Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.11.2003, Blaðsíða 10
10 B FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NATHAFNALÍF VIÐSKIPTI  Meðalmaðurinn sýnir þá viðleitni í fjárfestingum sínum að kaupa ́a lágu verði og selja dýrar. Stundum með misjöfnum ár- angri. Marc Restellini ætlar að setja upp Picasso-sýningu í París. Meðalmennska í fjárfestingum og aukinn áhugi á myndlist í París EFTIR leikkonunni Marlene Dietrich er haft að meðalmaðurinn sýni frekar konu áhuga sem sýni honum áhuga, heldur en konu með fagra leggi. Ef þessu er snúið með frjálslegum hætti upp á meðalfjárfesti og spurt hverju hann sýni áhuga, hvaða svar, eða svör, skyldu finnast. Varla þarf að fjölyrða um að sumir hafa lítinn áhuga á að vera meðalmenn í fjárfestingum, en það verður jafnframt að viðurkennast að hver og einn getur auðvitað skilgreint sjálfur í hverju meðalmennskan felst. Fyrirtæki á fjármálamarkaði hefur birt töl- ur byggðar á þróun bandarísks hlutabréfa- markaðar þar sem viðkomandi aðili reynir eft- ir eigin aðferðafræði að meta árangur svokallaðs meðalfjárfestis. Þessi fjárfestir er að vísu enginn meðalmaður, heldur er um að ræða afmarkaðan hóp fjárfesta sem fjárfestir eingöngu í hlutabréfasjóðum. Ofaníkaupið er miðað við aðila sem hafa fyr- ir venju að reyna að tímasetja kaup og sölu, og er eignarhaldstími því yfirleitt í styttra lagi. Reyndar er meðaleignarhaldstími verðbréfa- sjóða í Bandaríkjunum stuttur, t.d. nær hann ekki þremur árum þegar um er að ræða hluta- bréfasjóði. Í þessu ljósi fer staglið um hlutabréf sem langtímafjárfestingu fyrir lítið. Ef dæmi er tekið af 19 ára tímabili frá upphafi árs 1984 til ársloka 2002 þá hefur tímasetningarhoppar- inn náð tæplega 3% árlegri ávöxtun á tíma- bilinu. Vísitalan sjálf, sem með góðu móti má kalla meðaltalið, hefur aftur á móti skilað um 12% árlegri ávöxtun. Verðbólgan á sama tíma var að meðaltali rúm 3% á ári. Þvert á það sem hlutabréf eru megnug, þ.e. að auka kaupmátt þeirra fjármuna sem lagðir eru fyrir, hefur hopparanum ekki einu sinni tekist að viðhalda kaupmættinum. Í þessu tilviki má e.t.v. segja að niðursuðu- dósir með girnilegum réttum hefðu getað ver- ið kostur fyrir viðkomandi í stað hlutabréfa, helst að geymsluþolið hefði getað sett strik í reikning. Nú má eflaust reyna að leita ýmissa skýr- inga á frammistöðu meðalfjárfestisins. Það sem þó blasir við er að viðleitni til að kaupa lágt og selja hátt, hefur ekki verið svo einfalt, og virðist að einhverju leyti hafa snúist upp í andhverfu sína. Og hátt og lágt verð er ein- ungis ein hlið á viðfangsefninu, enda má ætla að einfaldar og tilfinningasnauðar hugleiðing- ar um verð hafi oft ekki verið hopparanum í huga þegar hann tók, og tekur, ákvarðanir um kaup eða sölu. Það er þó ekki skynsamlegt. Ímyndum okkur t.d. að hopparinn sé há- stökkvari í meðallagi og að verð sé hæð ránn- ar. Takmarkað vit virðist í að reyna að komast yfir 2,30, án atrennu, og hopparinn á best 2,01, með atrennu. Lýsir frekar lofsverðum vilja. Að sama skapi þætti líklega skringilegt ef hann væri hræddur um að fella 1,50. Sú tilhneiging að vilja taka þátt í hækk- unum sem hafa verið miklar og forða sér þeg- ar lækkanir hafa verið ríkjandi er rótgróin og erfið við að eiga. Af nógu er að taka þegar reynt er að grafast fyrir um mögulegar hvatir hopparans. Þreyta með að verðbréfasjóðirnir sem hann átti hreyfðust lítið á meðan sjóðir einhverra tiltekinna atvinnugreina fóru hækkandi. Trú á að rekstur fyrirtækja í upplýsinga- tækni gætu verið ónæmari fyrir einhverri niðursveiflu í efnahagslífinu af því að fyrir- tæki kæmust ekki hjá því að halda áfram að kaupa tæki og tól af því