Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.11.2003, Blaðsíða 18
18 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 14|11|2003 MORGUNBLAÐIÐ Fyrri heimsstyrjöldin stendur sem hæst. Breska sóknarlínan að búa sig undir allsherjarárás á þýsku skotgrafarhermenn- ina sem eru henni erfiður ljár í þúfu. Charlie Shake- speare (Jamie Bell), ungur og óttasleginn nýliði, pauf- ast inn á martraðarkennd- an vígvöllinn. Annar og reyndari hermaður segir við hann: „Velkominn til vítis, óbreyttur Shake- speare!“ Þannig hefst breska stríðshrollvekjan Deathwatch eða Dauða- vaka, eftir Michel J. Bassett, sem er frumsýnd um helgina. Velkominn til vítis! DAUÐINN Í SKOTGRÖFUNUM Skyndilega brestur á stórskotahríð, Shake- speare langar mest til að taka til fótanna… Þoka hellist yfir svæðið og gerir það enn draugslegra. Einhver hrópar: „Eiturgas!“, hermennirnir hrynja niður á meðan þeir eru að setja á sig gasgrím- urnar. Shakespeare og örfáir til viðbótar sleppa lífs af úr hildarleiknum um sinn, umvafðir þessari dul- arfullu þoku. Þeir handsama þrjá Þjóðverja. Einn þeirra sleppur, annar er skotinn til bana, en sá þriðji er tekinn til fanga, vitstola af hræðslu. Hann biður þá að forða sér áður en allir verði murkaðir niður! Bretarnir fara að kanna skotgrafirnar og komast að því að þær eru fullar af líkum limlestra þýskra hermanna með skelfingarsvip meitlaðan á hroðalega leiknum andlitunum. Eitthvað hryllli- legt sem ekki er af þessum heimi er á kreiki í púð- urreyk- og eiturgasblandaðri þokunni… Dauðavaka ber einkenni afþreyingarmyndar þar sem fléttað er saman hrollvekju og ógnum skotgrafahernaðarins. Báðir þættirnir ámóta skelfilegir þótt ólíkir séu. Annar yfirnáttúrulegur hinn sprottinn beint úr köldum raunveruleik- anum. |saebjorn@mbl.is FRUMSÝNT KEÐJUSAGA KEÐJU- SAGARMORÐINGJANS Fyrsta myndin um Keðjusagarmorðingjann í Texas er sígildur blóðhrollur, frægur fyrir grodda- legri og blóðugri efnistök en áður þekktust. Myndin naut einstæðra vinsælda og aflaði sér „cult“-fylgis sem hún býr að enn. Hún kostaði smáaura, eða um 150 þúsund dali, en hefur önglað inn á annað hundrað milljónir í sama gjaldmiðli. Myndin er sett upp á hátíðarsýningum víðs vegar um heiminn og Íslendingnum Gunnari Hansen boðið, en hann lék Leðurfés. Leikstjór- inn Tobe Hooper vakti eftirtekt í kvikmyndaborg- inni og sjálfur Steven Spielberg réð hann til að stjórna Poltergeist (’82), mun smekklegri og al- veg framúrskarandi hrolli. Hooper stóðst freistinguna til ársins 1984, þá réðst hann í gerð framhaldsmyndar um „Leð- urfés“ og nefnist hún einfaldlega The Texas Chainsaw Massacre 2. Dennis Hopper er í aðal- hlutverki lögreglustjóra, en ævintýrið endurtók sig ekki – myndin féll. Þeirri þriðju, Leatherface: Texas Chainsaw Massacre III (’90), vegnaði ekk- ert betur en versta útreið fékk fjórða innleggið í bálkinn, Return of the Texas Chainsaw Massacre (’94). Hún er þó minnisstæð þar sem Texasbú- arnir Renée Zellweger og Matthew McConaughey spreyttu sig í sínum fyrstu aðalhlutverkum. Mjór er mikils vísir. Þá var samnefndur tölvuleikur settur á mark- aðinn á 10. áratugnum; tvær sjónvarpsmyndir hafa komið fram í dagsljósið og nú eru sýningar hafnar á nýjustu endurgerðinni í íslenskum kvik- myndahúsum eftir góðar viðtökur, sem komu nokkuð á óvart vestan hafs. BLÓÐUG AFSPRENGI Þrátt fyrir misjafnt gengi framhaldsmynd- anna naut fjöldi eftirapana frummyndarinnar umtalsverðra vinsælda. Keðjusagarmorðinginn varð sígild og forveri „splatter“-mynda – hroll- vekna þar sem blóðið flýtur ómælt, saklaust fólk lendir í geðbiluðum morðhundum. Það er limlest og í sumum tilfellum leggja slátrararnir kjöt þess sér til munns. Yfirhöfuð er þessi myndbálkur ógeðfelldar B-myndir og illa mann- aðar. Hann jók talsvert vinsældir sínar með til- komu myndbanda og hefur fest sig í sessi. Þekktasta afsprengi Keðjusagarmorðingjans í Texas er 10 mynda bálkur sem lengst af var kenndur við þá fyrstu, Friday the 13th (’80). Framleiðsla hennar hófst 1976, í kjölfar Keðjusagarmorðingjans. Önnur feikivinsæl myndaröð í sama anda hófst 1984 með A Nightmare on Elm Street. Hún ól af sér 6 af- kvæmi sem áttu sameiginlegan Freddy Krueg- er með sínar flugbeittu drápsklær. Síðan hefur hefðin lifað góðu lífi í myndaflokkum á borð við I Know What You Did Last Summer, Urban Legend og ekki síst Scream, sem er hug- arfóstur Cravens. Í nýrri endurgerð Keðjusagarmorðingj- ans í Texas (The Texas Chainsaw Massacre) teppast ungmenni í af- viknum smábæ í Texas og lenda í átökum upp á líf og dauða. Marcus Nispel stýrir blóðslettunum á tjaldinu um helgina. |saebjorn@mbl.is „LEÐURFÉSIГ VERÐUR TIL Í ágústmánuði árið 1973 var lög- reglan kvödd að yfirgefnu bóndabýli Texasbúans Thomasar Hewitt, fyrr- um yfirfláningarmanns sláturhússins á staðnum. Við leitina í dularfullum húsakynnum mannsins, komu í ljós illa farnar líkamsleifar 33 fórn- arlamba. Aukinheldur bentu vegs- ummerki eindregið til þess að illvirk- inn legði sér mannakjöt til munns. Fundurinn fyllti þjóðina skelfingu og almennt er Hewitt talinn illræmdasti fjöldamorðingi Bandaríkjanna – þótt af nógu sé að taka. Í drápsæðinu bar hann jafnan hroðalega andlitsgrímu gerða úr skinni fórnarlambanna, og fékk fyrir vikið viðurnefnið „Leð- urfés“. FRUMSÝNT LEÐURFÉSIÐ snýr aftur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.