Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI                                      !  "                #$%    Viðskiptablað Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Guðrún Hálfdánardóttir, fréttastjóri guna@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. FRAMLEIÐENDUR á kjúk- lingakjöti hafa verið til umræðu á sl. mánuðum vegna mikilla rekstrarerf- iðleika í greininni. Offramleiðsla á kjúklingakjöti síðasta árið og gríð- arleg verðlækkun í kjölfarið hefur leitt til þess að þrjú af þeim fjórum fyrirtækjum sem starfa í greininni hafa verið rekin með tapi síðustu misseri. Stærsti framleiðandinn, Reykja- garður, sem framleiðir Holtakjúk- linga og er í eigu Sláturfélags Suður- lands, hefur glímt við mikinn taprekstur og í síðasta mánuði var allur rekstur fyrirtækisins og eignir þess seldar til nýs fyrirtækis með sama nafni í eigu sömu aðila. Gamla félagið er að leita nauðasamninga. Móar, sem hafa verið næststærsti kjúklingaframleiðandinn, voru lýstir gjaldþrota nú í nóvember. Rekstur og eignir hafa verið seld félagi í eigu Mötufjölskyldunnar og verður starf- seminni þar haldið áfram. Þá var fyrirtækið Íslandsfugl á Dalvík end- urreist í annað sinn með nýjum eig- endum eftir gjaldþrot í sumar. Aðeins eitt kjúklingaframleiðslu- fyrirtæki á Íslandi hefur verið rekið með hagnaði þótt lítill sé. Það er Ís- fugl sem rekur sláturhús, kjöt- vinnslu og dreifingarstöð fyrir af- urðir alifugla í Mosfellsbænum. Þar situr kona við stjórnvölinn sem aðhyllist „gömlu góðu gildin“, sem hún segir felast í heiðarleika, gætni og vilja til að standa við skuld- bindingar sínar. „Það hefur fleytt okkur langt ásamt því að hér eru ekki yfirmenn á ofurlaunum með óraunhæfa útþenslustefnu.“ Þarna fer Helga Lára Hólm, framkvæmdastjóri Ísfugls, sem stýrt hefur fyrirtækinu sl. fjögur ár. Reyndar er athyglisvert að þarna eru konur í flestum lykilstöðum, þ.e. framkvæmdastjóri, sölustjóri og verkstjóri í slátursal eru konur en karlmaður stýrir kjötvinnslunni. Frostvaran á undanhaldi Ísfugl slátrar um eitt þúsund tonn- um af fuglakjöti á ári. Þar af eru 800 tonn af kjúklingi, 50 tonn af ung- hænum auk þess sem fyrirtækið slátrar öllum kalkúnum sem slátrað er í landinu, sem nemur um 150 tonnum á þessu ári, en Reykjabúið ehf. framleiðir kalkúnana og sér um útungun fyrir eldishúsin. Vörurnar sem Ísfugl selur skiptist í frostvöru og ferskvöru. Helga segir ferskvöruna, sem framleidd er undir vörumerkinu Kjúlli langflottastur, vera sífellt að sækja í sig veðrið og sé hún orðin um 70% af framleiðslu fyrirtækisins í dag. Frostvöruna segir hún hins vegar vera á undan- haldi en verðstríðið á kjúklinga- markaði hafi mest komið niður á þeirri vöru. „Verðið á frostvörunni hefur farið ótrúlega lágt, niður undir 200 krónur út úr búð. Að kaupa einn kjúkling er orðið svipað og að kaupa einn pakka af hrísgrjónum. Ástandið hefur því verið mjög slæmt,“ segir Helga. Þetta lága verð sem er tilkomið vegna offramleiðslu á kjúklingi síð- astliðið ár segir Helga hafa gert það að verkum að erfitt hefur verið að reka Ísfugl, sem líði fyrir óeðlilega aðkomu banka og sjóða að rekstri keppinautanna. „Ísfugl þurfti til að standast þessa samkeppni að skerða skilaverð til kjúklingabænda um 20%. Þar er verið að taka af bónd- anum launin hans. Að auki hefur fyr- irtækið barist í bökkum við að halda sér á núllinu í rekstri á yfirstandandi ári. Ég held að fólk geri sér ekki vel grein fyrir þessu þegar það kaupir kjúklinga á þessu ofurlága verði út úr búð.“ Gengur ekki til lengdar Helga segir að aðrir framleiðendur hafi sótt að viðskiptavinum Ísfugls og því hafi reynst óhjákvæmilegt að lækka verðið til þeirra, til þess að halda viðskiptunum. „Við höfum ekki tapað viðskiptum á þessu, höf- um getað spyrnt við fótum með þessu móti en þetta gengur ekki til lengdar. Bændur þurfa að fá meira fyrir kjötið sitt og Ísfugl þarf að fá hærra verð til að hægt sé að reka fyrirtækið á eðlilegan hátt. En jafn- framt erum við meðvituð um að það verður að halda kjúklingaverði í lág- marki, þá með miklu aðhaldi í rekstri. Markmið Ísfugls er að fram- leiða góða ódýra hversdagsvöru.