Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 14
14 B FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR                          !       " #  $   % !$$   !      !$$     &  '    !$$         !           '   ( $!    $  #            )     $     !   ! %        *   !       $  $$ !        %)) Í tíu fyrirtækjum af fimmtán í Úrvals- vísitölunni situr engin kona í stjórn. Fimm konur sitja í stjórnum fyrirtækj- anna sem mynda Úrvalsvísitöluna í Kauphöll Íslands en 85 karlar. Alls eru stjórnarsætin 95 en í þeim sitja 85 einstakling- ar, þar sem nokkrir eiga sæti í fleiri en einni stjórn. Hlutfall kvenna í stjórnum hinna ís- lensku stórfyrirtækja er 5,3%, sem þýðir að fyr- ir hverja konu sem situr í stjórn sitja sautján karlar. Sé horft á stjórnarsætin en ekki ein- staklinga þá er eitt sæti skipað konu fyrir hver 19 sæti skipuð karlmönnum. Fleiri konur í breskum stjórnum en íslenskum Töluverð umræða hefur verið um konur í stjórnum fyrirtækja, eða réttara sagt skort á konum í stjórnum fyrirtækja, í breskum fjöl- miðlum undanfarna daga. Tilefnið er nýbirt út- tekt á samsetningu stjórna sem Cranfield Scho- ol of Management gerði á fyrirtækjum í FTSE 100-vísitölunni sem skráð eru í Kauphöllina í London. Úttektin leiðir í ljós að konur fylla 101 sæti í stjórnum þessara 100 stærstu fyrirtækja landins. Hlutfall kvenna í stjórnum FTSE 100- fyrirtækja er 8,6%, og þykir ekki hátt en í stjórnum Úrvalsvísitölufyrirtækja er hlutfallið 5,3%. Fyrirtækjum með stjórnir eingöngu skipaðar körlum í FTSE 100-vísitölunni hefur fækkað úr 39 í 32 frá því sams konar könnun var gerð í fyrra. Í tveimur þriðju fyrirtækjanna situr þannig minnst ein kona í stjórn. Eins og sést á tölunum fyrir Ísland er þessu öfugt farið hér. Í nákvæmlega tveimur þriðju þeirra fyrirtækja sem mynda Úrvalsvísitöluna situr engin kona í stjórn. Þrátt fyrir að konum hafi fjölgað í stjórnum breskra fyrirtækja hafa höfundar Cranfield- skýrslunnar áhyggjur. Haft er eftir Val Singh, einum höfunda, í frétt á vef Reuters að þótt fleiri konur sitji í stjórnum FTSE 100-fyrir- tækja nú en nokkru sinni fyrr sé enn langt í land. „Við erum komin þangað sem Bandaríkin voru komin fyrir fimm árum,“ segir Singh. Sem dæmi má nefna að árið 2001 voru innan við 20% stjórna Fortune 500-fyrirtækjanna í Bandaríkj- unum eingöngu skipaðar körlum. Athygli vekur að bandarískar konur skipa fjórðung af 101 stjórnarsæti kvenna í stórfyrirtækjunum sem um ræðir í bresku skýrslunni. Alls sitja 88 konur í stjórnum 68 fyrirtækja í FTSE 100. Í fyrra voru þær 75 og sátu í 61 stjórn. Tvö fyrirtæki í Bretlandi eru nú með fjórar konur í stjórn, smásölukeðjan Marks & Spencer og lyfjafyrirtækið AstraZeneca en í báðum þessum fyrirtækjum eru þrettán stjórn- armenn. Konur eru þannig tæpur þriðjungur stjórna þar sem hlutföllin eru jöfnust. Sjö fyr- irtæki eru með þrjár konur í stjórn og í þrettán fyrirtækjum eru tvær konur í stjórn. Í 46 fyr- irtækjum er ein kona í stjórn. Ekkert fyrirtæki í