Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 B 17 NVIÐSKIPTI lýsinga sem safnað hefur verið um markaðinn og einstök fyrirtæki. Rétt er að velja og vinna með fleiri en eitt fyrirtæki á sama tíma. Þegar búið er að velja fyrirtæki sem koma til greina þarf að opna viðræður. Á því stigi er mikilvægt að hafa aðgang að ráðgjafa sem þekkir viðkomandi markað og starfssvið. Æskilegt er að öll samskipti við fyrirtækin sem ætl- unin er að ræða við fari fram með til- stilli slíkra ráðgjafa. Viðræður um verð og uppbyggingu viðskiptanna eru vandasamar og krefjast þess að fagfólk leiði viðræðurnar. Kaupend- ur ættu að hafa sem minnst sam- skipti við seljendur á meðan á kaup- ferlinu stendur önnur er félagsleg samskipti sem hafa að markmiði að byggja upp gagnkvæmt traust aðila. Ef samningar takast um kaup á fyrirtæki þarf að framkvæma áreið- anleikakönnun og ganga frá samn- ingum um viðskiptin. Í ólíkum lönd- um gilda mismunandi reglur og hefðir um bókhald, fjármögnun, starfsmannamál, umhverfismál o.fl. Þess vegna er sjálfsagt að nota þar- lenda endurskoðendur og lögfræð- inga þegar gengið er frá kaupum á erlendum fyrirtækjum. Við frágang verður að ganga vel frá tryggingar- ákvæðum samninga og tryggja að áreiðanleikakönnun sé unnin af fag- mennsku. Fjármögnun viðskiptanna þarf að tryggja með lánsfjármögnun eða eiginfjármögnun. Möguleikar til fjármögnunar eru margir og sjálf- sagt er að vinna náið með sérfræð- ingum á því sviði í kaupferlinu. Einn- ig er mikilvægt að hafa fjármögnun kaupanna í huga við val á fyrirtæki – efnahagsreikningur félagsins sem keypt er ræður miklu um mögulega fjármögnun kaupanna – einnig er oft mögulegt að selja tilteknar eignir eftir kaupin eða hluta starfseminnar sem ekki fellur að starfsemi kaup- andans. Takmarkaður vöxtur Ísland er lítill markaður með tak- markaða vaxtarmöguleika fyrir fyr- irtæki og fjárfesta. Framsækin fyr- irtæki eiga að leita leiða til að kaupa fyrirtæki erlendis. Áhugaverð leið er að skilgreina Norðurlönd sem sinn heimamarkað líkt og Kaupþing, Opin Kerfi og Nordic Photos hafa gert. Í slíkri stefnumótun fyrirtækja felast mikil tækifæri en jafnframt skyn- samleg takmörkun. Stærð íslenska markaðarins takmarkar umsvif ís- lenskra fjármálafyrirtækja og um- breytingasjóða. Á Norðurlöndum eru fyrirsjáanlegar miklar breyting- ar í atvinnulífi vegna kynslóðaskipta í fyrirtækjum og samruna fyrirtækja milli landa – ný fyrirtæki verða mynduð sem þjóna öllum Norður- löndunum sem einum markaði. Ís- lensk fjármálafyrirtæki í samvinnu við íslensk fyrirtæki og stjórnendur eiga að koma að þessum umbreyt- ingum með virkri þátttöku og fjar- festingum. Það er löngu tímabært að íslensk fjármálafyrirtæki, önnur en Kaupþing Búnaðarbanki, opni starfsstöðvar á Norðurlöndunum. Ís- lensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa mörg hver öðlast verulega reynslu af fjárfestingum erlendis. Jafnframt hafa þjónustufyrirtæki sjávarút- vegsins, s.s. bankar, iðnfyrirtæki og flutningafyrirtæki verðmæta reynslu af alþjóðlegum viðskiptum. Í ljósi þessarar reynslu og þekkingar eiga íslensk fyrirtæki sem starfa í sjávarútvegi og annarri matvæla- vinnslu að hafa metnað til