Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR                                                                           Viðskiptablað Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri gu- na@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. HAGNAÐUR Granda hf. á fyrstu 9 mánuðum ársins 2003 nam 765 milljónum króna eftir skatta. Á sama tímabili á síðasta ári var hagnaður 1.425 millj- ónir og dróst hann því saman um 46% milli ára. Rekstrartekjur fyrirtækisins á tímabilinu námu 3.825 milljónum króna samanborið við 4.546 millj- ónir króna á sama tíma á síðasta ári, sem er 16% tekjulækkun. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir var 747 millj- ónir króna eða 19,5% af rekstrartekjum samanbor- ið við 1.220 milljónir króna, eða 26,8% fyrir sama tímabil árið áður. Veltufé frá rekstri nam 717 millj- ónum króna, sem er um 18,7% af rekstrartekjum samanborið við 978 milljónir, eða 21,5% á sama tíma árið áður. Eiginfjárhlutfall Granda í lok tímabilsins er 38% en var 39% á sama tíma í fyrra. Samkeppni frá Kína hefur áhrif Í tilkynningu frá Granda segir að rekstur félagsins hafi verið að þyngjast það sem af er árinu, eins og hjá öðrum íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Áð- ur hafi komið fram að breytingar á rekstrartekjum og hagnaði skýrist af lækkandi afurðaverði á er- lendum mörkuðum auk gengisbreytinga. Afurða- verð hafi haldið áfram að lækka, bæði á sjó- og land- frystum afurðum, og enn sé ekki ljóst hvort þessi þróun hafi stöðvast. Þá segir í tilkynningunni að í ljósi væntinga um hækkun gengis íslensku krón- unnar og áframhaldandi harða samkeppni við ódýr- ar tvífrystar afurðir frá Kína, sé við því að búast að samkeppnisstaða og afkoma íslenskra sjávarút- vegsfyrirtækja verði áfram erfið. „Því er leitað leiða til að mæta breyttum aðstæðum á mörkuðum. Unn- ið er að hagræðingu með aðgerðum til lækkunar kostnaðar, en ljóst er að tekjur dragast saman frá því sem vænst var. Hagræðingaraðgerðir fela með- al annars í sér fjárfestingu í aukinni sjálfvirkni og öðrum framleiðniaukandi tæknibúnaði sem vænst er að skili sér í lækkuðum vinnslukostnaði,“ segir í tilkynningunni. Um 600 milljóna hagnaður af sölu hlutabréfa Rekstrarhagnaður af eigin starfsemi Granda var 264 milljónir króna samanborið við 731 milljón króna á sama tíma árið áður. Liðurinn fjáreigna- tekjur að frádregnum fjármagnsgjöldum var já- kvæður um 520 milljónir króna, en á sama tíma í fyrra var hann jákvæður um 909 milljónir króna. Sú breyting hefur orðið frá fyrra ári að fjáreignatekjur nú eru að stórum hluta hagnaður af sölu hlutabréfa, eða um 600 milljónir króna. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður af sölu hlutabréfa 343 milljónir. Geng- ismunur og verðbætur eru nú 23 milljónir, en voru 707 milljónir á fyrstu níu mánuðum ársins 2002. Vaxtagjöld hafa lækkað úr 248 milljónum í 207 milljónir á milli ára. Áhrif dóttur- og hlutdeildarfélaga voru jákvæð um 76 milljónir samanborið við 135 milljónir á sama tímabili árið 2002. Segir í tilkynningunni að lækk- unin skýrist bæði af slakari afkomu hlutdeildar- félaga sem og að hluta vegna sölu hlutafjár í hlut- deildarfélögum. Hagnaður fyrir frádrátt tekjuskatts nam 860 milljónum króna á móti 1.775 milljónum króna á fyrra ári. Gjaldfærðar eru 95 milljónir króna í tekju- og eignaskatt. Heildareignir Granda í lok septembermánaðar voru 15.074 milljónir króna og höfðu hækkað um rúmar þúsund milljónir frá árinu áður. Eigið fé var 5.786 milljónir og skuldir 9.288 milljónir. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs seldi Grandi 9,9% hlut sinn í SH, 7,2% hlut sinn í Fiskmarkaði Íslands, þriðjung af 15% hlut í Hraðfrystihúsinu Gunnvöru og 4,8% hlut sinn í Eimskipafélagi Íslands. Hlutur félagsins í Fiskeldi Eyjafjarðar var aukinn úr 0,1% í 4,4% og í júní eignaðist Grandi hf. 70% hlutafjár í fé- laginu Salar Islandica. Grandi hagnast um 765 milljónir króna Hagnaðurinn dróst saman um 46% miðað við síðasta ár þegar hann var 1.425 milljónir króna 650 starfsmenn sænska símafyr- irtækið Ericsson fengu uppsagnarbréf í gær og má búast við enn frekari upp- sögnum á næstunni, að því er fram kem- ur í dagblaðinu Dagens Industri. Flestir þeirra sem missa