Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 B 11 NATHAFNALÍF VIÐSKIPTI rlendis.“ iðendur sinni mark- Pegasus, eða Pan kkt fyrir erlendis, sé gum um allan heim, m á milli sín. Þeir fyrirtækja og á ráð- aðila víða um heim. er mjög dýr mark- og bíða eftir verk- essi verkefni er nt um 95% af þess- sinn byggist á per- og því orðspori sem leita á Netinu að gerð segir Magnús fni í fyrra, Vírus í asería og kanadíska m er fyrsta myndin slandi. Báðar mynd- naðar- og við- hafa verið frábær- ilmikið, en fallið sé við kvik- m.“ Um nús að hún lönd Ís- núsar, Suð- fleiri lönd hluti og a af dagatal- að sumri náttúra er k í heim- að sjá gæti svarið da og erfi og við rari kant- keppn- kemur að ar að hans ur gert það afólki og mikil og ís- ef ekki ún er und- byggist á endurtekningum, þ.e. að viðskiptavinir sem komi einu sinni komi aftur og segi líka vinum sínum frá, sé mjög mikilvægt að menn fari ánægðir úr landi. „Yfirleitt vilja menn koma aftur ef þeir koma einu sinni. Þeir sjá gjarnan margt þegar þeir koma sem þeir vilja nota síðar. Hver einasta mynd sem er gerð hérna er heilmikil auglýsing og verst þykir okkur þegar við getum ekki staðið undir væntingum sem vakna vegna þessara mynda,“ segir Magnús. „Það er til dæmis alltaf verið að spyrja um íshallir og fleiri hluti sem eru ekki til. Okkar stærsta vandamál er hvað er orðið heitt á Íslandi. Það er til dæmis grátlegt að geta ekki svarað því játandi þegar spurt er í nóvember hvort Reykjavík sé ekki á kafi í snjó, þegar menn eru að fara af stað að taka auglýs- ingamyndir fyrir jólin. Þá lítur maður út um gluggann og segir að því miður sé 14 stiga hiti og rigning. Svo er alltaf verið að spyrja um frosin stöðuvötn. Fólk gengur út frá því sem gefnu að hér séu frosin stöðuvötn árið um kring. Jök- ulsárónið hefur ekki lagt síðan Die Another Day var tekin þar, en þá þurfti að hafa fyrir því, stórar vinnuvélar lokuðu fyrir aðfallið í lónið svo það frysi. Ísland er bara hlýtt land og snjólaust, það er raunveruleikinn,“ segir Magnús og brosir, en bætir við: „Við höfum þó jökla sem hægt er að keyra upp á, öfugt við „Toblerone-jöklana“ í Evrópu.“ Hægt að ofnota landið Magnús telur að hægt sé að ofnota landið, í það minnsta ákveðna hluta þess. „Á bílamessunni í Frankfurt nú í haust voru fjórar kynningarmyndir sýndar sem teknar voru hér á landi. Þetta voru myndir fyrir Golf, Benz, Toyota og Peu- geot. Þetta er einum of mikið og gæti þýtt að við fáum eng- ar bílamyndir á næsta ári.“ Spurður að því hvort Pegasus þurfi ekki stöðugt að vera að endurnýja sig, finna nýja töku- staði og slíkt og breikka þar með vöruúrvalið, segir Magnús að fyrirtækið sé alltaf að reyna að selja nýja hluta af Íslandi, en það gangi ekki nógu vel. „Fólk sem kemur hingað í fyrsta skipti fer beint á Skógafoss, undir Eyjafjöll, í Jökuls- árlón eða Bláa lónið. Þetta er auðveldur pakki. Þetta eru áhrifamiklir staðir og enda því oft í myndunum. Ég vildi að við gætum sinnt betur nýsköpunarvinnunni í að selja aðra tökustaði en þar miðar okkur lítið. Tökustaðirnir eru að- allega á Suðurlandi og þar finnst líka allt. Það er okkar leik- völlur og verður það áfram.“ Um það hvort að vel gangi að „selja“ fólkið sjálft sem býr í landinu segir Magnús að það sé vaxandi verðmæti fólgið í aðgangi að innflytjendum og því að geta notað alþjóðlegan hóp. „Við tókum t.d. UNI- CEF-mynd í fyrra og gátum fengið í það eingöngu fólk af asísku bergi brotið. Það er frábært að geta boðið uppá fjölþjóðlegt útlit leikara en við erum líka af- ar heppin með gott úrval menntaðra leikara á Ís- landi.