að verða leiðandi fyrirtæki á sínu sviði í Evr- ópu. Íslensk fyrirtæki og einstak- lingar hafa mikla möguleika til að stækka markaði og hasla sér völl í al- þjóðlegum viðskiptum með kaupum á erlendum fyrirtækjum. Í mörgum tilfellum er útrás af því tagi nauðsyn- leg fyrirtækjum sem náð hafa þroska og mikilli markaðshlutdeild á ör- markaðinum Íslandi. Reynslan sýnir að jafnvel lítil fyrirtæki með öfluga bakhjarla og einbeitta stjórnendur geta náð góðum árangri í að stækka fyrirtækin og stækka markaðssvæði með kaupum á erlendum fyrirtækj- um. Efasemdir fræðimanna um ytri vöxt fyrirtækja virðast ekki eiga við ef litið er yfir sögu íslenskra fyrir- tækjakaupa á erlendum mörkuðum. Höfundur starfar við kaup og sam- runa fyrirtækja hjá Michelsen & Partners í Kaupmannahöfn. FJÁRFESTAR í Evrópu byggja ákvarðanir sínar um fjárfestingar í auknum mæli á frammistöðu fyrir- tækja í samfélags- og umhverfismál- um. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýútkominni rannsóknar- skýrslu sem samtökin CSR (Corpo- rate Social Responsibility), endur- skoðunarfyrirtækið Deloitte og fjárfestingarfyrirtækið Euronext unnu í sameiningu. Skýrslan var unnin eftir spurning- arlistum sem lagðir voru fyrir sjóðs- stjóra og greiningaraðila annars vegar og þá sem stjórna fjárfesting- artengslum fyrirtækja (e. investor relations officer/IRO) hins vegar í átta Evrópulöndum. Ríflega helm- ingur í fyrrnefnda hópnum, 52% að- spurðra, telur að samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja og afstaða þeirra til umhverfismála muni verða ráð- andi þættir í ákvarðanatöku um fjár- festingar í náinni framtíð. Í hinum hópnum svöruðu 47% sömu spurn- ingu játandi. Sex af tíu merkja aukinn áhuga Sex af tíu sjóðsstjórum og greining- araðilum sem spurðir voru í þessum níu löndum sögðust hafa tekið eftir auknum áhuga á fjárfestingum í samfélagslega ábyrgum fyrirtækj- um á undanförnum tveimur árum. Enn fleiri, eða 69%, gerir ráð fyrir að eftirspurn eftir slíkum fjárfestingum aukist á næstu tveimur árum. Í rannsókninni, sem tók til Bret- lands, Hollands, Frakklands, Þýska- lands, Sviss, Ítalíu, Spánar og Sví- þjóðar, kemur fram að 96% þeirra sem sjá um fjárfestingatengsl fyrir- tækja telja að fjárfestar geri síaukn- ar kröfur um upplýsingar frá fyrir- tækjunum um samfélags- og umhverfismál. Markaðurinn vill meiri upplýsingar Að sögn Sigrúnar Rögnu Ólafsdótt- ur, endurskoðanda hjá Deloitte á Ís- landi, er ljóst að markaðurinn gerir meiri kröfur um upplýsingar frá fyr- irtækjum en hingað til hefur tíðkast. „Markaðurinn vill meiri upplýsingar. Það hefur alltaf verið mikil áhersla á fjárhagslegar upplýsingar. Lagaum- hverfið víðast hvar fjallar fyrst og fremst um fjárhagslegar upplýsing- ar. Það er greinilegt að annars konar upplýsingar eru ekki síður mikilvæg- ar,“ segir Sigrún Ragna. Hún nefnir álframleiðandann Al- can sem dæmi um fyrirtæki sem veitir heilmiklar upplýsingar um um- hverfismál í sínum reikningsskilum. Með þessu vilji fyrirtækið bæta ímynd sína og svo eigi við um mörg önnur fyrirtæki í mengandi iðnaði. „Aðalatriðið er að fyrirtækið axli ábyrgð á sinni starfsemi,“ segir Sig- rún Ragna. Hún telur ekki ólíklegt