vinnuna eru starfs- menn upplýsingatæknideildar félagsins. Þegar afkoma félagsins á þriðja árs- fjórðungi var kynnt þá kom fram að starfsmenn Ericsson hafi verið í lok september rúmlega 53 þúsund alls en á sama tíma í fyrra voru þeir tæplega 72 þúsund. Alls hefur þeim fækkað um 26%. Ericsson hefur verið rekið með tapi frá árinu 2001. REUTERS Uppsagnir hjá Ericsson EITT stærsta fyrirtæki heims, General Electric samsteypan bandaríska, er bjartsýnt á fram- tíðina. Stjórnarformaðurinn, Jeffrey Immelt, sagði frá því fundi með fjárfestum og greiningaraðilum á þriðjudag að fyrirtækið ætli að ein- beita sér að tvenns konar starfsemi, heilbrigðistækni og skemmt- anaiðnaði. Sagði hann breytingarn- ar lið í því að samsteypan gæti ein- beitt sér að starfsemi í hröðum vexti. Haft er eftir stjónarformanninum í frétt Reuters að hann geri ráð fyrir að 11 af 13 fyrirtækjum samstæðunnar muni auka hagnað sinn á næsta ári, vegna hagstæðra skilyrða í hagkerfinu. GE kynnti á fundinum þær fyr- irætlanir sínar að selja í opnu útboði bréf í fyrirtækjum í eigu samsteyp- unnar á sviði fasteignaviðskipta- og líftrygginga. Bréfin í félögunum sem GE ætlar að selja verða seld í opnu útboði. Immelt sagði að útboð- ið væri mikilvægt skref fyrir fyr- irtækið þar sem fyrrnefnd starfsemi er ekki í miklum vexti. GE hyggst í nánustu framtíð leggja mesta áherslu á tvennt: heilbrigðistækni, en fyrirtækið er einn stærsti fram- leiðandi heims á lækningatækjum, og skemmtanaiðnaðinn. Meðal eigna GE á því sviði er bandaríska sjónvarpsstöðin NBC. „Næstu tvö ár verða nokkuð stöð- ug,“ er haft eftir Immelt í frétt Reu- ters. Hann kvaðst bjartsýnn á fram- tíð fyrirtækisins þótt veltan myndi líklega minnka á næstunni og hagn- aður á þessu ári sé undir áætlunum. Immelt segir áhrif breytinganna sem nú eru gerðar ekki koma fram fyrr en á árinu 2005. Þá muni hlut- hafar sjá 15% aukningu hagnaðar samstæðunnar. Hagnaður fyrirtæk- isins jókst verulega á árinu 2001 en vöxtur hefur verið hægari á þessu ári og því síðasta. GE spáir því að hagnaður á hlut í fyrirtækinu verði á milli 1,55 og 1,65 dalir á hlut á næsta ári, sem er ögn bjartsýnna en greiningaraðilar gera ráð fyrir. Bjartsýni og breytingar hjá GE Reuters Jeffrey Immelt, sem tók við stjórnarfor- mennsku hjá GE af Jack Welch, segir samsteypuna vilja einbeita sér að starf- semi í hröðum vexti. Megináhersla General Electric verður lögð á rekstur í heilbrigðistækni og skemmtanaiðnaði ● BANDARÍSKA leikfangakeðjan Toys "R" Us ætlar að loka 146 Kids "R" Us og 36 Imaginarium verslunum, og segja upp 3.800 starfsmönnum. Þetta samsvarar 11% af heildarfjölda verslana félagsins sem alls eru 1.629 um all- an heim. Ástæða lokunarinnar er versnandi afkoma fyr- irtækisins á þriðja fjórðungi þessa árs sem einkum er rak- in til of hás stjórnunarkostnaðar og stöðnunar í sölu. Kids "R" Us er barnafatakeðja og Imaginarium er þroskaleikfangakeðja, hvort tveggja í eigu Toys "R" Us. Toys "R" Us er önnur stærsta dótabúð í Bandaríkjunum á eftir Wal-Mart, en Wal-Mart er stærsta stórmark- aðskeðja í heimi. Toys "R" Us segir að lokun verslananna ætti að auka rekstrarhagnað félagsins um 8 milljónir doll- ara á næsta ári, eða 600 milljónir króna, og 20 milljónir ár- ið þar á eftir, eða sem samsvarar 1.500 milljónum króna. „Afkoma þessara búða hefur farið hratt hnignandi sem hefur leitt til þeirrar niðurstöðu að það sé félaginu og hlut- höfum fyrir bestu að loka verslununum,“ sagði John J. Eyler, forstjóri og stjórnarformaður félagsins. Toys "R" Us tapaði 38 milljónum Bandaríkjadala á síð- asta ársfjórðungi sem endaði í nóvember, en á sama tíma á síðasta ári var tapið 27 milljónir dollara. AP Kids "R" Us-verslunin í Lawrenceville í New York í Bandaríkjunum er ein þeirra búða sem á að loka. Toys "R" Us lokar 182 verslunum VERÐ á gulli fór í gær yfir 400 dali únsan í fyrsta skipti frá árinu 1996. Í frétt Reuters kemur fram að þetta stafi af óvissu á alþjóðavettvangi og gengislækkun dalsins gagnvart evr- unni. Verðið fór þó aftur undir 400 dali þegar evran lækkaði á ný og að sögn gjaldeyrismiðlara staðfestir það að hækkun gullsins hafi verið vegna gjaldeyrisáhrifa. Gull yfir 400 dali ◆

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.