Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 16
16 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 14|11|2003 MORGUNBLAÐIÐ Sony er einna þekktast fyrir það hve fyrirtækið hefur verið snemma á ferð með nýja tækni; segir sitt að vest- an hafs taka menn um walk- man þegar rætt er um ferða- geislaspilara, en Walkman er einmitt vöru- merki frá Sony, fyrst notað um TPS-L2 snældutækið 1979. Það tók þó fyrirtækið fullangan tíma að flestra mati að senda á markað geislaspil- ara sem spilað getur MP3-skrár – ræður kannski einhverju um það að fyrirtækið er líka umsvifamikill plötuút- gefandi. Fyrsti Sony ferðaspilarinn sem spilaði MP3- skrár svo ég viti var DCJ501 gerðin, en ég keypti einn slíkan erlendis fyrir rúmu ári, mjög skemmtilegur spilari og svínvirkaði. Hann var þó ekki lengi í sölu, veit ekki hvort hann barst hingað til lands, en arftaki hans eru svonefndir ATRAC CD Walkman spilarar frá Sony, fjórar gerðir, en auk þess að styðja MP3 er einnig hægt að vista á þeim gögn á ATRAC-sniði sem er uppfinning Sony og reyndar notuð á MiniDisc spilurum fyrirtækisins. Þessi nýju ferðaspilarar skilja ATRAC3 og ATRAC3plus auk MP3, en með ATRAC3 þjöppun er hægt að vista allt að 30 geisladiska á venjulegum 80 mínútna brennanlegum disk. Hljómur í spilaranum er góð- ur, hann spilar ýmsa þjöppun, þar á meðal breytilega (variable bit rate) sem er sú besta hvað gæðin varðar. Hristivörnin traust og spilarinn virkar líka traustur þó húsið sé úr plasti. Stjórn á spil- aranum er einföld, eftir að hann hefur tekið smá tíma í að lesa skráayfirlit af diskum flett- ir maður í gegnum möppur með þartilgerðum hnöppum, en framan á spilaranum er einnig stýrihjól sem hægt er að nota. Það er til að mynda ágætt að nota það þegar maður er úti að ganga eða á hlaupabrettinu, en tekur smá tíma að ná tökum á því. Spilarinn les ID3-tög laga og möppuheiti og birtir í glugga sem mætti reynd- ar vera stærri. Einnig er hægt að setja sérstök „bókamerki“. Rafhlöðuending er býsna góð, samkvæmt Sony er hún 80 tímar þegar spilaðir eru ATRAC3 brenndir diskar en 50 tímar með venjulega diska. Nokkuð nálægt sanni að því er mér sýnist þó ekki sé það prófað í hörgul. Kostir: Traustur spilari með góðan hljóm og fyr- irtaks rafhlöðuendingu. Gallar: Engin fjarstýring, lítill gluggi með upplýs- ingum um lög og möppur. Mætti spila hærra. |arnim@mbl.is Ég keypti mér D-NE511 spilara í vor til að prófa hann og hann hefur reynst vel í alla staði. Hljómur í ATRAC er betri en í MP3-þjappaðri tónlist en ég nota hann aðallega til að spila MP3-brennda diska, enda hleypur MP3-safnið á tugum þúsunda laga og best að halda sig við eitt gagnasnið. Með spilaranum fylgir hugbún- aður til að „rippa“ diska í ATRAC3 eða MP3 og síðan til að brenna á diska. Maður tínir diska í safnið, hægt er að blanda saman ATRAC3 og MP3 ef vill, og brennir síðan allt í einu. Ágætur hugbúnaður og auðveldur í notkun. GRÆJURNAR Loksins MP3 Sony  http://www.badabing.is/ „Dóttir mín tilkynnti mér það að hún hefði byrjað í „kynþokkafræðslu“ í skólanum í dag. Þegar betur var að gáð reyndist þetta ekki alls kostar rétt og fræðslan snýst um hitt kynið, bindi, tappa, foreldra og tilfinningar. Ætli það sé samt langt í að kynþokka- fræðsla verði skyldufag í grunn- skólum?“ 5. nóvember 9.49  http://www.mikkivefur.is/gunni/ „Ég verð yfirleitt fremur ergilegur þeg- ar ég heyri minnst á píramíta. Þá á ég að sjálfsögðu við þessa peningapíra- míta sem engum gagnast nema þeim sem fyrstir koma. Þeir sem eru neðstir fá lítið sem ekkert fyrir sinn snúð, þar sem þeir hafa líklega verið þeir síð- ustu til að kaupa sig inn í dæmið.“ 12. nóvember 11.38  http://medicatedmoments. blogspot.com/ „soldið stressuð en samt full af til- hlökkun að ljúka þessu af. svo auðvit- að að setja saman texta og læra að flytjann upphátt... lesa í hljóðnema. í upplestrum meðal vina get ég tjáð mig í góðu jafnvægi og hlýða á þá svara minni tjáningu með sinni. en fyr- ir framan fjölmenni er nottla allt ann- að mál. ég fæ sting í hálsstöðina.