Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 4
4 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 14|11|2003 MORGUNBLAÐIÐ AÐ PÆL’ Í KYLIE Morgunblaðið/Árni Sæberg Dansinn getur vart annað en orðið munúðarfullur við lagið „Slow“ með Kylie Minogue. Í útgáfupartíi vegna nýrrar plötu söngdrottningarinnar, Body Language, flytur Ólafur Helgi Ólafsson lagið, en hann sló í gegn sem Kylie og vann titilinn drag- drottning Íslands. Hann ætlar að standa fyrir partíinu á skemmti- staðnum Felix í kvöld. Gestir geta unnið diskinn, vínylplötu með lag- inu „Slow“, veggspjöld og fleira. Húsið er opnað klukkan tíu og skemmtiatriðin byrja um tólfleytið. Af hverju Kylie Ólafur? Er hún flottust? „Já, Kylie er flottust. Ég hreifst mikið af henni þegar ég tók þátt í keppninni um drag- drottningu Íslands í september. Þar flutti ég lag með henni. Síðan hef ég verið að rannsaka allt sem henni við kemur á Netinu, skoða mynd- bönd og svoleiðis. Hún er langflottust.“ Ætlarðu þá að flytja lög af nýju plötunni í kvöld? „Já, ef allt gengur að óskum mun ég flytja lagið hennar Emilíönu Torrini, „Slow“. Annars kemur í ljós hvaða önnur lög verða flutt í kvöld.“ Verða fleiri drottningar á staðnum? „Já, ég er búinn að vera í sambandi við þær nokkrar og þær vilja vera með. Það kemur samt bara í ljós.“ Hvernig er að vera dragdrottning? „Það er bara mjög gaman. Maður heyrir stundum að fólk er að hvísla þegar maður geng- ur framhjá. Maður verður alveg var við það, þótt fólk sé að passa sig.“ Þú hefur aðeins fundið fyrir frægðinni eftir sig- urinn í haust. „Já, maður hefur örlítið orðið var við frægðina.“ En vonandi engu neikvæðu. „Nei, engri neikvæðni. Ég hafði átt von á ein- hverju slíku, en sú hefur alls ekki orðið raunin.“ Það er kannski til marks um breytta tíma? „Já, tímarnir eru breyttir. Það er alveg á hreinu. Breyttir til hins betra.“ |ivarpall@mbl.is 14. nóvember Kylie-partí á Felix

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.