Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.11.2003, Blaðsíða 12
12 B FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI Nútíma samskipti ehf. bjóða til ráðstefna um ACT! CRM/Viðskiptatengslahugbúnað þann 27. nóv. 2003 kl. 13:30 á Radison Hótel Sögu, þar sem sérstaklega verður hugað að þörfum sölumanna/söludeilda í litlum til stærstu fyrirtækja. Dagskrá: 13:00-13:30 Skráning ráðstefnugesta - létt tónlist. 13:30-13:45 Ráðstefnan sett: Ráðstefnustjóri okkar verður Sólveig Hjaltadóttir, markaðsstjóri Alþjóða líftryggingafélagsins. 13:45-14:05 Geir A. Gunnlaugsson forstjóri Sæplasts fjallar um mikilvægi ACT! CRM hjá stórfyrirtækjum sem hafa starfsemi í mörgum heimsálfum. 14:05-14:25 Ármann Úlfarsson starfsmaður Vélasölunnar fjallar um hugmyndafræðina á bak við stýringu söluferla frá því að markhópur er skilgreindur, samskipti hefjast, sala næst, og að lokum eftirfylgni. 14:25-14:45 Sigurður Örn Levy sölustjóri hjá Lánstrausti fjallar um reynslu þeirra af stýringu söluferla með ACT! CRM - Dæmi og skýrslur sýndar og útskýrðar. 14:45-15:05 Kaffi - Létt lifandi tónlist. 15:05-15:25 Skúli Skúlason forstöðumaður fjölmiðlavaktar IMG - Fjölmiðlavaktin fjallar um ACT! CRM/Viðskiptatengslakerfi er þeir hafa notað í átta ár. 15:25-15:45 Karvel Hreiðarsson sölu- og markaðsstjóri fjallar um verkefnastýringu sölumanna/söludeilda og mikilvægi þess að blanda ekki saman markaðsgögnum og bókhaldsgögnum. 15:45-16:15 Hermann Valsson framkvæmdastjóri fjallar um þær einingar sem byggja upp árangursrík ACT! CRM/Viðskiptatengslakerfi. Farið verður í gegnum öflun markhópa, skilgreiningu þeirra, skipulagingu sölu- og kyn- ningarherferðir. Eftirfylgni og úrvinnslu langtímasöluáætlana. 16:15-18:00 Panelumræður, ráðstefnuslit og léttar veitingar - Létt lifandi tónlist - Sýning á ACT! CRM/Viðskiptatengslahugbúnaði. Ráðstefnugestir fá markhópalista með nöfnum 50 stærstu fyrirtækja landsins, kynningareintak af ACT! CRM/Viðskiptatengslakerfi og ýmsan aukahugbúnað til að létta markaðssókn. Þátttökugjald er 6.500. Tilkynnið þátttöku í síðasta lagi þriðjudaginn 25. nóvember 2003 með tölvupósti á nutima@nutima.is Nánari upplýsingar í síma 553 7300 Hver er raunveruleg staða sölumála og söluferla hjá þínu fyrirtæki? www.nutima.is ÞÆR raddir heyr- ast oft að á Íslandi séu aðeins þrjár greinar sem skipta einhverju máli vegna vægis þeirra í öflun útflutningstekna, þ.e. sjávarútvegur, orku- frekur iðnaður og ferðaþjónusta. Þá er sjávarútvegur gjarnan talinn leiðandi grein. Þetta viðhorf end- urspeglar þrálátan misskilning um mikil- vægi einstakra greina fyrir verðmætasköp- unina, bæði vegna örra breytinga á hag- kerfinu en ekki síst vegna þess að efna- hagsstarfsemi á Ís- landi fer nú að miklu leyti fram á alþjóðleg- um markaði. Í þessari grein er leitast við að leiðrétta þann mis- skilning. Fjölbreyttari atvinnustarfsemi Þegar nýleg gögn eru skoðuð fer ekki á milli mála að íslenska hag- kerfið hefur tekið stakkaskiptum undanfarin ár. Hagvöxtur hefur aukist og uppsprettu hans er að finna í fjölbreyttari atvinnustarf- semi en áður. Ástæðurnar fyrir þessari um- byltingu eru margþættar en tengj- ast fyrst og fremst breyttu starfs- umhverfi fyrirtækja og