Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 B 9 NVIÐSKIPTI E instaklingar gera ým- islegt sem skaðar aðra, hvort sem það er af ásettu ráði eða ekki. Til að þjóðfélag- ið geti gegnt hlutverki sínu þarf það að hvetja einstaklingana til að gera ekki öðrum mein – beita til þess umbun og refsingu, reglum og sekt- um. Með því að menga loftið skaðar maður þá sem anda því að sér. Dómskerfið gegnir mikilvægu hlut- verki í þessum efnum. Meiði ég mann ætti hann að geta lögsótt mig. Einstaklingum ber auðvitað sið- ferðisleg skylda til að gera ekki öðr- um mein. Ef til vill er mikilvægasta siðareglan sú að svo sem þér viljið að aðrir menn gjöri við yður, svo skuluð þér og þeim gjöra. Kjarninn í siðfræði Immanuels Kants, hið skilyrðislausa skylduboð, lagði grunninn að heimspekilegum siðareglum fyrir þá sem sem vildu byggja siðfræði sína á öðru en trúarlegum spakmælum. En nú- tímaþjóðfélag getur ekki aðeins treyst því að einstaklingarnir breyti „rétt“ og gerir það ekki. Það beitir umbun og refsingu. Það er jafnvel enn erfiðara að örva fyrirtæki til réttrar breytni. Þegar öllu er á botninn hvolft eru fyrirtækin ekki með samvisku; þau búa aðeins yfir samvisku þeirra sem reka þau og hún víkur oft fyrir gróðavoninni, eins og hneyksl- ismálin í bandarísku viðskiptalífi hafa sýnt. Dómskerfið í Bandaríkjunum get- ur tryggt að fyrirtæki, sem fram- leiða gallaða eða jafnvel hættulega vöru, verði gerð ábyrg fyrir afleið- ingunum. Fyrirtæki eru í miklu betri aðstöðu en neytendur til að meta öryggi vörunnar; við höfum öll hag af því að dómskerfið hefur séð fyrirtækjunum fyrir hvata til að gefa gaum að öryggi þess varnings sem þau framleiða. Umhverfisverndarlög gera fyr- irtæki ábyrg fyrir eiturúrgangi þeirra og mörg lönd, þeirra á meðal Bandaríkin, hafa tekið upp þá reglu að fyrirtækin sem menga eigi að borga og bæta fyrir skaðann sem þau valda. Þetta snýst bæði um hvata og samfélagslegt réttlæti. Hvað önnur svið áhrærir erum við aðeins nýbyrjuð að hugsa um ábyrgð fyrirtækja í dómskerfinu. Í síðari heimsstyrjöldinni voru þýsk fyrirtæki of fús til að græða á þrælkunarvinnu þeirra sem hneppt- ir voru í fangabúðir nasista og sviss- neskir bankar tóku með glöðu geði við gulli sem tekið var af gyðingum í útrýmingarherferð nasista. Í ný- legum dómsmálum hafa fyrirtækin neyðst til að skila að minnsta kosti hluta þess sem þau tóku. Á undanförnum árum hefur lítið borið á samvisku olíufyrirtækja sem sjá skæruliðahreyfingum fyrir pen- ingum – það eina sem þau virðast hugsa um er að gæta hagsmuna sinna. Þegar hugrakkt fyrirtæki, BP, vildi breyta rétt í Angóla með því að reyna að tryggja að pening- arnir fyrir olíuvinnsluleyfin rynnu í ríkissjóð, ekki í vasa spilltra emb- ættismanna, neituðu önnur olíu- fyrirtæki að fara að dæmi þess. Hagnaður námafyrirækja í Kongó, sem hét áður Zaire, auð- veldaði Mobuto Sese Seko, fyrrver- andi forseta, að halda völdunum í áratugi – gerði honum kleift að sölsa undir sig peninga þjóðarinnar, að því er virðist með því að nota leynilega reikninga í löndum eins og Sviss, Cayman-eyjum og Kýpur. Peningar frá Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hjálpuðu