Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI FJÁRFESTINGARBANKINN Barclays Capital hefur séð um meira en 40% af allri skuldabréfaútgáfu íslenskra aðila erlendis á þessu ári, eða sem nemur einum milljarði evra. Fulltrúar fjárfestingarbankans koma reglulega hingað til lands og kynna einnig íslenskar fjár- festingar erlendis. Barclays Bank skiptist í fjóra hluta og Bar- clays Capital er einn þeirra og sinnir viðskiptum við stofnanafjárfesta og eignastýringu. Hinir hlutarnir eru viðskiptabankahluti, einkabanka- hluti og greiðslukortahluti. Barclays Capital á viðskipti um allan heim og á í viðskiptum við stór fyrirtæki, stofnanafjárfesta, ríkisstjórnir og fyrirtæki og stofnanir hins opinbera. Cyrus Ard- alan, aðstoðarforstjóri Barclays Capital, segir að Barclays Capital sérhæfi sig í að útvega lánsfé og veita aðstoð við áhættustýringu um allan heim. Barclays Capital leggi ekki fram hlutafé til fyrirtækja, en útvegi fjármagn með öðrum hætti svo sem með breytilegum skuldabréfum. Bankinn sé ekki heldur í samrunum og yfirtök- um, þannig að sem fjárfestingarbanki sé Bar- clays Capital nokkuð sér á báti og hann einbeiti sér að lánveitingum og áhættustýringu. Mikill vöxtur Ardalan segir að viðskiptin hafi vaxið mikið á síðustu sex til sjö árum, eða frá því að bankinn hafi tekið upp núverandi skipulag og farið að einbeita sér að þeim sviðum sem hann geri nú. Nú sé Barclays Capital í fjórða sæti í heiminum yfir þá sem útvegi lán og skuldabréf og bankinn sé í öðru sæti í Evrópu á þessu sviði. Barclays Capital á mikil viðskipti við Ísland og fulltrúar bankans koma reglulega til Íslands og eru í sambandi við viðskiptavini sína hér á landi nokkrum sinnum í viku. Ardalan segir að Ísland sé orðið mikilvægur markaður fyrir bankann. Í upphafi, árið 1997, hafi bankinn ein- beitt sér að Bretlandi en síðan hafi hann fært markvisst út kvíarnar með sókn inn á meginland Evrópu og Norðurlöndin. Bankinn hafi farið að beina sjónum sínum að Íslandi fyrir um tveimur árum og síðastliðið ár hafi hann átt mikil við- skipti við stóra aðila hér á landi, svo sem Ís- landsbanka, Kaupþing Búnaðarbanka, Lands- virkjun og ríkið. Bankinn hafi séð um 40% af allri skuldabréfaútgáfu íslenskra fyrirtækja er- lendis síðasta árið og um þriðjung sam- bankalána. Lán og skuldabréfaútgáfa sem Barclays Capital hefur staðið að hér á landi á þessu ári nema samtals 1,35 milljörðum evra, um 120 milljörðum króna. Þessi lánafyr- irgreiðsla skiptist þannig að 353 milljónir evra eru lán til Landsvirkjunar, 500 milljónir evra eru skuldabréf Kaupþings Búnaðarbanka, 350 milljónir evra eru skuldabréf Íslandsbanka og 150 milljónir evra eru skuldabréf ríkisins. Aðgangur að mörkuðum Ardalan segir að þjónusta Barclays Capital við íslenska viðskiptavini sé að veita þeim aðgang að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Hér á landi sé þörf á miklu fjármagni, til dæmis fyrir banka- kerfið og vegna stóriðjuframkvæmdanna, og Barclays Capital afli fjármagnsins á al- þjóðamarkaði og fjárfestarnir, sem séu stofn- anafjárfestar, komi víða að. Mikilvægur þáttur í þessu sé að ræða við stofnanafjárfesta um allan heim og segja þeim frá stöðu lántakendanna, markaðsaðstæðum og efnahagsástandi hér á landi og kynna fyrir þeim hvers vegna þeir ættu að veita fjármagni hingað til lands. Að sögn Ar- dalans er hagkerfið hér á landi ekki vel þekkt erlendis vegna þess hve lítið það er, en þegar sagt sé frá því veki það áhuga. Árangur í efna- hagsmálum hafi verið afar góður á síðustu árum, bæði með hliðsjón af hagvexti og aðlög- unarhæfni hagkerfisins og fyrirtækin sem um ræðir séu traust. Hann sagði að virkjanaframkvæmdir á vegum Landsvirkjunar væru metnaðarfullar og áhuga- verðar fyrir fjárfesta. Ísland hafi í gegnum tíð- ina haft hlutfallslega