vinnandi fólks. Þátttaka Íslands í samningn- um um Evrópska efnahagssvæðið, sem nú nær til sautján þjóða Vest- ur-Evrópu, jók frjálsræði í flæði vöru, þjónustu, vinnuafls og fjár- magns á svæðinu. Við það varð markaðsstarfsemi hérlendis virk- ari og fyrirtækin sem brugðust rétt við aukinni samkeppni styrkt- ust í kjölfarið. Einkavæðing rík- isstofnana ásamt lagfæringum á skattkerfinu styrkti einnig stoðir fyrirtækjarekstrar á Íslandi. Síð- ast en ekki síst hafa stóriðjufram- kvæmdir sett svip á uppbyggingu efnahagslífsins undanfarin ár og munu gera það í auknum mæli á komandi árum. Í iðnaði hafa áhrifin komið fram með velgengni stórfyrirtækja á borð við Pharmaco, Össur, Med- care/Flögu, Marel og Íslenska erfðagreiningu á sviði lyfja, lækn- ingatækja, tölvustýrðra fram- leiðslutækja, líftækni og upplýs- ingatækni. Hátæknigreinar iðnað- ar hafa verið í mikilli sókn og hlutdeild þeirra í heildariðnfram- leiðslu hefur aukist úr um 13% í 20% undanfarin fimm ár, sem er mjög jákvæð þróun, en slíkar greinar skapa mikil verðmæti og þar með vel launuð störf. Þá hefur þjónustustarfsemi ýmiss konar einnig verið í mikilli sókn. Íslenska hagkerfið er nú orðið mun áþekk- ara því sem þekkist umhverfis okkur. Þrátt fyrir þessa umbyltingu hagkerfisins aðhyllast sumir Ís- lendingar enn þá skoðun að það sé aðallega fiskurinn úr hafinu sem skapi hin raunverulegu verðmæti fyrir þjóðarbúið. Fyrir þessum misskilningi virðast vera tvær meginástæður. Um uppsprettu verðmætanna Fyrst má nefna þá sem trúa að verðmæti myndist aðeins af nátt- úrunnar hendi. Verk mannanna er aðallega að sækja og vinna þau verðmæti, t.d. með fiskveið- um, gullgreftri, kornrækt, smöl- un fjár til slátr- unar, beislun vatnsaflsorku til málmbræðslu eða flutningi er- lendra ferða- manna til að njóta landsins. Þótt verðmæti verði vissulega til við þessar at- hafnir er rangt að nota það til að útskýra hagvöxt- inn. Slíkar ranghugmyndir má rekja aftur til 18. aldar í Frakk- landi og nefndust „búauðgistefna“. Landbúnaður var talinn hin raun- verulega uppspretta auðæfa. Til að tryggja fjárhirslum konungs stöð- ugar og traustar tekjur þurfti að hlúa sérstaklega að þeirri grein. Þar sem aðrar greinar mannlegrar starfsemi voru ekki taldar skapa raunveruleg verðmæti, að þær væru nokkurs konar afætur þeirra verðmæta sem sköpuðust í land- búnaði, var ekki talin þörf á að tryggja starfsemi þeirra heppileg starfsskilyrði. Enn eru einhverjir hérlendis sem aðhyllast það sem kalla má „fiskauðgistefnu“ og álykta að ekki þurfi að huga sér- staklega að starfsskilyrðum fyr- irtækja í öðrum greinum eins og iðnaði eða þjónustu. Sem betur fer eru slíkar rang- hugmyndir á undanhaldi. Nú skilja sífellt fleiri að verðmæti myndast í efnahagsstarfsemi hvaða nafni sem hún kann að nefnast. Eina skilyrði fyrir verðmætasköpun er að starfsemi einstaklinga eða fyr- irtækja nýti vinnukraft, þekkingu, hráefni eða tæki til að framleiða vöru eða þjónustu sem hægt er að selja með hagnaði. Þá gildir einu hvort hráefnið er fiskur, hveiti, sement, olía eða rafmagn, hvort vinnukrafturinn er vel eða lítið menntaður og framleiðslutækið veiðiskip, ofn, steypubíll eða tölvu- stýrð vél. Afurðin þarf aðeins að vera vara, þjónusta