tagi, jafnvel þó að rigndi eldi og brennisteini í rekstrinum. Bréf seld af því að aðrir fjárfestar virtist vera að selja og önnur keypt af því að hinir virtust vera að kaupa. Samfögnuður greiningaraðila um horfur í tilteknum greinum, eða sjaldgæfar bölbænir sömu aðila sem gátu ekki annað en fælt frá. Fjölmiðlaumræða af áður óþekktri stærðar- gráðu, á köflum í hálfgerðum poppstíl, þar sem á góma báru fyrirtæki og atvinnugreinar sem mönnum „líkaði“. Sóknarfærin. Það má velta því fyrir sér hversu raunhæft er að reyna að sjá fyrir þróun í rekstri mjög langt fram á veginn. Viðfangsefnið er flestum stjórnendum ekki ókunnugt þegar stefnu og mótun hennar ber á góma, þar sem freistandi getur verið að vanmeta óvissu í framtíðinni. Þetta er ekki endilega skynsamlegt. Til dæm- is hefur ókyrrðin í rekstrarumhverfi stórra bandarískra fyrirtækja vaxið hröðum skref- um þar sem t.a.m. miklu fleiri fyrirtæki en áð- ur hafa glímt við langvarandi samdrátt í veltu eða miklar sveiflur í afkomu. Engin sérstök ástæða er til að ætla annað en að ókyrrðin hafi einnig aukist í umhverfi fyrirtækja víða um heim. Jafnvel úthalds- og úrræðagóð fyr- irtæki, sem tekist hefur að viðhalda sam- keppnisforskoti í langan tíma, standa sum hver á öndinni. Tæknilegar framfarir, aukin samkeppni á alþjóðavettvangi, ný fyrirtæki sem hafa á stuttum tíma gerbreytt viðskipta- háttum heilla atvinnugreina og óútreiknan- legur þurs fjármálamarkaða, svo dæmi séu tekin af handahófi, valda ókyrrð. Að vanda standa fjárfestar og aðstoðarmenn þeirra frammi fyrir því að reyna að leggja mat á rekstur fyrirtækja um langa framtíð. Það þarf óvenjulega þrjósku til að halda því fram að þetta sé hægt að gera með jafnöruggum hætti og að þrítryggja leik á getraunaseðli. Fyrir einhverja hoppara gildir þetta þó einu, enda ekki endilega verið að horfa til langs tíma í fjárfestingum. Hressileiki á hlutabréfa- markaðinum skiptir meira máli, enda geta jafnvel kalkúnar flogið hátt í miklum vindi. ll FJÁRFESTINGAR Loftur Ólafsson Að vera meðalmaður loftur@ru.is Í FRAKKLANDI mun ekki vera algengt að einkaaðilar eigi og reki stóra sýningarsali fyrir myndlist. Á þessu virðist þó vera að verða breyting að því er fram kom í grein í New York Times í vikunni. Þar var sagt frá því að Frakki að nafni Marc Restellini, sem var listrænn stjórnandi Musée du Luxem- bourg fram á mitt þetta ár, sé með áætlanir uppi um mikil umsvif á sýningasviðinu í París og öðrum stórborgum. „Ég vil gera list vin- sæla,“ sagði hann í samtali við NYT. „Ég vil reyna að breyta þeirri hugsun hjá ungu fólki að list sé fyrir millistéttina og hina eldri. Við munum auglýsa á bílum, í sjónvarpi og hvar sem er.“ Á síðasta ári sóttu um 587 þúsund manns sýningu á verkum ítalska listmálarans Mod- igliani í Musée de Luxembourg, en Restellini stýrði þeirri sýningu. Var þetta meiri fjöldi en sótti nokkra sýningu sem í boði var í París á árinu, að því er NYT segir. Þá kemur fram í blaðinu að Restillini sé nú að vinna að sýningu á verkum Picasso, sem eru í eigu síðustu eig- inkonu hans, Jacqueline, sem heimsótti Ísland fyrir nokkrum árum í tengslum við sýningu á verkum eiginmanns hennar. Gert sé ráð fyrir að fjöldi sýningargesta á Picasso-sýningunni í París eigi einnig eftir að verða umtalsverður. Restellini eigi því góða möguleika á að auka vinsældir myndlistarinnar frá því sem nú er. ll MYNDLIST Grétar Júníus Guðmundsson Vill auka vinsældir myndlistar gretar@mbl.is S íðan James Bond myndin A View To A Kill var að hluta tekin hér á landi árið 1983 hef- ur Ísland í síauknum mæli verið notað sem tökustaður fyrir erlendar sjónvarpsauglýs- ingar, kvikmyndir, heimildarmyndir og