einnig Mobuto að halda völdunum. Þessar stofnanir vissu, eða áttu að vita, að lán þeirra og önnur aðstoð hjálpuðu ekki fátæka fólkinu í landi einræðisherrans. Lánin urðu aðeins til þess að þjóðin sökk dýpra í skuldafenið. Við teljum núna að einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir eigi að bera ábyrgð á gerðum sínum. En hvað þýðir þetta, ef það á ekki að vera eintómt orðagjálfur? Í fyrsta lagi þýðir þetta að afskrifa þarf skuld- irnar: alþjóðlegir lánardrottnar geta ef til vill ekki bætt að fullu fyrir þann skaða, sem peningar þeirra ollu þegar þeir stuðluðu að því að viðurstyggilegir einræðisherrar héldu völdunum, en það minnsta sem þeir geta gert er að sjá til þess að fjárausturinn íþyngi ekki fórn- arlömbunum. Færa má rök fyrir því að í Suður- Afríku hafi efnahagslegi þrýsting- urinn vegna refsiaðgerða að lokum orðið til þess að aðskilnaðarstefnan, apartheid, var afnumin; en það var líka efnahagslegur stuðningur frá öðrum löndum – meðal annars lán fjölþjóðlegra banka – sem stuðlaði að því að kynþáttaaðskilnaðurinn hélst svona lengi. Ef til vill má segja það sama um Írak á síðasta áratug. Draga ætti þá til ábyrgðar sem stuðluðu að því að aðskiln- aðarstefnan hélt velli svona lengi – og einkum þá sem virtu ekki refsi- aðgerðirnar eftir að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu þær. Ekki er víst að sannleiks- og sáttanefndinni í Suður-Afríku takist að græða sár- in, en ef örva á fyrirtækin til réttrar breytni þurfa þau að gjalda þess að hafa hagnast á aðskilnaðarstefn- unni. Væru fyrirtækin með samvisku myndu þau gera það sem þeim ber, án þess að vera þvinguð til þess: áætla hagnað sinn af apartheid- kerfinu og endurgreiða landinu, með vöxtum. Þótt apartheid-kerfið hafi liðið undir lok hafa efnahagsleg vandamál landsins ekki verið leyst og atvinnuleysið er nú meira en 25%. Enn sem komið er virðist fyr- irtækjunum ekki liggja mikið á að bæta ráð sitt í Suður-Afríku. Þar og víðar bendir fátt til þess að sam- viska stjórnenda fyrirtækjanna risti mjög djúpt. Vonandi verður sú breyting á dómskerfum Vest- urlanda að þau tryggi endurkröfu- rétt, sem ræður ekki aðeins bót á gömlu óréttlæti, heldur fær einnig fyrirtækin til að hugsa sig tvisvar um áður en þau reyna að hagnast á grimmum einræðisstjórnum í fram- tíðinni. Ábyrgð fyrir- tækja í mannrétt- indamálum © Project Syndicate. Reuters Á undanförnum árum hefur lítið borið á samvisku olíufyrirtækja sem sjá skæruliðahreyfingum fyrir peningum. Joseph E. Stiglitz fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði 2001. Hann er hagfræðipró- fessor við Columbia-háskóla og var for- maður ráðs efnahagsráðgjafa Bills Clintons, fyrrverandi Bandaríkja- forseta, og aðalhagfræðingur og vara- forseti Alþjóðabankans. Nýjasta bók hans heitir „The Roaring Nineties: A New History of the World’s Most Prosperous Decade. .................. Í S u ð u r - A f r í k u o g v í ð a r b e n d i r f á t t t i l þ e s s a ð s a m v i s k a s t j ó r n e n d a f y r - i r t æ k j a n n a r i s t i m j ö g d j ú p t . .................. Eftir Joseph E. Stiglitz

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.