“ 18.23 Kæri blogger.com… BÆKUR PATRICIA CORNWELL – BLOW FLY Enginn getur skrifað eins skuggalega krassandi reyf- ara og Patricia Cornwell, sem sent hefur frá sér all- margar bækur um réttar- lækninn Kay Scarpetta. Í nýrri bók um Scarpetta, Blow Fly, hefur Scarpetta fært sig um set, starfar nú í Flórída, en áður en varir er hún kom- in á kaf í harkalegt morðmál og þarf að leggja land undir fót í leit að lausninni. Með hverri bók verða bækurnar um Scarpetta ævintýralegri og þessi þykir ganga enn lengra í þá átt. DAVID DOUBLET – FISH FACE Fiskar hafa líka andlit, í það minnsta heldur bandaríski ljósmyndarinn David Doubl- et því fram og færir fyrir því sterk rök í bókinni Fish Face sem hefur að geyma hundr- uð mynda af „andlitum“. Doublet hefur tekið myndir af fiskum síðustu 25 ár, en hann tekur meðal annars myndir fyrir National Geog- raphic og hefur unnið til ýmissa verðlauna. DVD JOHN LENNON – LEGEND Nú eru allir að spá í Bítlana í tilefni af útkomu Let it Be … Naked, og þá er við hæfi að minnast Johns Lennons. Á DVD-disknum Legend er að finna öll tónlistarmyndbönd Lennons eftir að hann sagði skilið við Bítlana, lög eins og Imagine, Power To The People, Cold Turkey, What- ever Gets You Through The Night, Jealous Guy, Watching The Wheels, Give Peace A Chance, Working Class Hero og Mother, en einnig eru aðrar útgáfur myndbanda við Work- ing Class Hero og Imagine svo dæmi séu tekin. TÖLVULEIKUR EA GAMES – HARRY POTTER QUIDDITCH WORLD CUP Harry Potter er ekki bara til á prenti, ungmenni um heim allan bíða spennt eftir næstu Harry Potter-kvikmynd og mörg ekki síður eftir leikjun- um sem byggjast á söguþræðinum. Einnig eru gefnir út leikir sem tengjast sögunum óbeint, eins og Harry Potter Quidditch World Cup sem gefur spil- endum kost á að keppa í Quidditch. PLÖTUR PEARL JAM – LOST DOGS Liðsmenn Pearl Jam eru frægir fyrir vinnusemi sína og nýkomin skífa, Lost Dogs, undirstrikar það. Á disknum safna þeir félagar saman lögum sem ekki hafa komist inn á plötur sveitarinnar í gegnum tíðina, sum sem hafa fengið að hljóma á tón- leikum þótt þau hafi aldrei komið út, en önnur sem fáir eða engir hafa heyrt nema hljómsveit- armeðlimir sjálfir og þeir sem standa þeim næst. Lögin eru misjafnlega unnin, sem von- legt er, og sum nánast prufuupptökur eða skissur að lögum, en alls er á plötunni, sem er tvöföld, 31 lag. KYLIE MINOGUE – BODY LANGUAGE Þegar Kylie Minogue kom laginu Slow á toppinn í Bretlandi sló hún við Madonnu sem vinsæl- asta tónlistarkona allra tíma þar í landi. Engan bilbug er að finna á Kylie, sem komin er hátt á fer- tugsaldurinn, en ekki er bara að hún er hætt að eldast heldur hefur hún þor til að breyta út af í tónlistinni, að því er gagnrýnendur segja um skífuna, enda er hún ekki að feta hefðbundna poppslóð. PETER MALICK GROUP M. NORAH JONES – NEW YORK CITY Fáar söngkonur hafa náð að höfða til eins stórs hóps af fólki og banda- ríska söngkonan Norah Jones. Hún sló rækilega í gegn á síðasta ári eins og menn muna eflaust, og kemur ekki á óvart að sumt það sem hún tók upp áður en hún varð heimsfræg sé nú að koma í leitirnar. Þar á með- al er þessi diskur sem hún hljóðritaði með blús- gítarleikaranum Peter Malick fyrir þremur árum. Jones syngur í öllum lögum nema einu og sýnir að hún getur sungið blús ekki síður en létt- poppaðan djass. ÚTGÁFAN– BÆKUR – GEISLAPLÖTUR – TÖLVULEIKIR Alexander McCall Smith nýtur mikillar hylli fyrir bækur sínar um einkaspæjarann magnaða frá Botswana, Precious Ramotswe. Þær bækur hafa selst metsölu um allan heim enda má segja að þær séu nokkuð sér á báti í heimi einkaspæjarasagna fyrir góðlátlega kímnina sem ein- kennir þær, nærfærnina sem höf- undur beitir þegar hann lýsir við- fangsefnum Mma Ramotswe, sem hann segir þjóðlega vaxna, og einnig yfirgripsmikilli þekk- ingu hans á sögu Botswana og íbúum landsins. McCall Smith, sem er prófess- or við lagadeild Edinborgarhá- skóla, hefur þó ekki bara skrifað um ævintýri Mma Ramotswe, heldur hefur hann einnig skrifað talsvert af lærdómsritum, þar á meðal ýmis rit um lög og laga- flækjur, og stuttar sögur af þýskum prófessor, Dr. Moritz- Maria von Igelfeld, og tveimur samprófessorum hans. Bæk- urnar um von Igelfeld eru þrjár, allar gefnar út í einu og nú fáan- legar hér á landi: The Finer Points of Sausage Dogs, Portu- guese Irregular Verbs og At the Villa of Reduced Circumstances. Allar eru þær í léttari kantinum en kímnin ristir dýpra, gráglettin á köflum. Ævintýri Dr. Moritz- Maria von Igelfeld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.