“ Á síðustu tólf mánuðum var sala á kjúklingum í landinu alls 5.300 tonn og er það um 30% aukning frá árinu áður. Helga telur að hlutdeild Ís- fugls á kjúklingamarkaðnum nemi um 16%. Hún segir alveg óvíst hvað framtíðin beri í skauti sér og treystir sér ekki til að segja fyrir um söluna á næsta ári. „Við vitum ekki hvernig og hvenær jafnvægi næst á þessum markaði. Vitum ekki hver salan og neyslan muni verða þegar kjúklinga- verð hækkar aftur og erum viðbúin því að draga saman án þess þó að missa okkar markaðshlutdeild.“ Úrbeinað mjög eftirsótt Hún reiknar samt ekki með því að verð á kjúklingum fari aftur upp í það sem það var áður en offram- leiðslan kom til auk þess sem hún telur að sú neysluaukning sem hefur orðið gangi ekki öll til baka. Helga játar því að venjur landans hafi vissulega breyst hvað kjúklinga- neyslu varðar. „Þetta er hollt, létt kjöt og fitulítið. Það er það sem margir vilja í dag, fituminni mat. Til dæmis er allt sem er úrbeinað, s.s. kjúklingabringur, mjög eftirsótt vara. Meðal annars mikið notað af fólki sem er í einhvers konar að- haldi,“ segir Helga og nefnir eina ástæðu til fyrir aukinni kjúklinga- neyslu, fiskurinn sé orðinn svo dýr. Kjúklingakjötsframleiðslu fylgir óhjákvæmilega hætta á kamfýló- baktersýkingum. Ísfugli hefur tekist sérlega vel að halda slíkum sýking- um í lágmarki og segir Helga lyk- ilþáttinn felast í dreifðum eldishús- um ásamt ströngu eftirliti. „Ísfugl slátrar og selur kjöt frá sjö eldisbú- um, einu á Akranesi, tveimur í Ölfusi og nokkrum á svæðinu hjá okkur. Þessi dreifðu bú gera það að verkum að Ísfugli hefur gengið vel að halda kamfýlóbaktersýkingum alveg í lág- marki. Húsin eru öll í smærri kant- inum og þetta hefur bara gefist vel,“ segir Helga Lára Hólm. Gömlu góðu gildin í fyrirrúmi Ísfugl er eina kjúklingaframleiðslufyrirtækið af fjórum sem ekki er rekið með tapi Morgunblaðið/Ásdís Stjórnendur eru flestir konur. Helga Hólm framkvæmdastjóri, Þorsteinn Þórhallsson kjötvinnslustjóri, Jóhanna Logadóttir verkstjóri og Hulda Ingólfsdóttir sölustjóri. RÆTUR Ísfugls liggja aftur til ársins 1978 þegar Hreiður hf. byggði sláturhús á Reykjavegi 36 í Mosfellsbæ og var það fyrsta tæknivædda alifuglasláturhúsið á landinu. Félagið var í eigu margra hluthafa en tveir þeirra áttu meirihluta hlutafjár. Það voru þeir Bjarni Ásgeir Jónsson, síðar eigandi að Reykjagarði á Hellu, og Jón M. Guðmundsson, bóndi á Reykjum í Mos- fellsbæ. Hreiður hf. varð gjaldþrota árið 1987 í kjölfar mikillar offramleiðslu í greininni. Að sögn Helgu Hólm var framleiðendum nú vandi á höndum þar sem ekkert annað sláturhús var á svæðinu. Nokkrir þeirra stofnuðu því síðla sama ár fyrirtækið Ísfugl ehf. sem keypti vélar og tæki af þrota- búinu en árið 1991 eignaðist fyrirtækið húsið. Eignarhaldsfélagið Markís, sem er í eigu framleiðenda, á 70% eignarhlut í Ís- fugli í dag. Að því félagi standa Ásgeir Indriðason, Hvammur ehf., Rafn Haralds- son og Reykjabúið ehf. auk Helgu Hólm og eiginmanns hennar, Loga Jónssonar. Helga og Logi eiga saman kjúklingabú og hafa framleitt kjúklinga frá árinu 1975 en komu að rekstri Ísfugls árið 1989. Logi var reyndar framkvæmdastjóri Ísfugls í 10 ár. 30% eignarhlut í Ísfugli á Sláturfélag Suðurlands, sem jafnframt eignaðist Reykjagarð í fyrra. Helga segir þess mis- skilnings gæta að fyrirtækin lúti sömu stjórn en svo sé ekki. Samkeppnisstofnun hafi sett reglur um samskipti þeirra og fyr- irtækin séu í mikilli samkeppni. Helga segir Ísfugl lengst af hafa verið í góðum rekstri. Það skipti við góð eldisbú og hafi á að skipa góðu og áhugasömu starfsfólki, sem starfar jafnan lengi hjá fyrirtækinu. Hjá fyrirtækinu starfa 28 manns, sem skiptast u.þ.b. til helminga í slátursal annars vegar og kjötvinnslu og dreifingu hins vegar. Velta ársins 2002 nam 365 milljónum, hagnaður ársins var 10 milljónir og eigið fé 66 milljónir. Fyrsta tæknivædda alifuglasláturhúsið                                   !" #      $  %     "  $        &  $    '  '    ' '   & #   ( ) "  $    $ *    $   ! "     #    + # $  $ , '     "  $ !   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.