Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 12
12 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 14|11|2003 MORGUNBLAÐIÐ Verið er að stilla upp fyrir æfingu í Austurbæ þeg- ar Fólkið leit inn og mikið um að vera en þar verða útgáfutónleikarnir haldnir 29. nóvember. Fimmmenningarnir gefa sér samt tíma til að setj- ast niður og ræða um nýju plötuna og það liggur vel á þeim. Hljómsveitarmeðlimir eru greinilega nánir og taka það fram að þeim hafi sárnað mjög þegar nýlega stóð í dagblaði að „Birgitta skemmti gestum“ þegar raunin var sú að hljóm- sveitin Írafár var að spila. Strákarnir eru þó ekk- ert afbrýðisamir út í hana heldur grínast bara með þetta. TÓNLEIKAFERÐ UM LANDIÐ Írafár verður ekki bara með tónleika í Aust- urbæ heldur fara í tónleikaferðalag um land allt og heimsækja tólf staði. Ferðalagið hefst í heimabæ Sigga bassaleikara, Ísafirði, á morgun en heimaslóðir hinna í sveitinni verða líka sóttar heim. Hljómsveitarmeðlimir eiga nefnilega rætur að rekja út um allt land, Hanni trommari er frá Selfossi, Birgitta frá Húsavík, Vignir frá Kirkju- bæjarklaustri og Andri er úr Seljahverfinu. Þau taka það skýrt fram að þetta sé tónleika- ferðalag, ekki sveitaballaferð, og hlakka til að fá að spila sína eigin tónlist fyrir áhorfendur. „Það er ekki þar með sagt að maður eigi ekki eftir að sakna þess að spila „Footloose“,“ grínast Vign- ir. Auk nýju laganna ætla þau að spila vel valin lög af gamla diskinum. „Það er gaman að breyta til. Það er allt öðruvísi að mæta á tónleika en á sveitaball. Það er tvennt ólíkt,“ segir Birgitta. EKKERT ALDURSTAKMARK Tilgangurinn með tónleikaferðalaginu er ekki síst að geta haldið góðu sambandi við aðdá- endur en ekkert aldurstakmark er á tónleikana. „Ef við hugsum um þá sem mæta á sveitaböll þá er það aldurinn 18–30 ára. En það er líka eldra fólk sem vill koma og hlusta en vill ekki fara á sveitaball. Svo eru það líka yngri krakkar sem vilja mæta,“ segir Birgitta en þau vilja gefa sem flestum tækifæri til að hlýða á tónlistina. Þeir sem vilja líka sjá Írafár á sveitaballi þurfa ekki að örvænta því sveitin heldur í sveitaballa- rúnt strax eftir jólin. Morgunblaðið/Árni Sæberg „ÉG VEIT EKKI HVAÐ GERÐIST EF BANDIÐ MYNDI HÆTTA. Á HVERJUM DEGI ER MAÐUR BARA ÍRAFÁR OG HUGSAR SEM ÍRAFÁR,“ SEGIR BIRGITTA. Ný plata með Írafári, Nýtt upphaf, kemur út í dag. Óhætt er að segja að Írafár sé vinsælasta hljómsveit landsins en síðasta plata þeirra, sem er jafnframt þeirra fyrsta, Allt sem ég sé, hefur selst í 18.000 eintökum. Stjarna þeirra hefur risið hátt, ekki síst stjarna söngkonunnar Birgittu Haukdal, sem hefur heillað landann með einlægri framkomu sinni og kraftmiklum söng og sviðsframkomu. En Írafár er ekki bara Birgitta heldur skipa sveitina einnig lagasmiðurinn og gítarleikarinn Vignir Snær Vigfússon, bassaleikarinn Sigurður Rúnar Samúelsson, hljóm- borðsleikarinn Andri Guðmundsson og trommarinn Jóhann Bachmann. HANNI TROMMARI ER FRÁ SEL- FOSSI EN HEIMASLÓÐIR ALLRA Í SVEITINNI VERÐA HEIMSÓTT- AR Á TÓNLEIKAFERÐALAGINU. „AÐALBREYTINGIN ER AÐ ÞETTA ER MEIRA ROKK,“ SEGIR VIGNIR SNÆR, GÍTARLEIKARI OG AÐALLAGASMIÐUR SVEIT- ARINNAR, UM NÝJU PLÖTUNA. Þau eru ,,Kill Bill?....nei vitið þið, mér fannst hún ekkert sérstök.