að í framtíðinni muni lagaumhverfið færast í þá átt að gera auknar kröfur á fyrirtæki um að sinna upplýsinga- gjöf um samfélags- og umhverfismál, en ekki bara um fjárhaginn. Svoköll- uð græn reikningsskil, sem snúast um að halda bókhald um atriði sem snúa að umhverfinu, séu að færast í aukana og fjárfestar vilji frekar festa fé í félögum sem séu með öll sín mál á hreinu. Líklegt að lög verði sett Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess sama en samkvæmt henni telja 85% aðspurðra í síðari hópnum, þ.e. þeirra sem hafa umsjón með fjárfestingatengslum fyrirtækja, að á næstu þremur árum verði reglur um upplýsingagjöf fyrirtækja hertar og gerð krafa um að samfélags- og umhverfismál séu tekin með í reikn- inginn. Sigrún Ragna segir að í Svíþjóð séu nú þegar til reglur um fjárfest- ingar lífeyrissjóða. Sænskir lífeyris- sjóðir þurfi þannig að taka tillit til samfélags- og umhverfismála fyrir- tækja í sinni fjárstingarstefnu. „Þetta er mér vitanlega ekki inni í neinni löggjöf hér á Íslandi.“ Í rannsóknarskýrslunni kemur fram að svipaðar reglur gilda í fleiri Evrópulöndum. Belgískir, breskir, hollenskir og franskir lífeyrissjóðir þurfa að líta til samfélags- og um- hverfisþátta hjá þeim fyrirtækjum sem þeir fjárfesta í. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að bæði fjárfestar, kaupendur, og þeir sem sjá um fjárfestingatengsl, selj- endur, telji samfélags- og umhverf- ismál fyrirtækja mikilvæg. Flestir telja þessa þætti hafa áhrif á ímynd fyrirtækja, um tveir þriðju að- spurðra, en nokkuð færri, um þriðj- ungur, telur þá hafa áhrif á markaðs- virði til lengri tíma. Morgunblaðið/Ásdís Fjárfestar vilja meiri upplýsingar um stefnu fyrirtækja í umhverfis- og samfélagsmálum, að því er evrópsk rannsókn sýnir. Ásókn í ábyrgar fjárfestingar Evrópskir fjárfestar telja samfélagslega ábyrg og umhverfisvæn fyrirtæki góða kosti FRÁBÆRT VERÐ ! OSRAM flúrperur Lumilux Daylight, Lumilux Cool White Lumilux Warm White Lumilux Interna Kaupbætir fy lg i r hver jum 100 stk af perum. Jóhann Ólafsson & Co Johan Rönning Reykjavík/Akureyri Rekstrarvörur Reykjavík Rafbúðin Álfask. Hfj. Rafbúð R.Ó. Keflavík Árvirkinn Selfoss Faxi Vestmannaeyjar Rafás Höfn S.G. Raftv. Egilsstaðir Víkurraf Húsavík Ljósgjafinn Akureyri Tengill Sauðárkrókur Straumur Ísafjörður Glitnir Borgarnes Rafþj.Sigurdórs Akranes Það birtir til með OSRAM Geymdu það ekki til morguns sem við getum gert í dag. Eins og skot Sími: 505 0400 Fax: 505 0630 www.icelandaircargo.is Ný sending! 100 ferðir á viku til 13 áfangastaða í USA og Evrópu tryggja þér stysta mögulega flutningstíma með hagkvæmasta hætti sem völ er á. Hér fyrir neðan sérðu dæmi um verð frá USA og Evrópu og upptalningu á þeirri þjónustu sem innifalin er í verðinu. Við veitum þér alhliða þjónustu í öllum þáttum, s.s. gerð tollskjala og við færum þér vöruna beint upp að dyrum. Geymdu það ekki til morguns sem við getum gert í dag. Verðdæmi Boston 17.000kr./100 kg m.v. flug frá Logan til Keflavíkur. Afgreiðslugjald á báðum flugvöllum innifalið. Tökum einnig að okkur tollskýrslugerð og heimakstur gegn vægu gjaldi. CARGO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.