Vísir - 11.11.1980, Qupperneq 12
Pabbinn biður hinn rólegasti.
Og biðin tók enda, fjórtán marka sonur kominn i heiminn.
Heimsðkn upp á Fæðingardeild:
Beoio efiir isiendinai
„Ég hvet alla feður til að prófa þetta”, sagði
Sigurbjörn Helgason i viðtali við blaðamann
fjölskyldu- og heimilissiðunnar. Sigurbjörn hittum
við uppi áFæðingardeild i siðustu viku. Kona hans
Friða Haraldsdóttir var komin inn á fæðingarstofu,
og beðið var eftir fæðingu annars barns þeirra
hjóna.
Sú mynd af verðandi feðrum
sem oftast er dregin upp, til
dæmis í kvikmyndum,er að þeir
ganga órólegir um gólf — keðju-
reykjandi — og geta ekki á heilum
sér tekið. Myndin af Sigurbirni
Helgasyni passar aldeilis ekki i
þann ramma, hann var hinn
rólegasti (reykir ekki), brosandi í
hvita sloppnum sem hann hafði.
verið klæddur i og svo heimavan-
ur að við héldum fyrst að þarna
væri fæðingarlæknir á ferð.
„Ég er ekkert kviðinn — enda
var ég viðstaddur fæðingu dóttur
okkar, Þóru, fyrir einu og hálfu
ári, sem mér fannst stór-
skemmtileg reynsla — þið sjáið
það nú — hingað er ég kominn
aftur — nei, ég var ekki heldur
kviðinn i fyrra skiptið”, sagði
Sigurbjörn.
r
HVflÐ KOSTARj
! 1KILÓ AF ;
! STRÁSYKRI !
! Nykr
L_
Ekki bara mál
konunnar
Það kom fram i viðtalinu að
hann hefur tekið mikinn þátt i
meðgöngu konu sinnar i bæði
skiptin. ,,Mér finnst vera nokkuð
mikil vanþekking á þessu máli
bæði hjá verðandi mæðrum og
feðrum,” sagði Sigurbjörn, „enda
vantar lesefni á islensku um þetta
mál. Ég hef lesið töluvert efni frá
Norðurlöndunum og hefur það
aukið mjög innsýn mina — svo og
fyrri reynsla —, fæðingin og allt i
kringum þennan atburð, er ekki
bara mál konunnar”.
Sveigjanlegur vinnutimi
Þau hjónin, Friða og Sigurbjörn
eru bæði kennarar og eru svo
heppin,aðeigin mati, að geta hag-
að vinnutima nokkuð eftir
heimilisaðstæðum. Yfirleitt
hagar þannig til að annað hvort
þeirra er heima að hugsa um
barnið — og nú bráðum börnin
tvö. Friða fær sitt fæðingarorlof,
en Sigurbjörn telur mjög æskilegt
Þórunn
Gestsdóttir,
blaöamaöur
að feður fái einnig fæðingarorlof i
einn mánuö að minnsta kosti, til
þess að kynnast nýfæddum börn-
um sinum. Augljóst og
auðheyranlegt var að Sigurbjörn
var vel undirbúinn fyrir stóru
stundina.
Taka þátt
i gleðinni saman
Aö nokkrum klukkutimum liðn-
um var svo biðtiminn á enda,
stóra stundin rann upp. Fjórtán
marka sonur kom I heiminn, sem
foreldrarnir gáfu strax nafn.
Heitir hann Helgi. Við litum
aðeins inn til móðurinnar, sem
var að vonum „svolitið” þreytt
eftir fæðinguna en hamingjusöm.
„Mér finnst betra að eigin-
maðurinn sé viðstaddur fæðing-
una og hann hefur lika verið það i
bæði skiptin. Sérstaklega finnst
mér það ánægjulegt eftir
fæðinguna, til að taka þátt i
gleðinni saman'' sagði Friða
Haraldsdóttir. Við óskum þeim til
hamingju.
— ÞG
Rrúnkaka úr
hellhveitl
500 gr. heilhveiti
250 gr. smjörliki
250 gr. púðursykur
3 egg
2 1/2 dl mjólk
100 gr. rúsinur
1 tsk sódaduft
1 tsk allrahanda
1/2 tsk negull
1 tsk kanill
1 tsk kardimommur
50 gr. súkkat.
Smjörlikið er linað og hrært
með sykrinum, eggjarauðurn-
ar hrærðar i, ein og ein i senn.
Þá er heilhveitið ásamt sóda-
duftinu og kryddinu hrært i
jafnhliöa mjólkinni og siðast
þeyttum eggjahvitunum
blandað i deigið og það sett i
vel smurt mót. Bakið i 1
klukkustund.
Helgi litli kominn I fang föður sins Sigurbjörns Helga-
sonar.
VIsism/EUa
HÚSRÁÐ
I Stundum er erfitt að ná
{ gúmmíhönskunum af
J höndunum. Þá er ráð að
j vera í þunnum bómullar-
I hönskum innan undir.
Þegar þvo á flík með
J málmhnöppum, skilja
I þeir ekki eftir ryðbletti,
I ef þeim er hneppt á
I sokkabandsteygju fyrir
I þvottinn.
Ef þið eigið mörg búsá-
höld með teak-skafti, og
kominn tími til að hressa
aðeins upp á þau með
teak-olíu, er fljótlegt að
hella olíunni í litla f lösku,
dýfa skaftinu þar í og
láta það standa þar um
stund.
Næst þegar þið farið í
bílferð með börnin, ættuð
þið að taka handklæði
með. Væta handklæðið
fyrst heima og stinga því
í þéttan plastpoka. Börn |
eru f Ijót að óhreinka sig á |
höndunum, og þá er ekki
lakara að haf a rakt hand- {
klæði við höndina.
I
-------- I
I
Næst þegar þið sendið |
f rá ykkur pakka, límið þá I
glært limband yfir nafn I
og heimilisfang viðtak- I
anda. Þá blettast skriftin j
ekki, þó að pakkinn verði
fyrir hnjaski eða lendi í |
smárigningu.