverfa. HÖMLUR, dótturfélag Landsbanka Íslands hf., hafa selt Frétt ehf., út- gáfufélagi Fréttablaðsins, eignir þrotabús Útgáfufélags DV og þar með réttinn til útgáfu DV. Fulltrúar Landsbankans áttu eftir hádegi í gær fund með Hallgrími Geirssyni, framkvæmdastjóra Ár- vakurs hf., útgáfufélags Morgun- blaðsins, sem á þriðjudag óskaði eft- ir viðræðum við bankann um mögulegan atbeina Árvakurs til að tryggja eins og kostur væri áfram- haldandi útgáfu DV. Hallgrímur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, eftir að tilkynnt hafði verið að Hömlur hefðu selt Frétt ehf. eignir þrotabúsins og rekstur félagsins, að þessar málalyktir væru staðfesting á því sem honum hefði þótt liggja í loftinu þegar óskað var eftir viðræð- um við Landsbankann. „Þessi niðurstaða er bara staðfest- ing á því sem legið hafði í loftinu og okkur grunaði þegar við urðum þess áskynja að Landsbankinn hafði ekki áhuga á að eiga viðræður við okkur. Við óskuðum eftir viðræðum við Landsbankann síðastliðið þriðju- dagskvöld en Landsbankinn svaraði því erindi ekki fyrr en á fundi sem fulltrúar bankans óskuðu eftir að eiga með okkur kl. 14 í gær. Þar til- kynntu þeir okkur um þá niðurstöðu sem varð. Við höfum ástæðu til að ætla að þessi niðurstaða hafi í raun og veru legið fyrir áður en óskað var gjaldþrotaskipta og að atburðarásin hafi þá verið ljós fyrirfram allt frá þeim tíma,“ segir Hallgrímur. Stefnt að útgáfu í næstu viku Stefnt er að því að DV komi aftur út í næstu viku og mun blaðið koma út á morgnana, frá mánudegi til laugardags. Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttablaðsins, segir DV verða byggt upp svipað og mörg síð- degisblöð erlendis. Skiptastjóri sendi starfsfólki DV uppsagnarbréf í pósti í gær en ljóst er að starfsfólk DV verður ekki allt ráðið aftur. Í yfirlýsingu frá Hömlum í gær segir m.a. að þegar Útgáfufélag DV hafði verið tekið til gjaldþrotaskipta hafi borist bréf frá Árvakri hf. „þar sem boðið var upp á viðræður milli bankans og Árvakurs án þess að settar væru fram ákveðnar hug- myndir um með hvaða hætti atbeini Árvakurs að útgáfu DV gæti orðið. Í ljósi þessa þótti líklegt að nokkurn tíma mundi taka í viðræðum við Ár- vakur á þessu stigi að fullmóta hug- myndir um aðkomu félagsins að DV. Í ljósi þess að hagsmunir málsins kröfðust þess að framtíðarútgáfu DV yrði mótaður farvegur eins fljótt og nokkur kostur væri, töldu Hömlur ráðlegast að taka upp þráðinn við fulltrúa Fréttar ehf. fremur en að hefja frá grunni viðræður við Árvak- ur um málið. Þeim viðræðum lauk með áðurnefndum samningum Hamla og Fréttar ehf.,“ segir í yf- irlýsingunni. Aðeins hluti starfs- fólks ráðinn aftur Hömlur hf., dótturfélag Landsbanka Íslands hf., hafa gengið frá sölu eigna og útgáfuréttar DV til Fréttar ehf.  Öllum starfsmönnum/6 HLJÓMSVEITIN Sigur Rós hlaut verðlaun fyrir besta myndbandið á hátíð sjónvarpsstöðvarinnar MTV Europe í Edinborg í gærkvöld. Verðlaunin hlaut hljómsveitin fyrir myndband sitt við fyrsta lag plötunnar (), en í myndbandinu, sem leikstýrt var af Floria Sigismondi, leika börn sér í ösku og eyðileggingu, að því er virðist eftir kjarnorkustyrjöld. Í umsögn á vef MTV Europe segir meðal annars: „Tónlist hinna íslensku umhverfistónlistargoða í Sigur Rós hefur algerlega einstæðan hljóm sem sameinar hljóðbreytlamettaðan hljóðfæraleik og heillandi falsettusöng Jónsa.“ Aðrir sem tilnefndir voru til verðlauna fyrir besta myndband voru hljómsveitirnar Queens of the stone age, The White Stripes og Unkle og hip-hop drottningin Missy Elliot. Segir á vefsíðunni www.sigur-ros.com að verðlaunin hafi komið meðlimum mikið á óvart. Sigur Rós með besta myndbandið Morgunblaðið/Árni Torfason STÖÐ 2 hefur vikið Arnari Dór Hannessyni úr keppninni Idol – Stjörnuleit, fyrir að brjóta fjöl- miðlabann þegar hann gaf viðtal við Víkurfréttir. Arnar Dór seg- ist vonsvikinn, ætlun hans hafi alls ekki verið að auglýsa sig, heldur hafi Víkurfréttir viljað fjalla um hann almennt. „Ég spurði hvort ekki væri hægt að fá Víkurfréttir til að tala við hina keppendurna, en því var neit- að,“ segir Arnar og bendir á að fleiri keppendur í Idol – Stjörnuleit hafi vakið á sér at- hygli, beint eða óbeint, óáreittir. Vikið úr Stjörnuleit Arnar Dór Hannesson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.