tískuljósmyndir meðal annars. Íslendingar hafa hnotið um þessar myndir í erlendum blöðum, kvikmyndum og í erlendum sjón- varpsauglýsingum en oftar en ekki er það landslagið sem framleiðendur sækja í. Hraðskreiðir glæsi- vagnar þeysast um eyðilegan sveitaveg og í baksýn rísa hrikalega naktir fjalldrangar. James Bond bregður sér á skíði og skrensar á skautasvelli og frægar poppdívur syngja í MTV með íslenska vindinn í hárinu og Dyrhólaey í baksýn. Í Bláa lóninu lóna langleitar fyrirsætur. Hér á landi er nokkur fjöldi fyrirtækja sem býður er- lendum aðilum þjónustu sína á þessu sviði og hefur þeim fjölgað undanfarin ár. Þjónustan felst í umsjón með allri framleiðslu hér á landi þar á meðal að útvega og semja um tökustaði á landinu, útvega nauðsynlegan búnað, eins og ljós og upptökuvélar, þyrlur og bíla. Þá eru fengnir leik- arar og fyrirsætur þegar nauðsyn krefur. Viðmælendur Morgunblaðsins segja Ísland hafa marga kosti sem tökustaður, en það hefur ókosti líka. Til dæmis er hér hátt verðlag sem getur komið við pyngju framleiðenda, en það eru svo sem engar nýjar fréttir fyrir okkur Íslend- inga. Pegasus, sem ásamt Saga Film er atkvæðamest í þjónustu við erlend tökulið, fær 80% tekna sinna á ári af þessari þjónustu, að sögn framkvæmdastjórans Magnúsar Ragnarssonar. Jón Þór Hannesson, forstjóri Saga Film, segir sitt fyrirtæki hafa síðustu fjögur árin fengið um helming tekna sinna af þjónustu við útlendinga, en inni í því er að hans sögn sala á myndefni úr safni Saga film. Hrun 11. september Magnús Ragnarsson segir aðspurður að verkefnin sem hingað koma séu misstór. Hann segir að viðskiptin nemi líklega á bilinu 6–700 milljónum króna á ári. Auglýs- ingatökur komi hingað jafnt og þétt allt árið og oft með litlum fyrirvara en kvikmyndaverkefni komi óreglulegar. Þegar þau verkefni koma skiptirþað hinsvegar mjög miklu máli fyrir iðnaðinn á Íslandi, að sögn Magnúsar, þar sem um er að ræða miklar fjárupphæðir í hvert skipti. „Það var stöðugur vöxtur í þessari þjónustu allt til ársins 2001, sem var eitt af stærstu árunum hingað til. Atburð- irnir 11. september breyttu hinsvegar mjög miklu, því eftir þá hættu Bandaríkjamenn snögglega alveg að koma. Það sem réð því var bæði óhagstæð gengisþróun eftir 2001 en ekki síst það að öll ímyndarvinna Bandaríkjamanna breytt- ist. Bandaríkjamenn fóru út í að sýna allt það sem banda- rískt er í sínu auglýsingaefni og hættu að vera spenntir fyr- ir evrópsku útliti og framandleika. Þeir duttu alveg út í tvö ár en nú eru þeir að byrja að koma aftur inn,“ segir Magn- ús. Hann segir að svona framleiðsla fylgi að sjálfsögðu líka almennum hagsveiflum og þegar eigi að spara við kvik- myndagerðina eigi Ísland undir högg að sækja sökum þess hve verðlag er hátt í landinu. „Við erum því miður land í dýrasta kantinum en á móti kemur að þú ert með margt sem ekki er hægt að fá annars staðar. Það verður samt aldrei ódýrt að koma og vinna á Íslandi, ekki meðan bjór- glasið er á 700 kall og bílaleigubíllinn á 20 þúsund kall dag- urinn. Í rauninni erum við útflutningsgrein með erlendar tekjur eins og ferðaþjónustan og eigum við allan sama vanda að stríða og þeir. Við erum til dæmis að bítast við ferðamenn um hótelin og bílana á háannatíma. Við erum töluvert háð árstíðasveiflum eins og ferðaþjónustan, fólk vill vera hér á sumrin þegar það er næg birta til að vinna. Það er erfiðara að fá verkefni til landsins í nóvember- desember þegar það birtir seint og dimmir snemma en sem betur fer fer vetrarverkefnum fjölgandi.