íslensku Úrvalsvísitölunni er með fleiri en eina konu í stjórn. Blandaðar stjórnir skila meiru Iðnaðar- og viðskiptaráðherra Bretlands, Pat- ricia Hewitt, segir skýrsluna sýna að hlutfall kvenna í stjórnum FTSE 100-fyrirtækjanna endurspegli hvorki kynjahlutfall starfsfólks fyrirtækjanna né viðskiptavina þeirra. Cran- field School of Management hefur fylgst með samsetningu stjórna FTSE 100-fyrirtækja frá því 1999 og segir fyrirtæki með blandaðar stjórnir hafa sýnt meiri framfarir en hin á þess- um tíma. Í frétt Financial Times um skýrsluna segir að niðurstöður sýni sterk tengsl milli góðra stjórn- sýsluhátta (e. corporate governance) og þess að konur sitji í stjórn. Þau fyrirtæki sem komu best út á átta ólíkum mælikvörðum sem notaðir eru til að meta góða stjórnsýsluhætti voru mikl- um mun líklegri til að hafa að minnsta kosti eina konu í stjórn, að því er fram kemur í fréttinni. Í leiðara Guardian í liðinni viku var fjallað um rannsóknina og lýsir leiðarahöfundur þar áhyggjum af því hve hægt gengur að fjölga kon- um í stjórnum. Leiðarahöfundur nefnir að ráða- menn í Noregi og Svíþjóð hafi hótað fyrirtækj- um að setja lög sem skikki þau til að jafna kynjahlutföll í stjórnum þannig að hlutur kvenna verði ekki minni en 40%. Hann kveðst telja fulllangt gengið að binda ákveðið hlutfall í lög. Hins vegar sé ljóst að konur í Bretlandi hafi ekki jöfn tækifæri til að koma sér að í stjórnum fyrirtækja. Eitt af því sem hann leggur til er að bresku fyrirtækin breyti ráðningarferlinu til að fá fleiri konur í stjórn. Einungis lítill hluti stjórnarmanna sé ráðinn í gegnum viðtöl. Flestir, um 96% þeirra sem koma inn sem óháðir stjórnarmenn, séu ráðnir í gegnum tengsl og þar standi konur ekki eins vel að vígi. Stjórnarmenn í Bretlandi séu þannig ekki endi- lega ráðnir vegna sinnar þekkingar heldur vegna þess hverja þeir þekkja. Ein kona fyrir hverja sautján karla "      $  " %  &'#(      !  "# $ % & $ ' %  (  )  * $+)  , )  -$./ "/ ' 0!1/ 2!'3 24 2356+7 !' 28 9:$$ $! % 8% ; 2!8   835  <8 *" /  4 8" ' =  Konur í stjórnum fyrirtækja í Úrvalsvísitölunni má telja á fingrum annarrar handar. Eyrún Magnúsdóttir skoðaði kynjahlutföllin og kynnti sér umræðu um fæð kvenna í stjórnum breskra fyrirtækja. eyrun@mbl.is EITT af því sem fjölmiðlar benda sérstaklega á í út- tekt Cranfield er að þaulsætnir stjórnarformenn eru ólíklegri til að hafa konur með sér í stjórn en þeir sem setið hafa stutt í sæti stjórnarformanns. „Ungar“ stjórnir í breskum fyrirtækjum, eða tiltölulega nýskip- aðar, eru þannig líklegri til að vera skipaðar bæði kon- um og körlum. Þetta virðist þó ekki eiga við um stjórn- ir íslenskra Úrvalsvísitölufyrirtækja. Í frétt Financial Times um skýrsluna kemur fram að ef fyrirtækjunum er raðað upp eftir því hver hafa flest- ar konur í stjórn kemur í ljós að stjórnarformenn þeirra tólf efstu hafa að meðaltali setið styttra en aðr- ir sem stjórnarformenn. Með öðrum orðum benda niðurstöður til þess að með uppstokkun í breskum