yfirburði á sviði fiskveiða og það að nota ódýra innlenda orku til álfram- leiðslu sé skynsamlegt frá efnahagslegu sjón- armiði. Þetta verði vaxandi og mikilvægur þátt- ur í utanríkisviðskiptum landsins og geri Íslandi kleift að auka fjölbreytni í framleiðslunni, sem sé mjög jákvætt. Barclays Capital sér um mikið af íslenskum skuldabréfum Morgunblaðið/Sverrir Cyrus Ardalan, Barclays Capital. NÝTING á rækjuskel til fram- leiðslu efna sem nýtast til að græða bein getur skapað betri aðferðir við beinalækningar heldur en nú þekkj- ast, að sögn Michael Silbermann, prófessors við læknadeild Israel Institute of Technology. Hann segir að Ísland sé ákjósanlegt til að standa að þróun á þessu sviði, m.a. vegna gæðaeftirlits í sjávarútvegin- um. Fyrirtækið Primex, sem vinnur efnið kítósan úr rækjuskel, og er í meirihlutaeigu Íslendinga, eigi mikla möguleika á að verða leiðandi á þessu sviði. Ljóst sé þó að stuðn- ingur stjórnvalda við fyrirtækið þurfi að vera meiri en verið hefur. Silbermann segir að þörfin fyrir framfarir í lækningu beinbrota hafi sífellt verið að aukast. Fólk lifi leng- ur en áður, beinin verði stökkari og hætta á beinbrotum aukist þar með. Auk þess hafi aukinn hraði í umferð- inni og aukning alvarlegra slysa af ýmsum toga gert að verkum að bein- brot séu erfiðari viðfangs en áður. Silbermann og Martin G. Peter, sem er prófessor við efnafræðideild háskólans í Potsdam í Þýskalandi, eru fulltrúar þeirra menntastofnana sem þeir starfa við, í samstarfsverk- efni sem Primex leiðir og lýtur að nýtingu kítósans til að græða bein- brot. Auk Primex og háskólanna tveggja taka fyrirtækin Dot Coating í Þýskalandi og Teknimed í Frakk- landi þátt í verkefninu, en fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur styrkt verkefnið. Þeir Silbermann og Peter voru staddir hér á landi fyrir skemmstu. Blaðamaður hitti þá að máli ásamt Jóhannesi Gíslasyni, framkvæmda- stjóra rannsókna- og þróunarsviðs Primex, en hann leiðir verkefnið. Þeir voru sammála um að þær rannsóknir, sem gerðar hafa verið til þessa á nýtingu kítósans úr íslenskri rækjuskel, lofi mjög góðu. Þeir sögðu að gangurinn í verkefninu sé samkvæmt áætlun. Nauðsynlegt að auka hraðann Áætlanir Primex og samstarfsaðila gera ráð fyrir að það muni taka um sex ár að koma fram með markaðs- hæfa vöru, unna úr rækjuskel, til að græða beinbrot. Tryggður hefur verið fjárhagslegur stuðningur frá framkvæmdastjórn ESB til tveggja ára. Silbermann segir að ESB leggi alla jafna einungis til fjármagn til að koma verkefnum af þessu tagi af stað. Ef árangur verði góður komi þó til greina að fjármögnun verði framlengd frá tveimur árum í fjögur ár. Verði árangur að því loknu enn góður sé einnig möguleiki á fjár- magni til að vinna að því að koma vörum á markað. Hugsanlegt sé því að ESB fjármagni allt þetta verk- efni. Það sé þó engan veginn víst. Hann segir að af samkeppnisástæð- um sé nauðsynlegt að auka hraðann í verkefninu, en til að svo geti orðið þurfi að mæta fjármögnun ESB með mótframlagi. Upphaf í Ísrael Að sögn þeirra Silbermann og Pet- ers fellur stuðningur ESB við þetta verkefni undir áætlanir sambands- ins um að koma litlum og meðalstór- um sprotafyrirtækjum í Evrópu í samstarf við háskóla og rannsókn- arstofnanir. Þeir segja að hjá fram- kvæmdastjórn ESB sé litið á þetta sem tækifæri til að stefna mismun- andi fyrirtækjum og vísindamönn- um í Evrópu saman, m.a. til að stuðla að bættri samkeppnisstöðu og lífskjörum í álfunni. „Þetta samstarf, sem Primex leið- ir, hefur alla burði til að verða mjög árangursríkt og getur rutt veginn fyrir annað samstarf af svipuðum toga,“ segir Silbermann. Jóhannes segir að upphafið að þessu verkefni megi rekja til tölvu- pósts sem hann fékk frá RANNÍS fyrir tveimur árum. Þar var bent