“ Forskot í fjölbreytileika Magnús segir að einn af vaxtarbroddunum í þessari grein sé fólginn í því að íslenskir leikstjórar, sem starfa erlendis, en eru aldir upp hér á landi, komi með verkefni til Íslands. Hann segir að eitt aðal samkeppnisforskot sem Ísland hefur fram yfir önnur lönd, þegar kemur að því að taka ákvörðun um tökustað, sé hve landið býr yfir miklum fjöl- breytileika. „Þú getur látið Reykjavík líta út eins og stór- borg frá ákveðnum sjónarhornum. Síðan getur maður verið kominn út í hraun hjá Bláa lóninu á innan við klukkutíma, upp á Langjökul eftir tvo tíma og svo eru stórir fossar, svart- ir sandar og aðrir gjörsamlega nýir og ólíkir staðir aðeins skottúr í burtu. Til samanburðar gætir þú keyrt í sex tíma í Þýskalandi og verið alltaf í sama skóginum.“ Magnús bendir á auðlindina sem vegir eru. „Við höfum malarvegi, steypta vegi, malbikaða vegi og vegi um ótrúlegt landslag. Þessir vegir eiga það sameiginlegt að það er engin umferð um þá og þetta eru gríðarleg verðmæti. Svo er t.d. ekkert mál að loka Bláfjallahringnum að sumri til, jafnvel svo vikum skipt- ir. Þá höfum við þrisvar til fjórum sinnum fengið frábæra að- stoð í Hvalfjarðargöngunum til að taka þar upp mynd. Slíkt væri miklu erfiðara í göngunum í svissnesku ölpunum,“ seg- ir Magnús og brosir. „Það er mikil velvild fyrir okkar starf- semi í landinu, ennþá í það minnsta, og maður getur fengið starfsfrið sem er ekki eins auðvelt víða er Spurður um hvernig íslenskir framlei aðssetningu erlendis segir Magnús að P Artica, sem er nafnið sem félagið er þek með tvo starfsmenn á stöðugum ferðalö allt árið um kring. „Þeir skipta heiminum fara á milli auglýsingastofa, framleiðsluf stefnur. Svo erum við líka með umboðsa Þá auglýsum við í fagtímaritum. Þetta e aðssetning en það þýðir ekkert að sitja o efnunum. Samkeppnin hér heima um þe mjög hörð, en Pegasus og Saga hafa sinn um verkefnum.“ Magnús segir að brans sónulegum samböndum og tengslaneti o fer af fyrirtækinu. Ekki þýði að fara að l mögulegum samstarfsaðilum. Um þjónustu við erlenda kvikmyndag að Pegasus hafi framleitt tvö stór verkef paradís, sem er frönsk sjónvarpsmynda heimildamynd um ferðir víkinganna sem sem tekin hefur verið á IMAX-formi á Í irnar féllu undir endurgreiðslureglur iðn skiptaráðuneytisins sem Magnús segir h lega hjálplegt. „Þessar reglur hjálpa hei það er umdeilt hvort endurgreiðsluhlutf nægjanlegt. Ég vona að þessi þjónusta v myndagerðina nái að vaxa á næstu árum samkeppnina við önnur lönd segir Magn sé ekki við hin hefðbundnu samkeppnisl lands, Norðurlöndin og Bretland. Samkeppnislöndin eru, að sögn Magn ur-Afríka, Argentína, Nýja-Sjáland og f þar sem hægt er að finna sambærilega h finnast á Íslandi. „Stundum ræðst þetta inu. Þeir sem annars kæmu til Íslands a fara til Nýja-Sjálands að vetri. Íslensk n vissulega sérstök en hún er ekki einstök inum. Okkur hefur oft krossbrugðið við myndir frá Suður-Ameríku sem maður g að væru frá Íslandi. Svo má nefna Kana Lappland sem bjóða upp á svipað umhve gerum.“ Sú staðreynd að Ísland er í dýr inum sem framleiðsluland skekkir samk isstöðuna, að sögn Magnúsar, en á móti hér á landi er mikil fagmennska til staða sögn. „Þessi þjónusta við erlenda aðila hefu að verkum að við eigum fullt af hæfileika tækjum til kvikmyndagerðar. Það væri sveitamennska í íslenskum bíómyndum lenskri þátta- og auglýsingamyndagerð væri þessi þjónusta við erlenda aðila. Hú irstaða allrar kunnáttu hér á landi.“ Magnús segir að þar sem þessi grein b Íslendingar hnjóta reglulega um myndir teknar á Íslandi; í erlendum tímaritum, í sjónvarpi og í erlend- um kvikmyndum. Þóroddur Bjarna- son kynnti sér þjónustu íslenskra aðila við erlend kvikmyndafyr- irtæki sem velja sér Ísland sem tökustað. Tök

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.