Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 14
14 B FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI JÁ, VIÐ ERUM GAMALDAGS ef það er gamaldags að verða við óskum viðskiptavinarins Aðalatriðið hlýtur alltaf að vera að uppfylla óskir viðskiptavinarins – ekki að sýna honum hvað prentvélarnar eru fullkomnar. Þess vegna er nýjasta tækni alltaf sjálfsagður hlutur hjá Gutenberg – en aldrei aðalatriði. Þau verða alltaf hin sömu; traust, sveigjan- leiki og fagmennska. Það er þessi hugsun sem skipað hefur Gutenberg sæti meðal fremstu prentsmiðja landsins í 100 ár. Á morgun fögnum við nýjum degi og nýjum verkefnum með þessu sama „gamaldags“ hugarfari. Síðumúla 16 Sími 545 4400 gutenberg.is Kristín Jónsdóttir, bókbindari. ÍS L E N S K A A U G L Ý S IN G A S T O F A N /S IA .I S G U T 2 2 3 7 6 1 1 /2 0 0 3 EINHVER verðmætasta eign fyr- irtækis er sterkt orðspor og ímynd þess. Það tekur fleiri ár og áratugi að byggja upp trausta ímynd og gegn- heilt orðspor, en aðeins fáeinar klukkustundir að rústa því. Mörg öfl- ugustu almenningshlutafélög heims eignfæra ímynd sína. Þau eyða mikl- um tíma og fjármunum til þess að standa vörð um orðspor og ásjónu, vitandi að ef illa fer getur það leikið fyrirtækið grátt eða jafnvel komið því á hausinn. Við höfum séð holskeflur ganga yf- ir mörg þekkt fyrirtæki á þessu ári. Þar má nefna olíufélög, fjölmiðla, fjármálastofnanir, matvörukeðjur og slest hefur á ímynd tryggingarfélaga. Það er dapurt að horfa upp á það hve klaufsk flest þessa fyrirtækja eru í viðbrögðum sínum á örlagastundu. Röng viðbrögð gera áfallið ætíð mun verra en það þyrfti að vera. Íslenskir stjórnendur eru oftast algjörlega óundirbúnir þegar kemur að fyrstu viðbrögðum í áfallastjórnun. Það er eins og þeir standi í þeirri trú að ekk- ert slæmt geti hent þá eða fyrirtæki þeirra. Þeir halda að áföll dynji ein- vörðungu yfir stjórnendur sam- keppnisfyrirtækja þeirra. Raunveru- leikinn er hins vegar sá, að stjórnendur eiga að vita að öll fyr- irtæki lenda í kreppum og áföllum fyrr eða síðar. Það eina sem þeir vita ekki er hvenær skelfingin skellur á eins og fárviðri. Flest áföll eða krísur hafa það sameinglegt að þær drepa á dyr fyrirvaralaust og oftast á versta mögulega tíma. Fyrstu viðbrögð eru óskaplega mikilvæg þegar áfall dynur yfir. Þá eru skilin á milli gæfu og ógæfu hár- fín. Það hefur sýnt sig að fyrirtæki sem ekki nær tökum á áfallinu á fyrstu klukkustundum verður fyrir alvarlegu ímyndar- og ásjónutjóni, sem oftast tekur ár og áratugi að vinna sig út úr ef þau þá fara ekki hreinlega í þrot. Stjórnendur verða því að undirbúa sig vandlega fyrir áfallið, læra fyrstu viðbrögð og hafa áfallaáætlun á takteinum sem grípa má til fyrirvaralaust. Ég segi oft að það sé dýrt að koma sér upp brunavörnum en það er ekki til að tala um miðað við fjárhagstjónið sem hlýst af eldsvoða. Það er napurt að segja það, en æðstu stjórnendur Kaupþings – Búnaðarbanka virtust algjörlega óundirbúnir fyrir hið mikla fárvirði sem fylgdi í kjölfar frétta um kaupréttar- samning þeirra við bankann. Það er ekki að sjá að þeir hafi unnið heimavinnuna sína í þessum efnum. Þeir töpuðu dýrmætum tíma í samskipt- um sínum við fjölmiðla og almenning. Ímyndartjón bankans er átakanlegt og það mun taka langan tíma að end- urbyggja traustið sem tapaðist á fá- einum klukkustundum. Það hefur tekið olíurisann Exxon (ESSO) vel á annan áratug að vinna sig út úr olíuslysinu sem varð þegar olíuskipið