“ Þegar ég læt þessi orð falla á mannamótum, horfir fólk á mig eins og ég hafi migið á mitt stofugólfið enda þykir það nánast guðlast að finnast þessi mynd ekki snilldarverk. Ég er undir eins afskrifuð sem afþreyingarmenningaróviti og ekkert frekar mark tekið á mér á því sviði. Af þessum orsökum hef ég varla þorað út úr húsi eftir að ég sá þriðju Matrix myndina um daginn. Ég er svo hrædd um að missa út úr mér hversu óendanlega leiðinleg mér þótti hún. Ég held að mér hafi ekki leiðst svona mikið í bíó síðan ég sá aðra Matrix myndina fyrir nokkrum mánuðum. Fyrst og fremst gremst mér það að vera dregin á asnaeyr- unum til þess að sjá hálfar kvikmyndir. Þessi tískubylgja sem ríður nú yfir Hollywood og felur í sér að skella hálfkláruðum myndum í kvikmyndahús er algerlega óþolandi. Ég á nógu erfitt með að sætta mig við þetta 10 mínútna hlé í bíó sem Íslend- ingar neita að leggja af. Margra mánaða hlé nær engri átt. Vissulega er þetta snjöll markaðsbrella en að mínu mati ber þetta einnig merki um viðvaningsskap í kvikmyndagerð. Þegar ég var í skóla drógu kennararnir mann niður fyrir að skila lengri ritgerðum en til var ætlast. Góð ritgerð hélt sig innan lengd- armarka og hafði upphaf, miðju og endi. Eftir því sem ég kemst næst hafa flestar kvikmyndir lotið sömu lögmálum í gegnum tíðina. Að sjálfsögðu eru undantekningar á þessu. Ef kvikmyndin eða ritgerðin er nógu helvíti góð og heldur manni föngnum skiptir ekki máli hversu löng hún er (lesist: Lord of the Rings). Kill Bill og Matrix 2 og 3 hafa einfaldlega ekki það sem til þarf og þær batna ekkert við það að vera klipptar í sundur. Ég efast ekki um að hægt sé að skrifa doktorsritgerð og bæk- ur um tákn og boðskap Matrix þríleiksins en þegar öllu er á botninn hvolft voru síðustu Matrix myndirnar lítið annað en lang- dregnar ástarvellur með slagsmálum og sprengingum. Fyrsta myndin var frábær, það er óumdeilanlegt. Ég hef ekkert á móti framhaldsmyndum sem slíkum en þeir Wachowski bræður hefðu átt að vera duglegri á klippigræjunum og skella bestu bit- unum saman í eina framhaldsmynd. Tarantino hefði einnig mátt troða Billa í eina mynd fyrir kvik- myndahúsin og gefa lengri útgáfuna út á DVD diski. Hann var greinilega svo upptekinn af eigin snilldargáfu að hann tímdi ekk- ert að klippa. Það kemur því á óvart að hann hafi tímt að höggva hana í tvennt. Vissulega er myndin sjónræn veisla en það eitt gerir ekki góða kvikmynd. Sagan er ofureinföld, atriðin lang- dregin og persónurnar ískaldar. Þetta virðist vera einhvers kon- ar stílæfing hjá honum og meðvituð tilraun til þess að gera „költ“ mynd. Og það tókst greinilega. Til hamingju. Kvikmyndaverin og kvikmyndagerðamennirnir spara auðvitað pening á því að taka fleiri en eina mynd upp á sama tíma og því er þessi tíska eflaust komin til að vera. Verði þeim að því. En ef þeir ætla sér ekki að fara að gera heilar myndir þá finnst mér að miðaverðið ætti að lækka. Ef ég á að borga mig inn á hálfklár- aðar myndir þá vil ég líka borga hálft verð. Og hananú. Eintómt hálfkák Morgunblaðið/Árni Sæberg Óverjandi afstaða: Berglind Björk Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.