á að vísindamenn í Ísrael væru að leita að samstarfsaðilum til að vinna að nýjungum við að græða beinbrot. „Ég var á þessum tíma að leita að tækifærum fyrir nýja notkun á kí- tósani. Ég hafði samband við Ísr- aelsmennina, en í ljós kom að þeir voru að leita eftir annars konar verkefni en ég hafði hugsað mér. Í framhaldinu komst ég hins vegar í samband við Silbermann og í sam- einingu snerum við okkur að því sem við nú vinnum að, í samstarfi við Martin Peter og fyrirtækin í Þýska- landi og Frakklandi. Þörf á meiri peningum Að sögn Jóhannesar gerir gæðaeft- irlit í íslenskum sjávarútvegi það að verkum að hráefnið til vinnslu kítós- ans sé sérstaklega gott hér á landi. Hann segir að Primex fái ferska rækjuskel beint frá rækjuvinnslu Þormóðs ramma-Sæberg á Siglu- firði, en kítósanverksmiðjan er við hlið rækjuvinnslunnar. Ferskleiki hráefnisins sé forsenda þess að hægt sé að vinna úr henni kítósan til inn- vortis lækninga. „Þó við séum að gera góða hluti förum við þó ekki nógu hratt til þess að mæta þeirri samkeppni sem er á þessu sviði, t.d. frá Bandaríkjunum,“ segir Jóhannes. „Þar er unnið mun hraðar í þróun á þessu sviði. Það þarf meiri peninga til nýsköpunar hér á landi ef við eigum ekki að verða undir í samkeppninni. Mér finnst að menn mættu taka Finna sér til fyrirmyndar. Þegar á móti blés þar í landi var fjármagn til ný- sköpunar aukið umtalsvert, enda uppskera þeir nú ríkulega ávexti þeirrar fjárfestingar. Ég vildi sjá svipað gerast hér á landi. Möguleik- arnir eru fyrir hendi.“ Hjá Primex starfa 26 manns og er fyrirtækið með aðstöðu í Reykjavík og á Siglufirði. Fyrirtækið var stofn- að undir nafninu Genís árið 1989 en hóf að einbeita sér að þróun og vinnslu kítínefna upp úr 1998. Helstu eigendur eru Þormóður rammi-Sæberg, Samherji, Pharma- co og Ocean Nutrition Canada, fyr- irtæki sem sérhæfir sig í sjávarlíf- tækni. Leiðandi í nýjum aðferð- um við beina- lækningar Rannsóknir, sem fyrirtækið Primex leiðir, á nýtingu rækjuskeljar til að græða bein þykja lofa góðu Morgunblaðið/Jim Smart Michael Silbermann, Martin G. Peter og Jóhannes Gíslason eru sammála um að þær rannsóknir, sem gerðar hafa verið til þessa á nýtingu kítósans úr íslenskri rækjuskel, lofi mjög góðu. FJÁRFESTAR lýstu yfir vilja til að kaupa hlutabréf í Medcare Flögu hf. fyrir rúmlega fjórfalt hærri fjárhæð en í boði var. Í fyrradag rann út sá frestur sem fjárfestar höfðu til að lýsa yfir vilja sínum til að fjárfesta í hluta- fjárútboði félagsins, sem framleiðir tæki og hugbúnað til svefnrannsókna. Í undirbúningi er að skrá hlutabréf Medcare Flögu í Kauphöll Íslands, en útboðið er fyrsta frumútboðið hér á landi þar sem samfara fer skráning á Aðallista Kauphallar Íslands í rúm tvö ár. Útboðinu var beint að fagfjár- festum og því var ekki um almennt út- boð að ræða. Samtals lýstu fjárfestar yfir vilja til að kaupa hlutabréf í Medcare Flögu að söluandvirði rúmlega 4.000 millj- ónir króna en ætlunin var að bjóða út hlutafé að markaðsvirði 900 milljónir, á genginu 5,5 til 7,0. Þó var heimilt að hækka þessa fjárhæð í 1.200 milljónir, ef áhugi fjárfesta á þátttöku í útboð- inu gæfi tilefni til þess. Í tilkynningu frá félaginu segir að stjórn þess hafi ákveðið að stækka útboðið í 1.200 milljónir. Þá hefur stjórnin jafnframt ákveðið, að höfðu samráði við umsjón- araðila útboðsins, að hlutir í félaginu verði seldir á genginu 6,0. Stefnt er að skráningu hlutabréfa Medcare Flögu í Kauphöllina í næstu viku. Fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings Búnaðarbanka hefur umsjón með út- boði og skráningu hlutafjárins. Áhugi fyrir hlutabréf- um Med- care Flögu Fjárfestar lýstu yfir vilja til að kaupa hlutabréf í félag- inu fyrir rúmar 4.000 millj- ónir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.