Exxon Valdez strandaði við strendur Alaska. Fjárhagstjónið sem varð af olíumenguninni er skiptimynt miðað við fjármagnið sem eytt hefur verið í enduruppbyggingu ímyndar og trúverðuleika Exxon. Vel rekin erlend fyrirtæki líta nú á undirbúning fyrstu viðbragða við áföllum sem eitt af forgangsverkefn- um æðstu stjórnenda. Nokkur ís- lensk fyrirtæki, sem ég þekki til, hafa gert slíkt hið sama eða eru orðin sér meðvitandi um mikilvægi þess að kunna að bregðast skjótt við vánni. Ég þekki nokkur dæmi um að stærri fyrirtæki hér hafa snú- ið sig út úr áfalli á mjög stuttum tíma með því að beita réttri aðferðar- fræði og vinnubrögðum í samskiptum við fjöl- miðla, hluthafa, starfs- fólk, stjórnvöld og al- menning. Þannig hafa þau forðað sér frá al- varlegu ímyndar- og trúverðuleikatjóni eða takmarkað óþarfa skaða. Vonandi átta stjórn- endur almennings- hlutafélaga og stærri fyrirtækja sig á því að það er engan tíma að missa í þessum efnum. Áföll ýmissa fyrirtækja á þessu ári ættu að vera nægileg sönn- un fyrir því að stjórnandi verður að vera mjög vel undir ímyndaráfallið búinn. Í umræðunni síðustu daga hefur forsætisráðherra komið við sögu og skapað deilur vegna skoðana sinna á bankamálum. Í áramótaræðu sem Davíð Oddsson hélt í sjónvarpi um síðustu áramót sagði hann m.a.: „Traust getur maður ekki fengið lán- að og ekki heldur keypt. Maður verð- ur að ávinna sér traust með fram- göngu sinni og það er ekki hlaupið að því að endurheimta það, ef það glat- ast.“ Þetta segir allt sem þarf að segja um mikilvægi þess að standa vörð um ímynd, ásjónu og traust fyr- irtækja. Traust getur maður ekki fengið lánað og ekki heldur keypt Á undanförnum misserum hefur ekki liðið sú vika, skrifar Jón Hákon Magnússon, að ekki hafi birst vondar fréttir í innlendum fjölmiðlum um alls kyns skakkaföll, krísur og áföll í athafnalífinu sem hafa verulega neikvæð áhrif á ímynd og ásjónu fyrirtækja sem verða fyrir áfalli almenningsálitsins. Höfundur er framkvæmdastjóri al- mannatengslafyrirtækisins KOM ehf. Jón Hákon Magnússon ● HEWLETT Packard, HP, hefur ákveðið að halda innreið sína á ljósrit- unarmarkaðinn, en sá markaður er metinn á 24 milljarða Bandaríkjadala, eða rúma 1.800 milljarða íslenskra króna. HP hefur tilkynnt um nýjar fjöl- nota ljósritunarvélar sem fyrirtækið hyggst markaðssetja ásamt hugbún- aði til að stjórna vélunum miðlægt innan fyrirtækjaneta. Vélarnar eru, að sögn eins yf- irmanna hjá HP, allt í senn; leysi- prentari, ljósritunarvél, skanni og fax- vél. Vélarnar hafa það fram yfir aðrar sambærilegar vélar á markaðnum, samkvæmt frétt í The Mercury News, að þær vinna jafnhratt og hefð- bundnar ljósritunarvélar. Vyomesh Jhoshi, stjórnandi hjá HP, segir að fyrirtæki sem noti ljósrit- unarvél HP geti minnkað ljósritunar- og prentunarkostnað um 30% og auk- ið afköst um 30%. Xerox-fyrirtækið, sem í gegnum tíð- ina hefur verið þekkt fyrir ljósrit- unarvélar sínar, segir að þeir hafi áður haft betur í samkeppni við HP og séu því viðbúnir samkeppninni. HP reyndi innkomu á ljósritunarmarkaðinn fyrir nokkrum árum með fjölnotatækjum, svokölluðum „Mopiers“. Þær vélar reyndust hins vegar ekki nógu vel, samkvæmt frétt The Mercury News. Nýja HP-vélin getur ljósritað allt að 85 blöð á mínútu sem eru sambæri- leg afköst og í hefðbundnum ljósrit- unarvélum. HP heldur innreið á ljósritunarmarkaðinn Carly Fiorina er forstjóri Hewlett Packard. Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.