eða verðmæti sem aðrir eru reiðubúnir að borga fyrir á verði sem gerir betur en að borga fyrir framleiðslukostnaðinn. Munurinn á kostnaði og söluverði framleiðslunnar er þá verðmætið sem starfsemin skilar. Mikill hag- vöxtur á Írlandi undanfarin ár hef- ur byggst á því að flytja inn hrá- efni og fjárfestingarvöru til að framleiða fullunnar vörur til út- flutnings. Eftirspurn mætt Jafnvel enn mikilvægara er að átta sig á að þau fyrirtæki sem mynda verðmæti með því að mæta eft- irspurn á markaði eru að byggja upp framleiðslu-, markaðs- og við- skiptaþekkingu sem er forsenda aukinnar þátttöku á alþjóðamark- aði. Þekkingin, sem þar verður til, er grundvöllur aukinnar verð- mætasköpunar með mannviti og tækninýjungum þar og í öðrum fyrirtækjum í sama geira og jafn- vel í fyrirtækjum í öðrum geirum, en starfsmenn færast gjarnan milli fyrirtækja. Þjóðhagslegt verðmæti markaðsfyrirtækja er því oft meira en verðmætasköpuninni ein og sér sem fer fram innan veggja þeirra, vegna þess að þau hafa já- kvæð áhrif á árangur efnahags- starfsemi þjóð- félagsins. Það getur því verið eðlismunur á starfsemi fyrir- tækja sem stjórnast af eft- irspurn og þeirra sem stjórnast af veðurfari og aflabrögðum í verðmætasköp- un þjóðfélags- ins. Um þessar mundir eru fyr- irtæki í sjávar- útvegi, sem hafa háþróaða framleiðslutækni, að verða meðvitaðari um þörfina á að láta eftirspurn á markaði leiða vöruþróunina í meira mæli en afla- brögð. Það er afar jákvæð þróun. Skipting verðmætasköpunar Mynd 1 sýnir hlutdeild einstakra atvinnugreina í verðmætasköpun þjóðarbúsins. Þar sést að iðnaður gegnir lykilhlutverki sem mörgum yfirsést. Nær fjórðungur lands- framleiðslunnar verður til í iðnaði, sem er næstum helmingi meira en framlag sjávarútvegs. Þá eru op- inber þjónusta og fjármála- og önnur þjónusta með um fimmta hlut hvor en verslun, veitinga- rekstur og hótel og samgöngur með tæpan fimmta hlut. Í iðnaði er að finna eitt af hverjum fimm störfum í þjóðfélaginu. Aðrar hag- tölur um iðnaðinn má finna á vef- setri Samtaka iðnaðarins (si.is). Önnur og betur grunduð ástæða fyrir ofurtrú sumra á fiskveiðum og -vinnslu er stór hlutur sjávaraf- urða í öflun útflutningstekna. Við þurfum útflutningstekjur til að greiða fyrir innflutta neysluvöru Nýja hagkerfið Íslenska hagkerfið hefur tekið stakkaskiptum undanfarin ár. Hagvöxtur hefur aukist og uppsprettu hans er að finna í fjölbreyttari atvinnu- starfsemi en áður, skrifar Þorsteinn Þorgeirsson. Efnahagsstarfsemin fer að hans sögn að miklu leyti fram á alþjóðlegum markaði.              &  !  ' () * %+ ', -) .%/ ' 0) 1    2 3) 45   %" ( () 6   7 2)        " 0 ()     %   '0 ()    - 2) *//   %     '3 7) 8 !  ,' ')         &  !  Þorsteinn Þorgeirsson Einkavæðing ríkisstofnana ásamt lagfæringum á skattkerfinu er meðal þeirra atriða sem hafa styrkt stoðir fyrirtækjarekstrar á Íslandi. .................. Þ á t t t a k a Í s l a n d s í s a m n i n g n u m u m E v r ó p s k a e f n a h a g s - s v æ ð i ð j ó k f r j á l s - r æ ð i í f l æ ð i v ö r u , þ j ó n u s t u , v i n n u a f l s o g f j á r m a g n s á e f n a h a g s s v æ ð i n u . ..................

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.