Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14|11|2003 | FÓLKÐ | 11 fo lk id @ m bl .is Frá mánudegi til fimmtudagsSunnudagur Clint Eastwood í Bæjarbíói Kvikmyndasafn Íslands, Bæjarbíó: A Fistful of Dollars ’64, leikstjóri Sergio Leone. Þriðjudagur kl. 20.00. Útgáfutónleikar Í svörtum fötum Nýja platan, Tengsl, kynnt í Borgarleikhúsinu á fimmtu- daginn. Töfrar Fellinis Heimildarmynd í Sjónvarpinu um ítalska kvikmyndaleik- stjórann Federico Fellini, en í ár eru liðin tíu ár frá dauða hans. Kl. 14.00 Írafár á Ólafsvík Írafár spilar í félagsheimilinu Klifi, Ólafsvík. Ráðleysi Sýning á leikritinu Ráðalausir menn í Tjarnarbíói kl. 20.00. Birna, segðu mér, eru iðkendur margir hjá þér? „Það eru 300 unglingar og fullorðnir.“ Eru tímar öll kvöld vikunnar? „Já, við erum að alla daga vikunnar, bæði í Þrek- húsinu í Vesturbænum og Sporthúsinu í Kópavogi.“ Er djassballett bara fyrir konur? „Einhvern veginn hefur þetta alltaf verið meira og minna þannig. Auðvitað er mjög gaman þegar strák- arnir taka þátt, en þeir eru mest í ballett, nútíma- dansi eða samkvæmisdansi.“ Hvort myndirðu flokka djassballett sem íþrótt eða listgrein? „Hvort tveggja, myndi ég segja.“ Er þetta góð líkamsrækt? „Já, mjög góð. Það er mikið um að fullorðnir, sem stunduðu djassballett í æsku, komi aftur.“ Djassballett er sem sagt fyrir fólk á öllum aldri? „Já, það hefur aukist undanfarin ár að fólk snúi aft- ur um þrítugt. Þetta eru oft stelpur sem flosnuðu upp úr djassballettnum og kunna þetta allt saman. Þær koma og fá útrás hjá okkur.“ Hvernig tónlist er spiluð undir? „Hún er alls konar. Stundum notum við skrýtna tónlist, stundum ballöður eða söngleikjatónlist.“ Hvernig ber maður sig að sem vill læra djassballett? „Það er hægt að hringja í okkur og fá allar upplýs- ingar, eða fara á heimasíðuna okkar, threkhusid.is. Svo er líka hægt að senda okkur tölvupóst á dansskolibb@hotmail.com. Við erum að byrja með ný námskeið í janúar.“ | ivarpall@mbl.is Erfiði og fegurð á hæsta stigi Djassballett er fögur iðkun, á mörk- um íþróttar og listgreinar. Þar mæt- ast erfiðið og fegurðin. Birna Björns- dóttir er með djassballettnámskeið í Þrekhúsinu og Sporthúsinu og svar- aði örfáum spurningum um íþrótt- ina… listgreinina. Morgunblaðið/Kristinn „ÞETTA VAR ERFITT OG FLÓKIГ m T 101 Reykjavík Bíómyndin 101 Reykjavík eftir Balt- asar Kormák byggð á samnefndri sögu Hall- gríms Helgasonar. Sjónvarpið kl. 21.55. Dokaðu við Splunkuný íslensk ópera fyrir ung- linga, sýnd í Íslensku óperunni kl. 16. Listasafn Reykjavíkur Ívar Brynjólfsson, ljósmyndari og sérfræðingur við myndadeild Þjóðminjasafns Íslands, býður til sýning- arstjóraspjalls þar sem hann segir frá ljósmyndaranum Ólafi Magnússyni og skoðar sýninguna ásamt gestum safnsins. Kl. 15.00 Útgáfu- tónleikar Ólafur Pétursson, einn Álftagerðisbræðra, með útgáfutónleika á plötunni „Aldrei einn á ferð“ í Saln- um kl. 20. Fæðingar- dagur Nonna Nonnahús er opið í dag frá kl. 13–17, í tilefni af fæðingardegi Jóns Sveinssonar. Hann fæddist 16. nóvember 1857. Spilafíklar á Celtic Cross Spilafíklarnir rífa upp sunnudagsstemmn- inguna á Celtic Cross. Loðin rotta á Gauknum Loðin Rotta spilar í 20 ára afmælispartíi á Gauknum á miðvikudag- inn. Frítt inn. Hljómsveitin verður einnig með tón- leika á fimmtudag á Gauknum. Mósaík í Sjónvarpinu Meðal efnis: Augað fylgist með uppsetningu ljós- myndasýningar á verkum Ólafs Magnússonar í Hafn- arhúsinu, kynnir sér fyr- irbærið Lundabíó og skoðar nýstofnaða plötuútgáfu. 20.45 á þriðjudag. Sítt að aftan Sítt að aftan ball MS á fimmtudaginn. Nýjar sögur Lesið úr nýjum skáldsögum í Iðnó á fimmtudag kl. 20.00. Útgáfutónleikar Margrétar Eirar Tónleikar vegna útgáfu plöt- unnar Andartak, í Borgarleik- húsinu á miðvikudaginn kl. 22.00. Hiphopp fyrir sjúklinga Hiphopp þátturinn Óskalög sjúklinga hljómar á Rás 2 öll fimmtudagskvöld kl. 22.10. Umsjón: Bent og Erpur. Billjardmót Afmælis-poolmót Gauksins á þriðju- daginn. Öllum vel- komið að skrá sig á Gauknum. Írafár á Akureyri Írafár með tónleika í Sjall- anum á Akureyri á fimmtu- dagskvöld. Indlandsvinir Vinir Indlands halda nú í annað sinn sína árlegu styrkt- artónleika í Salnum Kópavogi. Þriðjudagur kl. 20. Lögfræði- spenna Bobby Donnell og félagar í The Practice glíma við ný og spenn- andi mál í hverjum þætti. Skjár einn kl. 21.00. Landsleikur á Sýn Bein útsending frá landsleik Eng- lands og Danmerkur. Kl. 15.45

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.