“ Magnús segir að auk Íslands bjóði Pegasus upp á tökur á Grænlandi sem er að hans sögn frá- bær viðbót við vöruframboðið. Til að fara til Grænlands verða menn þó að hafa góða ástæðu. „Það er miklu erfiðara og kostnaðarsamara að starfa þar en á Íslandi. Þar eru til dæmis engir tveir bæir tengdir með vegi. Kunnátta heima- manna er lítil og því þarf að taka allt tökuliðið með sér. Á Grænlandi er hinsvegar oft stöðugra veð- urfar og áætlanagerð því auðveldari.“ Magnús segir að verðlagning þjónstunnar almennt sé byggð á tilboðum sem þó séu mjög gegnsæ og brotin niður í verkþætti. „Þetta verður að vera gegnsætt, til að eiga við breytingar á áætlunum sem alltaf verða. Það er sjaldan sem tilboð stenst algjörlega, þó að þau séu föst að nafninu til.“ Um þróunina á næstu árum segir Magnús að hann telji ekki raunhæft að vöxtur verði í auglýs- ingamyndatökum, ákveðinni mettun sé búið að ná þar. Vaxtarbroddur sé hinsvegar í sjónvarps- myndum, kvikmyndum og heimildarefni alls- konar. „Svo erum við að selja kunnáttu og mann- skap í verkefni erlendis. Þannig að flæðið er á báða bóga. Íslenskum leikstjórum hefur gengið vel í Austur-Evrópu til dæmis.“ Um verkefnastöð- una fyrir næsta ár segir Magnús að þegar séu ým- is verkefni í pípunum og nóg framundan, þó að erfitt sé að segja þar sem oft komi auglýsinga- verkefni til landsins með stuttum fyrirvara. Til Íslands kemur fólk ekki eingöngu til að taka kvik- myndir. Talsvert er um að ljósmyndarar tískublaða og dag- blaða komi hingað til lands til að búa til tískuþætti eða blaðagreinar. Magnús segir að Pegasus taki slíka fram- leiðslu að sér líka , en meira sem aukaverkefni. „Við unnum til dæmis þrjú slík verkefni síðasta sumar, fyrir breska tískublaðið Wallpaper og fleiri aðila. Fyrir slík verkefni er oft ekki minni viðbúnaður og uppstilling en fyrir kvikmynd- irnar.“ Bjarney Lárusdóttir, framkvæmdastjóri umboðs- og fyrirsætuskrifstofunnar Eskimo módel, segir að mikið sé haft samband við skrifstofuna erlendis frá vegna mynda- taka á Íslandi. Allt í allt koma að hennar sögn 40–100 ljós- myndaverkefni hingað til lands á ári. Hún segir að vöxtur hafi orðið í greininni og verkefnin séu nú dreifðari yfir árið en var áður. Verkefnum að fjölga Tólf verkefni hafa hlotið endurgreiðslu úr ríkissjóði á grundvelli laga nr. 43/1999 um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, alls að upphæð 111.301.782 kr. Lögin eru tímabundin eins og áður sagði og falla úr gildi árið 2006. Eins og sést á meðfylgjandi töflu virðist verkefnum sem falla undir skilmála endurgreiðslunnar vera að fjölga, en alls hafa verið gefin vilyrði fyrir endurgreiðslu 124 milljóna króna vegna átján verkefna sem eru í vinnslu. Þóra Hjalte- sted hjá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu segir að endur- greiðslukerfið mælist mjög vel fyrir og þyki einfalt. „Við endurgreiðum einfaldlega 12% af innlendum fram- leiðslukostnaði það er ekkert flóknara en það. Ferlið er þannig að áður en farið er af stað í framleiðslu myndar er sent erindi til ráðuneytisins. Erindið fer fyrir nefnd sem gerir tillögu um afgreiðslu og þarf umsókn að uppfylla ákveðin skilyrði. Svo fá viðkomandi aðilar vilyrði fyrir end- urgreiðslunni og þegar verkinu er lokið er lagður fyrir nefndina efnahags- og rekstrarreikningur og kostnaðar- uppgjör áritað af endurskoðanda. Í framhaldi er greiðslan innt af hendi.“ Aðspurð segir Þóra að aðilum sem fá vilyrði fyrir endugreiðslu hafi aldrei verið neitað um endur- greiðslu. „Þegar vilyrði er komið ertu kominn á beinu braut- ina. Þetta tekur síðan stuttan tíma í afgreiðslu, enda leggj- um við okkur fram um að þetta geti gengið mjög hratt.