stjórnum fjölgi konum. Þróunin er ekki sú sama með fyrirtæki í Úrvals- vísitölunni. Hlutfall kvenna í stjórnum Úrvalsvísitölu- fyrirtækja er lágt og virðist ekki fara hækkandi þótt stjórnir fyrirtækjanna séu stokkaðar upp. Á þessu ári hafa nýjar stjórnir verið skipaðar í tæpum þriðjungi fyrirtækja í Úrvalsvísitölunni. Þessar „ungu“ stjórnir eru allar skipaðar körlum eingöngu. Ný stjórn Eimskipafélagsins tók til starfa í síðasta mánuði og fyrr á árinu var skipt um stjórn hjá Landsbanka Íslands auk þess sem ný stjórn samein- aðs Kaupþings-Búnaðarbanka tók til starfa. Í þessum þremur nýskipuðu stjórnum situr engin kona sem að- almaður. Stjórn Pharmaco var stokkuð upp á síðasta ári og stjórn Og Fjarskipta tók við í fyrra við samein- ingu Tals og Íslandssíma. Í hvorugri þessara stjórna situr kona. Stjórnir Samherja, Flugleiða, Bakkavarar, Össurar og Granda hafa heldur enga konu innanborðs. Konum gæti fækkað frekar Þó að mikil uppstokkun hafi átt sér stað í stjórnum Úr- valsvísitölufyrirtækja á undanförnum misserum skilar það sér ekki í auknum fjölda kvenna í stjórnum. Svo gæti farið að þeim fækkaði enn frekar. Rakel Olsen, forstjóri Sigurðar Ágústssonar, sem situr í stjórn SH, seldi fyrr í haust hlut fyrirtækisins í SH og tilkynnti að hún reiknaði ekki með því að sitja áfram í stjórn SH. Sem kunnugt er hefur Íslandsbanki gert yfirtöku- tilboð í Sjóvá-Almennar og hyggst afskrá félagið á næstunni. Með afskráningu þess hverfur eitt af fimm fyrirtækjum með konu í stjórn úr Úrvalsvísitölunni, en Guðrún Pétursdóttir á sæti í stjórn Sjóvár-Almennra. Gefum okkur að karl taki sæti í stjórn SH og að fyr- irtæki með stjórn eingöngu skipaða karlmönnum komi í stað Sjóvár-Almennra í vísitöluna (sem er ekki ólík- legt). Þá verður hlutfall kvenna sem stjórnarmanna í stærstu fyrirtækjum landsins komið niður í komið nið- ur í 3,2%. Með það í huga að á meðal fyrirtækjanna fimmtán sem um ræðir eru allir stærstu viðskipta- bankar landsins, annað tveggja símafyrirtækjanna í landinu og stærstu sjávarútvegs- og útflutningsfyr- irtækin svo eitthvað sé nefnt þá verður það að teljast ólíklegt að þetta hlutfall, hvort sem miðað er við 5,3% eða 3,2%, endurspegli hóp starfsfólks eða við- skiptavina fyrirtækjanna. „Ungar“ stjórnir líklegri til að hafa konur innanborðs HÖFUNDUR bókanna um Harry Potter, JK Rowling, stað- festi fyrr í vikunni að fimmta bók- in í seríunni hefði nú þegar selst í yfir 250 milljónum eintaka á heimsvísu. Rowling, sem talin er vera hæstlaunaði rithöfundur heims, að því er segir í frétt BBC, hefur þegar tekið til við ritun sjöttu bókarinnar en ekki hefur verið ákveðið hvenær hún kemur út. Að sögn Sunday Times hefur Rowling þénað 125 milljónir punda, um 16 milljarða íslenskra króna, á síðustu tólf mánuðum. Það jafngildir tæpum 50 þúsund krónum fyrir hvert orð í Fönix- reglunni, fimmtu bókinni um Harry Potter. Potter nær 250 milljóna markinu 50 þúsund fyrir orðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.