“ Varðandi það hvernig staðið er að kynningu á þessum möguleika erlendis, segir Þóra að endurgreiðslurnar hafi verið kynntar á vegum Fjárfestingastofu í samstarfi við Viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins með beinum hætti og á kvikmyndahátíðum. Þá hafi verið gefinn út bækl- ingur. Stórmynd á leiðinni? Jón Þór Hannesson hjá Sagafilm segir að það sé margt sem geri Ísland eftirsóknarvert sem tökuland. Hann segir að hér séu góðir innviðir, lítið skrifræði og gott fagfólk. „Svo hefur 12% endurgreiðslan veruleg áhrif og vonandi verður verkefnið framlengt eftir 2006, og þá mætti vel hugsa sér að hækka prósentuna. Hún er einna lægst hér á landi miðað við helstu samkeppnislöndin. Flest lönd leggja mikið undir til að fá til sín kvikmyndagerðafólk því miklir peningar geta komið inn í landið. Það komu lík- lega um 4–500 milljónir inn í landið með Bond-myndinni Die Another Day. Svo má velta því upp hvort það borgi sig ekki að leggja eitthvað á sig til að fá þessi verkefni til landsins, því við þurfum ekki að leggja út í neinar sérstakar fjárfest- ingar til að ná þessum tekjum. Þær eru fyrir í landinu. Við erum búnir að leggja tugi milljóna í markaðssetningu á þessari þjónustu okkar. Þessi stóru verkefni koma ekki af sjálfu sér.“ Sagafilm hefur þjónustað þrjú stærstu kvikmyndaverk- efnin sem hingað hafa komið; Tomb Raider og svo Bond- myndirnar A View To A Kill og Die Another Day. Jón Þór segir að í burðarliðnum sé verkefni af svipaðri stærð- argráðu. „Svo gæti farið að við fengjum tiltölulega stórt verkefni snemma á næsta ári, af svipaðri stærð og þessi fyrr nefndu.“ Spurður um áherslur Sagafilm á þessu ári sagði Jón Þór að félagið leggi núna megináherslu á að fá hingað til lands fleiri kvikmyndaverkefni, sem og sjónvarpsmyndir. Hann segir að Sagafilm sé með skrifstofur í Slóveníu og Tékklandi og í gegnum þær útstöðvar sé unnið að því að koma verk- efnum til landsins fyrir erlendar sjónvarpsstöðvar eins og t.d. Hallmark, sem þá bæði eru unnin úti í Slóveníu og Tékklandi og á Íslandi. Þá segir Jón að Sagafilm sé í við- ræðum við bandarísk framleiðslufyrirtæki sem framleiði sjónvarpsverkefni fyrir 10–15 milljónir Bandaríkjadala. „Þá erum við í tengslum við Channel 4 í Bretlandi sem hefur mikinn áhuga á að gera eitthvað hér á landi, og verður tíminn að leiða í ljós með framhaldið á því.“ Jón Þór segir þjónustuna við erlend fyrirtæki lífs- nauðsynlega fyrir íslenska kvikmyndagerð og þróun henn- ar. „Þetta veitir fagfólkinu í greininni vinnu og reynslu á milli þess sem það starfar að íslenskar kvikmyndum og þá oft við kröpp kjör.“ Jón segir að erlendis starfi nú mikið af hæfu íslensku fag- fólki sem hafi ekki nóg að gera hér á landi. Spurður að því hvað þurfi að gera til að skapa öflugri iðnað hérlendis segir Jón Þór að til dæmis sé það nauðsynlegt að veita raunhæfa styrki til kvikmyndaframleiðslu og þá til framleiðslufyr- irtækjanna sjálfra og veita styrki til samframleiðslu með öðrum þjóðum. „Við getum ekki mikið lengur verið þiggj- endur í erlendri samframleiðslu. Með þessu er hægt að gera framleiðslufyrirtækin öflug þannig að raunveruleg fyr- irtæki í greininni þrífist og veiti fagfólkinu stöðuga vinnu.“ Um þróunina á næstu árum segir Jón að kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslan sé í örum vexti í heiminum enda gíf- urleg eftirspurn eftir góðu dagskrárefni. Hvað varðar þjón- ustu við auglýsingaframleiðendur, hafi greinin hinsvegar verið í nokkurri lægð að undanförnu, að sögn Jóns, en sé að ná sér á strik aftur. „Ég er bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Jón Þór að lokum. kustaðurinn Ísland                                 !   "    # $ $% #&        '  (  )* +   & $ &     ,       - . /       ,12213- 1 341,531, 1 13451,, 1     ,15-124 1   !" 6      7  $  .1 "     .1  +   8  .1 8 .  .1 9 : ..1 !$  $" $ .1 6  .;  .1 8     % .1   .1 6  .; (  .1 )* +    8  .1 < <    .1 (   =     tobj@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.